Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 19. febrúar 1993 Ungir jafnaðarmenn Líflegt starfí Kópavogi Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi (FUJ-Kópavogi) var endurreist seint á síðastliðnu ári, nánar tiltekið þann 28. október. Haldinn var svokallaður „endurreisnaraðal- fundur“ með pompi og prakt, nýtt fólk kosið í stjórn og flunkuný lög samþykkt. Að aðalfundinum loknum voru herlúðrar þeyttir og boðað til ráðstefnu þetta sama kvöld. Ráðstefnan hafði yfirskriftina „ÍSLAND/KÓPAVOGUR - Færeyjahagfræðin í hávegum?“ Stefán Hrafn Hagalín formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri SUJ. Framsögu höfðu Jón Bald- vin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins, Jón Sig- urðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður, Guð- mundur Oddsson bæjarfulltrúi í Kópavogi og Sigurður Pétursson formaður Sambands ungra jafnað- armanna (SUJ). Ráðstefnugestir voru fjölmargir og kynslóðabilið var fullkomlega brúað því dágóður hópur af eldri krötunum í bænum lét sjá sig. Kannski ekki að furða þótt mæting- in væri góð því langt var síðan jafn- margir „þungavigtarkratar" vom framsögumenn á einum og sama fundinum í Kópavogi - og þó víðar væri leitað. Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi er nokkurra ára gamalt. Einhverra hluta vegna hefur gengið treglega að halda uppi starfsemi þess mörg undanfarin ár. Undan- fama fjóra mánuði hefur verið unn- ið hörðum höndum við að snúa vöm í sókn og hefur það tekist allbæri- lega. Félagið er þegar orðið eitt af stærri aðildarfélögum Sambands ungra jafnaðannanna og ungir Kópavogsbúar famir að setja mark sitt á starfsemi þess. Ungir jafnaðar- menn úr Kópavogi eiga menn í háum embættum innan SUJ. Til dæmis er varaformaður SUJ Kópavogsbúi og fonnaður FUJ- Kópavogi er jafnframt fram- kvæmdastjóri SUJ. Einnig eigum við menn í fastanefndum SUJ, sam- bandsstjóm SUJ og flokksstjóm Al- þýðuflokksins. Tíðir fundir eru haldnir í stjóm fé- lagsins og einnig hafa verið haldin skemmtikvöld. Ungir jafnaðarmenn vom fjölmennir á 40. þingi SUJ sem haldið var í Munaðarnesi í nóvem- ber 1992. Reyndar vom Kópa- vogskratamir næstfjölmennasti hópurinn á eftir Reykvíkingunum. Fámenni úr Kópavoginum er greinilega liðin tíð. Innan félagsins eru starfræktar tvær málstofur. Annars vegar mál- stofa um menningar og menntamál og hins vegar málstoi'a um bæjar- og landsmál. Unnið er nú að útgáfu blaðs sem dreift verður á öll heimili í Kópavogi og freka i indvinningar eru fyrirhugaðir en . agn af þeim verður að bíða Ix íma. Eitt er víst: Félag ungra aaðarmanna í Kópavogi er komi að vera! Ahugasamir ei attir til að hafa samband við skrifstofu SUJ -sími 29244 (Stefán Hrafn). „FÉLAG UNGRA JAFNAÐARMANNA í KÓPA- VOGI HVETUR IANDSMENN TIL AÐ STILLA Á SJÓNVARPSSTÖÐINA SÝN OG FYLGJAST MEÐ HÁTTALAGI ÞINGMANNA STJÓRNARAND- STÖÐUNNAR!" Skjáauglýsing sem birtist oft á skjánum í janúar síðastliðnum í tiiefni af ótrúlegri skrumskælingu [Dingmanna sfjórnarandstöðunnar á lýðræð- inu.Herferð FUJ-Kópavogi gegn þessu lýðræðisof- beldi heppnaðist vel og vakti mikla athygli. Vinstra megin er varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna - Magnús Árni Magnússon og við hlið hans stcndur Sigurður Pctursson formaður sambandsins. Magnús Árni er stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Tekið á „ÍSLAND / FÆREYJAR - Færeyjahagfræðin í hávegum?“, ráðstefnu sem Fé- lag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi hélt að loknum endurreisnaraðalfundi sínum 28. október 1992. Jón Baldvin Hannibalsson í ræðustól. Við hlið hans situr fundarstjórinn Magnús Árni Magnússon. STJORN FELAGS UNGRA JAFNAÐAR- MANNA í KÓPAVOGI Stefán Hrafn Hagalín ('71 j - formaður Hreinn Jónsson ('73) - varaformaður Jón Einar Sverrisson ('76) - ritari Einar Jóhannes Ingason ('76) - gjaldkeri Asmundur Guðmundsson ('67) - ritstjóri málgagna Sævar Guðni Sævarsson ('73) - meðstjórnandi Vilberg Friðrik Olafsson ('68) - meðstjórnandi Magnús Arni Magnússon ('68) - forseti málstofu um bæjar- og landsmál Guðmundur Gísli Ingólfsson ('76) - varaforseti málstofu um bæjar- og landsmál Hreinn Hreinsson ('68) - forseti málstofu um menningar- og menntamál Hreinn Jónsson ('73) -varaforseti málstofu um menningar-og menntamál

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.