Alþýðublaðið - 24.02.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ PRÓFKJÖRSBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1994 RAÐAUGLYSINGAR Flugmenn - flugáhugamenn Fundur okkar um flugöryggismál verður haldinn í kvöld, fimmtudag á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.00. Fundarefni: - Álag tengt flugi. Fræðsluerindi - Dr. Eiríkur Örn Arnar son. - Ljósmyndun úr lofti. RAX - einn þekktasti flugljósmyndari okkar. - Spurningar og svör. - Kaffihlé. - Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Flugmálafélag íslands. Flugmálastjórn. Öryggisnefnd FÍA. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Viötalstími Magnús Baldursson og Magnús Gunnarsson verða með viðtalstíma fyrir Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar á skrifstofu nefndarinnar, Strandgötu 11,3. hæð, fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 18-19. ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 94002 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja lager-, verkstæðis- og skrifstofuhús við Vesturtanga 8-12 á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins við Suðurgötu 4, Siglufirði, Ægisbraut 3, Blönduósi og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 24. febrúar 1994 gegn kr. 15.000 í skiiatryggingu. Verkinu á að vera að fullu lokið föstudaginn 28. október 1994. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Blönduósi fyrir kl. 14.00 mánudaginn 14. mars 1994 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK-94002 Siglufjörður - Húsnæði". Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK Ty4X 61- 91-M Æfingabekkir í Hafnarfirði Þú ert í... ...betri málum... ...ef þú stundar líkamsþjálfun Margrét Guðlaugsdóttir: í mörg ár hef ég reynt að losna við lærapokana en án árangurs þangað til ég fór að stunda æfingabekkina. Þá fór ég loks að sjá árangur og sentimetrarnir hurfu. Sæunn Sigursveinsdóttir: Frábær aðstaða! Hvetjandi leiðbeinandi, mjög góður andi og góður árangur. Hólmfriflur Berentsdóttir: Mér finnast bekkirnir henta mér betur en leikfimi þar sem mikið er um hopp. Maður tekur vel á í þægilegu umhverfi og er endurnærður á eftir. Ásta Baldvinsdóttir: Ég lenti í slysi árið 1988 og hef verið mjög slæm síðan þá. Nú hef ég stundað bekkina þrisvar í viku í nokkra mánuði og er allt önnur. Ath. breyttan opnunartíma: Mánud.-fimmtud.kl.8.15-12.00 og I5.00-2I.00. Föstud.kl.8.l5-I3.00 og laugard.kl.10.00-13.00. Bekkirnir tryggja árangurinn! Ókeypis kynningartími! Þú hefur engu að tapa nema kílóum og sentimetrum! betn ma í ÆFINGABEKKJUM LÆKJARGÖTU34a-0 653034 HAFNARFIRÐI. M Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 26. febrúar 1994 kl. 13.15 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Mætið stundvíslega. Ath. Reikningarfélagsins liggja frammi á skrifstofunni milli kl. 16.00 og 18.00 fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. febrúar. Stjórnin. MENNTAMALARÁÐUNEYTIÐ Styrkveiting úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum/-skóladagheimilum. Með þróunarverk- efnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýþreytni í upp- eldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/-leikskóla- stjórar/fóstruhópar og einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu fyrir 22. mars næstkomandi á þar til gerð- um eyðubiöðum sem liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. SOKN Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs í Starfsmannafé- laginu Sókn. Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 21. greinar í lögum fé- lagsins. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu féiags- ins, Skipholti 50a, eigi síðar en kl. 12 á hádegi miðviku- daginn 2. mars 1994. Kjörstjórn Sóknar. FELAG UNGRA JAFNAÐARMANNA í HAFNARFIRÐIKYNNIR: Veist þú hvað er sameiginlegt með FUJ og frjálsum ástum? Það er allt leyfilegt! En veist þú hvað er sameiginlegt með FUJ og smokknum? 1 báðum tilfellum er öryggið á oddinum! í stefnuskrá FUJ eru frjálsar ástir og aukin notkun smokksins með haráttumála. f FUJ er fólkið sem stuðiar að auknu heilbrigðu kynlífi meðal ungs fólks. Hvor heldur þú að falli þér betur í geð, karl/kona, á aldrinum 40- 50 ára eða ungur jafnaðarmaður á aldrinum 25-30 ára? Við þurfum að koma fólki sem hugsar einsog við í stjórn bæjarins og það gerist ekki af sjálfú sér! Um þessa helgi verður prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði haldið. Við þurfum að fjölmenna og koma okkar fólki að! Ef þú hefur ekki náð kosningaaldri (18 ára), geturðu látið skrá þig í FUJ og færð þar með rétt til að kjósa í prófkjörinu. Fólk er alltaf velkomið á kosningaskrifstofu FUJ að Bæjarhrauni 22, efri hæð (sama hús og Hraunhamar), og látið skrá sig eða far- ið á skrifstofu flokksins að Strandgötu 32. Notum smokkinn og göngum í FUJ! FUJ! FÉLAG SEM SEGIR SEX!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.