Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 19. júní 1993 - segir Rcinnveig Guðmundsdóttur alþingismaður um mcirgvísleg störf sín ó fllþingi, í viðtali við fllþýðublaðið „Ég hef stundum sagt að það sé þar sem hjarta mitt slær“, segir Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Alþýðuflokksins úr Reykjanesi, um félagsmálin. Hún segir að sér flnnist að fyrir Alþýðu- flokkinn séu öll gjöld, sérstaklega ný þjónustugjöld í heilbrigðisþjón- ustunni, mjög erflð raun. Rannveig hefúr einkum verið þekkt fyrir afskipti sín af félagsmálum en hún sat um árabil í bæjarstjórn Kópa- vogs. Störf Rannveigar á Alþingi eru hins vegar veigamikil og margvísleg. Kem- ur það m.a. til að því hversu fáa alþing- ismenn Alþýðuflokkurinn hefur til setu í nefndum þingsins. Auk þess að gegna formennsku í félagsmálanefnd er Rannveig varaformaður í utanríkis- málanefnd, efnahags- og viðskipta- nefnd og menntamálanefnd. Þá var Rannveig kosin á síðasta Norðurlanda- ráðsþingi sem formaður menningar- málanefndar Norðurlandaráðs en þar fer nú fram gagnger endurskoðun á starfsemi ráðsins. Við höfum ekki tök á að ræða mál- efni Norðurlandanna að sinni en byij- um á málum málanna í dag, atvinnu- málunum og spyijum Rannveigu hvort sú gagnrýni sem fram hefur komið á ríkisstjómina um að hún aðhafist of lít- ið í atvinnumálunum sé réttmæt. „Eg tel að sú gagnrýni sé ekki rétt- mæt vegna þess að strax í haust var ákveðið, vegna þess hversu útlitið var slæmt, að setja tjármagn í verkefni sem ekki var fyrirhugað áður að ráðast í. Okkur getur greint á um hvort þetta hafi verið nógu viðamikil aðgerð, eða hvort peningum hafi verið varið í rétt verkefiti. Engu að síður þá hefur bæði verið sest yfir þessi vandamál með verkalýðshreyfingunni og vinnuveit- endum. Farið að hugmyndum verkalýðshreyiingarinnar Það hefur verið sett íjármagn í sér- stök verkefni svæðisbundið og gegn- um atvinnuleysistryggingasjóð. I efna- hagsmálunum var að mestu farið að þeim hugmyndum sem verkalýðs- hreyfingin setti fram í viðræðum sínum við ríkisstjómina. Hins vegar var það strax viðhorf ríkisstjómarinnar að að- gerðir skyldu miðast við að styrkja at- vinnulífið og auka þannig möguleikana á aukinni atvinnu í stað þess að setja upp einskonar ríkisútgerðir í atvinnu- Iífinu.“ Hafa erfiðleikar í atvinnu- og efiia- hagslífi ekki sett mjög mark sitt á störf félagsmálanefhdar Alþingis ? „Af lagafrumvörpum tengdum at- vinnulífinu ber hæst afnám aðstöðu- gjaldsins, sem kemur atvinnuvegunum mjög til góða. Það var mikil samstaða um það mál í nefndinni þó svo að þar hefði komið firam það viðhorf að einnig bæri að leggja niður landsútsvarið. Þama var verið að taka erfiða ákvörðun sem leiddi af sér að hækka þurfti álög- ur á almenning í staðinn." Réttíndamál einstaklinga og fjölskyldna ,J3n þau em mörg umbótamálin sem koma inn á borð félagsmálanefndar. Þar ná nefna ffumvarp um félagsþjón- ustu sveitarfélaga sem hlaut mikla um- fjöllun og var afgreitt fyrir tæpum tveimur ámm síðan. Það var mikið um- bótafrumvarp varðandi réttindamál einstaklinga og fjölskyldna. Þessi lög tóku við af gömlum framfærslulögum frá árinu 1946 og það mun reyna mjög á virkni þessara nýju laga á erfiðleika- tímum eins og þeim sem nú em. Mörg mál tengjast félagslegum að- stæðum en þessi nefnd fær inn á borð hjá sér mál sem tengjast félags- og sveitarstjómarmálum og vinnumark- aðsmálum. Við skulum athuga það, að ríkisvaldið getur eðlilega ekki bmgðist jafn hratt við einstökum vandamálum með lagasetningu eins og sveitarstjóm- ir geta gert með beinum ákvörðunum og aðgerðum." Nú hefur Atvinnuleysistrygginga- sjóðurfarið að gegna nýju hlutverki og veita framlög til atvinnusköpunar í stað bóta. Hvemig finnst þér það ný- mœli? „Mér finnst það eitt af góðu skrefun- um sem hafa verið stigin, að opna At- vinnuleysistryggingasjóð á þennan hátt. í því sambandi langar mig að nefna að undanfarið hef ég fundað tals- vert með norrænum jafnaðarmönnum. Þeir hafa verið að skoða hvemig megi sameiginlega bregðast við atvinnuleysi og hvemig megi taka höndum saman á Evrópuvettvangi til að þess að löndin reyni saman að byggja upp fleiri og nýja atvinnumöguleika. Þessu máli vilja þeir hreyfa bæði á Norðurlanda- og Evrópuvettvangi. Þeir hafa bent á að í Evrópu em 8.000 milljarðar króna notaðir til að greiða bætur til fólks sem ekki er á vinnumarkaði. Nú vilja margir skoða hvort ekki sé hægt að gera þetta fjár- magn virkt. Hvort nýta megi slíkar fjár- hæðir til atvinnusköpunar og í stað þessara „óvirku greiðslna", fái fólk borgað fyrir virka atvinnuþátttöku. Þetta er mjög vandasamt verkefni en þetta em spumingar sem verða mjög á- leitnar á næstunni." Nú gegnir þú varaformennsku í efnahags- og viðskiptanefnd og utan- ríkismálanefnd. Eru þau málefni ekki ólík því sem þú hefur fengist við í fé- lagsmálunum? „Af því að þú nefndir sérstaklega þessar nefndir þá vil ég skjóta því að, að allan minn pólitíska feril hef ég mest unnið að félagsmálum. Eg hef stundum sagt að það sé þar sem hjarta mitt slái. Hins vegar verður samhliða að hafa góða yfírsýn yfir sviðið. Félagsmálin kosta mikið fé og því þarf að huga grannt að samspili þeirra og fjáröflun- arinnar, sem er auðvitað gmndvöllur- inn fyrir því að skapa velferðina. Ekki síst þess vegna hafði ég áhuga á því að starfa í þessum umræddu nefndum sem fást við mál, sem em gjörólík þeim sem ég hef fengist mest við áður.“ Þungar og miklar skattabreytíngar „Vinnan í þessum nefndum þar sem tekist hefur verið á um EES-samning- inn og flest þau frumvörp sem honum fylgja tengjast þeim erfiðleikum sem nú blasa við í atvinnulífinu. Þar hafa líka verið til umfjöllunar þungar og miklar skattabreytingar og mér hefur stundum fundist þetta eins og að fara hratt og harkalega í gegnum háskóla- nám. Það hefur hins vegar verið feiki- lega spennandi að fást við EES-málið. Það hefur hins vegar komið í ljós alveg ótrúleg íhaldssemi og skortur á fram- sýni í hinni pólitísku umræðu. Ég er sammála þvf að EES-samningurinn geri ekkert kraftaverk einn og sér en í stöðu okkur með um helmingi minni afla en fyrir örfáum árum tel ég alveg nauðsynlegt að við fáum toppverð fyr- ir sjávarafurðir okkar. Það verður ekki hægt nema við eigum greiðan aðgang að mörkuðum Evrópu. Ég tel að EES- samningurinn sé okkar leið inn í Evr- ópusamvinnuna og að meðan við höf- um hann þurfum við ekki að stíga stærra skref.“ Hvemig metur þú horfumar á að EES-samningurinn taki gildi? „Þegar ég ræði þessi mál við fólk, m.a. á erlendum vettvangi, þá sýnist sitt hveijum. Sumir halda að ÉES- samningurinn geti tekið gildi um mitt ár meðan aðrir halda að það dragist fram undir árslok. Ég er hins vegar bjartsýn á að þessi samningur verði að veruleika. Ég er sannfærð um það ef og þegar önnur Norðurlönd ganga í Evr- ópubandalagið þá stöndum við eftir með tvíhliða samning, mjög hagstæðan fyrir okkur sem ávinning af því að hafa verið með í samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið." Þú talar um breytingar á skattakerf- inu. Annað sem mikið hefur verið í um- rœðunni eru svokölluð þjónustugjöld t.d. fyrir aðgang að mennta- og heil- brigðiskerfinu. Hvert er þitt grundvall- arviðhorftil þessara mála? „Mitt viðhorf hefur alltaf verið að á- kveðnir grunnþættir í okkar samfélagi eigi að greiðast úr sameiginlegum sjóð- um, svo sem almenna menntunin, og hana flokka ég alveg upp í gegnum framhaldsskóla, og heilbrigðisþjónust- an. Hins vegar verðum við að líta á að í gegnum tíðina hafa verið ákveðnir þættir sem okkur hefur þótt eðlilegt að borga fyrir. T.d. að fara til heimilis- læknis eða á heilsugæslustöð og einnig aðra þætti sem hafa þróast upp úr því eins og t.d. göngudeildargjöld. Sömu- LANDSBANKI N - A - M • A • N Landsbanki ísiands auglýsir nú fjórða árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Jl| Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. j|j Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1993 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. |3[ Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1993 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkirtil háskólanáms á íslandi, 2 styrkirtil náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkirtil fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkur til listnáms. jgjj Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. ]5_ Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Gunnbjörns Þórs Ingvarssonar Bankastræti 7, 155 Reykjavík L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.