Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 1
MPYÐUBLMÐ Aktu ekki út i óvissuno oktuú Ingvar | Helgasonhf. Sævartx)föa2 Simi 91-67 4000 159. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 FLUGLEIÐIR NÝTA EKKI NÝFENGNA FLUG- LEIÐ: Það vekur athygli að Flugleiðir munu ekki nýta sér nýfengna flugleið, Keflavík — Hamborg í vetur. Félagið tel- ur umferð milli borganna ekki nægjanlega að vetri til, en samgöngur við nágrannaborgina Kaupmannahöfn góðar og möguleika á flugi þaðan til þýskra borga með ágætum. SJÓMENN OG ÚTVEGSMENN SEMJA: Eku er víst að til verkfalls félaga innan Farmanna og fiskimanna- sambands íslands komi eins og útlit var orðið fyrir. Samn- ingar náðust í gær milli sambandsins og Landsambands ísl. útvegsmanna. Samningurinn gengur út á leiðréttingu á viðmiðun við olíuverð, en hækkanir á olíuverði að undan- förnu hefðu ella gengið mjög á laun sjómannanna. Leið- rétting fékkst um 8 Bandaríkjadali, auk þess sem þjóðar- sáttarprósenta kemur á launin, 3,2%. Ekki kemur í ljós fyrr en 3. nóvember hvort sjómenn samþykkja samningana. Trúlegt er að ekki sé mikil ánægja með þá — en Guðjón Kristinsson, formaður FFSÍ sagði í útvarpinu í gær að lengra yrði ekki komist. ÚTFLUTNINGSBÆTUR LÆKKA: Utanríkisráðherra hefur í samráði við fjármálaráðherra og landbúnaðarráð- herra mótað tillögur um stuðning við landbúnað í framtíð- inni, og verða þær lagðar fram í GATT eftir helgi. Lagt er til m.a. að útflutningsbætur lækki um 65% fram til ársins 1996. Tillögur Jóns Baldvins eru í veigamiklum atriðum frá- brugðnar þeim tillögum sem Steingrímur Sigfússon kynnti í ríkisstjórninni í síðustu viku, en Steingrímur mun hafa fallist á minni stuðning en upphaflegu tillögur hans fjöll- uðu um. Utanríkisráðherra hefur haft samráð við fjármála- ráðherra og landbúnaðarráðherra og er gert ráð fyrir að útflutningsbætur iækki um 65% fram til ársins 1996 og að heildarstuðningur við landbúnað í landinu verði dreginn saman um fjórðung á sama tímabili. Opnað er fyrir þann möguleika að í stað innflutningsbanns á unnum landbún- aðarvörum verði heimilaður innflutningur en með álögðu jöfnunargjaldi. Þetta eru eingöngu frumtillögur og eru lagðar fram í hóp GATT-ríkja, en þau stefna að samkomulagi um minni stuðning við landbúnað í aðildarríkjunum og að jafnframt verði dregið úr viðskiptahindrunum með slíkar vörur. LEIOARINN í DA6 Tveir leiðarar birtast í Alþýðublaðinu í dag. Sá fyrri fjallar um nýtt nafn Alþýðuflokksins — Jafnaðar- mannaflokks íslands. Sá síðari fjallar um álversmálið og þær upplýsingar iðnaðarráðherra að stjórnar- menn Landsvirkjunar hafi fjallað um öll atriði orku- sölu á 25 stjórnarfundum en samt hlaupið frá allri ábyrgð. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ALÞÝÐUFLOKKURINN — JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS OG 25 ÁBYRGÐARLAUSIR STJÓRNARFUNDIR LANDS- VIRKJUNAR. Framboðin undirbúin Það er mikið um að vera í framboðsmálum flokkanna. Aðeins Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bjóða upp á opin prófkjör. Baráttan er í algleymingi. ísland ekki á Norðurlöndum Televerket, norska sysjir Pósts 8t síma, viðurkennir ls- land ekki sem eitt af Norður- löndunum. Slæm landafræði- kunnátta kann að kosta fyrir- tækið allháar fjárhæðir Dolly Parton skriðdrekar Iírakar kenna skriðdreka sína við kynbombuna Dolly Parton. Sagt er að drekar þessir geti komið bandarískum hermönn- um illilega á óvart komi til vopnaviðskipta. Ellert Eiríksson, þingmadur Sjálfstœöisflokks um staöarval áluers: ENGAR BLEKKINGAR Alrangt ad idnadarráöherra hafi veriö búinn aö ákveöa Keilisnes Ellert Eiríksson, vara- Markaðsnefndar ráðu- ákveða Keilisnes fyrir verk- voru milligreiðslur til hinna þingmaður Sjálfstæðis- neytisins. Ómaklega væri smiðjuna: „Þaðeralrangt. Ég erlendu aðila þannig að þeir flokks á Reykjanesi, lýsti vegið að iðnaðarráðherra, veit að hann hélt lengi fram veldu verksmiðjunni stað í því yfir í umræðum um ál- þegar hann væri sakaður stöðum eins og Reyðarfirði Eyjafirði eða í Reyðarfirði, en ver utan dagskrár í fyrra- um að hafa haft uppi og Dysnesi og fannst mér þá það fór mjög í taugarnar á dag að í hvívetna hefði blekkingar varðandi stað- halla á okkur Suðurnesja- mér og mörgum Suðurnesja- fyllstu hreinskilni og heið- arvalið. menn og Keilisnes," segir Ell- mönnum," segir Ellert við Al- arleika gætt í álversmál- Ellert segir að ýmsir hafi ert. þýðublaðið. inu af hálfu iðnaðarráð- haldið því fram að iðnaðar- „Það er staðfest í skýrslu herra og starfsmanna ráðherra hafi verið búinn að iðnaðarráðherra að boðnar Gjaldþrot Arnarflugs: Skuldir umfram eignir 6—700 milliónir Stjórn Arnarflugs lýsti félagið gjaldþrota í gær. Áður hafði borgarfógeti synjað félaginu um tveggja mánaða greiðslustöðvun og tilraunir til frjálsra nauðasamninga báru ekki árangur. Skuldir Arnar- flugs umfram eignir eru taldar nema 6—700 millj- ónum króna. Félagið skuldar KLM flugfélaginu á annað hundrað milljónir og skuldir við ríkið og rik- isábyrgðasjóð nema hærri upphæðum. Geir Gunnarsson, stjórnar- formaður Arnarflugs, sagði í samtali við Alþýðublaðið, að félagið hefði lengi barist fyrir útvíkkun á heimildum til leiguflugs með farþega og vörur inn á leiðir Flugleiða. Þessu hefði ekki verið sinnt af stjórnvöldum til þessa. En nú þegar Arnarflug er gjald- þrota hafi ekki staðið á því að gefa leiguflugið frjálst stóran hluta ársins. — Sjá nánar grein Sæ- mundar Guðvinssonar um lok innlendrar samkeppni í utanlandsflugi. BLS. 6—7. RITSTJÓRN # 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLYSINGAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 159. Tölublað (20.10.1990)
https://timarit.is/issue/245444

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

159. Tölublað (20.10.1990)

Aðgerðir: