Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. febrúar 1993 - glæsileiki, ljúfur söngur, gamansemi og litadýrð í frumsýn- ✓ s ingu Islensku Operunnar í kvöld Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir f hlutverkum sínum í Sardasfurstynjunni. fslenska Óperan frumsýnir í kvöld, - og það er ævinlega mikill viðburður í menningarlíftnu. Að þessu sinni verður slegið á létta strengi. Sardasfurstynjan, óperetta eftir Stein og Jenbach, með hinni vinsælu tónlist Ungverjans Emmerich Kálmán, er næsta viðfangs- efni Óperunnar. Sögusviðið eru hinar heitu og vina- legu heimsborgir, Vín og Búdapest snemma á þessari öld. Enda þótt heimsstyrjöld geisi, eru ógnir vígvall- anna fjarri glaðværum íbúunum. Að- allinn bregður ekki af vana sínum, þótt á fallanda fæti sé, dansar og skemmtir sér, og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. I Kabarettinum hefur haslað sér völl Sylva Varescu, Sardasfurstynjan sjálf, og vekur þar aðdáun og hrifningu. Upp hefst ástarævintýri með ungum fursta- syni. Meira þarf ekki að segja um sögu- þráðinn. Hann er laufléttur og kátur. í íslensku Óperunni hefur mikið ver- ið starfað undanfamar vikur og mánuði að æfingum og viðamiklum undirbún- ingi fyrir sýningar á Sardasfurstynj- unni. Þetta er dýr og mannmörg upp- færsla og áreiðanlega verður líf og fjör á sviði óperunnar á næstunni. Hér er um að ræða óperettu, eins og gamanóperur eru kallaðar. í óperettu fléttast saman mikil litadýrð, dans og talaður texti milli sunginna atriða. Óperettur áttu upphaf sitt í Frakklandi og urðu síðar vinsælar í Austurríki og fleirum löndum. Offenbach samdi óp- erur, og það gerði Valsakóngurinn Jó- hann-Strauss, yngri einnig. A þessari öld komu söngleikir í stað óperettanna, en engu að st'ður hafa hinar gömlu óperettur átt talsverðum vinsældum að fagna og eru oft settar á svið víða um heim. Þjóðleikhúsið sviðsetti verkið fyrri part árs 1964 og hét það Sardasfustinn- an í þýðingu Egils Bjamasonar. Hlaut óperettan miklar og almennar vinsæld- ir þá. Nú hefur verkið verið þýtt að nýju; leiktexta þýddi Flosi Ólafsson, en Þorsteinn Gylfason söngtexta. An efa hafa þýðendur breytt um áherslur, nafn óperettunnar er jafnvel ekki hið sama og fyrr. Óperan hefur fengið fleiri hæfa krafta til liðs við sig. Kjartan Ragnars- son gerði leikgerðina og er leikstjóri; hljómsveitarstjóri hljómsveitar Is- lensku Ópemnnar er Páll Pampichler Pálsson; stjómandi kórs íslensku Óper- unnar er Peter Locke og konsertmeist- ari er Zbigniew Dubik; leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson; búninga hannaði Hulda Kristín Magnúsdóttir; höfundur dansa er Auður Bjamadóttir; um lýsingu annast Jóhann B. Pálma- son; og sýningarstjóri er Kristín S. Kristjánsdóttir. Þetta er þó aðeins hluti þess fólks sem ekki sést þegar fólk nýt- ur Sardasfurstynjunnar, því 30-40 manns koma við sögu við hin ýmsu störf við undirbúning sýningarinnar og ýmis störf meðan á sýningum stendur. A sviðinu em síðan margir okkar góðu söngkrafta, lítum nánar á það úr- valslið: Signý Sæmundsdóttir fer með hlutverk Sylvu Varescu, en Bergþór Pálsson með hlutverk greifans. Önnur hlutverk fara þau með Þorgeir J. Andr- ésson, Jóhanna G. Linnet, Sigurður Bjömsson, Kristinn Hallsson, Sieglinde Kahmann og Bessi Bjama- son. Segja má að Bessi Bjamason sé einskonar brú miili uppfærslna Óper- unnar og Þjóðleikhússins fyrir 19 ámm, því Bessi var þá f hlutverki Boni, en nú leikur hann Tscheppe greifa. Margir fleiri koma við sögu á sviðinu, herrar, liðsforingjar, gjálífisfólk, telp- ur, þjónar og margir fleiri. Og ekki má gleyma 35 manna kór íslensku Óper- unnar, sem getið hefur sér hið besta orð. UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA Verkefnin framundan REYKJAVIK Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Alþýðuflokkurinn boðar til opins stjómmálafundar í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 23. febrúar kl.20.30. Framsögumenn verða: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra Fundastjóri verður Össur Skarphéðinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn er afkastamikill umbótafiokkur sem hefur almannahagsmuni að leiðarljósi. Spurt er: Hvaða verkefni eru framundan hjá Alþýðuflokknum? Vilja kratar jojóðarsátt í stað sundrungar á vinnumarkaði? Hvernig verður komist hjá frekara atvinnuleysi? Hefur ríkisstjórninni tekist a6 bæta skuldastöðu þjóðarinnar? Hefur endurskoðun velferðarkerfisins tekist sem skyldi? Hvert stefnir í sjávarútvegsmálum? Þessum spumingum og mörgum öðmm verður svarað á fundinum. Allir velkomnir ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra Össur Skarphéðinsson formaður Þingflokks Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.