Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 miMD 20845. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kosningaár framundan Árið sem er að líða hefur um margt verið Alþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki íslands - erfitt. Niðurstöður sveitarstjóm- arkosninganna vom misjafnar eins og gengur. Víða, eins og í Hafnarfirði, vannst mikilvægur varnarsigur, en annars staðar, eins og á Akranesi, olli niðurstaðan miklum vonbrigðum. Jó- hanna Sigurðardóttir, einn helsti forystumaður flokksins um árabil, bauð sig fram til formanns á flokksþingi sem haldið var í júní. í kjölfarið sagði hún af sér ráðherraembætti og - þvert of- an í gefið loforð - sagði sig síðan úr flokknum. Klofningur í flokknum var staðreynd eina ferðina enn. Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra og flokkurinn í heild átti mjög undir högg að sækja vegna ásakana um dómgreindarbrest og spillingu. Sú orrahríð endaði með afsögn Guðmundar Árna, sem markaði þar með tímamót í íslenskum stjórnmálum. Af- sögn Guðmundar Áma var án efa rétt ákvörðun þó menn geti greint á um aðdraganda hennar. Alþýðuflokkurinn getur því vart litið til baka yfir árið sem er að líða og fagnað því sem einu af sínum bestu ámm. Staða flokks- ins í skoðanakönnunum nú um áramótin er slæm, sérstaklega í Reykjavík. Málefnastaða flokksins er hins vegar góð og árang- ur í ríkisstjómum síðustu átta árin til fyrirmyndar. Á þessu mun Alþýðuflokkurinn byggja kosningabaráttu sína. Flokksmenn geta því litið til nýja ársins með bjartsýni. Góður árangur og yfirburða málefnastaða munu með vinnu og baráttu yfirgnæfa óhróður andstæðinganna og skapa Alþýðuflokknum sóknar- færi. Alþýðuflokkurinn er sókndjarfur umbótaflokkur sem læt- ur illa að spila vörn af því tagi sem hann hefur verið neyddur til á síðustu mánuðum. Með samstilltu átaki mun flokkurinn beita öflugum skyndisóknum á næstu mánuðum og rífa sig úr ófræg- ingarherkví andstæðinganna. Flokksmenn ættu því að strengja þess heit um áramótin að bretta upp ermar til sóknar fyrir nú- tímalega jafnaðarstefnu. Sterkur Alþýðuflokkur er höfuðnauðsyn fyrir íslensk stjórnmál og samfélag. Hver á að berjast fyrir umbótum í landbúnaðar- málum? Hver á að berjast fyrir umbótum á kvótakerfinu og sameign þjóðarinnar á auðlindinni? Hver á að berjast fyrir opn- un efnahagslífsins og evrópsku samstarfi? Hver á að halda á lofti rétti neytenda í landinu? Hver á að verja velferðarkerfið gegn sjálfvirkri útgjaldaþenslu og sérhagsmunum? Viljum við fara leið framsóknarmanna allra flokka inn í tuttugustu og fyrstu öldina, eða viljum við fara leið nútímalegrar jafnaðar- stefnu? Viljum við sjóðasukk eða heilbrigt atvinnulíf? Hræð- umst við nýtt alþjóðlegt pólitískt og efnahagslegt umhverfi okkar? Á komandi kosningaári mun Alþýðuflokkurinn halda þessum spumingum og fjölmörgum öðmm að landsmönnum. Sé vel á málum haldið mun svarið ekki verða Alþýðuflokknum óhagstætt. Það er því fyllsta ástæða til bjartsýni. Maður ársins 1994 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er maður ársins 1994. Tilurð Reykjavíkurlistans og glæsilegur sigur hans í kosning- unum síðastliðið vor byggðist að veralegu leyti á persónu Ingi- bjargar Sólrúnar og þeirri virðingu sem störf hennar í borgar- stjóm og á Alþingi njóta jafnt hjá samherjum sem andstæðing- um. Ingibjörg Sólrún er víðsýnn og kreddulaus stjómmálamað- ur sem læoir ekki þröng flokkssjónarmið ráða för. Þetta ein- kenni kemur einkar vel í Ijós í umfjöllun hennar um erfiðasta stjómmálanna nú um stundir, Evrópumálin, og mun án efa nýt- ast henni ríkulega í starfi sínu sem borgarstjóri í Reykjavík. „Þessvegna er óþreyjan svo mikil í atferli margra er að stjórnmálum starfa á landsvísu, þeim Uggur á að sýna „árangur“ strax. Það er einmitt reginmunur á að starfa að sveitar- stjórnarmálum og að starfa á landsvísu, árangur verðurfljótt sýnilegur og áþreifanlegur ífyrra tilfellinu en hvort umdeildar ákvarðanir bera tilætlaðan ávöxt við landsstjórnina kemur fyrst í Ijós löngu síðar. Þá eru oft önnur átakamál uppi og kastljósið beinist að öðrum aðstœðum og nýjufólki.“ Með heill þjóðar að leiðarljósi Árið rennur í aldanna skaut og við erum gjaman að kveðja það í ástvina eða góðra vina hópi. Ljóminn sem stafar af blysum og stjömuljósum og himininn logandi af leiftrandi flug- eldum inynda umgjörðina, meðan minningar hrannast fram í hugann. Góðar, vondar, sárar, áleitnar? Það er samsetning þessa minningabands sem ræður hvemig við metum árið sem er liðið. Það sem vegur þyngst á þessari stundum er hagur ástvinanna og hvaða höndum liðið ár fór um lff fjölskyldu og vina. Ástvinamissir, veikindi, áföll og erfiðleikar annars vegar og bjartir atburðir eins og fæð- ing barns, ungt fólk að bindast tryggðarböndum, gott heilsufar og góður árangur í námi, starfi eða leik em þættir sem raðast á minninga- bandið á þessari ljúfsám stundu sem áramót em. Osjálfrátt metur hugur manns þetta umliðið ár; „gott ár“ - „vont ár“. Það óhjákvæmilega er að árið hverfur í aldanna skaut og nýtt ár gengur í garð. Nýjar væntingar, nýjar vonir og trú á að gæfan verði hliðholl þeim er manni þykir vænt um fyllir hugann. / kastljósinu Þegar við félagamir í Alþýðu- flokknum leggjum mat á árið 1994 er hætt við að margir staldri við þá átakaatburði sem hæst hefur borið innan vébanda flokksins og að þeir Rannveig Guðmundsdóttir skrifar ráði mestu unt okkar pólitíska mat á árinu sem nú er að kveðja. Störf stjómmálamanna em að því leyti öðruvísi en flestra annaixa að þau eru unnin við opinbera flóðlýs- ingu. Athyglin sem snörp atburðarás tengd einstaklingum í forystuhlut- verki fær er gífurleg og kastljósið á stjórnmálin sjálf beinist oftar að ágreiningi um ákvarðanatöku en ár- angri sem leiðir af ákvörðun. Þessvegna er óþreyjan svo mikil í atferli margra er að stjórnmálum starfa á landsvísu, þeim liggur á að sýna „árangur" strax. Það er einmitt reginmunur á að starfa að sveitar- stjómarmálum og að starfa á lands- vísu, árangur verður Iljótt sýnilegur og áþreifanlegur í fyrra tilfellinu en hvort umdeildar ákvarðanir bera til- ætlaðan ávöxt við landsstjómina kemur fyrst í Ijós löngu síðar. Þá eru oft önnur átakamál uppi og kastljós- ið beinist að öðmm aðstæðum og nýju fólki. Ekki er mikið unt að fjöl- miðlar líti yfir farinn veg og kryfji málin; orsök - afleiðing, ákvörðun - afrakstur. Það tökumst við sjálf á við í flokkunum og reynum að ná eyrum fjöldans með okkar árangur. Árangur, væntingar og vonir Það er mikilvægt núna þegar framundan er nýtt ár og kosningavor að við félagamir í Alþýðuflokknum lítum yfir verkefni liðins árs og kjör- tímabilsins sem senn er á enda og metum hvernig verkin voru leyst af hendi. Hverju höfum við skilað sem skiptir máli til framtíðar? Höfum við haldið þannig á málum við stjórnvöl- inn að við getum tekið bamabömin okkur við kné og sagt sem svo að þó þetta hafi verið erfitt tímabil þá hafí það verið þess virði að leggja hönd á plóg; verkefnin hafi verið leysl af hendi með velferð þeirra í huga? Svarið verður jákvætt að mínu mati því þó svo við hefðum kosið að eitt og annað hefði hlotið aðra niður- stöðu þá höfurn við f heild náð vem- legunt árangri við landsstjórnina. Við ntegum ekki láta slæmar skoðanakannanir eða ómálefnalega gagnrýni byrgja okkur sýn. Nú þegar við jafnaðarmenn hefjunr kosninga- baráttu lítum við um öxl eingöngu til að taka saman úrvinnslu verkefna liðinna ára og til að nýta reynsluna af atburðum undangenginna mánaða til að snúa málum til betri vegar. Veganesti jafnaðarmanns, jafnað- arstefnan, er gott veganesti og við höfunt saman gengið til starfa með heill þjóðar að leiðarljósi. Baráttu- málin munu bera ávöxt sfðar þegar kastljósið er á öðmm málum og ef til viii nýju fólki. Árangur af umbótamálum sem Alþýðuflokkurinn hefur náð fram á vettvangi efnahags- og viðskipta- mála en ekki sfst velferðarmála verð- ur sýnilegur á komandi missemm, en það er í kosningabaráttunni sem frarn undan er sem við félagarnir tökum höndum saman og vekjum á þeim athygli. Jafnaðarstefnan er lífs- skoðun og jafnaðarstefna þýðir sam- vinna. Við munum snúa vörn í sókn á komandi vikum og sýna fyrir hvað Alþýðuflokkurinn og jafnaðarmenn standa, því við bemm öll í brjósti nýjar væntingar, nýjar vonir og trú á framtíðina um þessi áramót. Höfundur er félagsmálaráðherra. Dagatal 30. desember Atburdir dagsins 1916 Raspútín drepinn: Hann var geggjaður guðsmaður frá Síberíu sem hafði sterk tök á rússnesku keis- arafjölskyldunni. 1922 Nafni Sovét- rússlands breytt í Sovétríkin. 1988 Tengdasonur Brésnevs sáluga dæmdur í Moskvu í 12 ára fangelsi fyrir margvíslega spillingu. Afmælisbörn dagsins Bjarni Thorarensen skáld og amt- maður, 1786. Richard Kipling enskur rithöfundur. 1865. Sir Carol Reed breskur kvikmyndaleikstjóri, mynd hans Oliver! fékk Oskarsverð- laun, 1906. Bo Diddley bandariskur blússöngvari, sem meðal annars hafði talsverð áhrif á Rolling Stones á sjöunda áratugnum, 1928. Málsháttur dagsins Ekki er allt lygi sem djákninn segir. Annálsbrot dagsins Þá sást vondur draugandi um Eyja- fjörð allan mörgum til skelfingar, uppvakningur haldinn, gjörði stórar skráveifur, sást fyrst í brullaupi einu á Grýtubakka, hafði selshaus að of- an, en hrossafætur að neðan, en með mannlegum höndum og brjóstum. Sjávarborgarannáll, 1630. Dómari dagsins Sannleikurinn var sá, að í daglegu lífi var hann mjög ómildur í dómum sínum um aðra menn - og átti jafnvel bágt með að hlífa þeim, sem helst voru vinir hans, ef honum þótti þeir standa vel til höggs. Ámi Pálsson um Einar skáld Benediktsson. Orð dagsins Ekki er holt að hafa ból hefðar upp ú jokultindi, afþví þar er ekkert skjól uppi fyrirfrosti snjó né vindi. Bjami Thorarensen. Skák dagsins Skák dagsins er af rómantíska skól- anum, þótt hún hafi verið tefld í Novi Sad fyrir aðeins tæpum timm árum. Wedberg, hinn valinkunni sænski íslandsvinur, hefur hvítt og á leik gegn Kuczynski. Einsog sjá má vof- ir mát yfir hvíta kónginum, en Wed- berg fann bráðskemmtilega leið útúr ógöngunum og náði að tryggja sér skiptan hlut. Spun er; Hvað gerir hvítur? I. Hc8+! Kb6 Eini leikur svarts: Drepi hann hrókinn, ieikur hvítur Bxb7+ og svarta drottningin liggur f valnum. 2. Hc6+! Ka7 3. Ha6+! Kb8 4. Ha8+! Kc7 5. Hc8+! Nú er sama staðan komin upp aftur - og svarti kóngurinn er búinn að ferðast heilan hring í kringum hrókinn sinn. Fremur en leggja í annað ferðalag sættist Kuczynski ájafntefli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.