Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. febrúar 1993 15 / 7» Atburðir dagsins 1855 Óeirðir í Liverpool á Englandi. 1861 Alexander Rússakeisari afnemur bændaánauð. Þriðjungur íbúa Rússlands, 20 milljónir, var hnepptur í fjötra þrældómsins. Nú geta menn keypt sér frelsi, þökk sé Alexander. Eina meinið er, að sárafáir hafa ráð á því. 1897 Charles Blondin deyr; Frakki sem vann sér til frægðar að ganga á línu yfir Niagarafossa. 1914 Breski landkönnuðurinn Campell Besley tilkyn- nir í New York að hann hafi fundið fomar borgir Inka. 1921 Fyrsta „farsæla" þyrluflugið. Frakkanum Etienne Óehmichen tekst að koma þyrlu í loftið; áður höfðu margir reynt án árangurs. Vélin er aðeins 100 kíló, knúin af 25 hestafla vél. Flugkappinn verður að vísu að játa að þótt vel gangi að koma rellunni í loftið gegni öðru máli þegar kemur að því að stýra henni. Nýi undragripurinn er ennþá helstil sjálfráður um stef- nuna í háloftunum. 1937 ítalskar hersveitir fara ránshendi um Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. 1942 Japanski flugherinn gerir árásir á borgina Darwin í Ástralíu. 1951 André Gide deyr; franskt Nóbelsverðlaunaskáld. 1959 Bretar, Grikkir og Tyrkir ábyrgjast sjálfstæði Kýpur. 1991 Tveir valdamestu menn Sovétríkjanna deila. Boris Jeltsin forseti Rússlands ásakar Mikael Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna um að hafa breytt landinu í einræðisríki, til að tryggja sér alger völd. Afmœlisbörn dagsins Nikulás Kopemikus 1473: pólskur stjamfræðingur sem breytti heimsmyndinni; sannaði svo ekki varð um villst að jörðin snýst um sólu, en ekki öfugt. Merle Oberon 1911: bresk kvikmyndaleikkona, lék meðal annars í The Scarlet Pimpemel og Wuthering Heights. Carson McCullers 1917: bandarískur rithöfundur, skrifaði meðal annars The Heart is a Lonely Hunter og The Ballad of the Sad Cafe. Lee Marvin 1924: bandarískur kvikmyndaleikari, kun- nastur fyrir túlkun á harðsoðnum töffumm. 20. Atburðir dagsins 1437 Jóhann I Skotakonungur myrtur í rúminu af hópi aðalsmanna undir stjóm Sir Roberts Grahams. Samsærismennimir ætluðu að koma skjólstæðingi sínum í hásætið en þeim varð ekki að ósk sinni: sonur Jóhanns tekur við ríkinu. Hinn sálaði konungur lifði tímana tvenna og þrenna. Ungur fór hann í útlegð til Frakklands en féll síðar í hendur Breta sem héldu honum föngnum í 18 ár. Meðan á fangavistinni stóð gekk hann eigi að síður í hjónaband: kvæntist frænku Hinriks V Bretakonungs, Joan. Jóhann varð konungur árið 1424 og byrjaði á því að hreinsa ærlega til í röðum aðalsmanna til að tryggja veldi sitt. Jóhann I Skotakonungur var 42 ára þegar hann var lagður rýtingum í rúminu. 1513 Júlíus II páfi deyr, vemdari Michelangelo og Rafaels. 1653 Hollenski flotinn sigraðuraf Bretum, undirstjóm Roberts Blake aðmírals. 1677 Benedict Spinoza deyr; einn umdeildasti heim- spekingur sinnar tíðar. 1811 Austurríki lýsir sig gjaldþrota. 1985 írar geta í fyrsta skipti keypt gemaðarverjur. 1988 500 farast í flóðum Rio de Janeiro; 10.000 missa heimili sín. Afmœlisbörn dagsins Voltaire 1694: franskur heimspekingur, rithöfundur og fræðimaður; ódrepandi baráttumaður gegn heim- sku, fáfræði og óréttlæti. Marie Rambert 1888: bresk ballerína sem stofnaði eigin dansflokk sem mikið orð fór af. Robert Altman 1925: bandarískur kvikmyndaleik- stjóri, sló í gegn með kvikmyndinni M*A*S*H; og var í fyrradag tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina The Player. Sidney Poitier 1927: bandarískur kvikmyndaleikari, fýrsti þeldökki leikarinn sem vann til Óskarsverðlauna. Jimmy Greaves 1940: bresk fótboltastjama, gerði garðinn meðal annars frægan með Úlfunum þegar þeir vom uppá sitt besta. 2/. éia’i Atburðir dagsins 1673 Um miðja nótt er franska leikskáldinu Moliére komið fyrir undir grænni torfu, án nokkurs tilstands: prestur var ekki einu sinni fenginn til að veita honum hinstu blessun. Moliére, frægasta léikskáld sinnar tíðar, dó á sviðinu fyrir fjómm dögum. Hann var eftir- læti sólkonungsins Lúðvíks XIV: hvöss hæðni hans og nístandi húmor öfluðu honum hinsvegar margra voldugra óvildarmanna; þeir komu í veg fyrir að skáldinu væri nokkur sómi sýndur. 1858 Fyrsta rafknúna þjófavamakerfið er sett upp af Edwin Holmes í Boston. 1952 Kvikmyndastjaman Elizabeth Taylor gengur að eiga milljónamæringinn Conrad Hilton yngra; hóteleiganda einsog nafnið bendir til. 1960 Fidel Castro þjóðnýtir allan einkarekstur á Kúbu. 1965 Malcolm X, múslímskur blökkumannaleiðtogi í Bandaríkjununt, er skotinn til bana í New York. Malcolm boðaði lengstaf ofbeldi í boðskap sínum en eftir að hann snerist til múhameðstrúar í kjölfar pfla- grímsferðar til Mekka gerðist hann meiri vinur friðar og bjartsýni. Hann var alinn upp við ofbeldi og fátækt, sat sex ár í fangelsi og kynntist þar verkum blökku- mannsins og múslímans Elijah Muhammad. Nýlega hefur verið gerð kvikmynd um ævi Malcolms. 1972 Nixon Bandaríkjaforseti heimsækir Kína í sögulegri ferð. 1986 Japaninn Shigechiyo Izumi, elsti maður heims deyr; 120 ára að aldri. 1989 Tékkneska skáldinu Vaclav Havel stungið í fan- gelsi fyrir að hvetja til andófs; Havel er nú forseti Tékkneska lýðveldisins. Afmælisbörn dagsins Antonio Lopez de Santa Anna 1794: uppreisnarmaður í Mexíkó sem frelsaði landa sína undan áþján Spánverja; en varð sjálfur harðsvíraður einræðisherra áárunum 1839 til 1845. Leo Delibes 1836: franskt tónskáld. August van Wasserman 1866: þýskur sýklafræðingur sem uppgötvaði próf við sýfilis. W.H. Auden 1907: ensk-bandarískt skáld; fslandsvin- ur með meiru. Prófdómari vegna afleysinga sumarið 1993 Verksvið: Fræðileg próf og verkleg próf á bifreið, létt bifhjól og bif- hjól í Reykjavík og e.t.v. víðar. Kröfur: Réttindi til aksturs bifreiða og bifhjóla áskilin, reynsla í akstri og meðferð bifhjóla æskileg, meirapróf og ökukennararéttindi æskileg. Starfstími 1. maí - 31. ágúst eða eftir samkomulagi. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar veitir Ingólfur Á. Jóhannesson, deildarstjóri ökunámsdeildar, sími 622000. Umsóknarfrestur er til 5. mars nk. Sendist Umferðarráði, ökunámsdeild, 150 Reykjavík. yUIVIFERÐAR RAÐ SKULAGATA 20 LÓÐ TIL SÖLU Reykjavíkurborg auglýsir til sölu lóðina Skúlagötu 20. Söluskilmálar sem m.a. veita upplýsingar um byggingar- magn, tilboösfrest o.fl. eru á skrifstofu borgarstjóra. Ráöhúsinu, 2. hæö. Borgarstjórinn í Reykjavík EYFIRÐINGAR ATHUGIÐ Opiö hús mánudaginn 22. febrúar í Gránufélags- götu 4 (JMJ-húsinu), kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. - Kaffiveitingar. Stjórn Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar /----------------------------------------------------------Á Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dval- ar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðu- neytið og Seðlabanki Islands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Intemationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjómamefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjómar Cité Intemationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld sem ákveðin em af stjóm Cité Intemationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar sem þeir þarfnast. Þessi gjöld em lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Intemationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjómin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1993 til 31. júlí 1994. Skal stfla um- sóknir til stjómamefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsókn- um til stjómamefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna í Ráðhúsinu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endumýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 14. mars nk. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. V__________________________________________________________)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.