Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 2
£ Föstudagur 19. febrúar 1993 1.1 ÞHillBimm HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 F élagsmálabærinn Kópavogur Kópavogur er ungur bær á íslenskan mælikvarða, bær sem hefur byggst hratt upp. Hann hefur unnið sér sess sem félagsmálabær í hug- um landsmanna enda hafði Alþýðuflokkurinn um árabil forystu í þeim málum. Það er að sönnu dýrt að byggja upp heilt bæjarfélag á stuttum tíma og því óraunhæft að bera saman skuldastöðu bæjar í örum vexti og gamalgróinna staða þar sem stöðnun í fólksíjölgun ríkir. Meðan Al- þýðuflokkurinn var við völd í Kópavogi tókst hins vegar að halda skuldastöðu bæjarins innan eðlilegra marka. Skuldir Kópavogsbæjar hafa hins vegar hrannast upp eftir að núverandi meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks tók við. Það er þvert á það sem boðað var af Sjálfstæðisflokknum um langt árabil áður en sá flokkur komst til valda. Eftir síðustu bæjarstjómarkosningar kom upp sú staða að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk fimm menn kjöma í bæjarstjóm en þurfti sex fulltrúa til að mynda meirihluta í bæjarstjóm. Framsóknarflokkurinn álpaðist til að fá einn fulltrúa inn og var Sjálfstæðisflokkurinn fljótur að gleypa hann með húð og hári, eða réttara sagt, kaupa hann til fylgis við sig. Þrátt fyrir að framsóknarfulltrúinn hafi verið dubbaður upp í bæjar- stjóraembætti er það mál manna að hann sé ekkert annað en strengja- brúða í höndum sjálfstæðismanna sem ráða ferðinni í Kópavogi. Svo langt er gengið að framsóknarmönnum í Kópavogi er farið blöskra hvemig bæjarstjórinn lætur íhaldið stjóma sér. Þannig gengur hann jafhvel í berhögg við vilja og skoðanir eigin flokksmanna í þjónkun sinni við Sjálfstæðisflokkinn. Mikill hringlandaháttur hefur verið á sviði íþróttamála frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjóminni í Kópavogi. Fyrri meirihluti bæjarstjómar hafði gert um margt ágætan samning við ríkisvaldið um að byggja veglegt íþróttahús fyrir heimsmeistarkeppnina í handbolta í Kópavogi sem Sjálfstæðismenn köstuðu fyrir róða. Slíkur hringlanda- háttur hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á íþróttalíf í Kópavogi enda hefur árangur liðanna þar verið áberandi slakari en oft áður í hinum ýmsu íþróttagreinum. Til þess að íþróttir blómstri þarf að ríkja bjart- sýni sem og festa í stjóm slíks málaflokks af hendi sveitarfélaga. Það sama gildir reyndar um öll þau málasvið sem sveitarstjómir fást við. Engu að síður er Kópavogur blómlegur bær um margt. Hann hefur umfram annað ef til vill verið þekktur sem félagsmálabær. Þar hafa verið unnin ýmis brautryðjendastörf á sviði félagsmála. Alþýðuflokk- urinn var þar í forystu um árabil með öfluga málsvara á borð við Rann- veigu Guðmundsdóttur núverandi alþingismann og Guðmund Odds- son oddvita Alþýðuflokksins í Kópavogi. Það góða orðspor sem fór af Kópavogi leiddi meðal annars til þess að hann byggðist hraðar upp en aðrir bæir á landinu og hefur nú verið næststærsti bær landsins um all- nokkurt skeið. Það var ekki síst vegna öflugrar félagslegrar þjónustu sem ungt fólk laðaðist að bænum og ákvað að setja sig þar niður. Það er nú aðeins rúmlega ár í næstu sveitarstjómarkosningar. Þar munu störf núverandi meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar- manns verða lögð undir dóm kjósenda. Eins og sjálfstæðismenn hafa efnt sitt helsta kosningamál, að tvöfalda skuldir bæjarfélagsins í stað þess að lækka þær, er ekki líklegt að bæjarbúar veiti þeim áframhald- andi brautargengi. Það er helst að utanaðkomandi kraftaverk gæti bætt úr þeirri erfiðu skuldastöðu sem bærinn á nú við að etja. Það verða því ærin verkefni að vinna fyrir þá sem taka við stjóm kaupstaðarins eftir rúmt ár. Alþýðuflokkurinn í Kópavogi hefur sýnt það og sannað í gegnum árin við stjómvölinn í Kópavogi að hann er flokkur kraftmik- illar uppbyggingar en jafnframt gætinn í fjármálum. PALLBORÐIÐ Að humma framaf sér stríð Hrafn Jökulsson skrifar Ifyrradag söfnuðust á fjórða þúsund manns saman á Austurvelli og humm- uðu saman í rigningunni ameríska sálminn Amazing Grace. Tilgangurinn með humminu var að mót- mæla ofbeldi gegn konum og bömum í Bosníu-Herzegóvinu. Otal kvennasamtök stóðu að fundinum og í fundarboði voru eingöngu konur hvattar til að mæta. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók við mót- mælabréfi sem hann lofaði að koma á fram- færi. Síðan skundaði fólk í Dómkirkjuna og sameinaðist í bæn. Allt var þetta semsagt gott og blessað. Areiðanlega hefur flestum sem þama vom liðið fjarska vel á effir, enda hreint ekki allir sem leggja á sig að standa og humma í rigningu útaf konum og bömum lengst suðrí Evrópu. Og þegar sjónvarpsstöðvamar sýndu um kvöldið myndir af deyjandi fólki í Sarajevo hefur farið Ijúfsár hrollur um fundarmenn - enda gátu þeir hugsað til þess með velþókn- un að þeir hefðu nú lagt sitt af mörkum til að stöðva blóðbaðið. Hummið á Austurvelli var langþráð frið- þæging við ónotalegum spumingum. I Bosníu-Herzegóvinu er búið að slátra um 200.000 manns. Meira en tvær milljón- ir em á vergangi. Hundmð þúsunda em í herkví; án matar, vams, húshitunar, raf- magns. Enginn veit hve margir em í fanga- búðum þarsem ffam fara kerfisbundnar pyntingar, nauðganir og morð. Allt þetta hefur Evrópa vitað í tíu mán- uði. Komist menn á annað borð að þeirri nið- urstöðu - sem því miður er alls ekki sjálf- sagt - að stríðið í Júgóslavíu heitínni komi þeim við, er eðlilegt að þeir spyiji: Hvað getum við gert? Hvað geta íslendingar gert? Þessum spumingum svömðu nokkur þúsund manns á miðvikudaginn. Með hummi. Ég kom tíl Jesú sár af synd íslenski textínn við Amazing Grace hefst á þessum fleygu orðum: Ég kom tíl Jesú sár af synd... Fólkinu á Austurvelli fannst áreiðanlega - einsog svo mörgum Evrópubúum - að „Áreiðanlega hefurflestum sem þama vom liðiðfjarska vel á eftir, enda hreint ekki allir sem leggja á sig að standa og humma í rigningu útafkonum og bömum lengst suðrí Evrópu. Og þegar sjónvarpsstöðvamar sýndu um kvöldið myndir afdeyjandifólki í Sarajevo hefurfarið Ijúfsár hrollur um fundarmenn - enda gátu þeir hugsað til þess með velþóknun að þeir hefðu nú lagt sitt afmörkum til að stöðva blóðbaðið“ það bæri einhveija óskýranlega ábyrgð á helfór bosnísku þjóðarinnar. Sinnuleysi umheimsins gagnvart vitfirringunni þjakar samvisku þeirra sem finnst á einhvem hátt að örlög annars fólks í öðmm löndum komi þeim við. Þessvegna fór næsta vel á því að hummaramir kæmu til Jesú sárir af synd. Og fengju langþráða syndaaflausn hjá Auði Eir í Dómkirkjunni. Eru karlar réttdræpir? „Við mótmælum allar!“ sagði konan sem afhenti Davíð hið sameiginlega afláts- bréf fundarins. Hveiju var mótmælt? Jú, ofsóknum á hendur konum og böm- um. Nauðgunum á konum og bömum. Pyntíngum á konum og bömum. Morðum á konum og bömum. I fullri vinsemd og virðingu: Láta íslensk kvennasamtök sig engu varða þótt lífið sé murkað úr körlum? Em þeir réttdræpar skepnur? Afhveiju máttí ekki sýna sam- stöðu með bosnísku þjóðinni í heild? Sam- rýmist það kannski ekki margfrægum ,/eynsluheimi kvenna“ að fordæma þegar saklausir heimilisfeður em leiddir til slátr- unar, tugþúsundum saman? Svar óskast. Þá grét þingheimur I hópi mótmælenda vom flestir alþingis- manna okkar. Þeir stóðu með alvömsvip og hummuðu meðan regnið seytlaði niður kinnamar. Það var greinilega dagskipun á Alþingi til þingmannanna að fara út á meðal fjöld- ans og mótmæla allir. í ljósi þess að Alþingi hefur sýnt lítinn eða engan áhuga á högum Bosníumanna rímuðu þessir valinkunnu heiðursmenn raunalega illa við ímyndina af boðbemm friðar og réttlætis. Alþingi hefur nefhilega ekki gert nokkum skapaðan hlut. Jú! Slobodan Serbíuforseti fékk nýlega bréf frá þorra þingmanna þarsem þeir mót- mæltu ofsóknum á hendur konum og böm- um. Slobo hefur ábyggilega farið í panik. Og nú á hann von á öðm bréfi. Stríðinu hlýtur að Ijúka snarlega. Humm... En ef stríðinu lýkur nú ekki og íslend- ingar hafa áfram áhuga á högum fólks í öðr- um löndum? Það er náttúrlega sjálfsagt að þeir hummi dálítið sem finna ekkert betra við líf sitt að gera. Þannig getum við hummað þetta stríð framaf okkur; þannig getum við hummað allar þjáningar heimsins framaf okkur. Vonandi komast samt einhveijir að þeirri niðurstöðu að við getum hjálpað fólk- inu í Bosníu með öðm en aumkunarverðu hummi. Fáeinar spumingar að lokum: Hafa Islendingar tekið við einhveijum flóttamönnum frá Bosníu-Herzegóvinu? Hvemig höfum við hjálpað munaðar- lausum bömum í Bosníu? Hversu mikið höfum við lagt af mörkum til hjálparstarfs? Hvemig hafa íslensk stjómvöld tekið á stríðinu á vettvangi NATO, Norðurlanda- ráðs og Sameinuðu þjóðanna? Svör: Humm, humm, humm og humm. Hrafn Jökulsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.