Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 ALÞÝÐU BLAÐIÐ 5 Ar og alclir Uða... verður fimmtíu ára afmæli atómsprengjunnar. Það verða liðin hundrað ár frá því Davíð Stefánsson fæddist en sextán hundruð ár frá því Þeódósíus Rómarkeisari andaðist. Urban páfi hvatti til krossferða fyrir níuhundruð árum, en fyrir tíu árum var ungt fólk klætt í satínföt með blásið hár. Kvikmyndirnar verða hundrað ára. Það er allt breytingum undirorpið í tímans þunga straumi. Hér skoðum við nokkra merkisatburði sem hægt verður að minnast á næsta ári. Rómarveldi var að liðast í sundur og einn hinna síðustu til að hamla gegn því var Þeódósíus I. keisari, kallaður hinn mikli. Hann rikti yfir austurhluta Rómarríkis frá 379 og yfir því öllu frá 392 og þar til hann andaðist 395. Hann fékk viðumefnið „hinn mikli" ekki vegna landvinninga eða stríðsfrægðar, heldur vegna kirkjunnar sem kunni honum þökk fyrir að hafa gert kristni að ríkistrú og fyrir að hafa bannað guðsdýrkun heiðinna þegna Olafur Tryggvason Noregskon- ungur lét skírast til kristinnar trúar á Englandi 995. Þetta var upp- hafið að því að Noregur var kristn- aður og síðar Island. Ólafur þótti þó ganga fullhart fram og féll á skipi sínu Orminum langa í orrustunni við Svoldur árið 1000. 1095 flutti Urban II páfi ein- hveija frægustu ræðu mannkyns- sögunnar í Clairmont-Ferrand. Hann hvatti kristna menn til að leggja upp í krossferð til að frelsa Landið helga undan múslimum. Lagt var upp í fyrstu krossferðina árið eftir; það var hálfgerður lýður sem tók þátt í henni og honunt var slátrað áður en hann komst á áfangastað. En kross- ferðirnar urðu glæstari og stærri í sniðum og í kjölfarið jukust völd páfa jafnt og þétt og dró úr valdi keisara, konunga og lénsherra sem oft voru langdvölum í burtu að berj- ast í Landinu helga. Aíslandi varð Páll Jónsson Skál- holtsbiskup 1195 og sat til 1211 og ertalinn einn hinna merkari í þeim hópi. Hann var kominn af miklum höfðingjum, sonur Jóns Loftssonar í Odda sem kominn var af Noregskonungum. Mörgum öld- um sfðar, 1954, fannst steinkista með líkamsleifum Páls og bagals- hún við uppgröft í Skálholti. Þar er kistan enn undir kirkjunni og þykir einn merkasti fomleifafundur á ís- landi. 1295 sneri aftur til heimaborgar sinnar Feneyja maður sem löngu hafði verið talinn af og enginn vildi trúa í fyrstu. Marco Polo flutti ótrú- legar fréttir af ríkidæmi og miklu veldi Kublai-kans austur í Mongól- íu og Kfna. Polo hafði komist austur til Peking, að landamæmm Tíbets og Burma. Frásögur hans breyttu heiminum; menn tóku að horfa í austurátt, þangað vom gerðir út sendiboðar, viðskipti jukust, og heimsmyndin umtumaðist smátt og smátt. Tamurlaine var kallaður rándýr í mannsmynd. Þessi morðingi sem þykir taka flestum slíkum fram um grimmd, herjaði í Austurlöndum og sáði glundroða og blóði. 1395 vann hann sigur á óvinum sínum á Krímskaga og þar sem nú er Kaz- hakstan og beindi svo sjónum sínum til Indlands. Annar ódámur fór um á íslandi og rændi og ruplaði að geð- þótta. Það var Guðmundur Arason sem fæddur var á Reykhólum 1395, kannski auðugasti maður á íslandi fyrr og sfðar, enda kallaður „hinn ríki“. Talið er að Guðmundur hafi átt 3217 hundruð í jörðum, jafngildi nálægt 150 meðaljarða og 3.7 pró- sent af allri jarðeign í landinu. Sfðar var hann ákærður fyrir að hafa farið yfir með ránum og yfirgangi, kon- ungur var fullur óvildar í hans garð og hann var rekinn frá jörðum sín- um og sigldi utan. Auður hans varð upptök mikilla manndrápa og ill- deilna sem stóðu lengi. Gyðingar sem stuttu áður höfðu verið reknir frá Spáni voru gerðir landrækir frá Portúgal 1495. Klerkurinn og villutrúarmaðurinn Savonarola frá Flórens var kvaddur á páfafund í Róm. Hann boðaði yfirbót og var brenndur á báli þrem- ur árum síðar. Á íslandi geisaði Fyrsta atómsprengjan var sprengd sumarið 1945. Nokkrum vikum síðar í Hiroshima var það dauðans alvara. Flugvélin Enola Gay varpaði sprengjunni sem kostaði um hundrað þúsund manns Itfið. Höfðingjasonurinn Páll Jónsson varð Skálhoftsbiskup 1195. Steinkista hans þótti merkur fornleifafundur. plágan hin síðari en náði ekki til Vestfjarða. í kjölfar þess varð mikil vinnufólksekla og biskupsstólar sópuðu til sín jörðum. Skáldjöfurinn William Shake- speare fór geyst undir lok 16. aldarinnar og 1595 skrifaði hann Draum á jónsmessunótt, einn skemmtilegasta og undirfurðuleg- asta gamanleik sinn. Annað enskt stórskáld Elísabetartímans, þó minna þekkt, birti höfuðverk sitt þetta ár, Edmund Spenser ritaði Epithalamion, mikið ljóð ástum og hjónabandi til dýrðar. Á írlandi var mikil uppreisn gegn Englendingum og nutu Irar stuðnings Spánveija. Ævintýramenn sigldu um heimsins höf og Sir Walter Raleigh leitaði að gulllandinu, E1 Dorado, í Guay- ana. Hann fann ekki gull, en í stað- inn hið banvæna eitur curare. Jétur mikli var ekki nema 23 ára 1695 en hafði þó ríkt í tíu ár. Og hann var að búa sig undir stórátök, enda var hann í senn snjall og ófyr- irleitinn. Þetta ár fór hann í stríð við Tyrki, gamla erkióvini, og náði á ótrúlega skömmum tíma að koma sér upp góðum flota á ánni Don sem leiddi til þess að Rússar höfðu sigur í stríðinu. Heimspekingurinn Gottfried Wilhelm Leibniz birti eitt höfuðverk sitt um fullkomna niðurröðun hlutanna; kenning hans var sú að alheimurinn væri besti hugsanlegi heimur því skipan hans væri verk guðs. Síðar kom til sög- unnar maður að nafni Voltaire og rak þýska heimspekinginn á gat. Almenna bænaskráin er heiti á plaggi sem Islendingar sendu Danakonungi 1795. Þar kvörtuðu embættismenn undan kaupmönnum sem hækkuðu verð á erlendri vöru eftir hentugleikum en lækkuðu verð á innlendri vöru. Þama kom fram ákveðinn trúnaðarbrestur milli kaupmanna og embættismanna sem áður höfðu látið sér einokunarversl- un vel Ifka - og á þessum tíma þykj- ast menn sjá upphaf Danahaturs sem magnaðist á 19. öld, enda bmgðust Danir hinir verstu við og um tfma höfðu kaupmenn sigur. Skyrbjúgur hafði löngum verið mesta meinsemd sæfarenda, en 1795 var menn farið að renna í grun hver kynni að vera orsök hans og á breskum herskipum vom settar regl- ur um að sjómönnum skyldi gefinn lime-safi til að hamla gegn sjúk- dóminum. I Frakklandi var tekið upp metrakerfið sem síðar lagði undir sig heiminn og þar var vett- vangur helstu heimsviðburða þessi árin. Öldur byltingarinnar var ögn tekið að lægja og hinn róttæki flokk- ur Jakobína var kveðinn t' kútinn, enda hafði Robespierre verið tek- inn af lífi árið áður. Til marks um meiri eindrægni var torg byltingar- innar skírt upp á nýtt og kallað Place de la Concorde, torg ein- drægninnar. Ungur herforingi, Na- póleon Bónaparte, var farinn að láta mikið að sér kveða; hann braut á bak aftur uppreisn konungssinna í París og var skipaður yfirmaður franska hersins á Ítalíu. Fyrsta kvikmyndasýning heims var haldin í París 28. desember 1895 og teljast því kvikmyndimar hundrað ára á næsta ári. Þar sáu furðu lostnir áhorfendur kvikmyndir úr daglega lífinu, meðal annars Morgunverð kornabamsins, sem þótti afar fyndin, Orólegt hafiö, sem þótti áhrifarík, og Gullfiskaveiðam- ar, en þar sást Auguste, annar Lumiére-bræðra skemmta sér ásamt dóttur sinni. Alfred Dreyfus höfuðsmaður var fluttur til prísundar sinnar á Djöflaeyju undan strönd Frönsku-Guayana og mátti hírast þar næstu árin. Oscar Wilde skrif- aði The Importance ofBeing Ear- nest, eitthvert fyndnastna leikrit allra tfma, en í Póllandi skrifaði Henryk Sienkiewicz vinsælan sögulegan róman, Quo Vadis. Fleiri frægir listamenn voru á ferli: Paul Cézanne málaði fræga mynd af nöktum konum að baða sig, en Deg- as mynd af ballerínum sem æfðu sig við stöng.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.