Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 20. október 1990
MÞÍÐUBHÐI9
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Prentun: Oddi hf.
Áskrifarsími er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði.
í lausasölu 75 kr. eintakið
ALÞÝÐUFLOKKURINN -
JAFNAÐARMANNAFLOKKUR
ÍSLANDS
Einn merkasti atburður á nýaf-
stöðnu 45. flokksþingi Alþýðu-
flokksins var samþykkt laga-
breyting á nafni Alþýðuflokks-
ins. Flokkurinn heitir nú „Al-
þýðuflokkurinn — Jafnaðar-
mannaflokkur íslands.“ Alþýðu-
flokkurinn á rætur sínar að rekja
til stofnunar Alþýðusambands
íslands árið 1916 er verkalýðs-
hreyfingin og stjórnmálaflokk-
urinn var eitt og hið sama. Saga
Alþýðuflokksins er áþekk sögu
annarra sósíaldemókratískra
flokka á fyrstu áratugum 20. ald-
arinnar; tengsl hans við verka-
lýðshreyfinguna voru sterk og
náin. Líkt og í bræðraflokkum
hans á Norðurlöndum kom upp
klofningur í flokknum; annars
vegar voru lýðræðissinnaðir
jafnaðarmenn sem töldu umbót-
um best komið í framkvæmd í
lýðræðisþjóðfélagi með þing-
ræði. Hinn armurinn kaus rúss-
nesku byltingarleiðina og krafð-
ist alræðis öreiganna. Sósíal-
demókratar á Norðurlöndum
báru til þess gæfu að halda sam-
einingu flokka sinna þrátt fyrir
klofning um þessar tvær megin-
stefnur. Norski verkamanna-
flokkurinn klofnaði en samein-
aðist skömmu síðar aftur og í
Noregi sem annars staðar í
Skandinavíu fengu hugmyndir
kommúnista lítinn hljómgrunn.
Að loknu stríði urðu kommún-
istaflokkar Skandinavíu áhrifa-
lausir smáflokkar.
róunin varð önnur á íslandi.
Kommúnistar náðu miklum
undirtökum í verkalýðshreyf-
ingunni og flokkar þeirra urðu
þungamiðja vinstri manna.
Klofningur Alþýðuflokksins
1938, þegar Sameiningarflokk-
ur alþýðu — Sósíalistaflokkur-
inn var stofnaður, þýddi í raun
endanlegan klofning jafnaðar-
manna. Annars vegar stóðu eftir
lýðræðisjafnaðarmenn Alþýðu-
flokksins og hins vegar jafnaðar-
menn sem lokuðust inni íflokks-
böndum kommúnista. Þessi
staða hefur verið óbreytt þótt
Sósíalistaflokkurinn hafi liðið
undir lok og Alþýðubandalagið
tekið við. Allt þangað til múrarn-
ir féllu í Evrópu í fyrra.
Hrun kommúnismans og enda-
lok Moskvutrúboðsins munu
hafa víðtækar breytingar í för
með sér — einnig á íslandi. Jafn-
aðarmenn í Alþýðubandalaginu
leita nú í stríðum straumum úr
fjötrum kommúnista. Jafnframt
hefur Alþýðuflokkurinn þróast
með tímanum og markað sér
stefnu sem málsvari nútímajafn-
aðarstefnu sem virðir leikreglur
hins opna lýðræðisþjóðfélags án
þess að missa sjónir af þeim sem
minna mega sín; flokkur sem
berst fyrir velferð allra íslenskra
þegna.
Það er löngu tími til kominn að
jafnaðarmenn á íslandi nái aftur
saman höndum og gamlar hefð-
ir og ný sjónarmið verði ofin
saman í eina stjórnmálahreyf-
ingu, Alþýðuflokknum — Jafn-
aðarmannaflokki íslands.
25 ÁBYRGÐARLAUSIR
STJÓRNARFUNDIR
LANDSVIRKJUNAR
Undarlegar staðreyndir eru nú
að koma upp á yfirborðið varð-
andi þátt og ábyrgð stjórnar
Landsvirkjunar í álversmálinu.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
upplýsti á Alþingi í fyrradag, að
stjórnarmenn í Landsvirkjun
hefðu setið hvorki meira né
minna en 25 fundi um álvers-
málið. Á fundum þessum hefðu
skýrslur og greinargerðir um
orkuverð verið ræddar, auk þess
sem gerð hefði verið grein fyrir
afkomu Landsvirkjunar miðað
við þær hugmyndir um orku-
verð sem ætla mætti að samn-
ingar tækjust um. Það er því
eðlilegt að iðnaðarráðherra hafi
sagt úr ræðustól á Alþingi, að
stjórnarmenn í Landsvirkjun
gætu ekki vikið sér undan þeirri
ábyrgð sem þeir bæru í álvers-
málinu.
Það er með öllu óskiljanlegt,
að menn sem kosnir eru til
ábyrgðar í stjórnum fyrirtækja,
geti setið 25 stjórnarfundi um til-
tekið mál og afsalað sér síðan
allri ábyrgð með því að gera
stjórnarformann sinn umboðs-
lausan. Það er með öllu óásætt-
anleg niðurstaða, að stjórnar-
menn fullyrði eftir 25 fundi um
álversmálið að þeir hafi ekki
fengið nægjanleg gögn og upp-
lýsingar um málið. Það er ein-
kennilegt, ef ekki fáránlegt, að
stjórnarmenn geti án nokkurra
röksemda eða efnislegra stað-
reynda skyndilega, eftir 25
stjórnarfundi, hafnað drögum
að orkusölusamningi sem rædd
hafa verið á öllum þessum fund-
um. Ef stjórnarmenn höfðu eitt-
hvað við drögin að athuga eða
málsmeðferðina sem slíka,
höfðu þeir heila 25 stjórnarfundi
til að tjá sig um málið. En það
heyrðist hvorki hósti né stuna
frá hinum pólitísku stjórnar-
mönnum Landsvirkjunar. Fyrr
en undirrita átti áfangasam-
komulagið við hina erlendu við-
semjendur okkar. Þá kaus borg-
arstjóri Reykjavíkur og aðrir
stjórnarmenn Sjálfstæðisflokks-
ins í slagtogi við Sigurjón Péturs-
son og aðra alþýðubandalags-
menn að koma skyndilega úr
felum, niðurlægja Jóhannes
Nordal og gera hann umboðs-
lausan sem stjórnarformann
Landsvirkjunar. Þetta eru
ábyrgðarlaus vinnubrögð, svo
sterkari orð séu ekki notuð.
Andstreymis:
Bjarmalandsfarar og sósialismi
Prófessor Arnór Hannibalsson heimspekingur vann mik-
ið þarfaverk fyrir aldarf jórðungi er hann f letti ofan af Sev-
étkerfinu i bókinni „Valdið og þjóðin". i þessu riti sneri
Arnór faðirvorinu upp ó andsketann, firringarkenningu
marxismans upp ó Sevótsaeluna, tíu órum á undan frönsku
nýspekingunum.
Tókkó eg lýðrœðið
Síðustu misseri hefur Arnór háð
marga gildi við gamla Bjarma-
landsfara sem enn trúa á hinn
sanna sósíalisma. En hann gleym-
ir því að vorið 1968 var tékkneska
samfélagið í biðstöðu og alls óvíst
um hvernig það hefði þróast hefðu
Tékkar fengið að vera í friði. Nefna
má að þegar var hafin þróun í átt
að markaðssósíalisma sem tæpast
getur talist í anda Karls Marx en
skunkurinn sá taldi markaðinn
upphaf og endi alls ills. Og því má
ekki gleyma að ennþá ríkti eins-
flokksræði í Tékkó en vandséð er
hvernig fjölflokkakerfi geti þrifist
nema hægt sé að reka flokkana
eins og einkafyrirtæki. Hætt er
við að í þingræðissósíalisma geti
sá flokkur, sem með völdin fer,
þjarmað illþyrmilega að stjórnar-
andstöðunni. Því eins og frjáls-
hyggjumenn hafa bent á þá eru
miklar hættur á misbeitingu valds
í þjóðfélagi þar sem hagvaldið er á
einni hendi, hvort sem sú hönd er
einræðisherrans eða alþýðunnar.
Meirihlutinn getur beitt valdi sínu
til að svelta stjórnarandstöðuna í
hel.
Valddreifing_________________
En eru „sannir" sósíalistar á
móti fulltrúalýðveldi? Vilja þeir
ekki beint lýðræð í mynd ráð-
stjórnar? En sú er hættan að slíkt
kerfi yrði svo þungt í vöfum að all-
ur almenningur yrði annað
tveggja að fórna frítíma sínum til
að taka þátt í allra handa umræð-
um og atkvæðagreiðslum ella láta
þeim virku stjórnina eftir „og er
hvárgi kosturinn góður“. Auk þess
hlýtur að vera miklum vandkvæð-
um bundið að samhæfa ákvarðan-
ir þúsunda ráða nema með aðstoð
viðamikils skrifstofubákns og þá
er voðinn vís.
Við skulum þá líta sem snöggv-
ast á þá hugmynd að dreifa megi
hagvaldi í sósíalísku hagkerfi með
því að láta verkamannaráð stjórna
fyrirtækjum. En sá böggull fylgir
skammrifi að ef enginn er mark-
aðurinn er erfitt að sjá hvernig
neytendur geti haft áhrif á það
sem framleitt er. Þótt verka-
mannaráðin séu öll af vilja gerð
hafa þau litla möguieika á að afla
sér upplýsinga um þarfir neyt-
enda. Þrautalendingin yrði sósíal-
ískt markaðskerfi sem ég hef rætt
um í fyrri pistlum. En sá er hæng-
ur á að slíkt kerfi yrði afar líkt
„kapítalismanum" og ekki ósenni-
legt að það myndi þróast í „kapi-
talíska" átt, verkamannaráðin
myndu smám saman breytast í
dulbúin hlutafélög.
Litlar líkur eru á að hægt sé að
gera áætlanakerfið lýðræðislegt
því eins og Hayek hefur bent á þá
getur þetta kerfi tæpast virkað
„Ein alvarlegasta hindrunin á leið
til sósíalismans sanna, er sú stað-
reynd, að tæpast getur „alþýðan
sjálf" tekið einkafyrirtæki yfir
nema að beita einhvers konar
þvingunum, jafnvel beinu ofbeldi.
Og þá er hætt við að ofbeldið
„stofnanagerist" og bitni að lokum
á blessaðri alþýðunni," segir Stefán
Snævarr í grein sinni.
nema hægt sé að skikka vinnuafl
hingað og þangað svo áætlanir
megi standast. I slíku kerfi yrði
a.m.k. að vera talsvert rúm fyrir
mark"ð en þá erum við komin
me^ blandað hagkerfi. Og eins og
frjálshyggjumenn benda réttilega
á yrði sá möguleiki almennings að
láta afl atkvæða ráða vali áætlana
lítils virði þar eð tillögur um áætl-
anir yrðu eðli sínu samkvæmt svo
flóknar að fólk hefði tæpast að-
stöðu til að taka yfirvegaða af-
stöðu til þeirra.
Valdatakan___________________
Ein alvarlegasta hindrunin á
leið til sósíalismans sanna er sú
staðreynd að tæpast getur „alþýð-
an sjálf“ tekið einkafyrirtæki yfir
nema að beita einhvers konar
þvingunum, jafnvel beinu ofbeldi.
Og þá er hætt við að ofbeldið
„stofnanagerist“ og bitni á endan-
um á blessaðri alþýðunni. Auk
þess hafa markaðssinnar lög að
mæla er þeir segja að tæpast geti
„sannur sósíalismi" þrifist nema
bann sé lagt við hvers kyns við-
skiptum milli manna. Og það
gefur augaleið að vart er hægt að
framfylgja slíku banni nema að
einhverjum aðilja séu falin víðtæk
völd til að fylgjast með einkalífi
manna.
Vissulega hef ég hvað eftir ann-
að andæft þeirri frjálshyggju-
kreddu að við getum vitað með ör-
uggri vissu að sósíalisminn sé leið-
in til alræðis. Og vissulega hef ég
margtuggið í þessum dálkum að
sú staðreynd að í dag ríkir í Sovét-
ríkjunum bæði fjölræði og áætl-
anakerfi afsanni þá tilgátu að ekki
sé hægt að sameina þetta tvennt.
En það er engin tilviljun að Sov-
étmenn hafa ákveðið að taka upp
markaðskerfi og einkaeign á fram-
leiðslutækjunum. Sennilega ræð-
ur efnahagsástandið mestu um
þessa ákvörðun, sósíalistinn Gor-
batsjov sér í hendi sér að þótt
hægt sé að flikka upp á pólitíska
hlið kerfisins þá er áætlanakerfið
leiðin til örbirgðar. í þessu sam-
bandi má geta þess að Hayek leið-
ir athyglisverð rök að þeirri tilgátu
að lýðræðislegt áætlanakerfi yrði
ennþá óskilvirkara en áætlanabú-
skapur sem stjórnað er af fá-
mennri valdaklíku. Það er lítils
virði að koma á lýðræðislegum
sósíalisma ef efnahagskerfið er
dæmt til að hrynja innan frá. Við
þurfum ekki hagvaxtarkerfi en
við þurfum kerfi sem virkar.
Lokaorð______________________
Dr. Arnór bendir á að sönnunar-
byrðin hljóti að hvíla á þeim sem
trúa á hinn sanna sósíalisma. Þeir
geta t.d. byrjað á því að svara þeim
rökum sem ég tefli fram gegn hug-
myndum þeirra.
Og svo að lokum vil ég minna á
það sem bandarískur dómari
sagði um kommúnista fyrir margt
löngu: „These are the Miserable
Merchantes of Outdated Ideas."
(„Þeir eru aumkunarverðir sölu-
menn úreltra viðhorfa."
Stefán Snævarr
skrifar