Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 11
FOSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 *)•) En ævinlega var hann t i <;<; ö yndislegur ✓ Matthías Jochunisson var höfuðskáld Islands um sína daga; umdeildur, litríkur og óútreiknanlegur. Nú er minning þessa œrslafulla snillings nokkuð tekin að dofna í vitund þjóðarinnar. Við hregðum upp svipmynd af Matthíasi með orðum samferðamanna hans. Séra Matthías kom þangað og fór að tala um þýska heimspeki, en séra Áma (Helgasyni) mun ekki hafa þótt mikið var í það tal. Séra Matthí- as var þá prestur að Móum á Kjalar- nesi. Eftir að hann hafði látið heim- spekidæluna ganga, þá þegir séra Ámi um stund og segir síðan: „Fisk- ast mikið af hrognkelsum á Kjalar- nesi núna?“ Séra Matthías sneyptist. - Benedikt Gröndal, Dægradvöl. Jóni (Sigurðssyni forseta) þótti mjög vænt um þessar veislur og hylli íslendinga í Höfn, sem von var... en hér á íslandi var Jóni aldrei gert neitt til virðingar (nema einu sinni, held ég, og mjög seint; þá peðraði séra Matthías úr sér ein- hverju kvæði, því hann vildi alstað- ar vera; reyndi og til að komast inn á Jón, en tókst ekki, því Jón sá vel, að M. var enginn föðurlandsvinur eða karaktérmaður, heldur flökti milli allra.) -Sama. Brigslið um hringlandahátt síra Matthfasar í lífsskoðunum er ein sú mesta vitleysa, sem ég hef heyrt. Af öllum þeim mönnum, sem ég hef þekkt nákvæmlega, hefur hann ef til vill breyst minnst. Hann hefur getað setið við sinn keip, af því fyrir mannsaldri var hann á undan sínum tíma. Og nú eru það hans skoðanir, sem fyrir mannsaldri voru hneyksli- legar, sem eru að leggja undir sig heiminn. - Einar H. Kvaran, samsætisræða 7. júlí 1912, ísafold. Ævinlega var hátíð í huga mínum, þegar ég heyrði hann vera farinn að raula í forstofunni. Hann gerði mér þá miklu sæmd og þá ógleyntanlegu ánægju að koma oft. Hann talaði mikið. Oft talaði hann um örðugustu gátur tilverunnar. Stundum fór hann fljótt yfir sögu. Stundum skildi ég hann, stundum ekki. Stundum var ég honum samdóma, stundum ekki. En ævinlega var hann yndislegur. -Sama. Það er áreiðanlega sjaldgæft, að nokkurt skáld hafi, með nokkurri þjóð, borið í sínu jarðneska Iífi slík- an ægishjálm yfir öllum starfs- bræðrum sínum, sem síra Matthías í meðvitund þjóðarinnar. - Einar H. Kvaran, Tíminn. Heilabrotin voru mögnuð. Stundum virtist þessi síleitandi, sannleiks- þyrsta sál geta aðhyllst skoðanir, sem voru andstæður allir trú. - Sama. Sama mátti segja um síra Matthías eins og Snorri um Ólaf Tryggvason: Hann var allra manna glaðastur. Þrátt fyrir margvíslegt og mikið mótlæti, sem honum mætti á lífs- leiðinni, virtist hann alltaf vera í góðu skapi. - Sama. Þegar Matthías kom til Reykjavíkur einhvern tíma á næstu árum hélt Thor Jensen honum veislu. Matthías gerði orð á því daginn eftir hve kvöldið „hjá honum Thor mínum“ hefði verið gott og bætti við: „Þama dmkkum við kampavín rétt eins og hundar lepja vatn úr polli!“ - Kristján Albertsson, Menn og málavextir. Einstaka borgarar, efnishyggjumenn og aurasálir, gátu með engu móti skilið mann eins og Matthías, sem ekki virtist kunna nein skil á verð- gildi peninga. Eitt sinn rauk hann að stórbónda úti á götu og rétti honum að gjöf krónupening. Bóndi varð hvumsa. Jú, taktu við þessu, þú hef- ur gott af því, sagði Matthías og gekk brott. - Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Mælt mál. Til er frásaga, sem kann að vera þjóðsögn: Skáldin og vinimir, Stein- grfmur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson, vom eitt sinn á ferða- lagi á hestbaki skammt frá Reykja- vík. Talið barst að skáldskap. Allt í einu á Matthías að hafa sagt við Steingrím: Víst ert þú skáld, Stein- grímur, en mínum háu tónum nærð þú aldrei. - Sama. Mamma (Theodóra Thoroddsen) hafi miklar mætur á Matthíasi sem skáldi. Taldi hann innblásinn. Var hún hér sama sinnis og Kristinn E. Andrésson, en hann spurði ég einu sinni hvern hann teldi mesta skáld- ið. Svaraði hann þá hiklaust, að Matthías bæri höfuð og herðar yfir hina. Öðm máli gegndi um Halldór Laxness, þegar Matthías barst einu sinni f tal. Hann taldi hann nánast leirbullara, sem þó hefði á stöku stað ratast á eitthvað gott. - Sigurður Thoroddsen, Eins og gengur. Og allar götur úr því sóttu á hann andvökur. Einkum urðu þó talsverð brögð að þessu upp úr taugagigt (ischias), er hann fékk 1906, og olli honum talsverðum harmkvælum um tíma. Lá þá við, að hann algerlega sturlaðist á geði. - Steingrímur Matthíasson, við- auki við Sögukafla af sjálfum mér eftir Matthías Jochumsson. Stundum hóf hann ræður eða kvæði fyrir okkur nemendur í hátíðasal skólans. Eitt sinn hóf hann mál sitt á þá leið, að það ætti vel við, að skáldin læsu sjálf kvæði sín í heyr- anda hljóði, þau kynnu að leggja á þau réttar áherslur. En það var álit margra, að flestir mundu betur lesa kvæði hans. Sum þuldi hann í belg og biðu, svo gáskafullum ungling- um veittist full erfitt að verjast hlátri. Stundum var eins og hann hjalaði við sjálfan sig og hefði gleymt því að salurinn var fullset- inn. -Sama. Ég get talað um allt milli himins og jarðar, sagði séra Matlhías. Viljið þið, að ég tali um skáldskap eða vís- indi, listir eða sagnfræði, pólitík, etik, estetik, Darvinisma, philósófí, theólógí, Shakespeare, Skarphéðin eða postulann Pál, kristni eða kredd- ur, blámenn eða berserki, Sókrates eða sjálfan mig. - Sama. Oft var Matthías þjáður af einveru og hugarangri. Oft þjökuðu hann erfiðleikar og umbrot, sem hann varð að dylja aðra, og gat jafnvel ekki skýrt frá vegna þess, að gaman- semi hans hafi stundum verið eins- konar feluleikur, - leikinn til þess að hylja innra stríð. -Sama. aÞað er áreiðanlega sjaldgœft, að nokk- urt skáld hafi, með nokkurri þjóð, borið í sínu jarðneska lífi slíkan œgishjálm yfir öllum slarfshrœðr- um sínum, sem síra Matthías í meðvit- und þjóðarinnar.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.