Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. febrúar 1993 9 leiðis hafa í tímans rás verið tekin upp rannsóknargjöld. á að halda og ákveðið að leggja sér- staka áherslu á matvælamenntun. Það var unnin upp námskrá með mismun- andi brautum, stuttum og löngum, sem miðuðust við það að nemendur gætu sótt starfsnám sem myndi nýtast í at- vinnulífinu þegar aukin áhersla yrði á matvælaframleióslu hér á landi. Þá var gert ráð fyrir að þeir sem hygðu á fram- haldsnám á þessu sviði eftir framhalds- skóla gæru farið beint upp úr þessum skóla. Eins átti Hótel- og veitingaskólinn að vera þama til húsa til þess að dýr út- búnaður og tæki yrðu samnýtt. Þrátt fyrir að öllum þætti þetta prýðisgóðar hugmyndir og á þær fallist, þá stendur enn þann dag í dag, 10 árum seinna, einungis opinn grunnur við Mennta- skólann í Kópavogi þar sem matvæla- iðjuskólinn á að rísa. Nú tíu árum síðar er það okkur lífsspursmál að fara að vinna betur úr hráefninu sem við eigum og fara út í matvælaiðju í stórum stíl. Ef við ætluðum okkur í slfka fram- leiðslu núna þá eigum við varla til menntað fólk til að vinna að henni.“ Hvemig meturðu póliriska stöðu rík- isstjómarinnar í dag ? „Ég er auðvitað mjög upptekin af því að þessari ríkisstjóm takist að snúa vöm í sókn. Ég er mjög upptekin af því að andstæðingum hennar skuli hafa tekist að koma því inn hjá þjóðinni að sá vandi sem við eigum við að glíma og atvinnuleysið sem við búum við sé ríkisstjóminni að kenna.,, Að tæta hvort annað niður það versta „Þetta er hins vegar vandi sem á sér langan aðdraganda, vandi sem aðrar Evrópuþjóðir hafa búið við og við emm að verða fyrir núna. Okkur hefur ekki lánast að fara inn á nýjar brautir í atvinnumálum á liðnum ámm og í okk- ar mikilvægasta atvinnuvegi, sjávarút- vegi, er mikill samdráttur núna. Þá má ekki gleyma þvf að atvinnuleysisspáin sl. haust var mun hrikalegri en raunin hefúr orðið. Aðgerðir í efnahagsmálum hafa m.a. komið í veg fyrir að fyrirtæki sem ella hefðu lagt upp laupana hafa náð að standa af sér hríðina. Okkur hefur hins vegar alls ekki tekist nógu vel að koma þessum skilaboðum til þjóðarinnar og ég tel það brýnasta verkefni þessarar ríkisstjómar að koma áformum sínum vel til skila. Ég hef reyndar af því vemlegar á- hyggjur ef þessi tími verður valinn til mikilla átaka á vinnumarkaði, ég tala nú ekki um ef verkföll em framundan. Að öðru leyti finnst mér að mjög brýnt að okkur takist að vinna að því að koma á fót nýjum þáttum í atvinnulíf- inu sem illa hefur gengið fram að þessu og að Alþýðuflokksmönnum lánist að standa saman á erfiðum tfmum og vinna að því sem best er fýrir okkar þjóð. Það versta sem fyrir okkur getur komið er að tæta hvort annað niður, þegar mest ríður á að standa samarí', sagði Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður að lokum í samtali sínu við Alþýðublaðið. Ný þjónustugjöld mjög erfið ,>I ér finnst að fyrir okkur í Alþýðu- flokknum séu öll gjöld, sérstaklega ný þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustunni, mjög erfið. Hins vegar var farið í gegn- um þessa umræðu á flokksþingi okkar á síðastliðnu sumri og þá kom í ljós að r okkar flokki er ákveðinn vilji til þess að horfa á þetta svið með vissri víðsýni og skoða það í ljósi þess að þetta eru orðnir mjög útgjaldaffekir málaflokk- ar. Það hefur sýnt sig að í ríkisstjóm höfum við þurft að standa að tillögum um ákveðin ný gjöld eða hækkun gjalda þar sem þau fúndust fyrir. Ég held hins vegar að við verðum að fara mjög varlega á þessu sviði. Sú um- ræða sem ffam hefur farið í okkar flokki um að viðhalda hefði átt svokölluðum sjúkrasjóðsgjöldum fremur en ganga lengra á þeirri braut að taka gjöld fyrir þjónustuna á fyllilega rétt á sér. Það er alveg ljóst að fólk er tilbúið til að borga fyrir ákveðna sam- neyslu. Mér finnst að fólk hafi með mjög jákvæðu hugarfari á sínum tíma greitt sjúkrasamlagsgjöld en þau voru síðan felld inn í skattana. Ég held að það sé þá miklu jákvæðara að það sé borgað afmarkað tryggingargjald til heilbrigðisþjónustunnar. Við Alþýðu- flokksmenn bindum að vísu miklar vonir við tilvfsunarkerfið sem heil- brigðisráðherra ætlar að koma á og að í kjölfarið lækki gjöld umtalsvert í heil- brigðisþjónustunni. Á hinum Norður- löndunum hefur átt sér stað svipuð þró- un og hér, bæði hvað varðar gjaldtöku og lyf]akostnað.“ Nýverið kom fram áfangaskýrsla um skálastefnuna upp að háskólastiginu. Hvemig líst þér á þœr hugmyndir sem þar koma fram? „Ég tel að sú skýrsla hafi verið mjög vel unnin. Mér finnst það góð vinnu- brögð að þar er sest yfir skólamálin og skilgreint hvar við emm stödd og hvar vandinn liggi. Það eru held ég allir sammála um að það er margvíslegur vandi núna í okkar skólakerfi. Það er vandi fýrir marga unglinga sem eru að stefna inn á brautir sem þeir síðan reyn- ast ekki ráða við. Og það er vandi fyrir okkur sem þjóð að svo stór hluti, nærri 80%, skuli stefna á stúdentspróf sem hentar engan veginn hluta þessara nemenda eða þjóðfélaginu. Nefndin hefúr farið þá leið að vinna áfangaskýrslu og setja fram tillögur til opinnar umræðu. Hún hefur verið gagnrýnd lýrir það, m.a. af samtökum kennara, en ég held að það sé mjög mikilvægt að á þessu stigi sé ekki búið að koma fram með einhverjar mála- miðlanir heldur að setja fingurinn beint á vandann og kalla síðan fram umræðu um þau mál sem víðast úti í samfélag- inu.“ Þessi skýrsla er órædd á milli stjóm- arflokkanna en tillögur sem þama koma fram fara saman með þeim hug- myndum sem Alþýðuflokkurinn hefur sett fram um eflingu grunnmenntunar og að auka beri meira starfsmenntun- ina. I því efni vil ég benda á hversu lok- uð stjómvöld hafa verið fyrir nýjung- um og eflingu starfsmenntunar á nýj- um sviðum. Fyrir 10 ámm var í Kópa- vogi, að frumkvæði þeirra bæjarstjóm- ar sem þá sat og ég átti reyndar aðild að, unnin námsskrá fyrir væntanlegan fjölbrautaskóla sem stofnsettur var þá. Það var ákveðið að fara ekki inn á sömu svið og í samkeppni við þá fjöl- brautaskóla sem vom hér í kringum okkur. Fremur að líta til framtíðar um hvers konar menntun þessi þjóð þyrfti !ÝR PIRÐAB/IHLIN6UR FLUCLtlPA |R KOMINN ÚT! Sólarstrendur, heimsborgir, hraðbrautir, sveitavegir, fjölskyldustaðir ogframandi | lönd. Aldreijafn bjart framundan áferðadri Flugleiða. Ótal ferðamöguleikar. vHagstœð kjör. Úrvalsþjðnusta. Komdu með Flugleiðum út í heim. - Nýi \ I ferðabæklingurinn ásamt verðskrá liggur frammi á söluskrifstofum Æt \ okkar, hjá umboðsmönnum u allt land og áferðaskrifstofu Traustur tslenskur ferðafélagi ■ .1 ' W i#-. ■ tieillandi heims- vJ borgir beggja vegna Atlantsbafs fltig, gistimöguleikar við allra htsfi. Hress- í ing, skemmtun og verslun. Flug og borg: \ einfalt, freistandi, hagstcett og umfram \ allt stór-skemmtilegt. \ V*B0 TILIXWDON t.ds, > jJ frá 32.250 á manninn m.v. 2 fullorðna og 1 bam (2-11 ára) í 4 daga. (Frá 33.200 kr. m.v. 2 fullorðna 14 daga.) Frábærar ökuleiðir út WmVÆMÆm. dlum áfangastöð- || um Flug/eiða austan hafs og vestan. Úrvals bílaleigubílar frá Hertz. Einfalt, ódýrt, auðvelt og umfiram , allt eins og þú vilt hafa það. 28.560 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára) í bil í B-flokki t tvier vikur. (Frá 38.600 kr. trt.v. 2 fullorðna í btl t A-fl. i2 vikur.) URMlfjjL Mb Florida-Orlando: Frá- bar fjölskyldustaður ‘N allan ársins hring. G öiareelona, Í' A1 tlanó. Sólar- R staðir allt í kringum Miðjarðarhaf. Flug og sól: einfalt, 'yndislegt, hagstcett og umfram allt bara ceðislega gott. m ORLANDO t.d.\ jra 5J 200 kr. a tnanntnn m.v. 2 fullorðna og 2 börti (2-11 ára) 19 daga íEnclave Snites. (Frd 64.100 kr. in.v. 2 fullonhia í 9 daga íEnclave Suites.) ÍEl E5 Ath. fhigvallarskattar eru ekki inmfaldir ítilgmndu verði. ísland: 1.230 kr., USA: 1.363 kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.