Alþýðublaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. desember 1992
5
nægjandi, ef farið hefði verið að
hugmyndum aðila vinnumarkaðar-
ins.
Að mati Þjóðhagsstofnunar voru að-
gerðir ríkisstjómarinnar í sinni endan-
legu mynd mun hagstæðari varðandi
afkomu sjávarútvegsins, afkomu ríkis-
sjóðs, samdrátt þjóðarútgjalda og
lækkun viðskiptahalla. Verðlagsáhrif
aðgerða ríkisstjómarinnar em hins veg-
ar talsvert meiri en hugmynda aðila
vinnumarkaðarins. Þannig metur Þjóð-
hagsstofnun verðbólgu milli áranna
1992 og 1993 upp á 4,5% (borið saman
við 0,5% skv. hugmyndum ASÍ/VSÍ).
Mikil óvissa ríkir hins vegar um þessar
verðlagsspár. Þannig telur VSI að
verðbólga verði einungis 3% á næsta
ári. Gangi sú spá eftir verður verðbólg-
an ekki meiri hér á landi en víðast ann-
ars staðar. Jafnvel þótt spá Þjóðhags-
stofnunar reynist nær sanni verður að
telja slíka verðbólgu ásættanlega mið-
að við aðstæður og horfur í þjóðarbú-
skapnum.
Töluverð tekjujöfhun felst í efna-
hagsaðgerðum ríkisstjómarinnar. Að
mati Þjóðhagsstofnunar fela aðgerðir
ríkisstjómarinnar í sér að ráðstöfunar-
tekjur tekjuhærri heimila skerðist um
a.m.k. 5%, meðan tekjulægstu heimilin
þurfa að taka á sig mjög litla skerðingu
vegna aðgerðanna. A hinn bóginn leið-
ir lækkun á gengi krónunnar auðvitað
hlutfallslega til sömu skerðingar kaup-
máttar allra að því marki sem hún kem-
ur fram í aukinni verðbólgu, sem þó
verður væntanlega tímabundin.
Helsti munurinn á hugmyndum aðila
vinnumarkaðarins og aðgerðum ríkis-
stjómarinnar, fyrir utan gengisaðlög-
unina, fólst í tillögunni um 15% vaxta-
skatt á almennan spamað heimilanna,
án nokkurs frítekjumarks og án þess að
skattleggja vaxtatekjur lífeyrissjóð-
anna. Þessi tillaga var út af fyrir sig
framkvæmanleg án viðamikils undir-
búnings. Hins vegar hefði hún kallað á
vaxtahækkun og dregið úr spamaði, en
hann er minni hér en víðast hvar í
grannlöndum. Þessi tillaga hefði því
unnið gegn meginmarkmiðinu um
frekari vaxtalækkun sem aðilar vinnu-
markaðarins sjálfir lögðu höfuðáherslu
á.
6.
Af framansögðu má ljóst vera að
samráðið við aðila vinnumarkaðarins
hafði mjög mótandi áhrif á endanlegar
niðurstöður ríkisstjómarinnar varðandi
efnahagsaðgerðimar.
* Fyrsta krafan var afnám aðstöðu-
gjaldsins. Við henni var orðið.
* Onnur krafa var lækkun vaxta og
þá sérstaklega lækkun bindi-
skyldu og dráttarvaxta. Við því
var orðið.
* Vaxtaskatti sem hefði gengið
gegn þvf markmiði var hins vegar
hafnað.
* Krafa var gerð um sérstakan há-
tekjuskatt. Við því var orðið.
* Kröfur vora settar fram um aukna
fjármuni til rannsóknastarfsemi,
vöruþróunar og markaðssetn-
ingar og til arðbærra nýfram-
kvæmda (vegaframkvæmdir). Við
því var orðið, þótt í minna mæli
væri en óskalistar voru um.
* í hugmyndum aðila vinnumarkað-
arins fólst viðurkenning á nauðsyn
hækkunar á bensíngjöldum og
virðisaukaskatti, eins og niður-
staðan varð.
* Krafa var sett fram um hækkun á
reiknuðum viðmiðunarlaunum
sjálfstæðra atvinnurekenda og um
hert skattaeftirlit. Á hvort tveggja
var fallist.
Ríkisstjómin hefur því ekki gefið
neitt tilefni til jieirra stóra orða, sem
fallið hafa í hita leiksins, um að ekkert
tillit haft verið tekið til hugmynda og
tillagna vinnumarkaðarins. Það er
ósatt. Þeir menn sem það fullyrða hafa
fengið sjónskekkju af því að rýna í
málið gegnum gleraugu stjómarand-
stöðunnar. Það eru sjónhverfingar sem
ábyrgir forystumenn launþega geta
ekki leyft sér þegar þeir standa frammi
fyrir alvöra lífsins við ríkjandi aðstæð-
ur í atvinnumálum okkar.
Að öllu samanlögðu era efnahagsað-
gerðir ríkisstjómarinnar hæfileg blanda
við ríkjandi aðstæður og horfur í okkar
þjóðarbúskap. Það hefði ekki sam-
rýmst skynsamlegum efnahagsmark-
miðum til lengri tíma litið að færa
meira fé frá heimilum til fyrirtækja en
gert var. Ljóst er að aðgerðimar nægðu
ekki til að lækka rekstrarkostnað fýrir-
tækja eftir að gengisfellingarhrinan á
gjaldeyrismörkuðum Evrópu var af-
staðin. Því varð ekki hjá því komist að
lækka gengi krónunnar til að mæta
hluta vandans. Gengisbreytingunni var
hins vegar haldið í lágmarki til þess að
verja stöðugleika í þjóðarbúskapnum.
Stöðugleikinn varð það meginmark-
mið sem allir aðilar, ríkisstjómin og
aðilar vinnumarkaðarins vora fullkom-
lega sammála að standa vörð um.
7.
Það væri synd að segja að vinnu-
brögð stjómarandstöðunnar á Alþingi
fslendinga að undanfömu endurspegli
djúpa alvöra frammi fýrir þeim við-
fangsefnum, sem þjóðin hefur við að
glíma. Málþófið gegn EES-samningn-
um er ekki lengur bara innanlandspólit-
ískt hneyksli heldur er það til þess fall-
ið að grafa undan trausti og trúverðug-
leika Islendinga á alþjóðasamstarfi.
EES-samningurinn er vissulega stórt
og viðamikið mál og hann er það með
nákvæmlega sama hætti fyrir alla
samningsaðila. Á Alþingi Islendinga
hefur það tekið allan tímann frá 20. ág-
úst sl. og fram yfir áramót að ljúka
fyrstu umræðu og hefja aðra umræðu.
63 íslenskir þingmenn hafa tekið lengri
tíma í umræðuna en 1500 þingmenn á
þjóðþingum hinna EFTA-ríkjanna,
sem hafa þó lokið málinu.
Meðalræðutími á þingmann á Al-
þingi er 1 klst. og 20 mínútur. Formenn
stjómmálaflokkanna á norska stórþing-
inu þ.m.t. forsætis- og utanríkisvið-
skiptaráðherra létu sér nægja 15 mínút-
ur hver. Til þess að tefja málið hafa
verið haldnar á annað hundrað ræður
um þingsköp. Utanríkismálanefnd hef-
ur fjallað um málið á u.þ.b. 90 fundum
og fagnefndir þingsins hafa fjallað um
einstök mál og fylgifrumvörp á tugum
funda, sem hvort tveggja er af hinu
góða. Auk þess hafa tvö framvörp og
ein þingsályktunartillaga um þjóðarat-
kvæði, sem flutt vora í tengslum við
EES- samninginn, tekið mikinn tíma.
Til samanburðar má nefna að í Aust-
urríki kom samningurinn þrisvar sinn-
um til umfjöllunar í utanríkismála-
nefnd og stóð hver fundur í tvo tíma. í
þjóðþinginu var samningurinn tekinn
fyrir einu sinni og stóð sú umfjöllun í
átta tíma. I Noregi var EES-samning-
urinn lagður fyrir þingið í maí og af-
greiddur beint til utanríkismálanefndar.
Utanríkismálanefnd norska Stórþings-
ins fjallaði um málið á 31 fundi. Þing-
umfjöllun lauk með tveggja daga um-
ræðu íþinginu í október.
I Svíþjóð vora álit hagsmunaaðila
fyrst tekin fyrir og tók sú umfjöllun
einn og hálfan tíma á tveimur fundum.
Umræðan sjálf um staðfestingu samn-
ingsins og atkvæðagreiðsla um hann
tók samtals tæpa þrettán tíma. í finnska
þinginu var samningurinn afgreiddur á
tveimur dögum í október.
Tölumar tala sínu máli um vinnu-
brögðin. EES-samningurinn er ekki
einasta stærsta mál þessa þings heldur
mikilvægasta atvinnumál þjóðarinnar á
þessum þrengingatímum. íslendingar
lifa á sölu sjávarafurða. Þær fara að
meiru en 3/4 hlutum á EES markað.
Sjávarútvegur okkar er í djúpri kreppu
vegna aflabrests og skuldabyrði. Hann
þarf nú á því að halda öllu öðra fremur
að gera meiri verðmæti úr minni afla.
EES samningurinn er tækifæri til þess.
En á meðan fiskverkakonumar kvíða
atvinnuleysinu heldur stjómarandstað-
an áffam að mala.
Seinkun gildistöku EES-samnings-
ins umfram það sem orðið er af völdum
Islendinga sjálfra, væri þungbærara
högg fyrir íslenskt atvinnulíf en það
fær undir risið eins og nú er komið. Við
eram að tapa á tíma. Áætlun Evrópu-
bandalagsríkjanna um sameiginlegan
innri markað þeirra gengur í gildi um
áramótin. EES-samningurinn snýst um
aðgang EFTA þjóðanna að þessu sam-
eiginlega markaðssvæði. Öli hin EFTA
ríkin hafa þegar staðfest samninginn og
þeim er ekkert að vanbúnaði að EES-
samningurinn taki gildi við fyrsta tæki-
færi. Island er eina EFTA þjóðin sem
situr eftir og á það á hættu að vera skil-
in eftir.
Hinar aðildarþjóðimar geta ekki tek-
ið þá áhættu að ganga á næstunni frá
samkomulagi um viðbótarbókun við
samninginn, vegna brottfalls Sviss,
sem leggja verður til staðfestingar fyrir
öll þjóðþingin á ný, ef ekki er ljóst að
ísland hefur samþykkt samninginn.
Aðrar EFTA-þjóðir fara ekki að ganga
í gegnum þann samninga- og staðfest-
ingarferil að nýju og sætta sig við enn
frekari tímatöf, með öllum þeim fóm-
arkostnaði sem því fylgir, - Island yrði
þá einfaldlega skilið eftir.
8.
Hin EFTA ríkin eiga þar að auki
annarra kosta völ ef EES-samningur-
inn tekur ekki gildi. Þau hafa öll lagt
fram aðildarumsóknir. Danmörk tekur
við forsæti ráðherraráðs EB 1. jan. n.k.
og Danir hafa lýst þeim vilja sínum að
hraða eftir föngum samningum sínum
um aðild EFTA-ríkjanna. Dragist gild-
istaka EES-samningsins von úr viti á
sama tíma og aðildarsamningum verð-
ur hraðað, kemur að því að EB-ríkin
missa áhuga sinn á EES-samningnum.
Þau munu einfaldlega gefa aðildaram-
sóknum forgang.
íslendingar hafa útilokað aðildaram-
sókn. Þeir eiga því allt sitt undir því að
EES-samningurinn taki gildi hið allra
íýrsta. Dettur einhverjum í hug að
bandalagsþjóðir okkar taki í mál að
fóma þjóðarhagsmunum sínum af sér-
stakri tillitssemi við fáeina málaskæra-
liða á Alþingi Islendinga, sem skeyta
hvorki um skömm né heiður?
Klúðri Alþingi Islendinga þessu
stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar á
úrslitastundu er þarflaust að eyða tíma
og prentsvertu í að tíunda ávinning
þjóðarbúsins af þessum samningum.
En hitt mega menn vita, að það væri
ójafn leikur fyrir íslenskan sjávarútveg
að keppa við sjávarútveg Noregs, Dan-
merkur, Bretlands, Frakklands, Spánar
og o.s.frv. á þessu langmikilvægasta
markaðssvæði sínu, þar sem keppni-
nautamir nytu tollfrelsis og hindranar-
lauss aðgangs að markaði, en Islend-
ingar stæðu einir utan tollmúranna.
Hvert fiskvinnsluhús á Islandi yrði þá
að leita eftir sérstakri viðurkenningu
frá embættismönnum EB til að flytja út
á Evrópumarkað, vegna þess að gæða-
kröfur og staðlar okkar sjálfra væra
ekki viðurkenndir. Þar með ættum við
lífsafkomu okkar endanlega undir náð
kommisaranna í Brassel. Er þetta hin
„virka atvinnustef’na", sem málþófs-
meistarar stjómarandstöðunnar boða
þjóð sinni á krepputímum?
Hvaða tilgangi þjónar þessi leikara-
skapur þegar um mikilvægustu þjóðar-
hagsmuni er að tefla? Er svo illa komið
málum á Alþingi Islendinga, elsta
þjóðþingi í heimi, að þingið er ófært
um að útkljá mál, taka ákvarðanir inn-
an eðlilegra tímamarka? Er þingsköp-
um og fundarstjóm þannig háttað, að
minnihlutinn geti með málþófi svipt
meirihlutann rétti til afgreiðslu mála?
Er Alþingi Islendinga þá ekki lengur
löggjafarsamkoma heldur pólitískt
leikhús handa lýðskramurum?
Kannski er þetta sjónarspil sett á
svið til þess að reyna í lengstu lög að
breiða yfir þá staðreynd að þingflokk-
amir era að meira eða minna leyti
klofnir í afstöðu sinni til málsins. For-
ystumenn Framsóknar og Alþýðu-
bandalags hafa sumir hverjir algjörlega
söðlað um í þessu máli frá því þeir vora
í ríkisstjóm, af hentistefnu einni saman.
Kvennalistinn er klofinn í málinu. Al-
þýðuflokkurinn er eini stjómmála-
flokkurinnn, sem frá upphafi til enda
hefur staðið heill og óskiptur í þessu
máli, eins og klettur í haflnu.
9.
Þannig flokki er unnt að treysta fyrir
mikilvægum málum. Með starfi sínu f
fjóram ráðuneytum í ríkisstjóm á sjötta
ár hefur Alþýðuflokkurinn sýnt og
sannað að hann er trausts verður. Al-
þýðuflokkurinn stendur vörð um stöð-
ugleika og lága verðbólgu, sem er for-
senda framfara í landinu. Alþýðuflokk-
urinn er afkastamikill umbótaflokkur,
sem er ekki háður öðru en almanna-
hagsmunum. Verkin tala sínu máli:
Skattkerflsbyltingin; umbylting tolla-
kerfisins; staðgreiðslukerfi skatta; virð-
isaukaskattur í stað hins hripleka sölu-
skattskerfis; endalok harmkvælastefn-
unnar í húsnæðismálum; húsbréfakerfi
og kaupleiguíbúðir; róttækar breyting-
ar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga; byltingarkenndar breytingar á
högum fatlaðra; lagaákvæði um fiski-
stofnana sem sameign þjóðarinnar; af-
nám hafta og skömmtunar í gjaldeyris-
málum; frelsi í útflutningsviðskiptum;
opnun hagkerfisins fyrir erlendar fjár-
festingar; fastheldni á grundvallaratriði
farsællar utanríkisstefnu um samstarf
vestrænna ríkja á sviði viðskipta- og
vamarmála; sjálfstætt framkvæði á al-
þjóða vettvangi með virkum stuðningi
við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða;
EES-samningurinn og GATT samn-
ingar innan seilingar. Þetta era aðeins
örfá dæmi. Leiðum hugann að því hver
þau era, hin varanlegu umbótamál,
sem aðrir flokkar hafa komið heilum í
höfn, jafnvel eftir lengri stjómarsetu.
Þannig á Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar-
mannaflokkur íslands að vera: Róttæk-
ur umbótaflokkur sem lætur verkin tala
og hægt er að treysta.
Ég flyt öllum íslenskum jafnaðar-
mönnum baráttukveðjur með einlægri
þökk fyrir gott samstarf á liðnunt áram.
Islensku þjóðinni allri bið ég góðs
gengis á komandi ári.
Jón Baldvin Hannibalsson
fórmaður Alþýðuflokksins
Jafnaðarmannaflokks íslands