Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. febrúar 1993 5 Guðmundur Oddsson, bœjarfulltrúi skrifar HVAD ER AD GERAST í KÓPAVOGI ? Nú er rúmt ár í næstu bæjarstjómar- kosningar og þess vegna full ástæða til að velta fyrir sér hinni pólitísku stöðu hér í Kópavogi. I síðustu kosningunt vann Sjálfstæðisflokkurinn verulega á, en flokkurinn hafði þá verið í minni- hluta í 12 ár, og myndaði hann meiri- hluta eftir kosningar með Framsóknar- flokknum. Ymsum fannst það vera í litlu samhengi við úrslit kosninganna, þar sem Framsóknarflokkurinn hafði einungis einn bæjarfúlltrúa af 11, að sá flokkur fengi þá lykilstöðu í stjómsýsl- unni sem í raun var þvert á niðurstöður kosninganna. En svona er það nú í póli- tíkinni, að ekki er alltaf auðvelt að sjá fyrir hvemig málin þróast. Bæjarstjórinn keyptur Auðvitað verður að segja þá sögu eins og hún er, að Sjálfstæðisflokkur- inn taldi það sína einu von til að kom- ast í meirihluta hér í Kópavogi, að bjóða einhvetjum flokknum svo mikið að hann gæti ekki með nokkm móti neitað tilboðinu. Og það gekk eftir, því Framsóknarflokkurinn reyndist vera til sölu. Þeim eina bæjarfulltrúa sem flokkur- inn fékk hér í Kópavogi var boðið bæj- arstjórastarfið en auk þess átti flokkur- inn að fá menn í flestar nefndir bæjar- ins og að auki formanninn í helmingi nefndanna. Þetta var sannarlega rausn- arlegt boð og Framsóknarmenn urðu harla glaðir. Breytingar í stjórnsýslunni Fljótlega eftir að hinn nýi meirihluti tók við völdum var farið að huga að ýmsum breytingum á stjómsýslu bæj- arins. Þær vom kynntar á fyrstu mán- uðununt og áttu að mati bæjarstjóra að gera stjómkerfið skilvirkara, meðal annars með því að stytta boðleiðir milli aðila. Nú er búið að skoða flestar deild- ir nenta tæknideildina, en sú deild er nú undir smásjá meirihlutans. Ohætt er að fullyrða að sjálfstæðis- menn hafa haft þá meginstefnu í þess- um stjómkerfisbreytingum að draga stöðugt meir og meir úr valdi bæjar- stjóra. Þannig hafa þeir verið að ná öll- um völdum í meirihlutanum og Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri, hefur mátt upp- lifa þá köldu staðreynd, að sitt er nú hvað gæfa eða gjörvileiki. Þannig hafa framsóknarmenn smám saman verið að upplifa það að þau völd sem þeir töldu sig fá við myndum þessa meiri- hluta hafa ekki skilað þeim neinu öðm en niðurlægingu. Lítum á nokkrar staðreyndir Framsóknarflokkurinn fékk meðal annars formennsku í nokkmm mjög gildisþungum nefndum eins og félags- málaráði, íþróttaráði og umhverfisráði. f gegnum þessi ráð og ekki hvað síst með bæjarstjórann í flokknum hefði flokkurinn getað gert stóra hluti, sem að öllu jöfnu hefðu getað dugað honum vel í næstu kosningum. En hvað hefur skeð? Félagsmálaráð var á ámm áður afar valdamikil nefnd og uppbygging þess málaflokks þótti mjög til fyrirmyndar hér í Kópavogi. Undir forystu fram- sóknarmanna er nú búið að reyta af ráðinu ýmsar fjaðrir og víst er um það, að starfssvið ráðsins er gjörbreytt. Þannig hafa t.d. bæði unglinga- og dag- vistarmálin verið sett undir aðrar nefndir. Nú er félagsmálaráð nánast orðið „vandamálaráð" og nær alveg valdalaust. Iþróttaráð er önnur gildisþung nefnd undir stjóm Framsóknar, sem litlu hef- ur fengið áorkað. Einhver veginn hafa öll mál er snerta þennan málaflokk ým- ist lent í þvargi, töfum eða einhvers konar hremmingum. Frá þessu ráði, sem framsóknarmenn hafa stjómað sl. 3 ár, hefur ekkert nýtt komið. Ekki hef- ur verið byrjað á neinu nýju íþrótta- mannvirki á þessum tíma og eina af- rekið sem ráðið getur státað sig af er leigan á Digranesi til HK, sem þó var komið í umræðu á síðasta kjörtímabili. Eg satt best að segja nenni ekki að tí- unda þátt ráðsins í hinu svokallað HM- húsi. ..og niðurlægingin heldur áfram Arið 1986 var stofnað Umhverfisráð í Kópavogi. Stofnun þessa ráðs þótti bylting í þessum málaflokki. Þáverandi meirihluti Alþýðufiokks og Alþýðu- bandalags vildi með stofnun þessa ráðs draga rækilega fram mikilvægi um- hverfismálanna. Samhliða stofnun ráðsins var sett á stofn embætti Garð- yrkjustjóra hjá Kópavogsbæ. Kópa- vogur varð þannig fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að laga umhverfismálin að stofnun Umhverfisráðuneytis og setja þessi mál undir eina stjóm. Nú hafa fleiri málaflokkar verið sett- ir undir Umhverfisráðuneyti og því er eðlilegt að þessi mál séu endurskoðuð með tilliti til þess. Agreiningur hefur verið milli meirihlutaflokkanna um ný- skipan þessara mála og hefur Sigurður Geirdal bæjarstjóri lenti í andstöðu við sfna flokksmenn vegna þessa máls. Þungavigtarmenn í Framsóknar- flokknum hafa fullyrt, að bæjarstjóri hafi aldrei borið þessar breytingar und- ir sína flokksmenn. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri tæknideildar unnu þessar hugmyndir, en þær miða í stuttu máli að því að draga verulega úr vægi umhverfismálanna í stjómsýslunni. Þannig virðist manni sem þungamiðja þessara breytinga sé að leggja niður starf Garðyrkjustjóra og raunar garð- yrkjudeildina, en setja þessi mál aftur undir ýmsar deildir bæjarins. Haukur Ingibergsson, fomiaður um- hverfisráðs, hefur sett fram sínar prívat hugmyndir um skipan umhverfismál- anna, en ekki falla þær hugmyndir að vilja bæjarstjóra. Það er nú svo komið fyrir þessum eina bæjarfulltrúa framsóknarmanna hér í Kópavogi, að hann treystir sér ekki til að bera þær stjómsýslubreyt- ingar sem verið er að framkvæma, und- ir sína flokksmenn. Honum sýnist miklu gæfulegra að halla sér að Sjálf- stæðisflokknum, sem sl. þrjú ár hefur verið að tæta af honum öll völd. Dapurlegt hlutskipti Framsóknarflokkurinn hefur verið lengst allra flokka í meirihluta hér í Kópavogi, eftir að bærinn varð kaup- staður árið 1955. Hann hefur því haft mikil áhrif á flesta þætti hér í bænum. I gegnum tíðina hafa ýmsir mætir menn setið fyrir flokkinn í bæjarstjóm og hver um sig sett sitt mark á bæjarmálin. Það hlýtur því að vera dapurlegt hlut- skipti fyrir þessa menn að sjá hvemig flokkurinn er nú, undir forystu núver- andi bæjarstjóra, orðinn að viljalausu verkfæri í höndum Sjálfstæðisflokks- ins. Það hafa Framsóknarmenn hér í Kópavogi fengið að reyna á undan- fömurn þrem ámm, að hin gömlu sann- indi að „í upphafi skyldu ntenn endir- inn skoða“ hefðu þeir betur gert að sín- um, eftir síðustu kosningar. Það skyldi þó aldrei vera að embætti bæjarstjóra í Gallerí Borg, - frá vinstri Samúel Grvtvik, starfsmaður, Erna Flygcnring og Pétur Þór Gunnarsson. Eigendaskipti á Gallerí Borg Eigendaskipti urðu hjá Gallerí Borg um áramótin. Pétur Þór Gunnarsson, starfsmaður fyrirtækisins undanfarin 6 ár og hluthafi í því, keypti galleríið á- samt eiginkonu sinni, Ernu Flygenring. Með nýjum eigendum verða nokkrar breytingar í rekstrinum. Meiri áhersla verður lögð á kjallarann við Pósthússtræti en fyrr. Þar verða til sölu antíkhúsgögn og silfurmunir,_ ein- göngu fínni munir, t.d. mahóní-skatthol og gamalt og vandað silfur. Úlfar Þormóðsson, fyrmm blaðamaður, rak Gallerí Borg um margra ára skeið, en hverfur nú af þeim vettvangi. Ný atvinnutækifæri kvenna Kvennalistinn efnir til ráðstefnunnar Atvinnulíf framtíðar - áhrif kvenna á morgun, laugardag. Ráðstefnan verður í A-sal á Hótel Sögu og hefst kl. 10. Framsögukonur ræða stöðu kvenna á vinnumarkaði og velta fyrir sér fram- tíð íslensks atvinnulífs með hagsmuni kvenna að leiðarljósi. Ætlunin er að benda á þær leiðir sem konur vilja fara til að spoma við atvinnuleysi og skapa ný atvinnutækifæri. Danskar bókmenntir í Norræna húsinu Klukkan 16 á morgun, laugardag, mun Ib Michael, rithöfundur frá Dan- mörku, segja frá bókaútgáfu í heimalandi sínu í Norræna húsinu. Þá mun hann ræða urn eigin verk, en höfundurinn hefur mest dvalið utan Evrópu, meðal annars í Mið-Ameríku, Kfna, Tíbet og á Kyrrahafseyjum. Á sunnu- dag býður Norræna húsið upp á ókeypis kvikmyndasýningu fyrir eldri böm og fullorðna, kvikmyndina Skugginn af Emmu, mynd frá 1988 sem Sören Krag Jacobsen gerði. V-Evrópusambandið og íslenskir öryggishagsmunir Félögin Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu halda ráðstefnu á morgun, laugardag, á Hótel Sögu. Þar verður íjallað um Vestur-Evrópusam- bandið, en Island er nú virkur aukaaðili að sambandinu. Á ráðstefnunni flytja framsöguræður þeir Albert Jónsson, deildarstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Björn Bjarnason, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar, Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Þröstur Olafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ráðstefnan er opin öllum á- hugamönnum. Átthagasalurinn opnar kl. 12 en framsöguerindi hefjast að loknum hádegisverði. Nýir menn í toppstöðum hjá KEA Gylfi Þór Kristinsson hefúr verið ráðinn Vöruhússstjóri hjá KEA og er þegar tekinn til starfa. Gylfi var verslunarstjóri í stórmarkaði Kaupfélags Suðumesja, Samkaupum. Hann er þrítugur, rafvirki að mennt. Kona hans er Iris Jónsdóttir og eiga þau tvo syni. Jón Þór Gunnarsson hefur verið ráð- inn forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA. Hann hefur yfimmsjón með fiskvinnslu og útgerð á vegum félagsins. Jón Þór hefúr aðeins starfað í hálft ár hjá KEA og unnið að sérverkefnum á sviði sjávarútvegs. Hann var frarn- leiðslustjóri hjá íslenskum skinnaiðnaði 1988 til 1991 og síðan fram- kvæmdastjóri K. Jónsson og Co. þar til hann réðst til KEA. Jón Þór er 29 ára, kvæntur Birgittu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm. Jón Þór nam iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði við Alabama-háskóla. Rauðakrosskonur gefa tæki Rannsóknarstofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda og fmmulíffræði barst nýlega rausnarleg gjöf frá kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Um er að ræða tæki til að greina nákvæmlega röð basa í DNA kjamsým, en basamir mynda stafróf erfðavísanna. Tækið verður einkunt notað til rannsókna á erfðaþáttum brjóstakrabbameina. Rannsóknarstofan var sett á laggimar 1986 og hefur á stuttum tíma unnið markvisst og árang- ursríkt starf sem vakið hefur athygli á alþjóðavettvangi. Gjöf kvenna- deldarinnar auðveldar og flýtir vemlega rannsóknum á sviði bijósta- krabbameins og er því mjög kærkomin. Kvennadeildin aflar einkurn fjár með sölu vamings í verslunum á sjúkrahúsum og gefa allar konumar vinnu sína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.