Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 20. október 1990 Á aðalfundí Arnarflugs í júlí var kosin ný stjórn að hluta. Henni var ætlað að sitja til haustsins og reyna að koma fótunum undir félagið fram að hluthafafundi. Þær fyrirætlanir brugðust og Arnarflug var lýst gjaldþrota i gær. A-mynd: E.ÓI. Samkeppni Arnarflugs og Flugleiða lokið: Ekki grundvöllur fyrir rekstri tveggja félaga Nú er lokið innlendri samkeppni i áwHunarflugi Hl eg frá landinu sem hefur staðið undanfarin átta ár. Það var árið 1982 sem Steingrimur Hermannsson, þáverandi samgönguráðherra, veitti Amarflugi leyfi Hl ámHunarflugs Hl Amsterdam eg Diisseldorf eg afturkallaði um leið leyfi sem Flugleiðir höfðu til ássHunarflugs Hl þessara berga. Fersvarsmenn Fluglelða gagnrýndu þessa ákvörðun harkalega eg töldu að vlð sameiningu Flugfélags Islands eg Left- leiða hefði þvi verið heiHð að ámHunarflugið yrði al- farið i höndum Flugleiða. Sifelldur taprekstur Am- arflugs varð Hl þess að félagið kemst i þrot eg isflug, sem stofnað var á rústum Amarflugs, uppfyIIH ekki sett skilyrði um veiHngu flugleyfis. fsflug vildi yfir- taka flugleiðir Amarflugs Hl Amsterdam eg Ham- borgar. EFTIR SÆMUND GUÐVINSSON Vegna þessarar veiku stöðu Is- flugs kom ekki til þess að flugráð þyrfti að greiða atkvæði um um- sóknir Flugleiða og ísflugs. Annað hvort var að veita Flugleiðum leyf- in áfram eða fella þetta flug niður. Samgönguráðherra hefur hins vegar ákveðið að heimila frjálst leiguflug til o£ frá landinu yfir sumartímann í þeim tilgangi að tryggja samkeppni á þeim mark- aði. KosHr eg gallar___________ samkeppnl_________________ Um það leyti sem Arnarflugi var veitt leyfi til að taka upp takmark- aða samkeppni við Flugleiðir voru Flugleiðir að byrja að rétta úr kútnum eftir mikið erfiðleikatima- bil. Meðan staða Flugleiða var sem bágust urðu nokkrar truflanir á rekstri sem varð tilefni til nokk- urrar gagnrýni á sitt hvað í þjón- ustu félagsins. Því voru margir sem fögnuðu samkeppni í þessum rekstri. Flugleiðir höfðu haldið uppi áætlunarflugi til Amsterdam yfir sumarmánuðina, en Arnar- flug hóf brátt að fljúga þangað allt árið og tókst að ná upp góðum flutningum á fólki og vörum. Flug- leiðir gerðu ýmislegt til að mæta þessari samkeppni og lögðu sífellt meiri áherslu á bætta þjónustu. Þó félögin væru ekki með áætlunar- flug til sömu borga kepptu þau um farþega á leiðum til og frá Luxem- borg og Amsterdam sem og Þýskalandi um tíma þar sem segja má að um eitt markaðssvæði hafi verið að ræða. Segja má að erlendar ferðaskrif- stofur hafi ef til vill fyrst og fremst hagnast á þessari samkeppni framan af þar sem nokkuð var um að félögin byðu niður verð á hóp- ferðum hvert fyrir öðru. Féiögin kepptu um leiguflugs- markaðinn og blandaðist flug með pílagríma þar inn í. Þar náðu Arn- arflugsmenn stórum samningi um tíma en ekki hafði félagið fjár- hagslegan ávinning af því ævin- týri. Samkeppni sem sneri að heima- markaði birtist frekar í keppni um þjónustu en verð. Raunar héldu Arnarflugsmenn því fram að Flug- leiðir væru með undirboð á ferð- um til Luxemborgar til að ná til sín farþegum er ella færu til Amster- dam en því mótmæltu Flugleiða- menn. Af hálfu Arnarflugs var því einnig haldið fram, að bein og óbein samkeppni flugfélaganna virkaði sem hemill á fargjöld Flug- leiða til Evrópu, utan Norður- landa. Flugleiðir væru með mun lægri fargjöld á þeim leiðum sem samkeppni Arnarflugs gætti en á þeim leiðum sem Flugleiðir sætu einar að. Hvað sem því líður er óhætt að segja að þessi samkeppni hafi orðið til góðs framan af og orðið til að bæta þjónustu við far- þega og farmflytjendur. Því hefur jafnan verið haldið fram af hálfu Flugleiða að ekki væri rúm fyrir tvö áætlunarflugfé- lög hér vegna smæðar markaðar- ins og mikils kostnaðar við flug- rekstur. Arnarflug reyndist of lítil eining til að hagkvæmur rekstur næðist, en stjórnvöld hafa ekki verið tilbúin til að heimila Arnar- flugi að fá bita af köku Flugleiða af ótta við að aukin samkeppni stofn- aði afkomu Flugleiða í hættu. Nokkur leyfi Hl_____________ lelguflugs__________________ Erfitt er að segja til um hvaða áhrif frjálst leiguflug yfir sumarið hefur í för með sér. Nú þegar hafa nokkur innlend félög leyfi til jekst- urs leiguflugs. Má þar nefna Isflug. Hlutafjárloforð í því félagi voru hins vegar bundin því skilyrði að ísflug fengi réttindi til áætlunar- flugs og er því allt í óvissu með framtíð félagsins. Þá er til félagið Atlanta sem keypti þjóðarþotuna sællar minningar, en það annast nú vöruflutningaflug erlendis. Þá heldur Odin Air Helga Jónssonar uppi reglubundnu flugi til Græn- lands. Nefna má leiguflugfélag sem Halldór Sigurðsson, fyrrum markaðsstjóri Arnarflugs og fleiri standa að. Það félag hefur skrifað flugráði og samgönguráðuneytinu bréf og lýst yfir stuðningi við að hér starfi eitt áætlunarfélag við millilandaflug, en áréttað ahuga sinn á að taka þátt í leiguflugi til og frá landinu. Nokkuð er um leiguflug á veg- um erlendra félaga og má nefna að síðast liðið sumar voru farnar sjö ferðir í leiguflugi milli Zúrich og Akureyrar með erlendu félagi. Flugleiðir telja að aukið frelsi í leiguflugi yfir mesta tekjutíma fé- lagsins kunni að skapa vissa erfið- leika, en félagið muni mæta þess- ari samkeppni með tíðum áætlun- arferðum á hagstæðu verði. En það mun væntanlega skýrast á næstu vikum og mánuðum hvaða breytingar verða á leiguflugi næsta sumar þegar ferðaskrifstof- ur fara að semja um flug næsta árs. SvlpHngar i__________________ flugheiminum_________________ Nú eru ýmsar sviptingar í flug- heiminum beggja vegna Atlants- hafs. Stórhækkun á eidsneyti hef- ur ógnað afkomu margra flugfé- laga og óvissa ríkir á ferðamörk- uðum. Hollenska flugfélagið KLM hefur sagt upp 500 starfsmönnum og Air Canada hefur tilkynnt um mikinn niðurskurð og segir upp 2.900 starfsmönnum þar af um 250 flugmönnum. Flugfélög víða um heim eru að efla samstarf og kaupa hlut hvert í öðru til að tryggja stöðu sína. í Bandaríkjunum eru nú átta flugfé- lög sem eru með 90% af öllum flutningum þar og hefur varla nokkur átt von á þessari þróun þegar frjálsræðisstefnan í flugi var innleidd þar. SAS hefur keypt hluti í ýmsum flugfélögum og til stóð að það keypti verulegan hlut í Flug- leiðum. Versnandi afkoma SAS varð til þess að hætt var við þau áform. Rætt er um að fella niður allar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.