Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 14
Föstudagur 19. febrúar 1993 Kaupir snyrtivörudeild Bylgjunnar Úr Austur- stræti í Hamra- borgina „Ég kem úr pínulftilli skonsu í gamla Isafoldarhúsinu við Austurstræti, þar sem ég rak Isadóru, í þetta stóra og glæsilega húsnæði. Það liggur við að maður fái víð- áttubrjálæði, þú veist“, sagði Sóley Stefánsdóttir og hló við, þegar blaðamaður Al- þýðublaðsins hitti hana að máli í gær í snyrtivöruversluninni Bylgjunni í Hamra- borg. Sóley keypti þessa vinsælu verslun, einu snyrtivörubúð næststærsta kaup- staðar landins, í byrjun mánaðarins. Bylgjan er rúmgóð og glæsileg verslun, sem Heiða Ármannsdóttir á heiðurinn af að hafa komið á fót og rekið af dugnaði um árabil. Heiða hef- ur líka selt hárgreiðslustofu sína til Guðrúnar Johansen, sem tekur til starfa allra næstu daga. „Ég mun reka verslunina með svip- uðu sniði og verið hefur, enda hefur það form orðið vinsælt meðal bæjarbúa og fjölda annarra sem hingað hafa sótf‘, sagði Sóley. í Bylgjunni er óvanalega breið og góð lína af snyrtivörum, ekki bara kvenna, heldur líka fyrir karlpeninginn. ,JEg er satt best að segja yfir mig feg- in að vera komin í Kópavoginn til að versla, það er nú mín heimabyggð og þar líður mér alltaf best“, sagði Sóley í stuttu rabbi við blaðið. I Hamraborg er miðbær Kópavogs, verslana- og þjónustuhverfi með 50-60 verslanir, skrifstofur og þjónustufyrir- tæki af ýmsu tagi. Kaupmenn í Kópa- vogi hafa kvartað nokkuð yfir að heimamenn fari í aðra bæi að gera inn- kaupin. Hinsvegar segja þeir að al- gengt sé að Breiðholtsbúar renni gegn- um Kópavog og Hamraborg á heim- leiðinni og geri þar ýmis innkaup. Verslanir í Hamraborg eru langflestar gamalgrónar og hugsa ekki til hreyf- ings. Utboð Breiðholtsbraut, Elliðavatnsvegur - Jaðarsel Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu um 2ja km kafla á Breiöholtsbraut milli Elliöavatnsvegar og Jaðarsels. Helstu magntölur: Fylling og burðarlög 78.000 m3, skering í laus jarðlög 57.000 m3, skering í berg VEGAGERÐIN 13.000 m3, malbik 23.000 m2, umferöareyjar 1.700 m2 og steinsteypa 170 m3. Verki skal lokið 10. sep- tember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og meö 22. febrúar nk. Skila skal tilboöum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 8. mars 1993. Vegamálastjóri undir mynd// Sóley Stefánsdóttir, til vinstri á myndinni, ásamt Heiðu Ármannsdóttur, sem stofnaði snyrtivörudeild Bylgj- unnar á sínum tíma, en hefur nú selt Sóleyju reksturinn. -A-mynd E.ÓI. ✓ Maríus Arthursson, Fiskbúðinni Alfhólsvegi 32 Maríus Arthursson hefur nú stundað fisksölu að Álfhólsvegi 32 í 23 ár. Hann segir að nokkuð mikil breyting hafi átt sér stað í fisksölu á þessum tíma. Hins vegar er það alltaf þó nokkuð stór hópur sem vill kaupa sinn fisk hjá fisksalanum, ferskan og nýjan, og velja sér sinn fisk sjálfur. jrað sætti sig nefnilega ekki allir við að kaupa fisk sem pakkavöru í stórmörkuðum. Maríus segir að fiskmarkaðimir hafa breytt talsvert miklu fyrir fisksala. Nú geti þeir gengið að fiski á uppboðum markaðanna en áður þurfti oft að hend- ast langar leiðir til að ná í góðan ftsk. Hann segir að með því hafi fiskverð eitthvað hækkað en hann kaupi líka að- eins það besta sem á mörkuðunum er hverju sinni. í vetur hafi til dæmis oft verið skortur á fiski og því verðið í hærri kantinum. Maríus kemur frá Akranesi en flutti til höfuðborgarinnar árið 1968 og rúm- lega 10 árum síðar flutti hann í Kópa- voginn. Fljótlega eftir að hann kom suður keypti hann fiskbúðina við Álf- hólsveg en þar hefur nú verið rekin ftskbúð í 35-40 ár. Þeim fer fækkandi litlu búðunum sem starfað hafa svo lengi en Kópa- vogsbúar hafa getið gengið að fisksal- anum sínum vísum við Álfhólsveginn allan þennan tíma. MARÍUS, - fisksalinn sem ævinlega er að finna á sínum stað. A- mynd E.Ól. AÐGERÐIR GEGN ATVINNULEYSI ! OPINN FUNDUR HAFNARFJÖRÐUR Samband ungra jafnaðarmanna boðar til opins fundar næstkomandi laugardag (20. febrúar) klukkan 14:00. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. ALLIR • VELKOMNIR Framsögumenn: Fundarstjóri: Guðmundur Ami Stefánsson - bæjarstjóri í Hafnarfirði Bjamfreður Ármannsson - formaður samtaka um skynsamlega nýtingu fiskveiðilögsögu Magnús Árni Magnússon - varafor- maður Sambands ungra jafnaðarmanna Félag frjálslyndra jafnaðarmanna Aöalfundur í Rósinni fimmtudagskvöldið 25. febrúar nk. kl. 20.30 - 23.30 í Rósinni félagsmiðstöðu jafnaðarmanna, Hverfis- götu 8-10 Þann 25. febrúar nk. kl. 20.30 verður aðalfundur félags- ins. Á fundinum verða lagðir fram reikningar félagsins og skýrsla um starf sl. starfsárs. Síðan verður kosin ný stjórn. Að loknum aðalfundarstörfum munum við fá Össur Skarphéðinsson þingflokksformann til að ræða við okk- ur um ástand og horfur í stjórnarsamstarfinu, fá okkur kaffi og vonandi eiga ánægjulega stund saman. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.