Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 20. október 1990 ÞINGFRÉTTIR Hugmynd iðnaðarráðherra um veltuskatt af álveri í Iðnþróunarsjóð landbyggðarinnar Iðnaðarráðherra sagði á Al- þingi í fyrradag að hluti veltu- skatts af álveri gæti runnið í sér- stakan iðnþróunarsjóð lands- byggðarinnar. Nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að draga úr hugsanlegum óæskilegum byggðaáhrifum vegna álversins á Reykjanesi. Nefndi ráðherra nokkra þætti sem um hefði verið rætt þar að lútandi. 1) Lagt hefði verið til að % hlutar af veltuskatti nýs álvers rynnu til at- vinnuuppbyggingar á landsbyggð- inni. Upphæðinni, um 75 milljónum króna á ári, mætti hugsanlega verja til hlutafjárframlaga í atvinnufyrir- tækjum utan Suðvesturlands, t.d. í tengslum við ný iðnaðarverkefni. Þá mætti stofna öfiugan iðnþróun- arsjóð landsbyggðarinnar. 2) Athugun á nýiðnaðarkostum, sem hentuðu landsbyggð betur en álver af þeirri stærð sem um væri rætt. Vonir væru bundnar við flutn- ing orkufrekra iðjuvera frá megin- landi Evrópu til ísíands, hugsanlega vetnisframleiðslu og sölu raforku um sæstreng. Augljóst væri að lönaöarráðherra segir margvislegar aögeröir fyrirhugaðar til að styrkja byggð utan suðvesturlands. Norður- og Austurland yrðu þar í fremstu röð sem heppilegir staðir fyrir slík fyrirtæki. 3) Ríkið þyrfti að leggja fjármagn í skipulega leit að hentugum sam- starfsverkefnum í almennum iðn- aði. Slíkar hugmyndir væru þegar ræddar með iðnráðgjöfum á íands- ENGAR BLEKKINGAR Ellert Eiríksson, varaþing- maður Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi, lýsti því yfir í um- ræðum um álver utan dagskrár í fyrradag að í hvívetna hefði fyllstu hreinskilni og heiðar- leika gætt í álversmálinu af hálfu iðnaðarráðherra og starfs- manna Markaðsnefndar ráðu- neytisins. Ómaklega væri vegið að iðnaðarráðherra, þegar hann væri sakaður um að hafa haft uppi blekkingar varðandi stað- arvalið. Ellert segir að ýmsir hafi haldið því fram að iðnaðarráðherra hafi verið búinn að ákveða Keilisnes fyr- ir verksmiðjuna: „Það er alrangt. Ég veit að hann hélt lengi fram stöðum eins og Reyðarfirði og Dysnesi og fannst mér þá halla á okkur Suður- nesjamenn og Keilisnes," segir Ell- ert. byggðinni. 4) Stofna þyrfti undirbúningsfélag um nýtingu háhitasvæða og orku- iinda og veita fé til rannsókna þar að lútandi. 5) Gera yrði áætlun um jöfnun raf- orkuverðs, en nefnd væri að störf- um í því máli. 6) Rætt hefði verið um að veita stuðning við fyrirtækjanet, t.d. í málmiðnaði. í viðræðunum við Atl- antsál hefði m.a. verið lögð rík áhersla á að fyrirtækið stuðlaði að uppbyggingu Jækniþekkingar og iðnþróunar á íslandi. 7) Sveitarfélög fengju að nokkru greiddan þann kostnað sem þau hefðu lagt í til að meta og kynna staðarkosti. 8) Vandlega þyrfti að athuga kosti þess að ráðast í samgöngubætur í stórum stíl á Austurlandi og Norður- landi til að bæta aðstöðu fyrir nýjan iðnað. 9) Efla bæri opinbera þjónustu og skólastarf á landsbyggðinni og byggja upp fjarskiptakerfi og fjar- vinnslukerfi þannig að opinber þjónusta yrði ekki jafnbundin við Reykjavík og hún hefur verið. I umræðunni á fimmtudag vísaði Jón Sigurðsson því á bug að nokk- urn tíma hefði verið um „sjónarspil" að ræða, eins og sumir þingmenn hefðu látið í veðri vaka. Ellert Ei- ríksson, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokks á Reykjanesi, lýsti því yfir í umræðum utan dagskrár í fyrradag að í hvívetna hefði fyllstu hrein- skilni og heiðarleika gætt í álvers- málinu af hálfu iðnaðarráðherra og starfsmanna Markaðsnefndar ráðu- neytisins. Það væri ómaklega vegið að iðnaðarráðherra, þegar hann væri sakaður um að hafa haft uppi blekkingar varðandi staðarvalið. ÞINGFRETTIR í HNOTSKURN EFTA-EB SAMNINGAR: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hefur lagt fram skýrslu um samningaviðræður um Evrópska efnahagssvæðið, sem EFTA-ríkin og Evrópubandalagið vilja koma á. í fyrra var ítarlega gerð grein fyrir stöðunni og nú eru atburðir færðir nær okkur í tímanum í skýrslu ráðherra. STJORNLAGADÓMSTÓL: Kristinn Pétursson, Sjálfstæðisflokki, vill að sérstakur stjórnlagadómstóll fjalli um mál sem varða réttmæti yfirvalda við setningu bráðabirgðalaga. Nauðsynlegt sé að fá úr því skorið hvort stjórnvöld geti t.d. haft niðurstöður dómstóls að engu eins og gerðist í sambandi við bráðabirgðalögin í sumar í launadeilu BHMR. GREIÐSLUKORT: Viðskiptaráðherra leggur til að lög nái yfir greiðslukort. Hann hefur lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því m.a. að Verðlagsstofnun hafi eftirlit með framkvæmd laganna, og að sama stofnun geti gengið að öllum nauðsynlegum upplýsingum. ENGIN NY ÆTTARNOFN: Framvegis verður ekki heimilt áð taka upp ný ættarnöfn, en þeim sem bera þau nú mega hera þau áfram. Að- eins má kenna sig við annað foreldra sem -dóttir eða -son Margir kenna sig við föður og móður, en það verður ekki heimilt, ef lög um mannanöfn verða samþykkt. 1038 SIÐNA PLAGG: Utanríkisráðuneytið hefur afhent þingmönn- um 1038 síðna plagg. Það ber titilinn: Samanburður á íslenskri löggjöf og samþykktum Evrópubandalagsins, sem lagðar eru til grundvallar í samningaviðræðum um Evrópskt efnahagssvæði. í því er gerður ræki- legur samanburður á löggjöf á sviði vöruviðskipta, fjármagns- og þjón- ustuviðskipta, atvinnu- og búseturéttar. PRÓFKJÖR FRAMUNDAN: Nokkur prófkjörsbragur virðist vera á tiilögum þingmanna um þessar mundir. ingi Björn Albertsson og Matthías Bjarnason, frambjóðendur Sjálfstæðisflokks eru tiliagnaglað- astir. Sá síðarnefndi vill m.a. veg og brú yfir Gilsfjörð, að ríkisstjórnin fullnægi læknisþjónustu á landsbyggðinni og að ríkisstjórnin bæti að- stöðu versiunarfyrirtækja í dreifbýli. TÓNUST Ekki er allt gull sem geispa vekur Sinfóníutónleikar í Háskólabiói 18. október 1990. Verk eftir Púl ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson (frumfl.), Saint-Saéns og Rachmaninoff. Einl. Erling Blöndal Bengtsson, stj. Petri Sakari. Nánast hvert s»ti var skipað i Háskólabiói á fimmtudagskvöldið var, eg virðist sá nýbreytni að bjóða áskrifendum upp á „seriur" œtla að gefa góða raun. Hver þeirra nmr aðeins yfir hluta af tón- leikaárinu, er flokkuð eftir sórkenni eg auðkennd hver með sinum lit. Þessir tónleikar veru t.d. „rauð- ir". Samkvnmt starfsársskrá er „kasfijósinu i þeirri tónleikareð beint að þmtfi einleikarans", og mun ásamt gulu röðinni (8 tónleikar) vera fyrirferðar- mesfi valkosturinn með 6 tónleika. Lofsöngskórkaflinn úr Alþingis- hátíðarkantötu dr. Páls ísólfssonar frá 1930 er ekki nefndur á nafn í starfsársskránni 1990—91, en var samt fyrsta númer kvöldsins af ástæðum, sem eftir er að gefa upp. Langholtskórinn söng þetta róm- antíska kórlag með glæsibrag, og leynir sér ekki, að kór Jóns Stef- ánssonar er skipaður feikifögrum börkum í öilum fjórum röddum og í óvenjugóðu innbyrðis jafnvægi. Ef einhvern tíma stendur til að bæta fyrir breiðskífuflutning S.í. og söngsveitarinnar Fílharmóníu frá 1968 (sem er hálfgerð hörm- ung í samanburði við flutninginn þetta kvöld) iiggur auðheyranlega beinast við að hafa Langholtskor- inn í huga. Þó að Alþingishátíðar- kantatan sé einskonar 19. aldar verk á 20. öld (samin nokkrum ár- um á eftir Wozzeck og Oedipus Rex), þá verðskuldar hún stöðu sinnar vegna í íslenzkri tónlistar- sögu betri hljóðritun en þá sem hún fékk fyrir 22 árum. Þetta fimmtudagskvöld var hljómsveit og kór hins vegar eins og dr. Páll hefði sannilega helzt kosið. Þorkell Sigurbjörnsson sýndi á sér þéttriðnari hliðina með njörv- uðu tónaneti undir nafninu Trifón- íu fyrir hljómsveit, þar sem lýd- ísku laglínufrumi, er leiddi hug- ann að Islandi farsælda, skaut upp í sífellu líkt og einskonar farand- cantus firmus á flakki milli hljóð- færahópa, meðan hinir voru í óða önn að vinna pólýfónískt og pólý- rytmískt (allavega hljómaði það þannig) úr brotum meginstefsins í keðjugangi, lengingu, styttingu og öðru skemmtilegu þarfaþingi úr uppsöfnuðum aðferðafræðum Vesturlanda, þannig að margur spilarinn þurfti að halda á sínu og meira til, svo að allt víravirkið hryndi ekki, eins og reyndar var útlit fyrir um skeið á generalpruf- unni. En kraftaverk virðist enn gerast, því að um kvöldið var „Salurinn í Háskólabíói er greini- lega sérstaklega grimmur viö neöra miösviðiö, þ.e. eina áttund of- an viö og tvær fyrir neöan mið-c'iö. Því miður þýddi þetta að knéfiðla einleikarans Erlings Blöndals Bengtssonar virtist út frá heyrnar- skilvitinu einu vera stödd einhvers- staðar fyrir aftan og neðan og meö dempara í þokkabót," segir Ríkarð- ur Örn Pálsson, tónlistargagnrýn- andi Alþýöublaðsins. verkið komið saman nokkurn veginn skammlaust. Trífónían náði mestu flugi, er rúmar ellefu mínútur voru liðnar og maður átti von á meiri háttar þáttaskilum og andstæðum, sem komu þó ekki, þannig að síðustu tvær mínútur hins rúml. 14 mín. langa verks (ekki 20 mín., eins og segir í fréttatilkynningu S.í.) ollu örlitlum vonbrigðum. Þrátt fyrir dúndrandi fortissimóniðurlag í anda sjóorrustunnar við Trafalgar. Engu að síður voru margir leiftr- andi fallegir staðir, er munu njóta sín betur við endurflutning, þegar verkið verður komið almennilega inn í merginn á hljóðfæraleikurun- um. Bíóakústík Háskólabíós sveik engan nema tónlistarunnendur, þegar Erling Blöndal Bengtsson strauk einleikssellóið í konsert Saint-Saéns frá 1782. Salurinn er greinilega sérstaklega grimmur við neðra miðsviðið, þ.e. eina átt- und ofan við og tvær fyrir neðan mið-c’ið. Því miður þýddi þetta, að knéfiðla einleikarans virtist út’frá heyrnarskilvitinu einu vera stödd einhversstaðar fyrir aftan og neð- an og með dempara í þokkabót. Hefði hljómsveitin ekki, af biturri reynslu, haft vit á að sýna ýtrustu tillitsemi, hefði hinn frábæri sell- isti verið keyrður mélinu smærra. Túlkun Erlings var mótuð af yfir- vegun hins þroskaða listamanns, en auk þess gædd þeirri hlýju, er fær mann ósjálfrátt til að langa að semja álíka tónverk, þó hugsunin sé fáránleg, hlýleika, sem brilljönt tækni ungmenna á við Viktoríu Mullovu hér um árið fer gjörsam- Iega á mis við og verður einungis að glampa á grýlukerti í saman- burði. Um aðra sinfóníu Rachmanin- offs frá 1906 er að mínu viti aðeins að segja, að þrátt fyrir glæsilega orkestrasjón og innblásinn annan þátt í sannkölluðum scherzostíl, er yfirborðsmennskulyktin svo stæk af þessu allt of langa hljóm- sveitarverki, að maður skilur hvað knúði Schönberg til að finna upp tólftónaaðferðina og segja bless við síðrómantíkina fyrir fullt og allt. Þó að hljómsveitin sýndi víða þokkafull tilþrif, varð maður hvað eftir annað að klípa sig í handlegg og flörta við sessunautinn til að sofna ekki út af þessari áhrifa- miklu svefntöflu tónbókmennt- anna. Sinfóníuhljómsveitin leggur nú upp í níu daga hljómleikaför um Norðurlöndin. Henni fylgja beztu óskir um frægð og frama, þó að óskandi væri jafnframt, að hún hefði haft eitthvert innihalds- drýgra tónverk með í farteskinu en Tvöuna Sergeis Rachmaninoffs. En kannski gengur hún í frænd- þjóðir okkar. Hver veit? - R.Ö.P. Ríkarður Örn Pálsson skrífar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.