Alþýðublaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 18
18
Föstudagur 14. maí 1993
VINDÁSHLÍÐ
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur:
SUMARFERÐ UM
Það eru ekki ófáir sem hafa lagt leið
sína einhvern tímann í æsku í sumarbúð-
ir Kristilegra félaga ungra manna og
kvenna (KFUM og KFUK). Þær eru eins
og landslýður veit fimm talsins og stað-
settar hér og þar í gróðursælum reitum
uin landið. Þarna er komið eitt heillaráð-
ið til höfuðs stressinu: í sumar ættu full-
orðnir uppalendur að taka það rólega og
-.sa«da afkvæmin í sumarbúðir sem rekn-
ar eru í kristilegum anda. Það er hvort
eð er miklu heilnæmara að leyfa þeim að
sprelia í skjóli Móður náttúru heldur en
að hafa þau vomandi í bensínmenguðum
bakgörðum borgar og bæja. En hvað
bjóða þessar sumarbúðir upp á fyrir litla
fólkið sem landið skal erfa? Alþýðublað-
ið athugaði það nánar.
VATNASKÓGUR
Vatnaskógur iiggur við Eyrarvatn í
Svínadal og þar er jafnan nóg að gera fyrir
athafnasama drengi, 9 ára og eldri. Vatnið,
skógurinn og fjöllin í kring veita ómælda
möguleika til leikja og útiveru. Bátsferðir,
stangveiði, skógarleikir, gönguferðir, fót-
bolti, körfubolti og aðrar íþróttir eru meðal
Jjeirra atriða sem laðað hafa drengi að
Vatnaskógi t áratugi. Þar er einnig íþrótta-
VATNASKOGUR
hús sem mikið er nýtt þegar illa viðrar til
útiveru.
VINDÁSHLÍÐ
Vindáshlíð er á fallegum stað í Kjósinni,
um 45 kílómetra frá Reykjavík. Skógi vax-
ið umhverfið, fjöll og fossar gefa hressum
stúlkum kost á skemmtilegri útivist. Má þar
nefna skógarleiki, ratleik, leik í trönum,
fjallgöngur, baðferðir, varðelda og leiki
ýmiskonar. Iþróttir eru stundaðar af kappi,
enda íþróttahús og brennóvöllur á staðnum.
I Vindáshlíð geta dvalið stúlkur, 9 ára og
eldri.
ÖLVER
Ölver er við Hafnarfjall skammt frá
Borgamesi í umhverfi sem er kjarri vaxið í
skjóli hárra fjalla. Þar er öll aðstaða til leikja
góð, nýr grasvöllur, útileiktæki og fallegar
gönguleiðir í nágrenninu. I vætutíð er gott
að nota leikskálann til ýmissa íþrótta og
leikja. I Ölveri geta dvalið drengir og stúlk-
ur á aldrinum 7 til 14 ára.
KALDÁRSEL
Kaldársel er á fallegum stað skammt fyr-
HÓLAVATN
ir ofan Hafnarfjörð. Hraunið í kring býður
upp á hellaferðir og spennandi leiki. Kaldá
rennur um hraunið og í næsta nágrenni er
Valaból, skógarreitir og fleiri áhugaverðir
staðir sem gaman er að skoða. Nýr íþrótta-
skáli hefur stórbætt allar aðstæður til inni-
veru og leikja þegar illa viðrar úti. Kaldár-
sel er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7 til
12 ára.
HÓLAVATN
Hólavatn er í innanverðum Eyjafirði í
skjólgóðum krika við norðvesturhluta
Hólavatns. Vatnið býður upp á hressandi
bátsferðir, stangveiði og sund á heitum
dögum. Kvöldvökur eru fastur liður og
ýmsar íþróttir em stundaðar af kappi. Fag-
urt umhverfið gefur kost á ánægjulegum
gönguferðum, skógarleikjunt og hollri úti-
vist. Svefnaðstaða hefur verið endurnýjuð
og á Hólavatni geta dvalist drengir og stúlk-
ur, 8 ára og eldri.
ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Ferðimar í sumarbúðir eru mislangar en
þó standa þær yfirleitt í kringum vikutíma.
Skráningargjaldið er 2.500 krónur en heild-
arverðið er á bilinu 11 til 16 þúsund. At-
hygli skal veitt á að 10% afsláttur er veittur
fyrir systkini sem fara í sumarbúðir. Skrán-
ingin fer fram í félagshúsi KFUM og
KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuveg-
ar í Reykjavík, mánudaga til föstudaga
klukkan 08 til 16. Tekið er við innritunum í
sfma 91-678899 og 91-679209. Verði ykk-
ur að góðu.
Myndir fengnar að láni úr bæklingi KFUM og
KFUK um sumarbúðir félaganna áríð 1993.
KALDÁRSEL
Sumarstarf KFUM og KFUK:
LÍF OG FJÖR
Í SUMARBÚDUM
Þeir fullorðnu slappa afog senda börnin í sumarbúðir
OLVER
Vinn ngstölur r
miövikudaginn: 12-maí 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING
n 6 af 6 1 (áísl.0) 77.250.000
C1 5 af 6 E2S+bónus 0 1.095.595
S 5 af 6 15 57.388
0 4 af 6 969 1.413
a 3 af 6 +bónus 3.558 165
Aðaltölur:
2 )(lB)(l0
34y36y45
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæð þessa viku
81.162.682
á Isl.:
3.912.682
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91 - 68 1511
LUKKULlNA 98 10 00 - TEXTAVARP 451
BfflT MED FTRIRVARA UM PflEHTVlLLUfl
SUÐURLAND
„ Við vonum að jafnaðarmenn hvaðanœva að aflandinu komi í sumaiferð félagsins. Þetta er ekki hugs-
að sem einhver sér- reykvísk ferð. Það eru allir velkomnir", segir Valgerður Gunnarsdóttir
„Við í ferðanefnd Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur komum saman í fyrrakvöld og
ræddum ferðalög reykvískra jafnaðar-
manna í sumar. Hin árlega sumarferð var
þar að sjálfsögðu efst á blaði og liggur nú
fyrir hvert verður farið. Við höfuin hugsað
okkur að laugardaginn 3. júlí verði lagt af
stað með rútum frá Reykjavík og haldið á
vit sunnlenskrar menningar eins og hún
þekkist best handan heiða. Þetta verður
skemmtileg dagsferð þar sent farið verður
um víðan völl um Suðurlandið", sagði Val-
gerður Gunnarsdóttir í samtali við Alþýðu-
blaðið í gærmorgun.
„Byrjað verður á því að fara austur á bóg-
inn og Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokks-
eyri heimsótt. Gömul hús skoðuð og saga
bæjanna könnuð. Þaðan verður eftir nokk-
urt stopp farið austur í Fljótshlíð. Þaðan ætl-
um við að keyra upp á hálendið þar sem
gengið verður upp í Hvanngil sem er ein af
alfallegustu perlum íslenskrar náttúru. í
Hvanngili verður áð og menn geta gætt sér
á nesti.
Við höfum síðan hugsað okkur að þegar
náttúru Hvanngils hefur verið notið um
stund að þá verði keyrt á einhvem yndisleg-
an stað á Suðurlandsundirlendinu. Þar höld-
um við kvöldvöku með frábærri máltíð,
söng og harmonikkuspili að kratískum sið.
Magnús Jónsson veðurfræðingur hefur lof-
að okkur góðu veðri, en varla er þörf á því
Ferðanefnd Alþýðuflokksfélags Revkjavíkur (frá vinstri): Valgerður Gunnarsdóttir, Guðlaugur
Tr.vggvi Karlsson, Aðalheiður Karlsdóttir. Á myndina vantar Jóhannes Guðmundsson.
A.mynd-E.ÓI.
loforði þar sem gott veður í sumarferðum
jafnaðarmanna hefur ekki brugðist hingað
til.
Við vonum að jafnaðarmenn hvaðanæva
að af landinu komi í sumarferð Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur. Það eru allir vel-
komnir. Nánari tilhögun ferðarinnar verður
svo auglýst síðar og upplýsingar verða
gefnar á skrifstofum Álþýðuflokksins",
sagði Valgerður Gunnarsdóttir að lokum
um sumarferð Reykjavíkurkrata sem farin
verður sem fyrr segir 3. júlí næstkomandi.