Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 12
Gabriel höggdeyfar Verslið hjá fagmanninum GSvarahlutir •••• •••• • •••••••••• •••• • •• •••• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • WASHINGTON:Georg. es Bush, forseti Bandaríkj- anna vísaði í gær á bug hvers konar lausn á Persa- flóadeilunni sem fæli í sér annað en það að írakar hverfi frá Kúvæt og fyrri stjórnvöld i landinu verði endurreist. Bush kvaðst jafnákveðinn nú og þegar fyrstu hersveitirnar lögðu af stað áleiðis til Persaflóa að Hussein skyldi ekki verðlaunaður með einhvers konar málamiðlun. Forsetinn Iét þessi ummæli falla rétt áður en hann tók á móti Jevg- ení Prímakov, formanni sovésku sendinefndarinnar sem nú ferðast um Vesturlönd til að reyna að finna lausn á Persaflóadeilunni. BAGDAD : Fimm ítalir sem dveljast í írak gegn vilja sínum og verið hafa i hungurverkfalli, kváðust í gær hafa hætt að þiggja vatn. Þeir segja aðgerðir sínar miða að því að þrýsta á ítölsk stjórnvöi um að grípa til aðgerða til að fá þá og aðra ítali látna lausa. / / LUXEMBURG: Landbúnaðarráðherra írlands, Michael O’Kennedy, skýrði frá því í gær að þriðja tilraun landbún- aðarráðherra Evrópubandalagsríkja til að ná samkomu- lagi um lækkun niðurgreiðsina til landbúnaðar, í samræmi við ákvæði GATT-samkomulagsins, hefði mistekist. MUNHCEN: Fjórtán manns fórust og a.m.k. 70 slösuð- ust í tveimur fjöldaárekstrum á þýskum hraðbrautum í gær. 200 bílar sem margir voru sagðir fara allt of hratt lentu í árekstri þar sem þokubakki lagðist yfir hraðbraut- ina. DJAKARTA: Nelson Mandela, sem nú ferðast um Asíulönd, var í gær sæmdur æðsta heiðurs- merki lndónesíu. Súhartó forseti Indónesíu sagði við það tækifæri að litið væri til Mandela sem framtíðar- leiðtoga Suður-Afríku. BONN : írakar hyggjast láta fjóra Þjóðverja lausa af mann- úðarástæðum. Um 400 Þjóðverjum er nú haldið í gíslingu. Saddam Hussein forseti hefur áður látið vestræna gisla iausa annað slagið meðal annars þegar fyrrverandi popp- söngvarinn Cat Stevens, sem nú kallar sig Yosuf Islam, gerði sér ferð til Bagdad. BEIRUT: Fjölskylda Michels Aoun hershöfðingja fékk í gær fararleyfi frá Líbanon til Frakklands. Sjálfur verður hershöfðinginn að dvelja enn um sinn í franska sendiráð- inu í Beirút. Yfirvöld í Líbanon vilja fá hann framseldan til að mæta fyrir rétt. L0ND0N: Breskur dómari sýknaði í gær útgerð og áhöfn ferjunnar sem sökk á Ermarsundi árið 1987 þegar 193 manns fórust, af ákæru um manndráp. M0SKVU: Míkhaíl Gorbatsjov gaf sér í gær tíma frá erfiðum efnahagsmálum Sovétríkjanna til að hitta að máli bandarísku leikkonuna Jane Fonda. Sovéska sjónvarpið sýndi myndir af þeim saman í gær. PARIS: Forseti Frakklands Francois Mitterrand fyr- irskipaði ríkisstjórn sinni í gær að komast að ákveð- inni niðurstöðu um stefnu í kjarnorkuvopnamálum fyrir lok ársins. MOSKVU: Míkhaíl Gorbatsjov fékk í gær umboð þingsins til að hrinda í framkvæmd umbreytingu hagkerf- isins til markaðsbúskapar. Hann varaði þjóðina hins vegar við því að það gæti tekið mörg ár að fullkomna verkið. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón Jón Daníelsson írakar: Skammta bensin og smurolíur Syrgjand j Palestínuarabar veifa írakska fónanum við jarðför fórn- arlamba ísraelshers í Jerúsalem. Frambjóðandi íhalds- flokks Margrétar Thatc- her tapaði með talsverð- um mun í aukakosningum í Eastborne á fimmtudag- inn. Kjördæmið er hefð- bundið íhaldskjördæmi og þessi ósigur er talinn sýna vel núverandi óvinsældir breska forsætisráðherr- ans. „Þetta er upphafið að hruni Thatcherismans," sagði sigurvegarinn, Dav- id Bellotti úr flokki Frjáls- lyndra demókrata, þegar úrslitin voru kunn. Verðbólga er mikil á Bret- landi um þessar mundir og írakar kváðust í gær myndu taka upp skömmt- un á bensíni og smurolíu á þriðjudaginn. Þetta eru fyrstu ummerki þess að hið víðtæka viðskipta- og aðflutningsbann Samein- uðu þjóðanna sé farið að hafa áhrif í Iandinu. Vonir íraka um að morð ísraels- manna á Palestínuaröbum í Jerúsalem myndu ná að rjúfa skörð í viðskipta- bannið virðast líka hafa brugðist. Byrjað verður að dreifa skömmtunarseðl- um í dag og kvóti verður ákveðinn um helgina. Það var olíumálaráðherra íraka, Chalabi, sem greindi frá þessu á fundi með frétta- mönnum í gær. Hann neitaði því að skortur á þessu vörum væri kominn upp en sagði að írakar vildu tryggja að birgðir íblöndunarefna entust þótt Persaflóadeilan drægist á langinn. Chalabi neitaði að greina frá því hve lengi írakar gætu haldið áfram að fram- leiða þessar olíuvörur, en tók fram að skömmtunin myndi ekki ná til fleiri tegunda olíu- framleiðslunnar en þessara tveggja. óánægja af hennar völdum er talin erfiðasta vandamál rík- isstjórar íhaldsflokksins und- ir forsæti Thatchers. Aukakosningar eru haldn- ar í Bretlandi ef þingmaður fellur frá eða segir af sér, í stað þess að varamaður taki sæti eins og algengt er víða annars staðar. Að þessu sinni var verið að kjósa þingmann til neðri málstofunnar í stað íhaldsþingmannsins Ians Gow sem írski lýðveldisher- inn banaði með bílsprengju í júlí. Þótt breskir fréttaskýrend- ur séu ekki í vafa um að túlka Raunar er þepar farið að bera á skorti a superbensíni í írak og á sumum stöðum í landinu hafa myndast Iangar biðraðir bíleigenda við bens- ínstöðvar. Chalabi sagði á blaða- mannafundinum í gær að ír- akar dældu nú ekki upp Óttast er að um 30 manns hafi farist í námu- slysi í Tékkóslóvakíu á fimmtudaginn. í gær var vitað um 22 látna og björg- unarstarf var mjög erfitt vegna þess að námugöng höfðu hrunið saman. beri úrslitins sem áfall fyrir ríkisstjórnina, hefur einnig verið bent á að kjósendur nema 350 til 400 þúsund tunnum af olíu á dag og ein- vörðungu til innanlandsnota. Hann bætti því við að ekki væri snert við olíulindum í Kúvæt. Áður en viðskipta- þvinganirnar hófust fram- leiddu þeir hátt í 3 milljónir tunna á dag. 21 lík hafði fundist í gær en til viðbótar hafði þa einn maður látist á sjúkrahúsi. Slysið varð með þeim hætti að kviknaði í metangasi og barst sprenginging gegnum námuna. í námunni voru um 250 hafi verið óánægðir með ágenga framkomu frambjóð- anda íhaldsflokksins sem sögð var mjög í andstöðu við það sem þeir áttu áður að venjast af „heiðursmannin- um“ Gow. Frjálslyndi demókratinn David Bellotti sigraði með talsverðum yfirburðum fékk vel yfir 23 þúsund atkvæði á móti tæpum 19 þúsundum at- kvæðum íhaldsflokksins. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins fékk aðeins rúm 2 þúsund. Það kerfi einmenn- ingskjördæma sem viðhaft er í Bretlandi gerir það hins veg- ar að verkum að kosningarn- ar verða kapphlaup milli þeirra tveggja sem taldir eru líklegastir. Urslitin eru því ekki marktæk fyrir fylgi Verkamannaflokksins sem nú hefur töluvert forskot á íhaldsflokkinn samkvæmt skoðanakönnunum. manns þegar slysið varð og flestir komust út ómeiddir. Yfir þrjátíu manns lokuðust hins vegar inni í námugöng- um um 750 metrum undir yf- irborði jarðar. íhaldsflokkur Margrétar Thatcher: Tapaði stórt i aukakosningum Tékkóslóuakía: 30 fórust í námuslysi Perú: Skæruliðar sprengja Skæruliðar í Perú vörp- uðu í gær sprengju að þýska sendiráðinu í höfuð- borginni, Lima og drápu næturvörð í verksmiðju sem þeir sprengdu meira og minna í tætlur. Skömmu áður höfðu þeir náð að myrkva borgina að stórum hluta. Öflugri sprengju var varp- að að dyrum þýska sendiráðs- ins. Hurðin sprakk í tætlur og rúður brotnuðu en engin slys urðu á fólki í sendiráðinu. Skömmu síðar létu skærulið- arnir sprengjum beinlínis „rigna" inn í verksmiðu eina, svo vitnað sé orðrétt í frétta- stofu Reuters. Verksmiðjan var sögð mestanpart ónýt eft- ir sprengingarnar og einn næturvörður lét lífið. Tvær skæruliðahreyfing berjast gegn stjórnvöldum í Perú en hvorug þeirra hafði lýst ábyrgð á hendur sér í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 159. Tölublað (20.10.1990)
https://timarit.is/issue/245444

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

159. Tölublað (20.10.1990)

Aðgerðir: