Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 í Nýju Mexíkó. Það var bara tilraun, en þremur vikum síðar, 6. ágúst í Hiroshima, var það dauðans alvara. Nær hundrað þúsund manns létu lít- ið. Aftur var atómsprengju varpað 9. ágúst, nú á Nagasaki. Nær fimmtíu þúsund borgarbúar söfnuðust til feðra sinna. Riehard Oppenheimcr var brugðið, sjálf náttúruöflin höfðu lítið að segja í þetta mannanna tor- tímingartól. Hitler lá dauður og brunninn utan við byrgi sitt og Bandaríkjamenn og Sovétmenn féll- ust í faðma við Saxelfi. Gamlir menn settust á rökstóla. Roosevelt, Churchill og Stalín drógu marka- línur, heiminum var skipt í tvennt. 1955 gátum við íslendingar hælt okkur af heimsfrægð andans stór- mennis, Halldórs Laxness, sem tók við bókmenntaverðlaunum Nóbels í Stokkhólmi. Halldóri voru fyrirgef- in gömul skammarstrik og hann hylltur við heimkomuna til Reykja- víkur. Ekki voru þó allir hægrimenn jafnglaðir að sjá slíkum sósíalista hampað. Annar Nóbelsmaður var hér á ferðinni, Suðurríkjaskáldið William Faulkner sem las úr verk- um sínum í Háskólanum og sagði það sannfæringu sína að menning eyþjóða væri einatt merkilegri en menning meginlandsþjóða. Islend- ingar voru smátt og smátt að rétta úr kútnum. Jens Pálsson mannfræðing- ur birti rannsóknir sínar á vaxtarlagi íslendinga og komst að þeirri niður- stöðu að þjóðin hefði að meðaltali hækkað um fimm sentímetra á ára- tugunum þremur þar á undan. Estragon: Didi. Vladimir: Já. Estragon: Eg get þetta ekki lengur. Vladimir: Þú heldur það. Estragon: Kannski væri betra ef við færum burt, hvor í sínu lagi. Vladimir: Við skulum hengja okk- ur á morgun. Þögn. Nema Godot komi. Estragon: Og ef hann kemur. Vladimir: Þá erum við hólpnir. Beðið eftir Godot, harmskopleikur eftir Samuel Beckett var settur á svið í ágúst 1955. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var 1965 frekar skemmti- legt ár. Fyrsta íslenska bítlaplatan kom út og voru þar á ferðinni Hljómar frá Keflavík með tvö dá- indis lög eftir Gunnar Þórðarson. Og bítlið hélt áfram - hinn tíunda febrúar hélt bresk bítlahljómsveit, The Swinging Blue Jeans, tónleika Winston Churchill renndi niður sínu en nógu varð myndin vinsæl og það voru líka tjórmenningamir frá Li- verpool sem þetta árið sungu fyrst Yesterday en svo var röðin komin að Revolver-plötunni sem var dembt yfir heimsbyggðina. Bítlarn- ir gátu ekki tekið feilspor 1965. Mæður Bítlakynslóðarinnar leituðu skjóls í skuggsælum bingóhöllum Winston Churchill renndi niður sínu hinsta konfaksglasi. Island-Austur-Þýskaland á Laugar- dalsvelli 1975. 2- I, ógleymanleg stund. Jóhannes Eðvaldsson skor- aði annað markið en Asgeir Sigur- vinsson hitt, hvert öðm glæsilegra eins og þar segir. Hulduhljómsveitin Stuðmenn sló í gegn og enginn vissi Albert Einstein setti fram fyrri hluta afstæðiskenningar sinnar 1905. tvöhundruð mflunum og þorska- stríðinu. Því síðasta og alharðasta... Tveir einvaldar voru fáum harm- dauði árið 1975. Haile Sellasse Eþíópíukeisari dó í stofufangelsi frá miklum auðæfum, seinna kom á daginn að hann hafði verið kæfður með kodda. Francesco Franco ein- ræðisherra á Spáni dó og hélt að Jó- hann Karl kóngur rnyndi viðhalda stjórnarháttum sínum, en sá sveik og kom á lýðræði. Bandaríkjavinir lögðu á llótta þegar fánar Viet-Cong og Norður-Víetnama blöktu yfir Sa- að rúmlega 20 þúsund hefðu sótt úti- igon sem var skírð upp á nýtt og nú í höfuðið á Ho Chi Minh. Rauðu khmeramir náðu völdum í Kambód- íu og lýstu því fljótt yfir að nú væri árið núll. Hjá eftirhreytum stúdenta- byltingarinnar var orðin tíska að fremja hryðjuverk og í víggirtum réttarsal sátu þau Andreas Baader, Ulrike Meinhof, Gudrun Esslin og Jan-Carl Raspe á meðan spor- göngumenn þeirra sprengdu þýskt sendiráð í Stokkhólmi og rændu ell- efu olíumálaráðherrum í Vín. 1985 var ekkert sérstaklega við- burðaríkt ár á íslandi eftir mikil verkfallsátök og geðshræringu árið áður. Það var hlaupinn uppgangur í efnahagslífið, svokölluð uppakyn- slóð var að lfta dagsins Ijós og menn höfðu lítinn áhuga á pólitík. Við völd sat traust en heldur óspennandi samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en úti í þjóðfé- laginu dansaði ungt fólk eftir gleði- poppi í anda Greifanna eða tók sér til fyrirmyndar vel snyrta menn í sa- tínfötum með blásið hár úr hljóm- sveitum á borð við Duran Duran og Rikshaw. Sumir héldu að einhvem tíma myndi rísa Kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði, stóriðjumenn vom bjartsýnir, en Helgarpósturinn bini í lok árs miklar fréttir af efni- legu hneykslismáli, en þegar allt kont til alls reyndist Hafskip storm- ur í vatnsglasi. Mikhail Gorbatsjov varð flokksleiðtogi í Sovétríkjunum 1985. Flestum þótti maðurinn lofa góðu, hann fékk dáindis viðtökur á Vesturlöndum, og sjálfúr tníði hann því að hægt væri að betrumbæta Sovétsamfélagið innan ramma kommúnismans. Þrátt fyrir loft- kenndar hugmyndir um glasnost og perestroiku reyndist það argasti misskilningur, því þegar hróflað var við kerflnu hlaut það að hrynja. -eh 1975 var kvennafrídagurinn og talið fund á Lækjartorgi. Napóleon Bónaparte fór að láta verulega til sín taka 1795 og barði á bak aftur uppreisn konungssinna í París. snerta þá. Em þetta aðallega ungar stúlkur, flestar naumast komnar af barnsaldri." í Austurbæjarbíói og átti fótum fjör að launa. Þeir höfðu ekki Iengi barið rafmagnaða gítara sfna og bumbur þegar upphófst hið æðislegasta bítlaöskur, troðningur við sviðið þar sem hinir stærri urðu ofan á en hinir sniæni undir og varð að lokum að tilkynna að hljómleikunum yrði liætt ef ungmennin hefðu ekki stjórn á sér. I samtímafrásögn segir: „The Swinging Blue Jeans verða að fara hér nánast huldu höfði, því að hvert sem þeir fara sitja aðdáendur fyrir þeim til að líta þá augum og fá að hins vegar í ljós ánægju með tón- leikana á eftir.“ hinsta koníaksglasi 1965. Það var fleira sem vakti athygli 1965 en bítl og fundur hins tor- ti'yggilega Vínlandskorts. Mikilli geðshræringu ollu líka tónleikar tveggja „nýtónlistarmanna", Nam June Paik og Charlotte Moorman hjá Musica Nova. Segir svo frá: „Tónsmiðurinn Paik er orðaður við píanó og Charlotte Moorman er sel- lóleikari, en umrædd hljóðfæri komu lítt við sögu á þessum tónleik- um. Paik sló eina nótu á píanóið, labbaði síðan út í sal og beið þar drykklanga stund en sprautaði síðan yfir sig raksápu, stráði þar yfir þvottadufti og stakk að því búnu höfðinu í vaskafat. Þá tók hann að henda f tiltölulega saklausa áhorf- endur grænum baunum en áður en þeir höfðu jafnað sig á þessum ósköpum leysti tónlistarmaðurinn niður um sig og sneri óæðri endan- um að áhorfendum. Sat hann f þessu hæðna ástandi góða stund. Moorman glímdi öllu meira við hljóðfæri sitt sent hún hafði þódyggilega vafið með snæri, auk þess sem hún braut gler, barði sam- an kubbum og fleira f þeim dúr en hápunktur í hennar þætti var þegar hún í bláum náttkjól klifraði eftir stiga upp í olíutunnu, sem fyllt var af vatni og hlammaði sér þar ofan í. Allmargt manna var í Lindarbæ þar sem tónleikarnir voru haldnir, og urðu áhorfendur að vonum furðu lostnir. Nokkrir gengu út að sögn Þjóðviljans, en aðrir voru greinilega á báðum áttum og fæstir höfðu gaman af. Tónlistarmennirnir létu Sound ofMusic var kannski engin tímamótamynd og Julie Andrews engin tímamótasöngkona hvaða náungar þetta voru, svo fóru menn að tengja þetta við Spilverk þjóðanna sem líka sló í gegn. Ljósa- gangur við Kröflu. Konur safnast í þúsundatali á baráttufund á Lækjar- torgi sem sumir vilja kalla kvennafrí og aðrir kvennaverkfall. Geirfinnur enn týndur og það var mál málanna. Þar bar helst til tíðinda að lögreglan í Keflavík hafði samband við „heimsþekktan hollenskan sjáanda", Gerard Croiset, í þeirri von að hann gæti upplýst hvarfið. Taldi hann að Geirfinnur væri ekki lengur í tölu lifenda, en lík hans væri að finna í sjó eða vatni í 800-1000 metra fjarlægð frá heimili hans. Þrátt fyrir víðtæka leik f Keflavíkur- höfn bar hún engan árangur. Og landhelginni, henni má ekki gleyrna, The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde var frumsýnt 1895.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.