Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 16
MMÐUBUDID Föstudagur 30. desember 1994 197.tölublað - 75. árgangur Verö i lausasölu kr. 150 m/vsk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir maður ársins 1994: „Hún er glæsilegust" Enginn kemst með tærnar þar sem borgarstjórinn hefur hælana. í öðru sæti í vali álitsgjafa Alþýðublaðsins varð Björk Guðmundsdóttir söngkona og í þriðja sæti Emilíana Torrini söngkona. Það kemur fáum á óvart valið á manni ársins 1994 hjá Alþýðublað- inu. Það er að sjálfsögðu borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem hlýtur þann heiður. Ingibjörg þykir hafa unnið einstakt af- rek síðastliðið vor, er hún „frelsaði borgina úr klóm Sjálfstæðisflokks- ins“, eins og einn álitsgjafi blaðsins orðaði það, og sameinaði sundurleita hjörð félagshyggjuaflanna í Reykja- vík. Alþýðublaðið hafði samband við fimmtíu einstaklinga og átján þeirra nefndu Ingibjörgu Sólninu, eða 36% aðspurðra. „Henni tókst hið ómögu- lega og á eftir að hafa áhrif um ókomna framtíð," sagði einn viðmæl- andi blaðsins, „Eg velti þessu íyrir mér í sólarhring og gat ekki fundið rökstuðning fyrir neinum sem væri betur að þessum titli kominn," sagði annar. Baráttan um annað sætið var á milli tveggja söngkvenna, annarrar gamal- reyndrar og heimsfrægrar og hinnar komungrar og bráðefnilegrar. Það fór þó þannig að lokum að Björk Guð- mundsdóttir hlaut einu atkvæði fleiri en Emilíana Torrini. Björk var þó aldrei nálægt því að ógna Ingibjörgu Sólrúnu, þar sem hún hlaut alls fimm tilnefningar. En þar eð margir voru tilnefndir og atkvæðin dreifðust víða, þá dugði það til að ná öðm sætinu. Emilíana hlaut fjórar tilnefningar. I fjórða sæti með þrjú atkvæði er svo utanrikisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson. „Það er fyrir að halda sönsum eftir allar árásirnar á árinu,“ sagði einn þeirra sem tilnefndu hann, hinir tilgreindu fmmkvæðið í Evr- ópumálunum. Þeir sem hlutu tvær tilnefningar sem menn ársins vom Björgvin Gíslason, formaður Alnæmissamtak- anna, Margrét Eir söngkona og Guðmundur Arni Stefánsson al- þingismaður. „Hann hefur staðið sig eins og hetja á árinu en ekki verið bakkaður upp sem skyldi," sagði ann- Tilnefningar: Maður ársins 1994: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, 18 atkvæði. 2. sæti: Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 5 atkvæði. 3. sæti: Emilíana Torrini, söngkona, 4 atkvæði. 4. sæti: Jón Baldvin Hannibalsson, utanrfkisráðherra, 3 atkvæði. 5. sæti: Björgvin Gíslason, formaður Alnæmissamtakanna, Margrét Eir, söngkona og Guðmundur Arni Stef- ánsson, þingmaður, 2 atkvæði. 6. sæti og eitt atkvæði: Solveig Lára Guömundsdóttir sóknar- prestur, Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður, Illugi Jökulsson rithöfundur, Ólafur Skúlason biskup, Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra, Guðjón Bjarnason arkitekt, Jakob Frí- mann Magnússon menningarfulltrúi, Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, Bjöm Önundarson læknir, Amór Guðjohnsen knatt- spymumaöur, Björn Kr. Leifsson at- hafnamaður, Þorsteinn Geirsson ráðu- neytisstjóri og kvennalandslið Islands í knattspyrnu. Kraftaverkakonan: Borgarstjórinn einbeittur á svölum Ráðhússins. A-mynd: E.ÓI. . Björn On- undarson læknir, Arn- ór Guðjohn- sen, knatt- spyrnumaður, (sem lék frá- bærlega í Sví- þjóð síðastliðið sumar), Björn Kr. Leifsson at hafnamaður (í World Class og Leikhússkjallaran um), Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri (fyrir þátt sinn í lausn kjaradeila á árinu) og kvennalandsliðið í knattspyrnu eins og það leggur sig, en það komst í átta liða úrslit Evrópu- keppninnar, sællar minningar. Alþýðublaðið óskar öllum þeim sem tilnefningu hlutu til hamingju, þó sérstaklega Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, skæmstu stjömu íslenskra stjómmála og ótvíræðum rnanni árs- ins nítjánhundruð-níutíu-og-fjögur á hinu fagra Fróni. Óneitanlega glæsilegur hópur: Ingibjörg Sólrún, Björk og Emilíana Torrini. Álitsgjafar: Andrés Magnússon, Ari Edwald, Árni Þór Guðmundsson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Örvarsson, Baldur Stefánsson, Benedikt Gústafs- son, Birgir Hermannsson, Björn Eiríks- son, Bolli Runólfur Valgarðsson, Bryn- hildur Þórarinsdóttir, Dóra Fjölnisdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Emilía Svein- björnsdóttir, Esther Steinsson, Eymund- ur Jóhannsson, Fjalar Sigurðarson, Glúmur Baldvinsson, Guðmundur Þ.B. Ólafsson, Guðmundur J.Guðmunds- son, Gunnar Helgi Kristinsson, Gunnar Guðmundsson, Helgi Hjörvar, Hermann Hermannsson, Hildur Jónsdóttir, lllugi Jökulsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Ingi- björg Klemensdóttir, Jódís Hlöðvers- dóttir, Jón Þór Sturluson, Kári Þorgríms- son, Karl Th. Birgisson, Kolbrún Högna- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Kristján Ari Arason, Loftur Steinbergsson, Logi Bergmann Eiðs- son, Mörður Árnason, Ómar Smári Ár- mannsson, Pála Birgisdóttir, Rósa Guð- bjartsdóttir, Rosio Calvi, Sigurður Grét- ar Guðmundsson, Sigurður Már Jóns- son, Skjöldur Sigurjónsson, Súsanna Svavarsdóttir, Sváfnir Sigurðarson, Torfi Axelsson, Valgerður Benedikts- dóttir. ar þeima sem tilnefndu Guðmund Áma. Athygli vekur að konan sem virðist samkvæmt skoðanakönnunum ætla að riðla hinu fslenska flokkakerfi svo um munar, Jóhanna Sigurðardóttir fékk einungis eina tilnelningu hjá fimmtíu viðmælendum blaðsins, sem maður ársins. Afrek Ingibjargar Sól- rúnar virðist skyggja á allt annað í stjómmálaheiminum. Það er heldur ekki hægt að segja annað en að það sé athyglisvert að Arni Sigfússon, odd- viti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og keppinautur Ingibjargar um borgar- stjórastólinn, var ekki nefndur á nafn. „Ingibjörg Sólrún kæmist að hvar sem er í heiminum," sagði einn við- mælandi blaðsins, „Hún er glæsileg- ust,“ sagði annar. Þeir sent fengu eina tilnefningu voru séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir, Illugi Jökulsson, („Það ætti að tilnefna hann mann ársins á Rás 2,“ sagði sá er veitti honum atkvæði sitt) Ólafur Skúlason biskup, Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra, Guðjón Bjarnason arkitekt, Jakob Frímann Magnússon menn- ingarfulltrúi, Bryndís Schram,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.