Alþýðublaðið - 20.10.1990, Síða 7
Laugardagur 20. október 1990
7
í rekstraráætlun Flugleiða fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að nýju flugvélarnar eyði um 35% minna eldsneyti á hvert sæti en hinar eldri gerðu.
Þetta kemur sér vel nú þegar stórhækkun hefur orðið á verði eldsneytis. A-mynd: E.ÓI.
takmarkanir á flugrekstri innan
landa Efnahagsbandalagsins árið
1992. Staðið hefur til að flugfélög
EFTA landanna gætu tekið þátt í
frjálsræði EB landanna. Hins veg-
ar eru þau mál enn í óvissu og því
leita Flugleiðir nú að nánar sam-
starfi við erlend félög. Eignaraðild
KLM að Flugleiðum er í deiglunni.
Flugleiðir munu halda uppi heils-
ársflugi til Amsterdam, en ráðgert
er að fljúga til Hamborgar yfir
sumarmánuðina. Flugleiðamenn
telja ekki grundvöll fyrir flugi til
fleiri en einnar borgar í Þýska-
landi yfir veturinn og leggja sí-
aukna á að auka mikilvægi Frank-
furt sem viðkomustaðar.
Rekstur Flugloiðq____________
i jámum______________________
Flugleiðir hafa ráðist í gífurlegar
fjárfestingar þar sem eru kaup á
nýjum flugvélum og búnaði sem
þeim fylgir. Vonast er til að rekstur
félagsins verði réttum megin við
strikið þetta ár. Halli á rekstri fé-
lagsins síðustu þrjú árin er hins
vegar 850 milljónir króna á verð-
lagi hvers árs. Flugleiðir leggja
kapp á að treysta stöðu sina meðal
annars með stóru hlutafjárútboði.
Af hálfu Flugleiða hefur verið
lögð áhersla á að meðalfargjöld fé-
lagsins í áætlunarflugi séu hin
lægstu sem þekkjast í Evrópu
nema á leiðum gríska féiagsins
Olympus. Því fari ekki milli máia
að félagið leggi áherslu á að bjóða
hagstæð fargjöld og vegna sam-
keppni frá erlendum áætlunar-
flugfélögum komi brottfall inn-
lendrar samkeppni ekki fram í
hærri fargjöldum. Félagið muni
leggja kapp á aðhald í útgjöldum
og hagkvæmni í rekstri.
Hins vegar má segja að hin lágu
meðalfargjöld Flugleiða komi ekki
til af góðu. Flugfélög leggja sí-
aukna áherslu á að ná til sín far-
þegum sem borga hæst fargjöld,
það er að segja farþega í viðskipta-
erindum sem ekki geta nýtt sér af-
sláttarfargjöld. Stærstur hluti far-
þega Flugleiða eru almennir
ferðamenn sem nýta sér alla af-
sláttarmöguleika. Fullborgandi
farþegar Flugleiða eru að ölium
líkindum innan við 15% en hjá
mörgum erlendum félögum er
þetta hlutfall 30—50% eftir leið-
um. Þess vegna ná Fiugleiðir ekki
þeim meðalfargjöldum sem önnur
félög ná þar sem hlutfall fullborg-
andi farþega er þetta lágt. Af hálfu
Flugleiða er reynt með ýmsu móti
að ná fleiri fullborgandi farþegum,
til dæmis milli Evrópu og Banda-
ríkjanna. Síaukin samkeppni á
flugleiðum yfir Norður-Atlantshaf
gerir nokkuð strik í reikninginn
hjá Flugleiðum og má segja að
áfram sé um að ræða áhættuflug í
þessu flugi.
Með gjaldþroti Arnarflugs lýkur
harðskeyttri baráttu stjórnenda
þess til að halda féiaginu á lofti. Er
raunar með ólíkindum hversu
Iengi tókst að slarka áfram með
bullandi taprekstur. En örlög Arn-
arflugs renna stoðum undir þá
skoðun Flugieiðamanna að hér sé
ekki grundvöllur fyrir rekstri
nema eins áætlunarfélags í milli-
landaflugi. Með tilliti til þeirrar
þróunar sem átt hefur stað í flug-
heiminum, þar sem samþjöppun
flugfélaga á sér hvarvetna stað,
má segja að eðlilegt sé að hið
sama gerist hér. Erlent flugfélag
eða félög munu eignast hlut í Flug-
leiðum en svo virðist sem sam-
keppni í áætlunarflugi til og frá
landinu verði einkum milli SAS og
Flugleiða í náinni framtíð. Hins
vegar má búast við einhverjum
sviptingum á leiguflugsmarkaði
með rýmri reglum og frjálsræði.
SKIPAÁÆTLUN TIL ÁRAMÓTA1990/1991
GRIMSBY ROTTERDAM ESBJERG REYKJAVÍK ÍSAFJÖRÐUR AUSTURLAND
JARL 08/10 10/10 12/10 17/10 22/10 25/10
RÓKUR 17/10 19/10 25/10 31/10
JARL 29/10 31/10 02/11 07/11 12/11 15/11
RÓKUR 07/11 09/11 12/11 17/11 22-23/11
JARL 19/11 21/11 23/11 28/11 03/12 06/12
RÓKUR 27/11 29/11 03/12 08/12 13-14/12
JARL 10/12 11/12 13/12 18/12 20/12 23/12
RÓKUR 18/12 19/12 21/12 27/12
í REYKJAVÍK VERÐUR VÖRUAFGREIÐSLAN
HJÁ RÍKISSKIP Á GRÓFARBRYGGJU
GLÁMA HF.,
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
A-inngangur, 4. hæð,
101 Reykjavík, sími: (91)623533,
fax: (91)623577, telex: 3008.
RÍKISSKIP,
vöruafgreiðsla, Grófarbryggju,
101 Reykjavík, sími: (91)28822,
fax: (91)622459, telex: 3008.