Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Flateyjarþorp. (Mynd: Perlur í náttúru íslands) 1811% Stuðla má að varðveislu menningarsögulegra minja með skráningu á fornminjum, örnefnum og lýsingu á gömlum þjóðháttum sem voru ná- tengdir umhverfinu. Meginvandamálið er líklega að hafa upp á fólki sem man vel eftir lífinu í eyjunum fyrir seinna stríð, á árunum 1920 til 1940. Á þeim tíma lögðust 13 eyjar í eyði. Síðan hafa farið í eyði um 20 til 30 eyj- ar, margar í stríðinu eða fljótlega eftir stríð. Þeir týna því óðum tölunni sem kunna að segja frá menningarsögulegum minjum og gömlum bú- skaparháttum í eyjunum. Barðstrendingafélagið í Reykjavík gekkst fyrir því 1959 að hefðbundnir atvinnuhættir við Breiðafjörð væru festir á kvik- mynd. Óskar Guðmundsson tók þessa mynd við það tækifæri, en hér er fólk VÍð eggjatöku og dúnleit. IMynd: Árbók Ferðafélags Islands) ekki síst stóran þátt í velgengni þeina. Aður var mannmargt í Breiða- fjarðareyjum og tugir eyjajarða í byggð, en fólksflótti hefur verið mikill úr eyjunum á síðari tímum, ekki síst um miðja þessa öld. Saman- burður á eyjajörðum í ábúð 1703, þegar Arni Magnússon og Páll Ví- dalín tóku saman Jarðabókina, og þeirra sem nú eru byggðar sýnir þá þróun sem átt hefur sér stað, en eyja- byggð hefur að mestu lagst af á þess- um tíma. Af 40 eyjajörðum sem Ami og Páll nefna eru aðeins tvær (5%) enn í fullri ábúð. Landjarðirnar hafa haldist mun betur í byggð og er heilsársbúseta enn á 36 (77%) þeirra. Sumarbústaðabyggð er töluverð í Breiðafjarðareyjum. Líklega er slík byggð í 20 eyjaklösum og heyra til tæplega helmings af eyjajörðum. Stærst er sumarbyggð í Flatey þar sem einnig er heilsársbúseta, en nærri liggur að um eitt hundrað manns dveljist þar á sumrin. Aðal- lega er um að ræða afkomendur þeirra sem bjuggu í eyjunum, en að- komufólk hefur einnig keypt eyjar til að dveljast þar í frístundum. Síðustu 10 til 20 ár hafa Ijölmargar eyjar ver- ið seldar til sumardvalar og nytja. Oddbjarnarsker um fjöru. Víða í Breiðafirði er mikill munur á flóði og fjöru. Græni hólminn stendur alltaf uppúr sjó, en á flóði fara allir skerja- flákarnir í kaf. IMynd: Árbók Ferðafélags íslands) Svefneyjar. (Mynd: Árbók Ferðafélags íslands) Bátakvíin Steingerður í Akureyjum. Séra Friðrik Eggertz bjó í Akureyjum frá 1851 til 1879 og lét hlaða mikla bátadokk á árunum 1854 til 1861. Til þess hafði hann sex karla og lét þá vinna fyrir mat sínum. (Mynd: Árbók Ferða- félags íslands) Arnarungi í hreiðri. Rúmur helmingur hafarna í landinu verpir við Breiða- fjörð. (Mynd: Fuglar í náttúru íslands)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.