Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. október 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN LÖGREGLAN - NEIKVÆTT: Starfsheitið LÖG- REGLAN er notað í ýmsum neikvæðum tilvikum, þegar fjallað er um erlend málefni, segir Bjarnþór Aðalsteins- son, ritari Landssambands lögreglumanna. Þetta er rétt athugað, oft stendur fyrirsögnin ein sér án hekari skýr- inga, og lesi fólk ekki lengra er vissulega sú hætta fyrir hendi að einhverjir heimfæri fyrirsögnina á íslenska lög- feglumenn. Óskar landssambandið eftir því að íslensk blöð noti ekki starfsheitið LÖGREGLAN skýringalaust í fyrirsagnir á þennan hátt. BJÖRG OPNAR SÝN- INGU: Björg Þorsteins- dóttir opnar sýningu á myndum í Listasafni ASÍ í dag, — allar eru þær unnar á þessu ári, en Björg hefur verið á sex mánaða starfs- launum frá íslenska ríkinu á þessu ári og hefiir greini- lega unnið vel. Á sýning- unni sem er 15. einkasýn- ing Bjargar, eru stórar olíukrítarmyndir 120x150 senti- metrar á stærð. BYGGINGAVÍSITALAN EILÍTIÐ HÆRRI - LAUNAVÍSITALA LÆKKAR: Vísitala byggingarkostn- aðar hreyfist sáralítið, — var 0,4% hærri um miðjan októb- er 1990 en í mánuðinum á undan. Vísitalan er nú 173,2 stig. Launavísitalan fyrir októbermánuð hefur hins vegar lækkað frá fyrra mánuði um 0,3% og er nú 116,6 stig. Samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána tekur sömu lækkun og er því 2552 stig í nóvember. ENN MINNKAR KAUPMÁTTUR: í fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar má lesa að greitt tímakaup landverka- fólks innan ASÍ hefur hækkað að meðaltali um 7% á öðr- um ársfjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Hækkun framfærsluvísitölu á sama tíma hefur hins vegar orðið 17% — kaupmáttur tímakaups verkamannsins hefur því minnkað um 8,5%. Þetta er nokkuð minni minnkum kaupmáttar en mæidist milli fyrsta ársfjórðungs 1989 og 1990 og hefur samdráttur kaupmáttar þannig stöðvast. VETRARDEKKIN UNDIR: Dekkjaverkstæðin eru nú undir mikla vertíð búin — skiptin á sumar og vetrarhjól- börðum undir bílana. Þessir hressu gúmmístrákar eru til- búnir í Mosfellsbæ, verkstæðið þeirra heitir Vaka hf., áður Holtadekk. ÁLVERÁ FÖGRUM STÖÐUM: Fyrir einni öld voru álver tekin að rísa. Til gamans birtum við hér teiknimynd af álveri sem Alusuisse reisti við fossa Rínarfljóts fyrir réttri öld. Menn suður í Evrópu voru ekki með neinn hamagang vegna staðarvalsins — álverinu var valinn for- kunnarfagur staður við Rínarfossa eins og sjá má. VIGDIS A FERÐINNI: Vigdís Finnbogadóttir, forseti vor er mikið á ferðinni til útlanda og fór í morgun til Finn- lands til að taka þátt í kynningu á íslenskri menningu í Tammerfors. Þar í borg mun forseti veita viðtöku heiðurs- doktorsnafnbót við háskólann. í Helsingfors mun Vigdís taka þátt í fundi um norræn málefni og hitta Koivisto for- seta. Frá Finnlandi heldur forseti til Genfar í Svisslandi og verður þar í forsæti dómnefndar um besta sjónvarpsleikrit- ið í samkeppni útvarps- og sjónvarpsstöðva Evrópu. Er ísland ekki eitt af Nordurlöndunum? Norski síminit telur það ekki íslendingur einn í Bergen, Skúli Guðbjarn- arson, hefur krafið norsku símamálastofn- unina, Televerket, um endurgreiðslu á 3600 norskum krónum vegna þess að Televerket hefur orðið það á að telja fs- land ekki með öðrum Norðurlöndum. Þannig getur slæm landfræði- kunnátta norsku síma- forstjóranna orðið til þess að fyrirtæki þeirra þarf að endurgreiða vænar fjárfúlgur. „Á þessu korti er taxtinn fyrir símtöl frá Noregi til annarra Norður- landa skráður. Reikning- arnir sem ég hef hins vegar fengið frá Televerket sýna að það er tvöfalt dýrara að hringja til íslands. Þess vegna kærði ég og nú verð- ur Televerket að endur- greiða mér 3600 krónur", segir Skúli Guðbjarnarson, 34 ára gamall. En það eru fleiri en Skúli sem eiga rétt á endur- greiðslum. Allir símnotend- ur í Noregi sem hringt hafa til íslands í þeirri góðu trú að ísland væri eitt Norður- landanna, eiga endurkröfu- rétt, segir í Dagbladet. í blaðinu segir að Skúli hafi hringt drjúgt til íslands á undanförnum mánuðum. Hann er nemandi í fiskeld- isfræðum við háskólann í Bergen, en hefur í tóm- stundum unnið að þróun sérstakrar dælustöðvar fyr- ir fiskeldisstöð á íslandi. Skúli reyndi að fá leiðrétt- ingu hjá „kerfinu" en þar var þrjóskast við líkt og menn þekkja hér á landi. En þá bað Skúli neytenda- samtökin um aðstoð og þaðan barst leikurinn inn í neytendaþátt norska ríkis- útvarpsins, „Viðskiptavin- urinn hefur líka rétt fyrir sér.“ Þá stóð ekki á svörum lengur hjá Televerket. „Núna verð ég að byrja SKÚLI GUÐBJARNARSON við símann sinn í Bergen, — hann þrjóskaðist gegn norska símafyrirtækinu og hafði sigur. aftur að skrifa bréf, ég hef ekki efni á að borga 5,80 krónur fyrir skrefið, en það er verðið á hverju skrefi til íslands, tvöfalt meira en til annarra Norðurlanda". En hvað segir Televerket um landfræðilega kunnáttu sína: „Okkur þykir leitt að við höfum gert þessi mistök. í símfræðilegu samhengi teljum við Island ekki með Norðurlöndunum. Það hefði átt að koma fram í upplýsingabæklingi okkar,“ segir blaðafulltrúi fyrirtæk- isins. Hann býðst til að leið- rétta mál sem upp koma vegna þessa, það kunni að vísu að verða erfitt á köfl- um, ekki sé alltaf hægt að sanna að hringt hafi verið til íslands. „Ég vil taka skýrt fram að við höfum ekkert á móti Is- landi sem einu af Norður- löndunum. Ástæðan fyrir því að taxtinn til Islands er tvöfaldur er að allur kostn- aður okkar er líka tvöfaldur á við önnur lönd,“ segir Tor Hammerö hjá Televerket. Fjórir af átta nefndarmönnum um sjúkrahús í Reykjavík: Formaðurinn gaf sér niðursföðumar fyrirfram Fjórir af átta nefndar- mönnum í nefnd heilbrigð- isráðherra sem fjailaði um samstarf sjúkrahúsa í Reykjavík, mótmæla því að þeir hafi fallist á sam- eiginlega yfirstjórn Borg- arsjúkrahúss, Landakots og Landspítala. Segja þeir að rokið hafi verio til að ganga frá nef ndaráliti dag- inn áður en fjárlagafrum- varp var lagt fram, en ljóst sé nú að þá þegar hafi nefndarformaðurinn ver- ið búinn að gefa sér niður- stöðurnar. í nefndarálitinu er lagt til að yfir sjúkrahúsunum þrem- ur í Reykjavík verði sérstakt ráð sem geri tillögur að verkaskiptingu milli J^eirra og framtíðarskipulagi. I frum- varpi til fjárlaga fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að ráðið eigi meðal annars að skipta f járveitingum milli sjúkrahús- anna. Þessu mótmæla nefnd- armennirnir fjórir, Jóhannes Pálmason, Logi Guðbrands- son, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son og Orn S. Arnaldsson. Þeir andmæla því, að „þær lagabreytingar sem ráðherr- ann boðar eigi sér nokkra stoð í tillögum nefndarinnar." Segjast fjórmenningarnir hafa fallist á að skipað yrði sérstakt samráð spítalanna og að á þeim vettvangi yrði fjallað um aukið samstarf sjúkrahúsanna. Ráðið yrði til- löguaðili, en að áhersla hafi verið lögð á að ekki yrðu breytingar á stjórnun sjúkra- húsanna. Svo virðist sem ýmislegt annað hafi verið hraðsoðið úr Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landakotsspít- ala: Nefndin skyndilega boð- uð á fund eftir hálfs árs hlé. Akureyri: í dag verður farið ofan í saumana á norðlensku at- vinnulífi á ráðstefnu sem Landssamband iðnaðar- manna og Svæðisskrif- stofa iðnaðarins gangast fyrir á Akureyri. Rætt verður um hugsanlega framtíðarþróun og kosti og galla við að reka fyrir- nefndinni. Lagt er tii að deild- um utan spítalalóðanna verði fækkað til að spara. Logi Guð- brandsson, framkvæmda- stjóri Landakotsspítala og einn nefndarmannanna, seg- ir t.d. að sú öldrunarþjónusta sem rekin sé í Hafnarbúðum á vegum Landakots eigi ekki heima á spitalanum sjálfum, og að hann sjái ekki sérstak- an sparnað í að flytja hana þangað úr Hafnarbúðum. Logi segir að nefndin hafi skyndilega verið boðuð til fundar 10. október sl. eftir að nefndarstörf höfðu legið niðri í hálft ár. Formaður hafi þá lagt ríka áherslur að störfum lyki á þeim fundi. Daginn eft- ir, þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram, hafi mönnum tæki á landsbyggðinni. Ennfremur verður fjallað um möguleika á auknu samstarfi fyrirtækja, menntun stjórn- enda, hugmyndir um skipt- ingu landsins í þjónustu- og atvinnusvæði, samstarf í byggingariðnaði og mögu- leika á auknu samstarfi iðn- aðar og sjávarútvegs við þró- verið ljóst að ekki stóð til að fara að nefndarsamþykktum, þar sem í fjárlögum sé m.a. gert ráð fyrir að samstarfs- ráðið fari með fjárveitingar sjúkrahúsanna þriggja. í gær mótmælti stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar vinnubrögðum heil- brigðisráðherra og aðstoðar- manns hans, og segir Ijóst að um leið og formaður nefndar- innar, sem jafnframt er að- stoðarmaður ráðherra, hafi undirritað tillögur nefndar- innar um samstarfsráð, hafi hann þegar lagt til við ráð- herra að hlutverki þess yrði breytt í yfirstjórn sjúkrahús- anna og að það ætti að stjórna fjárveitingum. un véla og tæknibúnaðar. í lok ráðstefnunnar verða um- ræður með þátttöku sveitar- stjórnarmanna af Norður- landi. Haraldur Sumarliðason, for- seti Landssambands iðnaðar- manna setur ráðstefnuna, en ráðstefnustjóri er Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari. Ráðstefna um atvinnumál

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 159. Tölublað (20.10.1990)
https://timarit.is/issue/245444

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

159. Tölublað (20.10.1990)

Aðgerðir: