Alþýðublaðið - 14.09.1990, Page 11

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Page 11
Föstudagur 14. sept. 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 11 Konurnar í bandaríska hernum þykja síst ósérhlífnari hermenn er karlarnir en segjast verða fyrir mikilli kynferöislegri áreitni í vinnunni. Herkonur verða fyr> ir kynferðislegri áreitni i vinnunni Meirihluti kvenna sem starfar í bandaríska hernum kvartar yf- ir kynferðislegri áreitni á vinnu- stað. Svo virðist sem skýrar regl- ur um þessi mál nægi ekki til að láta hermennina halda að sér höndum. Nýleg könnun innan bandaríska hersins sýnir að 64% þeirra kvenna sem gegna herþjónustu kveðast hafa orðið fyrir einhverri áreitni. Einnig sögðust um 5% aðspurðra hafa verið nauðgað eða þurft að þola annars konar niðurlægingar. Langflestar kvennanna kvörtuðu yfir káfi eða ósæmilegum bröndur- um. Þessi viðamikla könnun var gerð á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1989 og kom í kjölfar minni rann- sókna sem gerðar voru fyrir þremur árum. Hermálayfirvöld líta þessi mál al- varlegum augum og allt frá því að þessi mál komu fram í dagsljósið hafa fleiri konum verið veittar stöð- ur innan hersins og karlmönnum sem verða uppvísir að ósæmandi ..... . . hegðun hefur verið refsað. Karlmennirmr i Bandarikjaher eru þo ekki allir alvondir eins og þessi skemmtilega mynd sýnir. DAGFINNUR Af hverju ekki ég? Nú hefur verið ráðinn nýr Þjóð- leikhússtjóri. Ég var nú satt best að segja hissa að hann skuli hafa verið valinn úr hópi umsækjenda. Ég bjóst sem sagt við að málin færu eins og hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga þar sem svo hart var deilt um umsækjendur að leitað yrði til einhvers sem ekki sótti um. Gerði ég mér satt besta að segja góðar vonir um að ég yrði ráðinn. En nú hefur menntamála- ráðherra rétt einu sinni sýnt að hann er ekki starfinu vaxinn. Það lá í augum uppi að best var að ráða úr hópi þeirra sem ekki sóttu um enda var þar úr miklu fjölbreyttari hópi að velja. Menntamálaráðherra hefur sennilega látið leikhúsmafíuna hafa áhrif á sig. Þröng hagsmuna- klíka virðist geta ráðið allt of miklu í menningarmálum ríkisins. Það að gera kröfu til þess að ráð- inn yrði maður með menntun og reynslu í leikhúslífi var út í hött eins og allir geta séð. Það var kom- in tími til að ráða mann sem situr utan sviðs. Á sama tíma og leik- mafían kvartar um að sífellt færri sæki leikhúsin dettur þeim ekki í hug að sniðugt gæti reynst að ráða mann í stöðu þjóðleikhússtjóra sem hefur reynslu í að horfa á leik- rit. Yfirlýsing leikhúsmafíunnar var greinilega beint gegn okkur Ragga sem teljum okkur til leik- manna með djúpa innsýn í leiklist og leiklistarlíf þióðarinnar. * Eg er einn af þessum þrautseigu og þolinmóðu leikhúsgestum sem sækja sýningar fram í rauðan dauðan. Maður hefur því kynnst ýmsu misjöfnu á fjölum Þjóðleik- hússins. Maður hefur horft upp á sprenghlægilega harmleiki og grátlega gamanleiki. Það eitt sýnir að þörf var á leikhússtjóra úr röð- um áhorfenda. Ég ætla ekki hér að fara að leggja dóma á umsækjend- ur og hæfni þeirra sem slíkra en mér finnst freklega gengið fram hjá okkur fólkinu í landinu. Það átti að ráða utanbúðarmann. Annars átti ég vona á að Kristinn Sigtryggsson Arnarflugsmaður yrði næstur í röðinni á eftir okkur Ragga úr stórum hópi hógværra sem ekki sóttu um. Hann hefur nefnilega svo praktíska starfs- reynslu. Hann sýndi ótrúlega hæfileika að reka flugfélag án flug- véla og hefði því verið kjörinn í starf Þjóðleikhússtjóra hjá leikfé- lagi án leikhúss. Það er við búið að viðgerðir hússins dragist á langinn ef ég þekki ríkið rétt og gott ef þeim verður lokið á kjörtímabili leikhússtjóra. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þegar ráða þarf skipstjóra á skip í slipp að betra sé að hann hafi skipstjórnarréttindi. Þrátt fyrir áratuga kommúnisma hafa hirðingjarnir á grassléttum Kína lifað óáreittir og halda mætti að tíminn hafi staðið í stað á afskekktum héruðum þessa gríðarlega lands. Kinverjar krefja hirðingjana um leigu Yfirvöld í Kína hafa tekið þá ákvörðun að héðan í frá skuli hirðingjar þeir, sem flakka um með hjarðir sínar, greiða Ieigu fyrir það land sem þeir nota. Með þessu vilja stjórnvöld stemma stigu við gríðarlegri gróð- ureyðingu sem þeir segja að miklum hluta eiga rót sína að rekja til ofbeit- ar. Árlega verða 660.000 hektarar ræktaðs lands gróðureyðingunni að bráð og eyðimörkin stækkar að sama skapi. Frá alda öðli hafa hirðingjarnir reikað um og beitt kvikfé sínu á víð- feðmar og grasigrónar sléttur Kína. Samkvæmt hugmyndum yfir- valda munu hirðingjarnir leigja landssvæðin í 10—15 ár og borga frá 30—200 ísl.kr. fyrir hektarann en verðið fer eftir gæðum landsins. Stjórnvöld vonast til að þessar að- gerðir stemmi stigu við ofbeit og fái hirðingjana til að gefa þessum mál- um meiri gaum. Ekki er vitað hve margir hirðingj- arnir eru. KROSSGATAN DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 18.20 Hraðboðar 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Popp- korn 19.20 Leyniskjöl Piglets 19.50 Dick Tracy 20.00 Fréttir og veður 20.30 Eddie Skoller 21.40 Bergerac (1) 22.30 Borgarastríðið (Latino) 10.00Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Túni og Tella 17.35 Skófólkið 17.40 Hetjur himin- geimsins 18.05 Henderson krakkarn- ir 18.30 Bylmingur 19.19 19.19 20.10 Kæri Jón 20.35 Ferðast um tímann 21.25 Maður lifandi 21.55 Beinn í baki (Walk Like a Man) 23.20 í Ijósa- skiptunum 23.45 Glæpaheimar (Glitz) 01.20 Brestir (Shattered Spir- its) 02.50 Dagskrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn:09.20 Morg- unleikfimi 09.30 Innlit 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Á ferð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýsingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Ake eftir Wole Soyinka 14.00 Fréttir 14.03 Ljúflings- lög 15.00 Fréttir 15.03 í fréttum var þetta helst 16.00 Fréttir 16.03 Að ut- an 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregn- ir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á siðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Hljómplöturabb 20.40 Á Múlaþingi 21.30 Sumarsagan: Sendiferð, smásaga eftir Raymond Carver 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.30 Danslög 23.00 Kvöldgestir 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Söðlað um 20.30 Gullskífan 21.00 Á djasstónleikum 22.07 Nætursól 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 12.00 Harald- ur Gíslason 14.00 Snorri Sturluson 16.00 íþróttafréttir 17.00 Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síð- degis 18.30 Kvöldstemmning í Reykjavík 22.00 Á næturvaktinni 03.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Siggi Hlöðvers og brjálaða Bína 14.00 Kristófer Helgason og sögurnar 18.00 Darri Óla og linsubaunin 21.00 Arnar Albertsson á útopnu 03.00 Jó- hannes B. Skúlason. Aðalstöðin 07.00 í morgunkaffi 08.30 Föstudag- ur til fjár 09.00 Morgunverk Margrét- ar 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti að aka 16.30 Mál til meðferðar 18.30 Dalaprinsinn eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur 19.00 Við kvöldverð- arborðið 22.00 Draumaprinsinn 02.00 Næturtónar. □ 1 2 3 □ 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 ■ 11 ■ 12 13 □ Lárétt: 1 ávani, 5 lögun, 6 spíri, 7 hólmi, 8 áhöld, 10 kind, 11 angur, 12 borðandi, 13 hreinar. Lóðrétt: 1 fiskar, 3 mikil, 3 lengd, 4 blindur, 5 örbirgð, 7 gufa 9 vegur, 12 trylltur. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fákæn, 5 sála, 6 ata, 7 ts, 8 nærföt, 10 GK, 11 ælu, 12 ólum, 13 ræðir. Lóðrétt: 1 fátæk, 2 álar, 3 KA, 4 næstum, 5 sangur, 7 tölur, 9 fæli, 12 óö.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.