Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 5
5
Laugardagur 20. október 1990
KRÓNÍKA ALÞÝÐUBLAÐSiNS
Nýlega kynnti heilbrigðis-
ráðherra tillögur um að sett
yrði á fét ný yfirstjórn sjúkra-
húsanna i Reykjavik, sem köll-
uð er samstarfsráð. Þessar til-
lögur koma i f ramhaldi af áliti
nefndar, sem skipuð var i
febrúar 1989 og kanna átti
alla möguleika á auknu sam-
starfi sjúkrahúsanna á höfuð-
borgarsvaeðinu og/eða samein-
ingu þeirra i eina eða fleiri
stofnanir.
Það var niðurstaða nefndarinnar,
að sett skyldi á fót Samstarfsráð
sjúkrahúsanna í Reykjavík, Ríkis-
spítala, Borgarspítala, Landakotsspítala
er hefði það hlutverk að móta framtíðar-
stefnu sjúkrahúsanna, gera þróunar- og
fjárfestingaráætlanir og stuðla að verka-
skiptingu þeirra á milli.
Þessi verkefni eru þegar Iögbundin
verkefni heilbrigðismálaráða héraða en
nefndin gerir ráð fyrir, að hér í Reykja-
vík verði þau verkefni heilbrigðismála-
ráðs færð yfir til samstarfsráðsins. Með
tillögu ráðherra er mjög aukið við verk-
efni hins svokallaða samstarfsráðs
þannig, að hér er í rauninni komin ný sjö
manna stjórn yfir sjúkrahúsum í Reykja-
vík þar sem m.a. tveimur fulltrúum lög-
gjafarvaldsins er komið fyrir í fram-
kvæmdarvaldinu.
Heildarskipunin sem_______________
fjaraði út
Áður hafa verið gerðar tilraunir til að
auka samvinnu og samskipan sjúkra-
húsanna í Reykjavik. Samstjórn sjúkra-
húsa í Reykjavík var sett á fót 1971 en
starfaði aðeins í tvö ár. Árið 1978 var að
tillögu þáverandi heilbrigðisráðherra,
Matthíasar Bjarnasonar, lögfest heildar-
skipun í stjórn heilbrigðismála hér á
landi eftir héruðum (kjördæmum). Sett
voru á fót heilbrigðismálaráð héraða
,,Tillögur um aö setja á fót samstjórn þriggja stœrstu
spítala landsins ganga þvert á hugmyndir forrádamanna
sjúkrahúsa innan lands sem utan um smækkun
rekstrareininga,“ segir Skúli G. Johnsen borgarlœknir
m.a. í Króníku Alþýdubladsins.
Enginn munur á sérhœfdri og
yfirsérhæfðri þjónustu
Miðað við núgildandi reglur er það
eðlilegasti framgangsmátinn í sambandi
við ákvarðanir um verkaskiptingu
sjúkrahúsanna, að innkalla öll rekstrar-
leyfi sjúkrahúsanna í Reykjavík og gefa
þau út að nýju jafnframt því sem reglu-
gerðin um flokkun sjúkrahúsanna og
verkskiptingu þeirra yrði gefin út.
Rekstrarleyfi ráðherra hafa alls ekki
verið nýtt í þeim mæli sem ætlast er til
og stofnunum hefur verið látið haldast
það uppi að breyta starfsemi sinni og
taka upp ný verkefni án samþykkis ráð-
herra.
Skipan sjúkrahúsmála hér á landi er
gölluð að því leyti, að ekki er gerður
greinarmunur á sérhæfðri og yfirsér-
hæfðri þjónustu. Þar að auki er sjúkra-
húsþjónustan ekki umdæmaskipt, sem
leiðir af sér mikla óvissu í sambandi við
ákvarðanir um hversu mikilli þjónustu
þarf að sinna á hverju sjúkrahúsi. Á und-
anförnum árum hefur verið aukinn
straumur sjúklinga til Reykjavíkur utan
af landi þrátt fyrir uppbyggingu sjúkra-
húsa þar.
Það er að mínu mati eðlilegast, að
skipta sjúkrahúsþjónustunni í landinu í
heimabyggðarþjónustu, héraðsþjónustu
og landsþjónustu. í heimabyggðarþjón-
ustu fælust hjúkrunarheimili og almenn
sjúkrahús. Héraðsþjónusta, sem væri
sérhæfð þjónusta á deildaskiptu sjúkra-
húsi, þyrfti að vera fyrir hendi að
ákveðnu lágmarki í hverju héraði. Að
lokum kæmi landsþjónusta sem væri yf-
irsérhæfð þjónusta ætluð fyrir landið í
heild. Samkvæmt þessu væri eðlilegast
að skipta þjónustu sjúkrahúsanna
þriggja í Reykjavík í héraðsþjónustu
annars vegar og landsþjónustu hins veg-
ar. Við skipan landsþjónustunnar fengist
ákvörðunin um staðsetningu og stærð
yfirsérhæfðra deilda. Þar þyrfti einnig
að ákveða, hversu margar slíkar deildir,
þ.e. á hve mörgum sviðum væri réttlæt-
Sjúkrahúsmálin i Reykjavik
Samstarfsráö - Samstjórn — Yfirstjórn
sem höfðu ýmis stjórnarverkefni með
höndum skv. lögum og reglugerð. Þar á
meðal eiga ráðin að gera tillögur og
áætlanir um framgang og forgang verk-
efna, skipulagningu á starfi heilbrigðis-
stofnana, yfirfara þróunar- og rekstrar-
áætlanir sjúkrahúsa og vinna að undir-
búningi fjárlagafrumvarps vegna fjár-
hags- og framkvæmdaáætlana stofn-
ana. Þessi heildarskipun horfði til mik-
illa framfara. Hún var einn helsti áfang-
inn í breytingum á stjórn heilbrigðis-
mála hér á landi sem hófst með stofnun
heilbrigðisráðuneytisins 1969 og setn-
ingu heilbrigðisþjónustulaga 1973. Und-
irritaður gegndi formennsku í heilbrigð-
ismálaráði Reykjavíkurlæknishéraðs í
fimm ár en 1983 var hætt að boða til
funda vegna þess að heilbrigðismála-
ráðuneytið virtist ekki hafa áhuga á að
halda ráðinu starfandi.
í ráðinu var að sjálfsögðu mjög mikið
fjallað um sjúkrahúsmál og meðal ann-
ars komist að samkomulagi um hvernig
staðið skyldi að breytingum á verka-
skiptingu sjúkrahúsanna.
1.800 rúm i_______________________
„Sjúkrahúsinu i Reykjavik"
Þriðja tilraunin, til að bæta skipun
sjúkrahúsmála í Reykjavík er nú komin
af stað og er ýmisíegt við hana að at-
huga.
I fyrsta lagi er þar komið afbrigði, sem
stendur utan við hið almenna stjórn-
kerfi heilbrigðismálanna og er því lík-
legt til að rífa það allt niður.
I öðru lagi eru markmið stjórnvalda á
þessu sviði ekki nægilega vel aðgreind.
Verkaskiptingin er markmið um breytt
fyrirkomulag við sérhæfða sjúkraþjón-
ustu. Það markmið er ekki síst faglegs
eðlis, þ.e. ætlað til að bæta þjónustu á yf-
irsérhæfðum sviðum sem hefur verið
óhæfilega dreift hingað til. Hitt mark-
miðið er að ná betri tökum á rekstri
sjúkrahúsanna með það fyrir augum að
bæta hagkvæmni, þ.e. fá meira fyrir þá
peninga sem til sjúkrahúsanna koma og
stýra betur aukningu frá ári til árs. Ein-
hverjir kunna einnig að hafa beinan
sparnað að markmiði. Það dregur aftur
á móti úr þjónustu sem ekki er verjandi
eins og nú hagar eftirspurn eftir sjúkra-
húsvist og þörfum á því sviði.
f þriðja lagi ganga tillögur um að setja
á fót samstjórn þriggja stærstu spítala
landsins þvert á hugmyndir forráða-
manna sjúkrahúsa innan lands sem utan
um smækkun rekstrareininga. Hið nýja
sjúkrahús, Sjúkrahúsið í Reykjavík, yrði
með um 1.800 rúm og kæmist þannig í
hóp stærri sjúkrahúsa á Norðurlöndum.
I fjórða lagi kæmi upp það einkenni-
lega afbrigði, að samstarfsráðið yrði
stjórnin en stjórnirnar rekstrarnefndir
sem myndi rugla alla eðlilega stjórn-
skipan og auka á vandamálin í stjórn
sjúkrahúsanna fremur en hitt.
VeBnlegri aðferðir___________________
Það eru því aðrar aðferðir vænlegri
heldur en þær sem tillögur ráðherrans
gera ráð fyrir. Skipan sjúkrahúsakerfis-
ins og verkaskipting sjúkrahúsa hefur
allt frá því að fyrstu sjúkrahúsalög voru
sett verið í hendi heilbrigðisráðherrans.
Samkvæmt því lagaákvæði, sem ætlað
er að tryggja þetta og hefur verið
óbreytt í lögum frá árinu 1933, má eng-
inn setja á stofn eða reka sjúkrahús án
leyfis ráðherra. Það er því í hendi ráð-
herra að ákveða verksvið hvers sjúkra-
húss fyrir sig og binda það í rekstrarleyfi
sem hann gefur út. Sama gildir um allar
breytingar á rekstri sjúkrastofnana,
hvort sem um er að ræða að taka upp ný
verkefni, stækka deildir eða minnka.
Gildandi ákvæði um rekstrarleyfi ráð-
herra er hugsað með nákvæmlega sama
hætti nú og var upphaflega 1933. Grein-
argerð með frumvarpi að sjúkrahúslög-
um 1933 segir: „Lagaákvæði hefur þótt
vanta til þess að unnt væri að hafa fyllra
eftirlit með byggingu og rekstri sjúkra-
húsa og líkra stofnan sem eru í eigu ann-
arra en ríkisins, svo og til þess að
koma á betra skipulagi á starfsemi
sjúkrahúsa yfirleitt, þ.á m. sjúkra-
húsa ríkisins."
Árið 1963 var ákveðið, til að koma í
veg fyrir, að gengið væri fram hjá kvöð-
inni um rekstrarleyfi ráðherra, að
sjúkrastofnanir, sem byrjað væri að
byggja án nauðsynlegra leyfa ráðherra
væru óviðkomandi ríkissjóði og fengju
ekki byggingarstýrk.
Með heilbrigðisþjónustulögum 1973
var leyfisskyldan lögfest óbreytt og
kveðið á um að verkaskipting sjúkra-
húsa skuli bundin í reglugerð. Þessi
reglugerð hefur aldrei verið sett og má
því líta svo á að verkskiptingunni sé
stjórnað með rekstrarleyfum.
Skv. ofansögðu liggur það meðal ann-
ars fyrir, að borgarstjórn var ekki heim-
ilt án leyfis ráðherra, að gera samning
sem fól þó í sér að rúmum á fæðingar-
deild á Fæðingarheimili Reykjavíkur-
borgar væri fækkað varanlega úr 25 í 8.
í þessu tilviki bar ráðuneyti, að mati
undirritaðs, að tilkynna borgaryfirvöld-
um, að þau þyrftu leyfi til slíkrar smækk-
unnar á heimilinu.
anlegt að stofna yfirsérhæfðar deildir.
Það takmarkast aðallega af mannfjöld-
anum hér á landi en einnig af fjárveit-
ingum.
Afbrigði það við heildarskipan í stjórn
heilbrigðismála, sem komin er tillaga
um, er ekki heppileg lausn til að auka
verkaskiptingu og bæta rekstur sjúkra-
húsanna í Reykjavík. Þvert á móti þarf
skipun slíkra verkefna að byggja á fyrir-
liggjandi skipulagi því stöðugar breyt-
ingar gera það helst að verkum, að ekk-
ert skipulag nái í raun fram að ganga.
Þannig er um þá ákjósanlegu skipan
mála, sem komið var upp árið 1978.
Væri ekki reynandi að láta hana koma
til framkvæmda í stað þess að hlaupa frá
í miðjum klíðum?
Skúli G. Johnsen
borgarlæknir er höfundur
Króníku Alþýdubladsins