Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra fjallar um náttúrufar og mannlíf viö Breiðafjörð, en hann hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um vernd eyja og strandlengju á innanveröum Breiðafirði. Yernd Breiðafjarðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um vernd Breiðafjarðar. Breiðaljörður er ein sérstakasta nátt- úruperla landsins og hefur um árabil verið áhugi fyrir því hjá heimamönn- um og náttúruverndarfólki að stuðla að náttúruvemd á svæðinu og styrk- ingu hefðbundins hlunnindabúskap- ar. 1978 samþykkt Alþingi þings- ályktunartillögu Friðjóns Þórðarson- ar þess efnis að rannsaka bæri og vernda hið fjölþætta lífríki Breiða- fjarðar, en ekkert varð úr fram- kvæmdum. Eitt af þeim nýmælum sem frumvarpið kveður á um er sam- þætting náttúru- verndar og vemd- ar menningar- sögulegra minja. Hér er um mjög merka nýjung að ræða sem mun þegar fram líða stundir stórlega auka gildi svæðisins og aðdráttarafl þess fyrir ferðafólk. Helmingur af allri strandlengju Islands Breiðafjörður er stærsta samfellda votlendissvæði landsins og eru strandsvæði þar um helmingur af allri strandlengju þess. I firðinum innanverðum er mikið grunnsævi, en utar er dýpi víðast mælt í tugum metra og er liðlega hundrað metrar þar sem það er mest. Kunnastur er Breiðafjörður fyrir mikinn fjölda eyja, hólma, skerja og boða. Eyjarn- ar á Breiðafirði hafa löngum verið álitnar óteljandi líkt og Vatnsdals- hólar og vötnin á Amarvatnsheiði. Breiðafjarðareyjum er gjarnan skipt í tvo hópa, Vestureyjar og Suð- ureyjar, sem ná þó ekki til allra eyja á firðinum. Skilin á milli Vestureyja og Suðureyja eru á reiki, en eftir því sem næst verður komist eru Suður- eyjar sunnan línu frá fjallinu Klofn- ingi yst í Dalasýslu og út fjörð, en Vestureyjar norðan hennar. Sjávarfalla gætir meira á Breiða- firði en flestum öðmm strandsvæð- um við Island og er mesti munur flóðs og fjöm á sjötta metra. Miklar breytingar eiga sér stað á landslagi eftir sjávarföllum vegna misdýpis og hins mikla fjölda eyja og skerja. Sund þoma og stórir leiru- eða skerjaflákar rísa úr sjó um fjöm svo að landslagið tekur stakkaskiptum. Víða myndast straumrastir og er Hvammsfjarðarröst þeirra kunnust. Þetta umhverfi og breytingar á því torvelda siglingar og gera þær hættu- legar. Ekki er ókunnugum ráðlagt að sigla um eyjarnar án góðrar Ieið- sagnar. Vegna eyjafjöldans er talið að á Breiðafirði sé yfir helmingur af öll- um Ijömm við Island. Þetta atriði eitt veitir vísbendingu um það gildi sem Breiðafjörður hefur fyrir lífríki landsins. Lífmagn í fjörum og á gmnnsævi er mikið og líffræðileg áhrif þessara svæða ná langt út fyrir mörk þeirra, hvort heldur er upp á land eða út á dýpri hafsvæði. Auðugt fuglalíf Stofnar hryggdýra í Breiðafirði em yfirleitt stórir og gefur það vís- bendingu um óvenjuauðugt lágdýra- líf sem fiskar, selir, hvalir og fuglar lifa á beint eða óbeint. Tegundaauðgi í fjömm og á gmnnsævi er ótrúlega mikil þar sem smádýr þrífast í skjóli víðáttumikilla þang- og þaraskóga. Fuglar em áberandi í lífríki Breiða- fjarðar. Sjófuglar em algengastir fugla á firðinum og mest ber á. Þeir hafa verið nytjaðir um aldir og telst svæðið vera með mikilvægust sjó- fuglabyggðum landsins þótt eiginleg fuglabjörg séu þar bæði lítil og lág. Fuglalífið er fjölskrúðugt og umtals- verða hluta af stofnum sumra teg- unda í landinu er að ftnna á fírðinum, til dæmis lunda, æðarfugls, teistu, svartbaks og hvítmáfs. Hæst hlutfall er þó í stofnum toppskarfs og díla- skarfs því um 90% af skörfum lands- ins verpa á Breiðafirði. Um helming- ur þeirra fuglategunda sem verpa hérlendis, eða 37, em árvissir varp- fuglar í eyjunum og fimm tegundir hafa að auki orpið þar óreglulega. Þegar strandsvæði fjarðarins em tal- in með verpa um 50 tegundir fugla á svæðinu sem er um 70% af árviss- um varpfuglum landsins. Sjald- séðir fugiar eiga varplönd á Breiðafirði, þar á meðal um fimmtungur íslenska þórs- hanastofnsins og rúmur helmingur af öllum haförnum í landinu. Þrjár fuglategundir, margæs, tildra og rauðbrystingur, eru árvissir gestir vor og haust þótt þær verpi ekki. Þetta em svonefndir fargestir sem em á reglubundnum ferðum milli varpheimkynna á norðlægum slóð- um og vetrarstöðva á Bretlandseyj- um. Nálægt 10% allra margæsa af þeim stofni sem kemur við hér á landi hafast við á Breiðatjarðarsvæð- inu. Um 60% af þeim tæplega 300 þúsund rauðbrystingum sem koma við á íslandi nýta sér fjörur á Breiða- ftrði. Fjölbreytt gróðurfar Óvíða er jafnmikla grósku að finna og í mörgum Breiðafjarðareyja þótt hrjóstmg eða gróðurvana sker séu einnig ótalmörg. Eyjamar eru margbreytilegar að stærð, landslagi, vatnsbúskap, gerð og dýpt jarðvegs, auk fjarlægðar frá ströndu. Allir þessir eðlisþættir hafa áhrif á fjöl- breytileika gróðurs, en búseta, beit, stærð og tegund fuglabyggða eru einnig áhrifavaldar. Breiðafjarðar- eyjar bjóða upp á næg dæmi urn breytileg áhrif allra þessara um- hverfisþátta. Alls hafa fundist í eyj- unum 229 tegundir háplantna eða um helmingur af náttúrulegri flóru landsins. Ein þessara jurta, flæðar- búi, hefur hvergi fundist hér á landi nema á þessum slóðum. Önnur sjald- gæf tegund er villilaukur sem vex í Hvallátrum. Fyrir tilstilli sjófugla njóta Breiða- fjarðareyjar frjósemi sjávar í ríkum mæli með þeim áburði sem þeir bera upp á land. Gnægð næringarefna leiðir af sér mikla framleiðni, svo gras vex þar í úthaga eins og á bestu túnum. Ýmsir fuglar, til dæmis kríur og máfar, þóttu hinir ágætustu áburðargjafar og í seinni tíð hafa grá- gæsir, sem sækja eyjarnar heim til að fella fjaðrir, bæst í hópinn þótt þær kunni einnig að ganga nærri gróðri. Gróður fuglabyggðanna er frekar einhæfur, en hvergi grænkar eins fljótt á vorin og þar. Fuglabyggðir, einkum lundabaiar, haldast stundum grænar allan veturinn. Stundum er þó of mikið af því góða, til dæmis á skarfaskerjum því hvítt drit bókstaf- lega þekur þau svo þau sjást langt að. Skarfar, sem flytja sig upp í gróður- sælar eyjar, hafa aldrei verið aufúsu- gestir í augum eyjamanna, enda skilja þeir eftir sviðna jörð. Bændur misstu því bæði slægjur á landrýrum jörðum og æðarfuglinn sem forðast skarfabyggðir. Nú er hins vegar ekki hver hólmi sleginn né fé haldið eins stíft að beit í eyjum og fyrrum. Gróð- urfarið hefur tekið stakkaskiptum í kjölfarið. Þetta sést greinilega á hvönninni sem hefur þotið upp víða og sauðfé er sólgið í. Þar má nefna hvannabreiðumar f Sandeyjum í Flateyjarlöndum og Sprókseyjum f Látralöndum. Jarðvegur er annars grunnur í flestum Breiðafjarðareyja og vatnsöflun víða torveld, einkum í þurrkasumrum og vetrarhörkum. Þær takmörkuðu mýrar sem em í eyjunum em sannkallaðar lífæðar því þar er helst neysluvatn að fá. Undirlendi er fremur lítið um- hverfís fjörðinn. Ströndin er víðast aðeins mjó ræma sem rís allsnögg- lega inn til landsins í 300 til 500 metra há fjöll. Jarðhiti er vfða, eink- um vestarlega í Vestureyjum og Vatnsfírði, svo og á Reykjanesi f Reykhólasveit. Merkilegar jarð- myndanir frá jarðfræðilegu sjónar- miði eru margar á Breiðafírði. Þar má til dæmis nefna bogadregna keiluganga, basaltinnskot með fall- egu stuðlabergi, flykruberg, gabbró- innskot og berg úr hvítu anortósíti. Fjölbreyttar mannvistarleifar Búið hefur verið í eyjum á Breiða- fírði allt frá því að land byggðist. Aður var búið í tugum eyja á firðin- um. Mannvistarleifar má því fínna um allar eyjar, sérstaklega á heima- eyjunum. Breytingar til þeirra lífs- hátta sem nú tfðkast hafa farið hægar yfir á Breiðafjarðareyjum en víðast annars staðar á landinu og hafa mannvistarleifar því varðveist betur en annars staðar. Þar eru til dæmis gamlir matjurtagarðar, fornir torf- garðar, grjótgarðar, nátthagar, naust, ruddar varir, bryggjur, bátakvíar, sjóvarnargarðar, legufæri, fiskhjall- ar, skothús, æðarbyrgi, útsýnisturn- ar, kúagötur, réttir, stekkar og sjávar- fallavirkjun. Tóftir af híbýlum og útihúsum eru af óvenjufjölbreyttum toga, til dæmis íbúðarhús, fjós, hlöð- ur, fjárhús, íshús, bræðsluhús, ver- búðir, smíðahús, dúnhús, bátaskýli. bænhús, klaustur, yfirsetukofar, hænsnakofar, brunnhús og útsýnis- tum. Þessar mannvistarleifar bera margbreytilegu atvinnulífí glöggt vitni. Af nógu er að taka, en það sem gerir mannvistarleifar í Breiðafjarð- areyjum einkum áhugaverðar eru þær minjar sem tengjast sjónum á einn eða annan hátt, svo sem að lík- um lætur. Einhver merkilegustu mannvirkin eru bátakvíar eða dokk- ir, hlaðnir garðar til varnar fyrir báta, Silfurgarðurinn í Grýluvogi í Flatey, dokkin í Rauðseyjum og kvíin Stein- gerður í Akureyjum á Gilsfirði. Einnig má nefna sjávarfallavirkjun- ina sem knúði kommyllu f Brokey, en þar er einnig útsýnistum sem og í Akureyjum á Gilsfirði og Sviðnum. Þau ntannvirki voru gerð svo unnt væri að svipast um eftir bátsferðum veiðiþjófa og annarra. Fornminjar Aðeins hafa verið friðlýstar níu fornminjar í Breiðafjarðareyjum og eingöngu í þremur þeirra, Svefneyj- urn, Hergilsey og Flaley. Friðlýst var 1930 og byggðist hún á lauslegum athugunum Kristians Kálunds og Sigurðar Vigfússonar á síðari hluta 19. aldar. Ahugi þeirra var nánast eingöngu bundinn við minjar sem tengja mætti Islendingasögum og Landnámu og því ntjög frábrugðin þvf mati sem nútímamenn leggja á fornminjar. Meðal annars var frið- lýst klausturrúst í Flatey sem á að hafa verið sýnileg um 1840, en er nú horfin. Lítið er vitað um ástand ann- ara fornminja á eyjunum, friðlýstra jafnt sent annarra. Síðan 1930 hafa fornminjar í Breiðaflrði ekki verið friðlýstar ef undan er skilinn Silfur- garðurinn frægi í Flatey sem var frið- lýstur 1975. Fomminjaskráning er nauðsyn- legur undanfari friðlýsinga. Skrán- ing fornminja lá að mestu niðri hér á landi á árunum 1910 til 1980, er hún hófst að nýju. Stykkishólmshreppur kostaði skráningu í hreppnum árið 1985 og vom þá skráðar fornminjar í 11 eyjum. Gera verður gangskör að því að skrá fomminjar í eyjunum sem gerst, hvort sem friðlýst verður meira eða minna í framhaldi af því. Með skráningu fomminja fæst mikið samanburðarefni úr öllum eyjunum og eykur það stórlega á takmarkaða þekkingu okkar, þó án uppgraftar verði sjaldan mikið fullyrt um fom- minjar. I framhaldi af skráningu kæmi svo friðlýsing hins merkasta ásamt tryggilegri merkingu, en hún er helsta vömin gegn því að fom- minjum sé eytt fyrir slysni eða van- þekkingu. Gullkista þjóðarinnar Frá tímum landnáms á íslandi hef- ur Breiðafjörður ávallt verið talinn með gjöfulustu svæðum landsins, oft nefndur gullkista þjóðarinnar. Kem- ur þar margt til, svo sem fjölbreytt og auðugt fugla- og dýralíf, miklar og góðar grasnytjar og fjörubeit, tekja sölva og annarra þömnga og fengsæl fískimið. Hvergi hefur verið meira um hlunnindabúskap hérlendis en á Breiðafírði. Menning fólksins sem við fjörðinn bjó var í órofatengslum við náttúruna. Leggja þarf sérstaka rækt við gamla þjóðhætti með söfn- un þjóðháttalýsinga og gamalla mynda. Líklegt er að fjöldi ljós- mynda sé í fómfn almennings sem fengur væri að skrásetja og safna. Jafnframt þyrfti að varðveita kvik- myndir, sem sýni gömul breiðfirsk vinnubrögð og taka nýjar af vinnu- brögðum eftir þvf sem kostur gefst á fólki sem kann til verka. Örnefnum fylgir mikil menningarsaga og skráning þeirra er auðsæilega vai'ð- veisla menningarsögulegra minja. Gullöld Flateyjar MikiII uppgangur var við Breiða- fjörð á ámnum 1830 til 1860. Einna mestur blómi var í Flatey; þar riðu menn á vaðið með þilskipaútgerð og áttu hafskip í förum milli landa. Þeir beittu sér einnig í landspólitík og vom í framvarðasveit þegar þjóð- frelsisbaráttan hófst. Fundir á forn- um þingstöðum á Þórsnesi og eink- um að Kollabúðum em rómaðir. Breiðilrðingar höfðu einkanlega for- ystu í menningar- og atvinnumálum og tengist þetta ekki síst Framfara- stiftun Flateyjar og bréflega félagi hennar. Félagsmenn höfðu trú á að bókvitið yrði í askanna látið, gáfu út tímarit, sinntu alþýðufræðslu, stofn- uðu til bókasafns og reistu bókhlöðu sem enn stendur. Um þeSsa grósku í Flatey bera nú einkum vitni Félags- hús og Bókhlaðan. I Flatey er fjöldi annarra gamalla húsa sem sýna ber fullan sóma, þótt yngri séu. Varð- veisla þessara húsa er verðugur minnisvarði gróskumikils athafna- og menningarlífs f sérstæðri og um margt einstakri náttúru. Ekkert þess- ara húsa er í húsasafni Þjóðminja- safns en sum eru þó friðuð sam- kvæmt lögum. Búseta við Breiðafjörð Tugir eyja á Breiðafirði hafa verið byggðar í lengri eða skemmri tíma, sumar allt frá upphafi byggðar á ís- landi. Þær skiptast milli tvenns kon- ar býla, eyjajarða og landjarða. Eyja- jarðir eru þau býli kölluð sem hafa ekki landrými nema í eyjum sem þeim tilheyra, en landjarðimar eiga landnytjar sínar að mestu uppi í landi þótt einn hólmi eða fleiri fylgi undan ströndu. Mörg af helstu stórbýlum landhéraðanna umhverfis Breiða- fjörð eiga þó umtalsverð ítök í eyj- um. Búskapur þróaðist með nokkuð öðrum hætti á breiðfirskum eyjabýl- um en landjörðum. Talað hefur verið um „eyjabúskap" sem eitthvað ann- að en það sem bændur aðhöfðust uppi á landi. Ef til vill var helsti munurinn sá að eyjabændum voru bátar jafnnauðsynlegir og hestar lan- djarðabændum. Hin margbreytilegu hlunnindi eyj- anna gerðu það einnig að verkum að eyjamenn höfðu ætíð nóg að bíta og brenna meðan hungursneyð ríkti annars staðar á landinu. Nálægð eyjamanna við fengsæl fiskimið átti Toppskarfur. Um 90% af toppskörfum og dílaskörfum landsins verpa við Breiðafjörð. (Mynd: Fugiar í náttúru ísiands)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.