Alþýðublaðið - 24.02.1994, Side 6

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ PROFKJORSBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febrúar 1994 KÓPAVOGUR: Ágúst Haukur Jónsson KÓPAVOGUR: Guðmundur Oddsson KÓPAVOGUR: Gunnar Magnússon KÓPAVOGUR: Ingibjörg Hinriksdóttir Unglingamál í Kópavogi Kópavogur er eftir- bátur nágrannasveit- arfélaganna hvað ung- lingamál varðar - Reykjavík ieggur 157% meira í félags- mál unglinga en Kópavogur - Núver- andi meirihluti leggur lítið upp úr unglinga- málum en leggur allan kraft og peninga í „verktakapólitík“ Kópavogsbúar hafa á síðasta áratug byggt upp og bætt verulega aðbúnað og þjónustu við aldraða. Fé- lagasamtök og bæjarsjóður hafa byggt fjöldann allan af íbúðum og aldraðir eiga þess nú kost að taka virk- an þátt í öflugu félagsstarfi. Enda er það ein af frum- þörfum mannsins að eiga þess kost að lifa í félags- legu umhverfi. Aldraðir eru stolt okkar Kópa- vogsbúa. Þetta er fólkið sem hefur byggt upp blóm- legan og góðan bæ og okkur ber skylda til að hlú áfram að þessu góða fólki. En við megum ekki gleyma öðrum aldurshópi, sem er ekki síður stoltsins verður, unglingamir okkar. hc. pr/ungLing 40000 35000 30000 25000 20000 15000 10000 5000 0 30.854 13.732 G.bær Kópav Rvík Hafn.fj Hvemig skyldi vera staðið að þeirra málum hér í bæ? Ef við bemm okkur saman við nágrannasveitar- félögin kemur í ljós að unglingar í Kópavogi hafa verið látnir mæta afgangi við afgreiðslu fjárhags- áætlunar undanfarin ár. Og eins og sést á súluritinu leggur Kópavogsbær Iægstu krónutölu í lélagsstarf á hvem ungling fæddan á ámnum 1978-1980. Súlurit Reykjavík leggur 157% meira í félagsmál ung- linga en Kópavogur, miðað við höfðatölu. Garðabær 125% meira og Hafnarljörður 76% meira. Þessar tölur hljóta að vera skýr skilaboð um það hvað nú- verandi meirihluti leggur lítið upp úr unglingamál- um en leggur allan kraft og pening í „verktakapólit- ík“. Umhyggjan fyrir verktökum er meiri en góðu hófi gegnir og bitnar að stóm leyti á unglingunum eins og þessar tölur gefa til kynna. Að sjálfsögðu þarf að útvega fólki vinnu og er al- veg ömggt að ef farið yrði út í það að efla félagslíf unglinga, myndi það skapa mörgum iðnaðarmönn- um atvinnu, auk þess sem aukast myndu störf mál- inu tengd. Að vísu yrði lítið fyrir stórar þungavinnu- vélar að gera og sennilega er það ein aðalástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn hafa ekki sinnt málinu sem skyldi. Það er mikið ábyrgðarleysi að láta hags- muni sína sem bæjarfulltrúa ganga fýrir þörfum fbú- anna. Þessi þörf fyrir öflugra félagsstarfi er búin að vera lengi, en þrátt fyrir það hefur fjárveiting til þessara mála verið skorin niður jafnt og þétt. Hvort ástæðan er umhyggjuleysi fyrir æsku þessa bæjar eða fjár- málastjóm, nema hvort tveggja sé, þá mega Kópa- vogsbúar ekki láta svona stjómun líðast lengur. Við verðum að taka höndum saman og fella núverandi meirihluta. Hölundur er umsjónarmaður félagsmála. Hann tekur þátt I prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi. Við verðum að tryggja öllum atvinnu Eitt allra mesta böl sem hent getur einstak- linginn er að hafa ekki atvinnu. Það er ekki ein- ungis að slíkt hafi ljár- hagslega erfiðleika í för með sér, heldur er það í fullkominni mótsögn við eðli hvers einasta manns að fá ekki að vinna. Það er sálarlega niðurdrepandi, sérstak- lega fyrir ungt og fullfr- ískt fólk, að fá ekki tækifæri til að takast á við verk- efni, og þá sér í lagi að sýna sjálfum sér og öðmm hvað í því býr. Þess vegna er það mesta hags- munamál allra sveitarfélaga, að tryggja íbúum sínum atvinnu. Því miður hefur atvinnuleysi verið ríkjandi hér á landi hin síðari misseri. Þar kemur vafalaust margt til, en trúlega ráða hinar efnahagslegu þrengingar fyrirtækjanna hér mestu. Kannski hefur mörgum fýrirtækjum verið haldið gangandi alltof lengi, ef lit- ið er á hinn fræga rekstrargrundvöll. Þá finnst mér einnig líklegt, að við höfum verið of væmkær við að tryggja okkar undirstöðu atvinnuvegi að ekki sé tal- að um einhverjar nýjar atvinnugreinar. Hér í Kópavogi vom 400-500 manns á atvinnu- leysisskrá um síðustu mánaðamót. Þessi tala er ro- saleg og það er ekki síður ógnvænlegt, að ekki em sjáanleg nein batamerki að óbreyttu. Kópavogur á að geta verið með blómlega atvinnustarfsemi. Við eig- um að hafa þann metnað í okkur, að þau atvinnu- tækifæri sem bjóðast hér í bænum séu sem næst fjölda þeirra sem atvinnu geta stundað. Vitaskuld verður það alltaf svo, að Kópavogsbúar leita atvinnu út fyrir bæinn, en þá verður bærinn líka að geta tek- ið við vinnandi fólki annars staðar frá. Hver er stefna bæjaryfirvalda hér í Kópavogi í at- vinnumálum? Er yfir höfuð til hér einhver stefna í þessum mikilvæga málafiokki? Það er tæpast hægt að segja að svo sé. Bærinn hefur ekkert sérstakt gert til að laða hingað ný atvinnufyrirtæki. Það eina sem gert hefur verið er að skipuleggja atvinnusvæði og bjóða lóðir fyrir fyrirtæki. Kópavogsbær hefur nán- ast aldrei látið fjármagn til uppbyggingar atvinnu- starfsemi. Fjármunir bæjarins hafa lengst af farið í aðra hluti. Nú er kannski komið að því, að bæjarfé- lagið verður að koma miklu meira inn í atvinnurekst- urinn. Það er greinilega orðið allt annað umhverfi í atvinnumálunum nú en verið hefur undanfarin ár. Núverandi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks hafa lagt megin áherslu á að kaupa lönd og lóðir, því þeirra pólitík , sem raunar jaðrar við trúar- brögð, hefur verið að hafa ávallt nægar byggingar- lóðir til staðar. Fjármagn bæjarins hefur því farið að stómm hluta til þessarar uppbyggingar. Er ekki orð- ið tímabært að breyta þessum áherslum? Það verður hins vegar ekki gert með óbreyttum bæjarstjómar- meirihluta, þar höfum órækan vitnisburð. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar fyrir árið 1994, sem afgreidd var nú í byrjun janúar, fluttu bæjarfulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags tillögu um að verja 20 milljónum króna til að gera nokkuð átak í atvinnumálum bæjarins. Þetta er að sönnu ekki há upphæð, en mjór er mikils vísir. Meirihlutinn felldi þessa tillögu og höfðu bæjar- fulltrúar meirihlutans uppi nokkrar háðsglósur vegna þessarar tillögu, og töldu hana raunar vera lít- ilsvirðingu fyrirbæinn. Hvorki framsóknar- né sjálf- stæðismönnum fannst nokkur ástæða til að setji fjár- muni til eflingar atvinnu í bænum, þrátt fyrir þá stað- reynd, að milli 400-500 Kópavogsbúar séu á at- vinnuleysisskrá. Þeim finnst mikilvægara að setja peningana í annað. Alþýðuflokkurinn leggur mikla áherslu á að tryggja afkomu allra bæjarbúa en það verður ekki gert með því að bærinn haldi að sér höndum þegar harðnar í ári, þá fyrst reynir á stjómendur bæjarfé- lagsins. Við bókstaflega verðum að snúa frá þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin af núverandi meirihluta. Höfundur er bæjarfulltrúi og skólastjóri. Hann tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksíns í Kópavogi. Alþýðu- flokkurinn er besti kosturinn Fjármálasnillingar í Kópavogi Það em „snillingar" sem geta, rúmlega tvöfaldað skuldir bæjarins úr 1,3 til 1,4 milljarði í um það bil 3 miljarða frá því að þeir tóku við meirihlutanum í Kópavogi 1990. Þá töldu þessir sömu „snillingar“ að Kópavogur væri komin á gjörgæslustig hjá Félags- málaráðuneytinu. Við þurfum að losa Kópavog við þennan meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og það gemm við með því að kjósa Alþýðufiokkinn til að taka til í fjármálum bæjarins. Alþýðuflokknum er mjög vel treystandi til að taka á þessum skulda- málum, við höfum áður tekið við skuldsettu búi, það var 1978 eftir meirihlutastjórn Framsóknarfiokks og Sjálfstæðisflokks. Átak í umhverfis- og atvinnumálum Við munum stórauka framlag til umhverfismála í Kópavogi. Eftir tæplega 4 ára stöðnun eða minnkun á fjárframlagi til þessarar þaifia málaflokks, verður að gera nýtt átak í umhverfismálum , eins og við gerður 1986 þegar við stofnuðum Umhverfisráð og embætti garðyrkjustjóra. Með þessu sláum við tvær fiugur í einu höggi, minnkum atvinnuleysið og fegr- um bæinn. Flest umhverfisverkefni em mannfrek og kemur það til með að skila sér í færri atvinnulausum í Kópavogi. „Gömlu göturnar“ Fyrrverandi meirihluti Alþýðufiokks og Alþýðu- bandalags var skammaður mikið af núverandi meiri- hluta vegna seinagangs við endurgerð á gömlu göt- unum, en hvað kentur í ljós, núverandi meirihluti hefur haldið áfram af sama hraða og unnið var á síð- asta kjörtímabili. Þetta er snilld ekki satt? 300 miljónir, nei takk Nú væri gott að hafa 300 ntiljónimar sem ríkis- stjómin lofaði til byggingar á íþróttahúsi hér í Kópa- vogi vegna HM ’95. Það fór nefnilega eins og við héldum fram, að leyfi til að byggja minna en 7000 manna hús var veitt (þessi smá stækkun á Laugar- dalshöllinni). Við hefðum ekki þurft að bæta miklu við ríkisframlagið til þess að byggja 4000 manna hús, en frábær barátta bæjarstjórans og hans manna hafði þetta af bænum og fóm þeir bara í banka og tóku lán eins og venjulega, „og við bara borgum seinna“. Alþýðuflokkurinn mun halda áfram að stuðla að uppbyggingunni hjá íþróttafélögum bæjarins, í Foss- vogsdal, Kópavogsdal og annars staðar. Alþýðu- flokkurinn stóð að samningum við íþróttafélög bæj- arins á síðasta kjörtímabili, þar á meðal var til dæm- is ákveðið að HK fengi íþróttahúsið Digranes og byggt yrði í Kópavogsdal með Breiðablik. Höfundur er kerfisfræðingur. Hann tekur þátt íprófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi. Eru íþrótta- félögin andlit bæjarins? I Kópavogi em starf- andi mörg íþróttafélög, hvert eitt þeirra er í fremstu röð á sínu sviði. HK hefur átt eitt fremsta blaklið landsins, auk þess að eiga efnileg knattspymu- og hand- knattleikslið. Gerpla nýtur mikillar virðingar fyrir sitt mikla starf á undanfömum áruni og hefúr félagið ungað út hverju stórstiminu á fimleikasviðinu á fætur öðm. Breiðablik hefur um árabil átt knattspymukonur í fremstu röð, strákamir leika í 1. deild á sumri kom- anda og körfuknattleiks-, sund-, skíða-, og frjáls- íþróttadeildimar em líklegar til afreka á næstu ámm. Hestamannafélagið Gustur hefur starfað með reistan makkann í mörg ár og á nú einn besta knapa landsins. Siglingafélagið Ymir er í miklum blóma og á marga Islandsmeistara innan sinna raða. Þannig mætti lengi halda áfram og telja upp félög eins og Tafifélagið, Tennisfélagið og fleiri. Öll þessi félög eiga það sammerkt að hafa gríðarlega öflugt bama og unglingastarf innan sinna raða. Þessi félög og þeir einstaklingar sem þar starfa og keppa hafa borið hróður Kópavogs vfða og komið fram innanlands og utan sem andlit bæjarins. Sjálf- boðaliðsvinna er gífurlega mikil. Innan íþróttafélag- anna hittast Kópavogsbúar og vinna saman að því að bera hróður síns félags og Kópavogs sem víðast. Kostnaðurinn við þetta starf hefur vaxið jafnt og þétt á síðari ámm, gerðar em meiri og meiri kröfur til þjálfara, menntunar þeirra og starfsreynslu og hæfir þjálfarar em dýrir. Ferðalög em farin að spila æ stærri þátt í starfsemi íþróttafélaganna þó utanlands- ferðir teljist enn til stórviðburða. Aðstöðuleysi hefur löngum háð íþróttafélögum hér f bænum. Iþróttahúsin hafa ekki annað eftirspurn og aðeins eitt þeirra er boðlegt keppnishús. Æfinga- svæði til knattspymuiðkunar hafa verið nýtt þeim til óbóta og erfitt er að finna svæði innan Kópavogs þar sem hægt er að búa til knattspymuvöll, enda var Kópavogur ekki hannaður af æðri máttarvöldum til knattspymuiðkunar, og fimleikafólkinu okkar sár- vantar æfingagólf. Þrátt fyrir þetta hafa íþróttamenn- imir okkar náð frábæmm árangri á keppnisvellinum. En það hefur óneitanlega freistað margra að færa sig um set þegar í alvömna hefúr komið til þess að fá betri aðstöðu. Það er skylda bæjaryfirvalda að styðja vel og dyggilega við bakið á þeim einstaklingum og liðunt sem bera hróður bæjarins og það verður að marka ákveðna stefnu varðandi þann stuðning. Það er ekki nóg að mæta uppáklædd og fín á milli jóla og nýárs, afhenda verðlaun og viðurkenningar og klappa síðan sjálfum sér á bakið fyrir góðmennskuna. Stuðningur við íþróttafélög og það æskulýðsstarf sem þau reka er ekkert skammtímaverkefni. Það þarf alltaf að horfa fram á veg og spá í spilin varðandi framtíðina. Það dugar ekki að búa til hús og velli, þessum hlutum þarf að halda við og sjá til þess að íþróttafélögunum verði skapað það starfsumhverfi sem þau þurfa til að geta þrifist og haldið þannig áífam að vera „andlit bæjarins Höfundur er skjalavörður. Hún tekurþátt íprófkjöri Alþýðullokksins í Kópavogi. Fjölskyldan í fyrir- rúmi, stöðugleiki, mál- efnaleg vinnubrögð, og örugg Ijármálastjóm. Ár fjölskyldunnar Einbeitt stefna í ljöl- skyldumálum, burt með biðlistana á bamaheimil- unum. Stefnum að sam- felldum skóla. Á þessu sviði eru mörg mál sem þarf að taka á, og þar er Alþýðuflokknum mjög vel treystandi. TAKIÐ ÞÁTT í PRÓFKJÖRIALÞÝÐUFLOKKSINS!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.