Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. febrúar 1993 13 Nýr forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, sundkappinn og þjálfarinn Guðmundur Þ. Harðarson, var valinn úr hópi 43 umsœkjenda um stöðuna SUNDLAUGIN ER HANS EÐLILEGA UMHVERFI Hann Guðmundur Þ. Harðar- son hefur alla tíð kunnað best við sig á sundlaugarbakkanum, eða úti í lauginni, það er hans rétta umhverfi. Allt frá því hann var níu ára gamall hefur sundið átt hug hans allan. I dag er Guð- mundur 47 ára og tók hann ný- lega við starfi Sundlaugarstjóra hinnar glæsilegu sundlaugar Kópavogsbúa. í bók með 50 bestu sundlaugum heims „Mér líst sérstaklega vel á sund- laugina, hún er bæði fallegt og gott mannvirki, sem víða hefur vakið at- hygli. Þá þykir mér verkefnið afskap- lega spennandi. Hér eiga eftir að verða enn frekari framfarir og strax með vorinu má búast við veigamikl- urn og mikilvægum framkvæmdum hjá okkur“, sagði Guðmundur í rabbi við Alþýðublaðið í gær. Guðmundur sagði okkur að vatnsrennibraut sund- laugarinnar þætti afspymu góð. Við hana er sérstök og afmörkuð af- rennslislaug til að taka við þeirn sem koma á fleygiferð. Þama má ná meiri hraða en í öðmm slíkum rennibraut- um hér á landi. Guðmundur segir að áhugi á Sund- laug Kópavogs nái í rauninni langt út fyrir landsteinana, því á dögunum haft honurn verið sýnd nýútkomin, frönsk arkitektabók með 50 athyglis- verðustu sundlaugunt veraldar. Þeirra á meðal var Sundlaug Kópa- vogs. Kristján Magnússon, ljós- myndari, var fenginn til að taka myndir í bókina og varði hann tveim- ur dögum til að ná sem bestum myndum. Það er því ljóst, svo fitjað sé upp á svolítilli pólitík, að núverandi meiri- hluti í bæjannálum Kópavogs, fékk skemmtilegan „arf' frá fyrri meiri- hluta, þar sem er hin nýja Sundlaug Kópavogs. Hún var á lokastigi, þegar nýr meirihluti tók við vorið 1990. Varla ntikið meira eftir en að klippa á borðann! í og við sundlaugina í 37 ár En nánar uni Guðmund Þ. Harðar- son. Hann er Austurbæingur í húð og hár og var nágranni Sundhallarinnar gömlu, sem sagt er að Jónas frá Hriflu hafi látið sinn uppáhaldsarki- tekt, Guðjón Samúelsson, teikna, en síðan „gefið“ Reykvíkingum. í þess- ari einu alvörusundlaug höfuðborg- arinnar lærðu flestir Reykvíkingar að synda í gamla daga. Guðntundur Þ. Harðarson var hörkukeppnismaður með Sundfélag- inu Ægi. Hann vakti mikla athygli þegar hann „gerðist svo djarfur" að hirða íslandsmet í 200 metra skrið- sundi af sjálfum Guðmundi Gísla- syni, sundkóngi landsins um langt árabil. Þá átti Guðmundur Þ. íslands- metið í 1500 metra skriðsundi. Eftir að keppnisferli lians lauk, og reyndar meðan á honum stóð, tók við aldarfjórðungslangur ferill sem sundþjálfari. Guðmundur lauk námi Þessar fallegu Kópavogshnátur brugðu á leik í Kópavogslauginni í fyrradag, enda brá svo við þann daginn, að veðrið var með skikkan- legasta móti. Það má hinsvegar fijóta með að sundlaugarferð í for- áttuveðri þarf hreint ekki að vera leiðinleg. Sundlaugaiðkun er ekki eins háð veðri og margir álíta. sem íþróttakennari frá Laugarvatni óvenju ungur, aðeins 19 ára gamall. Síðan tók við nám við íþróttaháskóla í Alabama í Bandaríkjunum, - og skiljanlega var sundið sérgrein Guð- mundar. Það er garnan að geta þess hér að þrjú af fjórun bömum Guðmundar og konu hans, þau Ragnar, Þórunn Kristín og Hörður, hafa öll fetað í fót- spor föður síns, og verið valin í sund- landslið Islands. Yngsta bamið, dótt- ir, er aðeins 10 ára, og aldrei að vita hvað hún á eftir að gera. 43 sóttu um stöðu sundlaugarstjóra Um áramótin tók Guðmundur við starfi framkvæmdastjóra Sundlaugar Kópavogs. Hann var í hópi 43 um- sækjenda, þannig að starfið hefur þótt eftirsóknarvert. Guðmundur segir að næsti áfangi í byggingu laugarinnar sé búningsaðstaða fyrir almenning, en auk þess koma nýir heitir pottar og útisturtur. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir Guðmund, gamlan keppnismann og þjálfara rnargra efnilegustu sund- manna okkar um langt tímabil, að fá til sín stór sundmót í Kópavogslaug. Minnast menn þá á þá grátbroslegu umræðu að flytja íslandsmótið í sundi til Skotlands!! Guðmundur segir að sundafreks- menn okkar séu þessa stundina í nokkurri lægð og hafi verið það í nokkur ár. Hann sagði að án efa mundi verða breyting á áður en langt um liði, það væri alkunna að íþrótta- árangur færi mjög í sveiflum. Kópa- vogsbúar hafa átt nokkra ágæta af- reksmenn í sundi, en okkur rennur grun í að með Guðmund Þ. við stjómvöl Sundlaugar Kópavogs, eigi GUÐMUNDUR Þ. HARÐAR- SON, - stjórnar glæsilegri holl- ustumiðstöð, sem vakið hefur at- hygli langt út fyrir landsteinana og er í bók með 50 fallegustu sundlaugum heims. Hér er Guð- mundur á sundlaugarbakkan- um, sínu eðlilega umhverfi. Arki- tekt Sundlaugar Kópavogs var Högna Sigurðardóttir í París. - A-myndir E.Ól. framtíðar meistarar sundsins í Kópa- vogi. hauk í homi. Vandamálin leyst í heitu pottunum Guðmundur segir að vissulega hafi hann áhuga á að meiriháttar sundmót okkar verði háð í Kópavogslaug, og að ekkert sé því til foráttu. 1 fyrra hafi Islandsmótið einnritt farið fram í lauginni í ótrúlega hlýju og sólbjörtu veðri. „Þessi árstími er sá daufasti í rekstrinum hjá okkur“, segði Guð- mundur, „en þegar fer að vora fjölgar gestunum svo urn munar og á sólar- dögum er allt yfirfullt, það era skemmtilegustu dagamir í sund- laugarekstrinum". Þrátt fyrir allan hryssinginn í veðr- inu mæta fastakúnnar laugarinnar, margir hverjir daglega, og em nánast orðnir háðir því að komast í laugina og heitu pottana. I pottunum er margt skrafað og þjóðfélagsmálin eru dag- lega leyst þar með sóma og sann. Þá er gufubað laugarinnar vinsælt, sem og sólarlampar, sem konumar hrífast mest af. Nuddari starfar allan daginn við laugina og er þjónusta hans vel metin af gestum. Við Sundlaug Kópavogs starfa um 20 manns. Vatnagarðar vinsælir en vantar hér Að lokum spyrjum við Guðmund um hina vinsælu „vatnagarða", Aqua Parks, eins og þeir eru kallaðir í ná- lægum menningarlöndum. Guð- mundur segir að sér lítist vel á slíka skemmtigarða með úrvali renni- brauta, leiktækja af ýmsu tagi, gos- bmnna og jafnvel vatnsdiskóteka. Þama sé mikið líf og fjör. „En það á við hér eins og víða er- lendis, að slíkt mannvirki yrði að vera yfirbyggt, en þó þannig að það megi opna á sólskinsdögum. Auk þess er kostnaðurinn gífurlega hár. Eg gæti vel ímyndað mér að í fram- tíðinni verði slíkt verkefni unnið sem sameiginlegt verkefni nokkurra sveitarfélaga og slíkum garði þá val- inn staður mjög miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu. Og hvað er miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu? Það er reyndar svæðið við hina nýju Reykjanesbraut í Smárahvamms- og Fífu- hvammslöndum. Þar er ætlunin að rísi framtíðar miðbær alls höfuðborg- arsvæðisins, og í Fífuhvammlandi mun rísa eitt af öflugustu íbúðahverf- um landsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.