Alþýðublaðið - 20.10.1990, Side 9

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Side 9
Laugardagur 20. október 1990 9 Strið eða friður? „Dolly Parlon" skriðdrekor íraka gœtu komið Bandarikjamönnum ó óvart ef þeir lóta til skarar skriða gegn írökum ■ Persaflóadeilunni. Ýmsir hern- aðarsórfrmðingar og fróttaskýrendur telja að hern- aðarmóttur íraka só vanmetinn ó sama tima og Vesturvoldin ofmeti sjólf sig. Það virðist lika ætla að taka lengri tima en róð var fyrir gert að „svelta re- finn úr greninu." Aldagamlar smyglleiðir opnast að nýju og Irakar eru kannski ekki eins illa staddir og halda mætti. Saddam Hussoin óttaði sig ekki ó þeim gjörbreytingum sem heimurinn hefur tekið ó fóein- um órum og viðbrögð umheimsins komu honum þvi á óvart. JÓN DANÍELSSON SKRIFAR Persaflóakreppan hefur haft af- ar víðtæk áhrif á umheiminn og ruglað marga í ríminu. Óvissan í kringum hana er bæði mikil og víðtæk. Því hefur m.a. verið hald- ið fram, — og kannski ekki alveg að ófyrirsynju, — að þessi kreppa sé í upphafi til orðin fyrir misskiln- ing. Þessi kenning felst í því að Saddam Hussein hafi talið sig hafa ástæðu til að ætla að Bandaríkja- menn myndu ekki grípa til neinna( aðgerða, heldur láta sér nægja kurteisleg mótmæli. Kenningin felur jafnframt í sér að bandaríska utanríkisráðuneytið hafi sofið á verðinum dagana fyrir innrás ír- aka í Kúvæt og látið hjá líða að gera Saddam Hussein grein fyrir því eftir diplómatískum leiðum, hver áhrif slík innrás myndi hafa. Hussoin mat___________________ stöðuna rangt_________________ Það getur tæpast leikið nokkur vafi á því að Saddam Hussein hafi í upphafi metið stöðuna rangt. Hefði honum í upphafi verið ljóst, hverjar afleiðingarnar yrðu, er trúlegt að hann hefði látið nægja að semja við Kúvæta um eftirgjöf skulda og e.t.v. greiðari aðgang að sjó, en lagt beinar landakröfur á hilluna. Það er hins vegar nokkuð ljóst að Hussein ofmat stöðu íraka og ímyndaði sér að hann fengi meiru framgengt með innrás. í þessu sambandi er raunar vert að minnast þess að yfirráðakröfur ír- aka í Kúvæt eru ekki nýjar af nál- inni. Hefðu írakar verið nokkrum ár- um fyrr á ferðinni, er vel hugsan- legt að þeim hefði haldist uppi að leggja Kúvæt undir sig. Heims- myndin hefur hins vegar breyst gríðarlega á allra síðustu árum. Kalda stríðinu er endanlega lokið, — með fullkomnum sigri Vestur- veldanna. Þótt ráðamenn í Sovét- ríkjunum horfi e.t.v. með vissum söknuði á fyrrverandi bandamenn sína í írak vera svo ofurliði borna sem raun ber vitni, eiga þeir þess engan kost að styðja þá. Sovét- veldið er hrunið. Það ógnarjafn- vægi sem menn töluðu mest um fyrir fáeinum árum, er ekki lengur til staðar. Þeir menn sem nú raða rústum austurblokkarinnar horfa vonaraugum til Vesturveldanna eftir efnahagsaðstoð og eru reiðu- búnir að uppfylla flest eða öll skil- yrði sem sett verða til að öðlast hana. Gorbatsjov dettur ekki í hug að spilla möguleikum sínum í tiessu sambandi með því að styðia raka. Þvert á móti taka Sovet- menn þátt í umsátrinu, þótt þeir séu þar ekki fremstir í flokki og reyni vissulega að leggja sitt af mörkum til leysa deiluna á frið- samlegan hátt. Fyrir fimm árum má reikna með að Sovétríkin hefðu beitt neitunarvaldi í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að Bandaríkin gætu brugðið nafni þeirra fyrir sig í deilunni. Hvaö hóldu Írakar? Vera má að Saddam Hussein og ráðgjafar hans hafi ekki áttað sig til fulls á þeim ótrúlegu stakka- skiptum sem heimurinn hefur tek- ið á fáeinum árum. Hvað sem öðru líður er ljóst að írakar áttu ekki von á því að viðbrögð umheimsins yrðu jafn harkaleg og raun ber vitni. Nú er í sjálfu sér ekki fyrir hendi aðgangur að upplýsingum umjjað hver hin upphaflega áætl- un Iraka var. T.d. hvort þeir gengu út frá því sem gefnu að þeir næðu undir sig Kúvæt og fengju jafnvel í kaupbæti aðgangi að bankainni- stæðum þeirra á Vesturlöndum. Það verður þó að teljast fremur ótrúlegt. Hitt er víst að Hussein hefur ætlað sér að ná fram auð- veldari aðgang að sjó og það er líka auðvelt að færa rök að því að írakar hafi ekki haft neitt á móti því þótt einhver taugatitringur á Vesturlöndum yrði til þess að hækka olíuverð enn frekar en orð- ið var með síðustu samþykkt OPEC-ríkjanna í lok ágúst. Þar var olíuverð hækkað úr 18 dollurum á hverja tunnu í 21 dollar og sú ákvörðun þótti viss sigur fyrir Hussein og íraka. Olíuverðið hækkaði í kjölfar innrásarinnar. Það hækkaði sjálf- sagt margfalt meira en sem svar- aði björtustu vonum íraka. Hitt kom þeim í opna skjöldu að sjálfir skyldu þeir í engu njóta góðs af. Þvert á móti tapa írakar stórum fjárhæðum hvern dag sem Persa- flóakreppan stendur. En Irakar eru ekki einir um að tapa á Persaflóakreppunni. Það gera flest önnur ríki einnig. Ný- frjálsu ríkin í Austur-Evrópu hafa um áratugi getað gengið að olíu frá Sovétríkjunum a langtum lægra verði en því sem tíðkaðist á hinum frjálsa heimsmarkaði. í kjölfar þess að Austurblokkin leystist endanlega upp á síðustu mánuðum ársins í fyrra, var tekið fyrir þessi viðskipti eins og önnur á undirmarkaðsverði. Olíunoktun í Austur-Evrópu er víða mikil og því kom það eins og köld vatnsg- usa framan í ráðamenn þar að þurfa til viðbótar öllum öðrum vanda að taka á sig olíukaup fyrir stóran hluta, — eða jafnvel meiri- hluta, — gjaldeyristeknanna. Það er því auðvelt að ímynda sér þann vanda sem það skapar í þessum ríkjum þegar olíuverðið tvöfaldast vegna Persaflóladeilunnar. Allt fyrir samstöðuna Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í vikunni að hann myndi beita sér fyrir stórauknum lánveitingum Al- þjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins til Austur-Evrópu- ríkja. Fyrir forsetanum vakir að sjálfsögðu að treysta samstöðu heimsins gpgn írökum og koma í veg fyrir brotthlaup þjóða sem ekki treysti sér til að gjalda sam- stöðuna því verði sem hún kostar. Fyrir Austur-Evrópuríkin er þetta fjármagn hins vegar lífsnauðsyn, ef þau eiga með einhverju móti að ráða við núgildandi heimsmark- aðsverð á olíu. Og á þessu stigi málsins veltir því enginn fyrir sér hvað gerast kunni þegar lánin falla í gjalddaga. Bush Bandaríkja- forseti lýsti því hins vegar yfir við Saddam Hussein er áhyggjufullur. Hann átt- aði sig ekki á þeirri gjörbyltingu sem heim- urinn hefur undirgeng- ist á fáeinum árum. Harkaleg viðbrögð um- heimsins við innrásinni í Kúvæt komu honum á óvart. sama tækifæri að einu gilti þótt breyta þyrfti útlánareglum til að Austur-Evrópuríkin fái þessi lán. Þau ummæli segja sína sögu. Þeir aðilar sem hagnast á Persa- flóadeilunni eru teljandi á fingrum sér. Olíuframleiðsluríkin hafa að vísu beinan hagnað af núverandi ástandi meðan það varir. Gróða- gleði sumra þeirra kynni þó að reynast skammvinn ef styrjöld á Persaflóasvæðinu leiðir til stór- felldrar eyðileggingar olíumann- virkja. Vopnaframleiðendur hagn- ast Ííka á ástandinu, a.m.k. ein- hverjir. Bandaríkjamenn hafa e.t.v. ávinning sem nemur því að þeir treysta ítök sín og stíga nú fram í sviðsljósið sem sigurvegarar kalda stríðsins og allsherjaryfirvald heimsbyggðarinnar; stórveldi af því tagi sem sennilega hefur ekki verið að finna í veröldinni síðan á velmektardögum Rómverja. Spurningin sem brennur á vör- um fólks um heim allan er hins i vegar þessi: Verður stríð, eða næg- ir umsátrið til að kúga Iraka til uppgjafar? Til viðbótar hafa er- lendir fréttaskýrendur sett spurn- ingarmerki við lengd hugsanlegr- ar styrjaldar, mannfall og eyði- leggingu. „Polly Parton"_________________ Svörin eru ekki einföld. Al- mennt virðist því trúað að styrjöld myndi ekki taka nemaí hæsta lagi fáeina daga áður en frakar væru að fullu yfírbugaðir. Það er á hinn bóginn ýmislegt sem mælir gegn þessu ef málið er skoðað betur. Ir- aksher er talsvert öflugur og vel vopnum búinn. Varahlutir verða að vísu fljótlega af skornum skammti vegna viðskiptabannsins og þátttöku Sovétmanna í því, en vopn íraka eru mestanpart af sov- éskum uppruna. Engu að síður má reikna með að her íraka muni duga til bardaga lengur en í nokkra daga af þeim sökum. „Mórallinn" í írakska hernum virðist líka vera í góðu lagi enda verður ekki annað séð af fregnum frá írak en Hussein og stjórn hans njóti almennrar hylli. Því má held- ur ekki gleyma að náttúrufar svæðisins er hermönnum Vestur- landa framandlegt og erfitt viður- eignar. Irakar eru aftur á móti á heimavelli og vel bardagafærir í hádegishitunum þegar Vestur- landabúar eru varla færir um stærri afrek en að blaka blæ- vængnum. „Dolly Parton“ skirðdrekarnir sem minnst var á hér í upphafi eru sovéskrar gerðar og nafngiftin er til komin vegna þess hve þykkt stál er í þeim framanverðum. Á það hefur verið bent að Irakar eigi 4 þúsund skriðdreka en á svæðinu eru hins vegar 600 bandarískir og 120 breskir skriðdrekar. Þrátt fyrir algera yfirburði Bandaríkja- manna og samherja þeirra í lofti, eru ýmsir erlendir fréttaskýrend- ur þeirrar skoðunar að þeir sem ætli sér að sigra íraka á fáeinum dögum, vanmeti stöðuna. ðskyggjq______________________ Vestrænir stjórnarerindrekar í Bagdad eru í persónulegum sam- tölum sagðir vera mun svartsýnni á áhrif viðskiptabannsins, heldur sem svarar ríkjandi viðhorfum á Vesturlöndum. Þeir sérfræðingar eru líka til sem telja að þessi ríkj- andi viðhorf séu fremur byggð á óskhyggju en raunverulegum staðreyndum málsins. í þessu sam- bandi er m.a. bent á að ævafornar smyglleiðir frá íran og Tyrklandi opnist nú á ný fyrir þungri umferð. Auk þess er auðvitað talsvert af nauðþurftum framleitt í landinu sjálfu. Að því er næst verður komist hafa Vesturveldin undir forystu Bandaríkjanna ekki enn gert það upp við sig hvort ráðist verði á ír- aka. Enn sem komið er virðast ráðamenn á Vesturlöndum þó þeirrar skoðunar að rétt sé að bíða eftir því að viðskiptabannið dragi a.m.k. einhvern mátt úr óvinin- um. Á hinn bóginn hefur reynslan sýnt að það kostar sitt að halda samstöðunni, sérstaklega hvað varðar afstöðu arabaríkjanna. Morðin í Jerúsalem urðu Banda- ríkjunum kostnaðarsöm að því leyti að þau neyddust til að brjóta odd af oflæti sínu að því er við- kemur allt að því skilyrðislausum stuðningi við ísrael. Vegna þess hve miklu þarf að kosta til að halda samstöðunni gegn írak, er ekki víst að Vesturveldin treysti sér til að bíða of lengi eftir því að viðskiptabannið hrífi. Á meðan ferðast sovésk sendi- nefnd milli ríkja vestan hinna hrundu múra og biður um gott veður fyrir íraka, þannig að finna megi friðsamlega lausn sem allir geti við unað. Kannski má spyrja: Hvað gerist fyrst? Samkeppni um hús yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur efnir til samkeppni í samvinnu við Borgarskipulag um hönnun húsa yfir borholur Hitaveitunnar, sem eru í borgarlandinu og í Mosfellsbæ, samkvæmt keppnisgögnum og samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Markmið keppninnar er að leiða fram hagkvæma lausn hvað varðar notagildi, form og fegurð húsanna. Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og útlendingar með fasta búsetu á íslandi. Heildarverðlaunafé er kr. 1.000.000,- Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 500.000,- Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 300.000,- Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaöarmanni dómnefndar Ólafi Jens- syni, framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, sími: 91-29266. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni, eigi síðar en 31. janúar 1991, kl. 18.00 að íslenskum tíma.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.