Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 31. desember 1992 fll»\lllll!líl)lll HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ftitstjóri: Siguröur Jómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Skyggnst um Evrópu 1992 ÁR HATIIRS OG UPPLAUSNAR Hrafn Jökulsson skrifar Samstaða lítillar þjóðar / Arið, sem nú er senn á enda, hefur verið íslendingum erfitt. Þeir eru án efa margir, sem geta tekið undir með höfúðskáldinu Snorra Hjartar- syni, sem segir í einu ljóða sinna: Komnir eru dagarnir sem þú segir um: mér líka þeir ekki... s A þessu ári hefur orðið meiri samdráttur en um margra ára skeið, og hann hefur sett mark sitt á gervallt þjóðlífið. Einkarekstur hefur dreg- ist saman, veltan hefur minnkað í þjóðfélaginu, og tekjufallið neytt stjómmálamenn til erfiðs niðurskurðar. Þetta hefur eðlilega skapað deilur, sem hafa kynt elda ófriðar á vinnumarkaði. Við þessar aðstæð- ur er hins vegar meiri þörf á samstöðu lítillar þjóðar en nokkm sinni fyrr. Einungis þannig tekst okkur að vinna sigur í glímunni við nýjasta og erfiðasta vanda þjóðarinnar, - atvinnuleysið. A þessu ári hefur atvinnuleysið gert strandhögg á íslandi í meiri mæli en nokkm sinn fyrr. Að sönnu er það miklu minna en í flestum ná- grannalöndunum, þar sem skortur á vinnu er orðinn varanleg stað- reynd. Það er hins vegar lítil huggun fyrir atvinnulausa íslendinga þó hér á landi séu hlutfallslega færri án vinnu en með frændþjóðunum. Aðstæður þeirra batna lítt við það, og ábyrgð forystumanna í stjóm- málum og á vinnumarkaði minnkar ekki heldur við samanburðinn. Islendingar em x eðli sínu jafnaðarsinnar. Tilurð þeirra sem þjóðar, saga þeirra og menning, bera í senn vitni um mikla samheldni og ríka andúð á stéttaskiptingu. íslendingar hafa verið stoltir af þeirri stað- reynd, að á sama tíma og gjáin milli stéttanna í velferðarsamfélögum Vesturlanda hefur stækkað, þá er jöfnuður ennþá einkeimi hins ís- lenska samfélags, hvað sem líður dægurþrasi stjómmálanna. Það er staðreynd, að allir Islendingar eiga kost á staðgóðri menntun, sem stenst samjöfnuð við bestu skólakerfi Vesturlanda. Enginn þjóð á held- ur betra heilbrigðiskerfi en við. Þær breytingar, sem orðið hafa í tíð nú- verandi ríkisstjómar breyta engu um það. /Atvinnuleysið getur hins vegar breytt þessari mynd. Það heggur að rótum þess samfélags, sem hér hefur þróast, þar sem jöfnuður situr í fyrirrúmi. I því felst vísir að eins konar stéttaskiptingu, þar sem annars vegar em þeir sem hafa vinnu og komast bærilega af, og hins vegar fá- mennur hópur fólks, sem er verulega illa statt. Það er vitaskuld skylda samfélagsins, að sjá til þess að atvinnulaust fólk fái nægilega aðstoð til að komast bærilega af. I þeim efnum skortir talsvert á hjá Islendingum, ef til vill vegna þess að við höfum til þessa litla reynslu af atvinnuleysi og hvemig á að bregðast við því. Þannig má minna á, að fáránleg lög gera það að verkum, að einyrkjamir, sem hafa baslað í eigin rekstri, eiga hér á landi ekki kost á sömu aðstoð og aðrir, verði þeir atvinnu- leysinu að bráð. Atvinnuleysi snýst þó ekki einvörðungu um fátækt og aukinn skort. Það snýst ekki síður um sjálfsvirðingu og þátttöku í mannlegu félagi. Fólk, sem langtímum saman er án vinnu, fær það fljótlega á tilfinning- una að það sé óþarft, án tilgangs, og einungis til byrði. í kjölfarið sigla hvers kyns félagsleg vandamál, aukið ofbeldi inni á heimilunum, vífnuefnaneysla, fjölskyldur flosna upp, og sjálfsmorðum fjölgar. Fómarlömbin em því miklu fleiri en nemur þeirri tölu, sem undarlega samansettar atvinnuleysisskrár gefa upp. Opinber aðstoð ræður ekki bót á þessu nema að litlu leyti. Atvinnuleysisbætur metta munna en þegar fram í sækir plástra þær laskaða sjálfsvirðingu afskaplega illa. /Atvinnuleysinu er einungis hægt að vinna bug á í samvinnu ríkisins, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Á nýju ári ætti það að verða markmið þessara aðila að hrinda því út í hafsauga. En til að það sé hægt þarf gagnkvæman skilning. Það þarf nýja þjóðarsátt, þar sem krónur í umslagið em ekki settar efst á forgangslistann, heldur aðgerð- ir, sem miða að því að draga úr atvinnuleysinu. Verkföll og stríðsdans- ar skila nákvæmlega engu við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélag- inu. X I styrjöld komandi árs við böl atvinnuleysisins er samstaða lítillar þjóðar eina vopnið. Fórnarlamb stríðs. Fjögurra ára drengur á líkbörum í Sarajevo. Man fólk enn bjartsýnina sem ríkti í Evrópu fyrir fáeinum misserum? Þegar múramir hmndu og kommúnistalöndin losnuðu úr fjötmm einræðis; þegar bú- ið var að senda út boðsmiða vegna væntanlegs fjöldabrúðkaups Evrópu- landanna. Landamæri virtust tómur til- búningur, einsog Pétur Gunnarsson fullyrti í ljóði fyrir margt löngu. Kalda stríðinu var sannanlega lokið, ráða- menn heimsins boðuðu nýja skipan í nýrri veröld og betri. Bjartsýni Evrópumanna átti sér helst hliðstæðu í því andrúmslofti sem fyllti ungt fólk samevrópskum eldmóði upp- úr síðustu aldamótum. Þá sögðu menn að stríð og villimennska heyrðu sög- unni til, siðmenningin hefði svör við öllum spumingum og ágreiningsefn- um. Þetta vonglaða æskufólk var skömmu síðar borið á bálköst heims- styrjaldar sem átti upptök sín í Saraje- vo; þegar serbneskur táningur, Gavriló Prinsip, stútaði þurrpumpunni Frans Ferdínand, ríkisaifa Austurríkis- Ung- verjalands. Fómarlömb ársins 1992 em mörg. Bjartsýnin er dauð og lítil innistæða reyndist víðast hvar fyrir umburðar- lyndinu þegar að kreppti. Frá samein- uðu Þýskaiandi berast váleg tíðindi af útlendingahatri og nýnasisma. Að sönnu virðast flestir Þjóðverjar hafa skömm á þeim krúnurökuðu idjótum sem nú vaða uppi. Ef sagan er að end- urtaka sig í Þýskalandi, þá virðist skii- greining Marx eiga næsta vel við: Að það sem eitt sinn var harmleikur endur- taki sig - sem skrípaleikur. En það er ekki hægt að afgreiða öld- ur þjóðemisofstækis í Þýskalandi sem tóman skrípaleik. Nasistar drápu út- Iendinga í að minnsta kosti þrettán borgum um gervallt landið árið 1992. Afturganga þjóðemisofstækisins fer raunar ljósum logum um alla Evrópu. Mörg lýðvelda hinna sáluðu Sovétríkja em vettvangur illskiljanlegra en haturs- fullra deiina millum þjóða og þjóða- brota. Armenar og Azerar berast á bana- spjót. Þúsundir hafa fallið í stríði um Nagomo-Karabakh. Svona hafa frétta- skeytin hjjóðaö dag eftir dag og mánuð eftir mánuð. í Georgíu berjast Suður-Ossetar við Georgíumenn í krafti þeirrar hugsjónar að fá að sameinast Norður-Ossetum sem nú tilheyra Rússlandi. í norður- hluta Georgíu hafa síðan Abkhazar vaknað til vitundar og krefjast sjálf- stæðis. Og í Norður- Ossetiu sló í brýnu millum Osseta og Ingusha. Hvurjir em eiginlega þessir Ossetar, Abkhazar og Ingushar? Þrjár af þeim óteljandi þjóðum Sov- étríkjanna sem hafa skotið upp kollin- um eftir að íshella kommúnismans bráðnaði, og krefjast frelsis og sjálf- stæðis. í krafti „sögulegs réttaF', sem einatt er harla óljós, er lumbrað á minnihlutahópum og þjóðabrotum. Niðurstaðan er blóðug ringulreið sem ekki sér fyrir endann á. Mikael Gorbatsjov margvaraði við hættunni á allsherjar styrjöld í Sovét- ríkjunum en talaði fyrir daufum eymm. Hann gekk svo langt að segja að ef borgarastríð hæfist innan Sovétríkj- anna yrði blóðbaðið í Júgóslavíu heit- inni einsog brandari í samanburði. Enginn mannlegur máttur virðist fær um að stöðva þær öldur ofsa og haturs sem ríða yfir í austri. Fátækt, hungur, fáífæði og ótti er sá óþijótandi eldivið- ur sem borinn er á bál hatursins. í Rússlandi voma draugar fortíðar- innar, albúnir að steypa veikri stjóm Jeltsíns. Það má mikið vera ef ekki dregur til meiriháttar tíðinda á nýju ári: Atvinnulífið er í rúst og hagur almenn- ings versnar og versnar. Enginn talar lengur um „nýja og sameinaða Evrópu“. Evrópa er í upplausn. Vanmáttur voldugustu ríkja heims til að stöðva bræðravígin á Balkanskaga er sorgleg- ur vitnisburður um Evrópu á þröskuldi nýrrar aldar. Sigurvegari ársins 1992 er Slobodan Milosovic forseti Serbíu. Hann hefur dregið ráðamenn voldugustu ríkja heims á asnaeyrunum. Serbar ráða fjórðungi Króatíu og tveimur þriðju hlutum Bosníu-Herzegóvinu. Tugþús- undum hefur verið slátrað, milljónir hraktar frá heimilum sínum eða haldið í miskunnarlausri herkví. Og fyrir skemmstu rúllaði Milosovic yftr Mílan Panic í forsetakosningum í Serbíu. Panic, síðasta hálmstrá frjálslyndisafla í Serbíu, var st'ðan hrakinn frá völdum sem forsætisráðherra. Það er ávísun á meira stríð, enn grimmilegra blóðbað. Það verður barist í Kosovo árið 1993. Kosovo tilheyrir Serbíu en 85% íbúanna, um tvær milljónir, eru Alban- ir. Það verður barist í Sandjakhéraði í Serbíu þar sem múslímar em í meiri- hluta. Og arabalöndin ætla að skerast í leikinn. Þau hafa gefið hinum vestræna heimi frest til 15. janúar 1993 til þess að stöðva helför múslíma í Bosníu. Balkanstríðið er þá ekki lengur borg- arastyijöld einsog sumir hafa haldið fram heldur trúarbragðastyrjöld. „Brandarinrí1 getur snúist uppí þriðju heimsstyrjöldina. Það kraumar víðar í Evrópu. Lög- skilnaður Tékka og Slóvaka tekur gildi um áramótin og þarmeð líkur áratuga sambúð sem aldrei vom neinar for- sendur fyrir. Innan Slóvakíu er hins- vegar umtalsverður ungverskur meiri- hluti sem telur að réttur sinn sé fyrir borð borinn; sömu sögu er raunar að segja af Ungverjum í Rúmeníu og Serbíu. Það andar köldu millum Pólverja og Litháa og nöturleg tíðindi berast frá Eistlandi og Lettlandi um stórfelld mannréttindabrot. Það virðist sama hvert litið er: Um- burðarlyndið hefur vikið fyrir sérhags- munum. Árið 1992 var ár haturs og upplausnar; skelfileg andstæða bjart- sýninnar sem fyrir fáum misserum fékk menn til þess að trúa því, rétt eins- og um síðustu aldamót, að landamæri væm tilbúningur og að siðmenningin hefði svör við öllum spumingum. Þýskir nasistar. Drápu útlendinga í þrettán borgum um gervallt Þýskaland árið 1993.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.