Alþýðublaðið - 24.02.1994, Síða 13

Alþýðublaðið - 24.02.1994, Síða 13
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Fimmtudagur 24. febrúar 1994 HAFNARFJÖRÐUR: Guðjón Sveinsson Vinnsluna í land! Fiskveiðar hafa dregist saman á und- anfömum ámm og barist er um hvem titt sem veiðist. Auk samdráttar f veiðum hefur það einnig auk- ist að fiskurinn sé í auknum mæli annað hvort unninn um borð frystitogumm eða fluttur svo til óunninn úr landi. Þessi nýja þróun hefur skapað deilur á milli hags- munaaðila. Frystitogarar vilja vinna aflann um borð, fisk- vinnslan vill vinna aflann í landi og útflutnings- fyrirtækin vilja flytja ftskinn nær óunninn úr landi. Til að leysa þessar deilur þarf að koma á reglum um það hvemig við eigum að nýta þann fisk sem veiddur er. I dag emm við hráefnisútflutningsþjóð og í staðinn fyrir að nýta allan okkar fisk sjálf sjáum við þegnum EES-þjóða fyrir nægri vinnu. Þetta gerir það að verkum að við fáum mun lægra verð fyrir fiskinn en ef við myndum fullvinna hann sjálf hér innanlands. Til að snúa þessari þróun við þarf banna útflutning á óunnum fiski og landa allri veiði á fiskmarkaði. Allur afli ætti að vera fullunninn og ekki fluttur úr landi néma í neytendapakkningum. Koma verður upp mark- vissri útflutningsnefnd sem sæi um að markaðs- setja íslenskan fisk um allan heim. Það hefur sýnt sig að undanfömu að á meðan verðfall verður á óunnum fiski, helst fiskverð á fullunnum fiski stöðugt. Með útflutningi á óunn- um afurðum emm við því mun berskjaldaðri fyr- ir duttlungum markaðarins en ef um fullvinnslu er að ræða. Til að auðvelda íslenskum íyrirtækj- um aðlögun að breyttum aðstæðum gætu bæjar- félög komið til hjálpar með aðstoð í ýmsu formi, svo sem eins og með lægri fasteignagjöldum, lægri sköttum á útflutningsíyrirtæki og svo mætti lengi telja. Ef slíku fyrirkomulagi yrði komið á myndi það auka atvinnu í Iandi til muna og skapa auknar gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Umhverfismál Mörg af mikilvægustu málum sveitarfélaga eru ekki sýnileg kjósendum. Eitt af þeim málum eru skolpfrárennslismál. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var fyrirhugað að setja upp hreinsi- búnað fyrir skolp bæjarbúa við Norðurgarðinn í Hafnarfirði. Mikill ágreiningur var um málið og snerust umræður að mestu um það hvemig standa ætti að útboði verksins. Þeir sem hvað hæst lét í voru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem notuðu sér málið í valdabaráttu innan eigin raða. Það er sorglegt að jafn mikilvægt mál skuli falla í skuggann af valdabaráttu örfárra manna. Frárennsli fyrir skolp hefur setið á hakanum síðastliðin 1100 ár. Það virðist vera að menn standi í þeirri trú að ef ekkert sé gert í málinu þá hverfí vandinn og þetta skipti kjósendur engu máli. Stjómmálamenn em yfirleitt duglegir að koma á framfæri málum sem sjást greinilega, eins og leikskólum, íþróttahúsum og skólum og vilja gjaman gleyma því sem ekki sést jafn greinilega. Leikskólar, íþróttahús og skólar em nauðsynleg, sérstakíega í ört vaxandi bæjarfélagi eins og Hafnarfirði, en ekki má samt gleyma öðmm jafn mikilvægum málum, sem ekki em eins sýnileg! Með fjölgun íbúa eykst notkun hvers kyns aukaefna og sú lenska að „lengi taki sjórinn við“ gengur ekki lengur. Sjórinn, sjávargróður og allt annað líf sem þar þrífst þolir ekki lengur þann mikla átroðning sem við mennimir höfum við- haft. Taka verður að taka á þessu máli strax og bæta bæjarbúum upp þann slóðagang sem við- hafður hefur verið í skolpmálum Hafnarfjarðar- bæjar til þessa. Til að vinna að þessu og fleiri mikilvægum málum bið ég um stuðning bæjar- búa í 2.-3. sæti framboðslista Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, í komandi prófkjöri flokksins. Höfundur er verslunarmaður. Hann tekur þátt íprófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. PRÓFKJÖRSBLAÐIÐ HAFNARFJÖRÐUR: Helga Hafdís Magnúsdóttir Hafnar- fjörður - bærinn í hrauninu Þessi setning hljómar kunnuglega í eyrum okkar Hafn- firðinga og annarra landsmanna. „Hafn- arfjörð - FERÐA- MANNAbæinn í hrauninu" þekkja færri. Þetta á þó eftir að breytast á næstu ámm ef fram heldur sem horfir á sviði ferðamála. Hafnar- fjörður hefur alla kosti sem þarf til að laða að ferðamenn. Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að kynningu á Hafnarfirði sem góðum valkosti fyrir ferðamenn og er það starf nú þegar farið að skila sér í formi aukinnar þjónustu og auknum áhuga á bænum og öllu því sem hann hefur upp á að bjóða. Sumarið 1992 var upplýsingamiðstöð ferða- mála opnuð í Riddarahúsinu við Vesturgötu og starfsmaður ráðinn. Síðastliðið sumar heimsóttu eitt þúsund ferðamenn upplýsingamiðstöðina en það er um 80% aukning frá árinu áður. „VINIR HAFNARFJARÐAR" er sennilega eitt athyglisverðasta kynningarátak ferðamála síðustu ára. Óþarft er að kynna það nánar, en um sex þúsund VINIR fá nú sent „Vináttu“-frétta- bréf ferðamálanefndar Hafnarfjarðar. Á síðastliðnu sumri lét ferðamannanefnd kort- leggja byggðir álfa og hulduvætta, sem búsettir eru í Firðinum. Boðið var upp á kynnis- og skoð- unarferðir um álfabyggðimar undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Uppselt var í allar ferðim- ar og urðu margir frá að hverfa. Um 160.000 erlendir ferðamenn komu til landsins á síðasta ári og gaf það um 16 milljarða í tekjur. Auk þess er talið að íslendingar eyði 8 milljörðum á ferðalögum sínum innanlands. 140.000 ferðamenn fóm um Reykjanesbrautina, FRAMHJÁ Hafnarfirði sem þar með missti af 6-700 milljónum í tekjur (miðað við höfðatölu). Vekja þarf enn frekar athygli þessa fólks á Hafnarfirði. Setja þarf upp stór þjónustuskilti við Reykjanesbrautina og í miðbæ Hafnarijarðar þar sem fram kemur hvað bærinn hefur upp á að bjóða. Eins og til dæmis tjaldstæðið á Víðistaða- túni, Kænumarkaðinn sem notið hefur gífurlegra vinsælda, Hellisgerði, Hafnarborg, aðsetur menningar og lista, Straum, Sjóminjasafnið, Byggðasafnið, veitinga- og kaffihúsin, auk vík- inganna sem em tákn Hafnarfjarðar í hugum margra. En betur má ef duga skal. Hlúa verður að þeim vaxtarbroddi sem myndast hefur í ferðamálum bæjarins. Athyglisverðar hugmyndir hafa fæðst um nýtingu Kaldárselssvæðisins, merktar verði gönguleiðir um nágrenni Hafnarfjarðar og ekki væri amalegt að sjá skemmtiferðaskip renna akk- emm hér í höfninni næsta sumar. I september næstkomandi verður haldin í Kaplakrika, Vest- Norræn ferðakaupstefna, þar sem um 500 fulltrúar erlendra og innlendra ferðaskrifstofa hittast og kynnast því hvað í boði er fyrir ferðamenn á íslandi. Heimsmeistarakeppni karla í handknattleik sem verður haldin hér á landi í maí 1995 mun án efa verða stærsti íþróttaviðburður á Islandi til þessa. Einn riðill keppninnar fer fram í Kapla- krika. Viðburðir sem þessir kalla á aukið gistirými og aukna þjónustu enda er búist við mikíum fjölda gesta í tengslum við keppnina. Við þurfum að nýta allt gistirými sem til er og einnig mun koma sér vel sú gistiaðstaða sem nú er í bygg- ingu, það er hótel, annað gistiheimili auk far- fuglaheimilis sem skátamir hyggjast reisa. Heimagisting mun og koma að góðum notum. Mikilvægt er að vel verði staðið að svo um- fangsmiklum heimsóknum svo gestum okkar líði vel. Það mun nýtast okkur vel í framtíðinni ef þeir fara með góðar minningar og fagra minja- gripi til síns heima. Höfundur á sæti í feröamálanefnd Hafnarfjarðar. Hún gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfiröi. Enn og aftur býður Pizzahúsið upp á nýjung i heimsendingarþjónustu. Þú getur nú valið um 10 heita og Ijúffenga pastarétti og fengið þá senda til þín. Með pastaréttunum fýlgir hvitlauksbrauð og ný rifinn parmesanostur. Pastað er framleitt af Pizzahúsinu og tryggir það að ávallt er nýtt og ferskt pasta í réttunum. "þad er ineð ólíkindum hvað þeim hjá Pizzahúsinu tekst að laða fram frábœra pastarétti og koma þeim til neytenda, án þess að það bitni á gceðum vörunnar, fyrir það eiga þeir hrós skilið." Siguróur Hall Matreiðslumeistari f. ííSeff£tc/ti/it\ Sveppir, paprika og skinka í rjómasósu 2. cTttttf/'i/tttt' i fótmtftmtttAi Túnfiskur, sneiðar af svörtum og grcenum olífum, blaðlaukur í tómatmauki á pastaskrúfum S. t ijbttt//teffi (/ttt*/ttmtuHt Baconstrimlar og egg í rjómasósu með svörtum pipar og parmesanosti 4. djfttttj/iefii Œo/ot/ttetie Itölsk kjötsósa á spaghetti S. - /ittitrt/ttti Nautahakk, gulrcetur, sellery og laukur, soðnir tómatar, ostur, krydd ásamt pastaplötum 61 -/tr.x' i fttmifi/ttmviésit Reyktur lax, harðsoðin egg í rjómabasilikumsósu 7* iTtit/fittfeffi i o.tittsóstt Gráðostur, rjómaostur, camembert og parmesanostur í rjómasósu með fmt skornum svörtum olífum og rauðri papriku tV. /ttHvtmtefi i ofi/ttoftit Laukur, gulrœtur, sólþurrkaðir tómatar, sveppir og spergilkál í olífuolíu kryddað með hvítlauk ofl. á pastaskeljum jp. ÚBttcott ot/ ofi/itt* i fótnttfttititt/ti Fínt skorið bacon, svartar og grcenar olífur í tómatmauki á pastaskeljum /O. f/jttsfa i /ttitHH/ Lambafillestrimlar, sveppir og blaðlaukur í karrý

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.