Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 19. febrúar 1993 Helga í sína daglega starfi að ala upp ungviði Kópavogs. Utveggir í umhverfi stórviðra og veðrunar Merktu við dagana 11.-14. mars 1993 12.30 1 3.00 13.10 1 3.35 14.00 14.25 14.50 15.10 15.15 15.40 19.00 12.00 1 3.00 13.25 13.50 14.15 14.40 15.00 16.00 16.25 16.50 1 7.15 17.30 1 7.40 - ráðstefna og sýning að Holiday Inn 11. -14. mars 1993 Dagskrá ráöstefnunnar Fyrri dagur ráðstefnu - fimmtudagur Skráning Setning Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Útveggir í núverandi byggingum, Bjöm Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur Staðsteyptir veggir, Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur Forsteyptir veggir og múrsteinsveggir, Níels Indríðason, verkfræðingur Léttir útveggir, Ólafur Sigurðsson, arkitekt Fyrirspumir Vörukynning og sýning Vömsýning opnuð, Steindór Guðmundsson, verkfræðingur Kaffiveitingar Vömkynning í ráðstefnusal, nokkur fyrirtæki kynna þær vömr sem þau hafa að bjóða í ráðstefnusal - stendur til 17.00 Vömsýningu lokað Síðari dagur ráðstefnu-föstudagur Vömsýning opnuð Hvað ræður gerð útveggja? Helgi Hjálmarsson, arkitekt Steinhús þurfa regnkápu, Jónas Kristjánsson, ritstjóri Viðgerðir á steyptum útveggjum, Ríkarður Kristjánsson, verkfræðingur Rekstur útveggja, Rögnvaldur Gíslason, verkfræðingur Fyrirspumir Kaftiveitingar Viðhorl' neytenda, Jóhanncs Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ábyrgð hönnuða, verktaka og efnissala, Othar Örn Petersen hrl Hver verður þróun útveggja? Vífill Oddsson, verkfræðingur. Fyrirspumir Ráðstefnu slitið, Steindór Guðmundsson, ráðstefnustjóri Ráðstefnugestum boðið til móttöku og veitinga á sýningarsvæði Vörusýning verður opin til kl. 19.00 á föstudegi og einnig frá kl. 12.00 -19.00 bæði laugardaginn 13. mars og sunnudaginn 14. mars. Á Útveggjum í stórviðmm og íslenskri veðrun munu helstu sérfræðingar flytja erindi og fjöldi fyrirtækja kynna vöm sýna og þjónustu. Hefur hönnun útveggja á Isiandi á undanfömum ámm verið í samræmi við þær þarfir sem uppfylla þarf? Hver verður þróun næstu ára? Hvað er til ráða varðandi úrbætur? Þátttökugjald á ráðstefnunni er kr. 9.500 með ráðstefnugögnum. Skráning þátttakenda er hjá Þing hf. í símum 91-628535 og 91-626100 fax 91-626905. Maður reynir að færa málin til betri veöar ■ seöir Hetóa E. Jónsdóííir bæjarfullírúi Albýðuflokksins í Kópavoöi en sesir að annars sé iífið fillif fekið fil skoðana minnihlufans Helga E. Jónsdóttir fóstra hefur setið í bæjarstjóm Kópavogs frá árinu 1990 fyrir hönd Alþýðuflokksins. Alþýðu- blaðið átti stutt spjall við Helgu um málefni Kópavogsbæjar. Hún sagðist hafa áhyggjur af fjármálum bæjarins og það væri útséð með að þrátt fyrir mikla áherslu meirihlutans á gatnagerð myndu þeir ekki getað staðið við það kosningaloforð að koma malbiki á allar eldri götur bæjarins. Alþýðublaðið innti Helgu eftir því hvemig það væri að sitja í stjórn bæjarfélagsins. „Eftir síðustu kosningar lentum við í Alþýðuflokknum hér í minnihluta og það verður að segjast eins og er að maður er áhrifalítill. Það breytir þó engu um það að maður reynir að færa mál til betri vegar eins og hægt er. Við í Alþýðuflokknum höfum hér reynslu- mikinn oddvita, þar sem Guðmundur Oddsson er, og hans reynsla hefur reynst okkur í minnihlutanum afar dýr- mæt. Það er hins vegar ekki hægt að tala um að það sé neitt samstarf á milli meirihluta og minnihluta bæjarstjóm- ar.“ - Nú hafa hrannast upp skuldir hjá Kópavogsbœ frá því aö Sjálfstœðis- flokkurinn komst til valda með fulltingi Framsóknarfulltrúans. Setur það mark sitt á stjórn bœjarins? „Hún er ekki sjáanleg svona dags daglega þessi erfiða fjárhagsstaða. Þeir í meirihlutanum bera sig mannalega og halda áfrarn að eyða og útþenslan er gífurleg. Eg hef vissulega áhyggjur af því. Það hefur verið tekið allt of stórt land undir fyrir byggingasvæði og á ég þar sérstaklega við Amameslandið. Það hefur að vísu gengið ágætlega að koma út lóðum þar en það á eftir að byggja þær og selja íbúðimar sem þar eiga að rísa. Eg hef heyrt að í þeim efn- um sé mjög þungt fyrir fæti. Svipaða sögu er að segja um lóðim- ar í Digraneshlíðum. Þær ganga illa út enda eru þær mjög dýrar og stundum kallaðar Beverly Hills. Framkvæmdir hér hafa verið miklar ef tekið er mið af fjárhagsstöðu bæjar- ins. Þessar framkvæmdir liggja fyrst og fremst í gatnagerð og ekki er útséð með hvenær þær fara að skila bæjarfélaginu einhverjum arði.“ - Nú situr þú í húsnæðisnefnd. Hver er staða húsnœðimála í Kópavogi? „Mér líst nú fyrir það fyrsta ekkert mjög vel á þær vaxtahækkanir sem fýr- irhugaðar eru í félagslega húsnæðis- kerfmu en geri mér engu að síður grein fyrir þörfinni á þeim. Eins og ástand mála er nú hefði mér þótt eðlilegra að taka þetta skref í áföngum í stað þess að gera þetta svona á einu bretti. Við erum núna að byggja einar 40 tbúðir og þegar þær verða tilbúnar þá verða félagslegar fbúðir í Kópavogi orðnar samtals 417 af um það bil 6.000 íbúðum sem í bænum em. Þannig er það ekki ýkja stór hluti af öllum mark- aðnum sem er félagslegt íbúðarhús- næði. Eg held að miðað við þörfina mætti tvöfalda þá tölu. Eins og staðan er núna bíða 126 virkar umsóknir af- greiðslu og við getum aðeins leyst úr 60 af þeim.“ Hvernig ganga æskulýðs- og íþróttamálin í Kópavogi? „Eg er nú sjálf virk í Breiðabliki og er umsjónarmaður í 3. flokki kvenna í knattspymu. Það er nijög ánægjuiegt starf en innan íþróttahreyfingarinnar fer fram mikið uppeldis- og æskulýðs- starf. Við búum að því að hér eru öflug félög sem láta æskulýðs- og fþrótta- málin til sín taka. Við það ber að styðja. Það er núna verið að skrifa undir samstarfssamning rétt eina ferðina milli Breiðabliks og bæjarins. Eins og kunnugt er var HM-höllin slegin af og það er verið að bæta úr því núna með því að gera samning við Breiðablik. í honum er samið um byggingu íþrótta- húss í Kópavogsdal á félagssvæði Breiðabliks við Fífuhvamminn." Hvað um menningar- ogfélagsmál? „Listasafnið á að opna í sumar eða haust. Það er komin mynd á húsið og það litur prýðilega út og vonir standa til um að það komi til með að lyfta menn- ingarlífinu hér í Kópavogi. Annars má segja meirihlutanum til hróss að hann hefur ekki þorað að bregða út frá þeirri stefnumótun í fé- lagsmálum sem Alþýðuflokkurinn hef- ur markað á umliðnum árum í Kópa- vogi. Það er helst að nú megi merkja samdrátt í öldrunarmálum en meiri- hlutinn hefur t.d. haldið áfram upp- byggingu leikskóia. Það mikla starf sem Alþýðuflokkurinn hefur byggt upp hér í bæ á sviði félagsmála verður ekki brotið niðurá fjórum árum“, sagði Helga E. Jónsdóttir fóstra og bæjarfull- trúi að lokum í spjallinu við Alþýðu- blaðið. (e^iigte) löjuþjálfi Meöferöarheimiliö SOGNI í Ölfusi, óskar efiir aö ráöa iðjuþjálfa í hlutastarf. Meðferðarheimilið er stofnun fyrir 7 vistmenn sem dæmdir hafa verið í gæslu á viöeigandi stofnun, og miðar starf- semin aö því að veita þeim bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi, fyrir 15. mars 1993. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Iðjuþjálfi - hjúkrunarfræðingur Tveir hjúkrunarfræðingar óskast til starfa að meðferðarheimilinu SOGNI. Sérfræðimenntun í geðhjúkrun æskileg. Upplýsingar um starfið gefur Elín Óskarsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 98—34853 á dagvinnutíma. Stjórnin Framkvæmdadeiíd Innkaupastofnunar ríkisins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.