Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. október 1990 Verðum við algjör C-þjóð? Verslunarráðið stendur öðru hverju fyrir fróðlegum morgun- verðarfundum þar sem vanda- mál líðandi stundar eru tekin föstum tökum af hæfum og glað- beittum morgunhönum við- skiptalífsins. A miðvikudaginn kemur er spurningin þessi: Verö- um viö C-þjóö í lífskjörum um aldamótin? Framsögumenn verða Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins, AriSkúlason, hagfræðingur ASÍ, og Ómar Þ. Ragnarsson, frétta- maður. Jón Óskar sýnir á ísafírði Listamaðurinn Jón Óskar sýnir frá og með laugardeginum í Slunkaríki á ísafirði. Hann er fæddur 1954 í Reykjavík og stundaði nám í myndlist þar og í New York. Jón Óskar hefur hald- ið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd. A ísafirði mun hann sýna 30 smámyndir unnar á pappír með blandaðri tækni. Sýningin stend- ur til 11. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18. Krossgátudrottning Á tímum þegar alls konar drottn- ingar eru kjörnar er það ekkert út í hött að kjósa „Krossgátu- drottningu". Það gerði Kross- gátublaðið nýlega, og fyrir val- inu varð ung og falleg stúlka, Sólveig Hrafnsdóttir, Veghúsa- stíg 9 í Reykjavík. Krossgátu- lausnir eru gífurlega vinsælar hér á landi sem annars staðar í heiminum. Amnestyvika Sérstök Amnestyvika stendur nú yfir um heim allan. Á íslandi taka fjölmargir einstaklingar þátt í því að knýja á yfirvöld að virða almenn mannréttindi, en í fjölmörgum löndum eru ein- staklingar beittir harðræði og sitja í fangelsum fyrir litlar eða engar sakir. ■■■■■■■ FRÉTTASKÝRING ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Af framboðs- málum krata Þingflokkur Alþýðuflokksins eins og hann leit út eftir síðustu alþingiskosningar. Hverjir skipa hann að afloknum næstu kosningum er óvíst og eins hversu stór hann verður. Stiórnmálaflokkarnir •r nú i óða önn að und- irbúa framboðsmál sin. Einu flokkamir sem vit- að er að verði með prófkjör eru Alþýðu- flokkur og Sjálfstœðis- flokkur. Alþýðuflokkur- inn hefur þegar ákveðið að vera með epin práf- kjör i nokkrum kjör- dœmum. Aðeins á Vest- fjörðum hafa alþýðu- flokksmenn tekið þá ákvörðun að vera ekki með prófkjör. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Ráðherrarnir_______________ i Reykjavik________________ Þingmenn Alþýðuflokksins í Reykjavík eru jafnframt ráðherrar allir þrír, Jón Baldvin Hannibals- son, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson. Þau hafa ekki sýnt á sér neitt fararsnið úr ís- lenskri pólitík. Engu að síður þykir það óheppilegt að allir ráðherrar flokksins komi úr sama kjördæmi. Því hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort annar Jónanna kunnið að fara í framboð í öðru kjördæmi. Báðir hafa þeir verið orðaðir við Vestfirði en þar situr Sighvatur Björgvinsson fastur fyrir. Það er ljóst að enginn þing- mannanna þriggja í Reykjavík er spenntur fyrir þriðja sæti Á-listans í næstu kosningum. Eins og staðan er nú er þó talið líklegast að Jón Sigurðsson kunni að reyna fyrir sér í Reykjaneskjördæmi. Þau þrju eru talin að öðru jöfnu sjálfkjörin í þrjú fyrstu sæti Á-list- ans í Reykjavík en skoðanir eru nokkuð misjafnar hvernig þau kynnu að raðast í sæti yrði efnt til opins prófkjörs. Aðrir líklegir eða hugsanlegir frambjóðendur hafa verið nefndir en ljóst er að ef einhver núverandi þingmanna fer eitthvert annað verður sætið sem losnar mjög eft- irsóknarvert enda mjög líklegt þingsæti. Ekki er talið loku fyrir það skotið að Árni Gunnarsson, nú þingmaður Norðlendinga, kunni að gefa kost á sér en hefur lýst því yfir að hann fari ekki í framboð fyrir norðan. Þá hafa komið upp nöfn eins og Össur Skarphéðinsson, fyrrum Al- þýðubandalagsmaður, Ragnheið- ur Davíðsdóttir, Ellert B. Schram ritstjóri og Guðmundur Einarsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig verður staðið að upp- röðun á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. BoráWa i___________________ Reykjaneskjördeeini Kratar í Reykjaneskjördæmi hafa þegar ákveðið að halda opið prófkjör. Stefnir þar í baráttu um fyrstu sætin. Þingmenn kjördæm- isins, Karl Steinar Guðnason og Rannveig Guðmundsdóttir, hafa lýst því yfir að þau gefi kost á sér áfram. Þá hefur Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, lýst því yfir að hann gefi kost á sér og stefni á fyrsta sætið. Karl Steinar gerir það sama svo búast má við miklu fjöri í prófkjörsbar- áttunni. Þá hefur heyrst að Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra kunni að hella sér í slaginn í Reykjanesi. ' Fari svo má búast við hörku próf- kjörsslag sem mun vekja mikla at- hygli. Vitað er að Karl Steinar á sér mikið og öruggt fylgi á Suðurnesj- um og Guðmundur Árni í Hafnar- firði. Erfiðara er að átta sig á fylgi Jóns Sigurðssonar í kjördæminu en hann mun eflaust víða höggva niður ekki síst í ljósi þess að vænt- anlegu álver hefur verið valin staður í kjördæminu. Kratar í Reykjaneskjördæmi telja sig eiga góða von í þremur þingmönnum í næstu kosningum. Því ætti að vera rúm fyrir þau Karl Steinar, Rannveigu og Guðmund Árna gangi það eftir. Þau verða að teljast líklegustu sigurvegarar í prófkjörinu eins og staðan er í dag. Gefi Jón Sigurðsson hins veg- ar kost á sér er hætt við að það af þeim fjórum sem lenti í fjórða sæt- inu yndi því illa. Ingi H. Guðjónsson hefur ákveð- ið að gefa kost á sér í prófkjörið en hann er varaformaður SUJ. Þá hafa verið nefnd til sögunnar nöfn Önnu Margrétar Guðmundsdótt- ur, bæjarfulltrúa í Keflavík, Ernu Fríðu Berg úr Hafnarfirði og Petr- ínu Baldursdóttur í Grindavík. Slagur um annaö urtið á Vesturiandi________________ Almennt er talið að Eiður Guðnason eigi víst fyrsta sætið á Vesturlandi. Akveðið hefur verið að halda prófkjör en ekki hefur verið gegnið frá því hvaða reglur skulu gilda. Það gæti orðið tals- verður ágreiningur um það í kjör- dæmisráðinu hversu opið það skuli verða. Sveinn Hálfdanarson í Borgar- nesi mun sækjast eftir að halda sínu öðru sæti á listanum en Gísli Einarsson bæjarfulltrúi mun sækja á það einnig og Sveinn Elín- bergsson, bæjarfulltrúi í Ólafsvík. Slagurinn mun því væntanlega standa um hver þeirra þriggja hreppi annað sætið. Radað upp á__________________ Vestfjörðuiw_________________ Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur tekið þá ákvörðun að viðhafa ekki próf- kjör. Þar hefur verið geysihörð barátta milli Karvels Pálmasonar og Sighvats Björgvinssonar um fyrsta sætið fyrir undanfarnar kosningar. Karvel hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og því talið að Sighvatur eigi fyrsta sætið víst. Aðrir líklegir frambjóðendur í efstu sæti listans eru Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, Kristján Jónsson, fyrr- um forseti bæjarstjórnar á Isafirði, Ragnheiður Björk Guðmundsdótt- ir frá Súgandafirði og Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi og fyrrum borgarfull- trúi í Reykjavík. Jón Sæmundur gefur áfram kost á sér i NI.V. Jón Sæmundur Sigurjónsson þingmaður krata fyrir Norður- landskjördæmi vestra hyggst halda sínu efsta sæti á lista Al- þýðuflokksins. Óvíst er hvort Birg- ir Dýrfjörð sem skipaði annað sæti listans síðast hyggi á framboð nú. Jón Sæmundur er almennt talinn nokkuð öruggur með að halda sínu sæti. Það eru helst sveitarstjórnar- menn sem eru taldir líklegir til að skipa önnur efstu sæti A-listans í Norðurl.vestra. Þar hafa verið nefndir til sögunnar Kristján Möll- er, Siglufirði, Björn Sigurbjörns- son, Sauðárkróki, og Þorvaldur Skaptason, Skagaströnd. Þá þykir Helga Hannesdóttir Sauðárkróki. líkleg í framboð en hún skipað' sæti listans við síðustu alþingis- kosningar. Slagur um I. sætiö___________ i Ml.eystrq__________________ Arni Gunnarsson þingmaður frá Norðurlandskjördæmi-eystra hef- ur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér þar áfram. Því munu ef- laust ýmsir sækjast eftir sæti Árna. Sigbjörn Gunnarsson og Hreinn Pálsson hafa þegar lýst því yfir að þeir sækist eftir fyrsta sæt- inu en þar hefur verið tekin ákvörðun um prófkjör. Þá hefur Jakob Frímann Magn- ússon, Stuðmaður, einnig verið orðaður við framboð í þessu kjör- dæmi og Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Miklagarðs hf. en hann hefur sagt því starfi sínu lausu. Það má því búast við miklu fjöri í framboðmálum Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Óvist um Austurland Ovíst er hvernig framboðsmál- um verður háttað í Austurlands- kjördæmi eða hverjir verða þar í framboði. Ljóst er að Guðmundur Einarsson sækist ekki eftir að vera þar í framboði aftur þrátt fyrir að hann vantaði aðeins sjö atkvæði til viðbótar í síðustu alþingiskosn- ingum til að ná kjöri. Ymsir hafa verið nefndir sem líklegir kandídatar. Má þar nefna Hermann Níelsson, íþróttakenn- ara að Eiðum, Magnús Guðmunds- son, bæjarfulltrúa Seyðisfirði, og Gunnlaug Stefánsson, prest í Hey- dölum, en hann hefur áður setið á þingi sem þingmaður Reykjanes- kjördæmis. Þá vilja ýmsir Aust- fjarðarkratar freista þess að fá Svanfríði Jónasdóttur, nú vara- þingmann Steingríms J. Sigfússon- ar, varaformanns Alþýðubanda- lagsins, í framboð fyrir Alþýðu- flokkinn á Austurlandi. Suðuriandið —_______________ meginlwndið eg Eyjar Ekkert hefur verið ákveðið um framboðsmál Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi. Magnús H. Magnússon, fyrrum ráðherra og þingmaður, skipaði efsta sæti A-listans við síðustu kosningar og Elín Alma Arthúrsdóttir annað sætið. Ekki er búist við að þau gefi kost á sér áfram. Þau eru bæði úr Vestmannaeyjum en nokkur rígur er milli lands og Eyja í framboðs- málum og á það við um fleiri flokka en Alþýðuflokkinn. Nú þykir Guðmundur Þ. B. Ólafs- son líklegasti kandídatinn úr Eyj- um. Þá hefur Árni Gunnarsson þingmaður gefið undir fótinn með að hann kunni að gefa kost á sér í Suðurlandskjördæmi. Aðrir líkleg- ir til að skipa efstu sæti A-listans á Suðurlandi eru Þorlákur Helgason blaðamaður og Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur og fyrrum „Möðruvellingur". Væntanlega mun línurnar skýr- ast innan tíðar en þegar hafa verið ákveðin prófkjör á vegum Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, Vesturlands- og Reykjanes- kjördæmi í næsta mánuði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 159. Tölublað (20.10.1990)
https://timarit.is/issue/245444

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

159. Tölublað (20.10.1990)

Aðgerðir: