Alþýðublaðið - 14.09.1990, Side 12

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Side 12
•••• •••• • • • •••• •••• •. • • • • • • • • • • • • • • • • NÍKÓSÍU: Nú þegar Persaflóadeilan hefur stað- ið í rúmlega 6 vikur hafa Sýrlendingar ákveðið að senda herlið til liðs við heri undir stjórn Bandaríkjanna í Saúdí-Arabíu í þeim til- gangi að verjast hugsan- legri árás íraka. Flótta- menn segja að íraskar lög- reglusveitir gangi nú hús úr húsi í Kúvæt-borg í leit að útlendingum. BAGHDAD: írakar ásaka Bandaríkin um að reyna að finna átyllu til að gera árás á írak og segja að þeir muni halda George Bush, forseta Bandaríkjanna, persónulega ábyrgan fyrir hverja árás erlendra herja á írak. SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM: Yfirmaður nefndar Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um viðskipta- bannið gegnTrak, ásakar íraka um að neita útlendingum um matvæli og noti þau sem vopn til að brjóta hið alþjóð- lega viðskiptabann. NYJU DELHI : Bandaríkjastjórn hefur sagt yfirvöldum í Nýju Delhí að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni fara í kringum viðskiptabannið gegn írak til að leyfa Indverjum að senda matvælabirgðir til Kúvæt handa indverskum flóttamönnum, að sögn indversks embættismanns. GENF : Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem ræddu neyðarhjálp til handa flóttamönnum á Persaflóasvæðinu, sögðu ekki ólíklegt að þeir flóttamenn sem nú þegar hafa flúið frá írak og Kúvæt séu aðeins lítill hluti þeirra sem enn eru innlyksa í löndunum tveimur. DHAHRAN, (Saúdí-Ar- abíu): Flokkur Palestínu- manna sem hvarf inn í PLO fyrir 25 árum hefur risið upp aftur vegna óánægju með afstöðu PLO í Persa- flóadeilunni. FREETOWN : Vestur-afrískar friðarsveitir í Líberíu hafa flutt þúsund stuðningsmenn hins fallna forseta, Samuels Doe, frá forsetahöllinni en ringulreið ríkir enn í borginni, að sögn fréttamanns bresku fréttastofunnar BBC, sem staddur er í Monróvíu. Tvær stríðandi uppreisnarfylkingar eru staðráðnar í að drepa stuðningsmenn hins fallna for- seta og að ná forsetahöllinni undir sig. JOHANNESARBORG: 13 voru drepnir og u.þ.b. 100 særðir i vopnaðri árás svartra á lestarfarþega í Jóhannes- arborg. Lögreglan segir að tala látinna gæti hækkað þar sem enn er verið að leita fórnarlamba meðfram járn- brautateinunum. MOSKVU: Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi segir að hugsanlega verði haldinn annar leiðtogafundur fyrir lok ársins. BELGRAD : Tveir Albanir létust í átökum við lögreglu í Kosovo héraði í Júgóslavíu. Þetta eru fyrstu dauðsföllin þar síðan 30 manns féllu í átökum í janúar og febrúar sl., að sögn útvarpsins í Belgrad. A-BERLIN : Hneyksli er í uppsiglingu vegna orðróms um að ýmsir úr röðum stjórnarliða í A-Þýskalandi hafi verið á mála hjá öryggislögreglu kommúnista. Umhverfisráðherr- an, hefur verið sakaður um að hafa lengi stundað upp- ljóstranir fyrir Stasi. MOSKVU: Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna segir að Sovétmenn muni liðka útflytjendalög þar í landi innan tveggja mánaða í þeim tilgangi að hljóta viðskiptaívilnanir frá stjórnvöidum í Washington. EHLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Glúmur Baldvinsson Samningur um nýja Evrópu undirritaöur í Moskvu: Reikitingsskil vid fortiðina V-Þjóðverjar og Sovét- menn, sem hafa aukið samskipti sín mjög á und- anförnum árum, undirrit- uðu í gær sáttmála sem festir samvinnu ríkjanna enn betur í sessi. Sáttmál- inn kom í kjölfar friðar- gjörðarsáttmála milli sam- einaðs Þýskalands og bandamanna úr seinni heimstyrjöldinni, Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands, sem undirritaður var í Moskvu á miðvikudaginn og markar hann tímamót í sögu Evrópu. Sáttmálinn, sem nefnist „Tveir plús fjórir", var undir- ritaður af utanríkisráðherr- um fjórveldanna og þýsku ríkjanna tveggja. Með samn- ingnum viðurkenna fjórveld- in fullveldi sameinaðs Þýska- lands og er hann formlegur friðarsáttmáli milli sigurveg- ara í heimstyrjöldinni síðari og Þýskalands og litið er svo á að með honum sé bundinn formlegur endi á kalda stríð- ið. Þýsku ríkin verða eitt 3. október nk. Samrunaferillinn hefur aðeins tekið 7 mánuði, sem þykir ótrúlega skammur tími ef tekið er mið af öllum þeim hindrunum sem stóðu í veginum. Sovétmenn vildu í fyrstu hafa áhrif á sameining- una og settu fram margar kröfur en féllu frá þeim er fram í sótti. Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét- leiðtogi, segir að stjórnvöld í Bonn hafi boðið Sovétríkjun- um þrjá milljarða marka í beina fjárhagsaðstoð fyrir ut- an þá tólf milljarða marka sem Þjóðverjar hafa sam- þykkt að greiða til að flytja sovéska hermenn heim frá A-Þýskalandi fyrir 1994. Genscher, utanríkisráð- herra V-Þýskalands, sagði að vináttusáttmáli Sovétmanna' og Þjóðverja sem undirritað- ur var í gær, leiði ríkin inn í 21. öldina sem verði öld ábyrgðar, trausts og sam- vinnu. Sáttmálinn tengir Sov- étmenn sterkari böndum við Þjóðverja en nokkra aðra vestræna þjóð. Jóhannesarborg í S-Afríku: Drápin halda áfram 13 létust og u.þ.b. 100 særðust í árás hóps svartra á lestarfarþega í Jóhannesarborg í S-Afr- íku í gær. Lögreglan þar í borg sagði að tala látinna gæti verið hærri því enn væri leitað að fórnarlömb- um meðfram járnbrautar- teinunum. Ekki er vitað hverjir árásar- mennirnir voru eða hver til- gangur drápanna var. Lög- reglan veit aðeins að þeir voru svartir. Árásin var svipuð fyrri árásum á lestir og strætis- vagna í borginni í undan- förnum mánuði en stríð hefur geisað þar milli Ink- hata-hreyfingarinnar og stuðningsmanna Afríska þjóðarráðsins og valdið dauða 750 manna. Sl. miðvikudag voru tveir svertingjar sem biðu á leigu- bílastöð skotnir niður og ann- ar fyrir utan íbúðir verka- manna í borginni. Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og de Klerk, forseti S-Afríku, fund- uðu sl. þriðjudag og þá hvatti sá fyrrnefndi stjórnvöld til að binda enda á óeirðirnar í borginni. Ástandiö í Kúvœt: Útlendingar Yfirmaður nefndar Sam- einuðu þjóðanna, sem stýrir framkvæmd _ við- skiptabannsins gegn írak, Marjatta Rasi, ásakaði Ir- aka í gær fyrir að nota matvæli sem pólitískt vopn til að brjóta við- skiptabannið. Rasi sagði að írakar hefðu nægar matarbirgðir en neituðu útlendingum um matvæli. Þetta sagði hún á blaða- mannafundi sem haldinn var í framhaldi af fundi ör- yggisráðsins um neyðar- hjálp til handa útlending- um í Irak og Kúvæt. Javier Perez de Cuellar, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, sagði að það væri ekkert sem staðfesti það að mat- væli send til handa flótta- mönnum á Persaflóasvæð- inu næðu til réttra aðila. Öryggislögregia íraka gerir nú víðtæka leit að útlending- um í Kúvæt-borg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur hvatt allar bandarískar konur SAMEININGARFERILL REUTER 2. maí 1989 Ungversk/austurísk landamæri opnuð 7. október 1989 Mótmæli skyggja á 40 ára afmæli Austur-Þýskalands 18. október 1989 Honecker, leiðtoga austur-þýskra kommúnista , sparkað 9. nóvember 1989 Berlínarmúrinn fellur 13. nóvember 1989 Hans Modrow verður forsætis- ráðherra A-Þýskalands 3. desember 1989 Einræði kommúnista afnumið 14. mars 1990 "2+4" öryggismálaviðræður 18. mars 1990 Hægri öfl vinna sigur í fyrstu frjálsu kosningunum 1. júlí 1990 Sameigninlegur gjaldmiðill 16. júlí 1990 Sovétríkin samþykkja inn- göngu A-Þýskalands i NATO 31. ágúst1990 Sameiningarsáttmáli undirritaður 12. september 1990 "2+4" sáttmálinn undirritaður 3. október 1990 Þýskaland sameinað leitaðir uppi og börn sem eftir eru í borg- inni að hafa strax samband við sendiráð Bandaríkjanna í borginni svo hægt sé að und- irbúa brottflutning þeirra. Bretar hafa ákveðið að senda aukið herlið og vopn til Persaflóa. Þetta var ákveðið í framhaldi af beiðni Bush Bandaríkjaforseta til aðildar- ríkja NATO um að taka á sig þyngri byrðar af viðbúnaðin- um við flóann. Breska þingið var einhuga um málið og á næstu dögum verða sendar þúsundir landhermanna til Saúdí-Arabíu ásamt þyrlum og skriðdrekum. Sýrlendingar hafa sam- þykkt að senda u.þ.b. 14 þús- und hermenn til Saúdí-Arab- íu en þar eru 3 þúsund sýr- lenskir hermenn fyrir og þús- und í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.