Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.12.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Stór- J. Edgar Hoover bandarískur forstjóri FBI, heföi orðið 100 ára, 1. janúar. J.D. Salinger bandarískur rithöfundur verður 75 ára, 1. janúar. Victoria Principal bandarísk leikkona verður 50 ára, 3. janúar. Gerald Durell breskur rithöfundur verður 70 ára, 7. janúar. Elvis Presley bandarískur söngvari hefði orðið 60 ára, 8. janúar. Rod Stewart breskur söngvari verður 50 ára, 10. janúar. Paul Newman bandariskur leikari verður 70 ára, 26. janúar. John Ford bandarískur kvikmyndaleik- stjóri hefði orðið 100 ára, 1. febrúar. Bob Marley jamaískur tónlistarmaður hefði orðið 50 ára, 5. febrúar. Jack Lemmon bandarískur leikari verður 70 ára, 8. febrúar. Mia Farrow bandarísk leikkona verður 50 ára, 9. febrúar. Robert Altman bandarískur kvik- myndaleikstjóri verður 70 ára, 20. febrúar. Roger Daltrey breskur tónlistarmaður verður 50 ára, 1. mars. Pierre Boulez franskt tónskáld verður 70 ára, 26. mars. Eric Clapton breskur gítarleikari verð- ur 50 ára, 30 mars. Billie Holiday bandarísk söngkona hefði orðið 80 ára, 7. apríl. Dudley Moore breskur leikari verður 60. ára, 19. apríl. Anthony Quinn bandarískur leikari verður 80 ára, 21 apríl. Orson Welles bandarískur kvikmynda- leikstjóri hefði orðið 80 ára, 6. maí. Pete Townshend breskur tónlistar- maður verður 50 ára, 19. maí. Cher bandarísk söngkona verður 50 ára, 20. maí. Jean-Paul Sartre franskur heimspek- ingur hefði orðið 90 ára, 21. júní. Patrice Lumumba forsætisráðherra í Kongó hefði orðið 70 ára, 2. júlí. Daiai Lama trúarleiðtogi frá Tíbet verður 60 ára, 6. júlí. Carl Orff þýskt tónskáld hefði orðið 100 ára, 10. júlí. P.D. James breskur rithöfundur verð- ur 75 ára, 3. ágúst. Charles Bukowski bandariskur rithöf- undur hefði orðið 75 ára, 16. ágúst. Clara Bow bandarísk leikkona og kyn- bomba hefði orðið 90 ára, 25. ágúst. Van Morrison írskur tónlistarmaður verður 50 ára, 31. ágúst. Greta Garbo sænsk kvikmyndastjarna hefði orðið 90 ára, 18. september. Mickey Rooney bandarískur leikari verður 75 ára, 23. september. Brian Ferry breskur tónlistarmaður verður 50 ára, 26. september. Jerry Lee Lewis bandarískur rokkari verður 60 ára, 29. september. Buster Keaton bandarískur kvik- myndagerðarmaður hefði orðið 100 ára, 4. október. Juan Perón argentínskur einræðis- herra hefði orðið 100 ára, 8. október. Luciano Pavarotti ítalskur tenór verð- ur 60 ára, 12. október. Margaret Thatcher breskur forsætis- ráðherra verður 70 ára, 13. október. Montgomery Clift bandariskur leikari hefði orðið 75 ára, 17. október. John Keats bresktskáld, 31. október eru 200 ár frá fæðingu hans. Richard Burton breskur leikari hefði orðið 70 ára, 10. nóvember. Robert F. Kennedy bandarískur stjórnmálamaður hefði orðið 70 ára, 20. nóvember. Goldie Hawn bandarísk leikkona verð- ur 50 ára, 21. nóvember. Augusto Pinochet chileanskur ein- ræðisherra verður 80 ára, 25. nóvem- ber. Woody Allen bandarískur kvikmynda- leikstjóri verður 60 ára, 1. desember. Frank Sinatra bandarískur söngvari verður 80 ára, 12. desember. Georg VI breskur kóngur hefði orðið 100 ára, 14. desember. Edit Piaf frönsk söngkona hefði orðið 80 ára, 19. desember. William Shakespeare skrifaði Draum á Jónsmessunótt 1595. Imaímánuði 1895 komu til Reykjavíkur tveir menn, annar enskur og hinn íslenskur, færandi fagnaðarboðskap hins borðum prýdda Booths hershöfðingja. I október er svo skýrt frá því í blöð- um að Hjálpræðisherinn hafí náð undraverðri fótfestu í Reykjavík á skömmum tíma. Hann hafi fest kaup á Hótel Reykjavík og byijað að halda vakninga- og trúboðssam- komur í þeim húsakynnum. Þá sé herinn byrjaður að gefa út mánaðar- blað er nefnist Herópið. Fæddur var þetta ár Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem ungur varð eitthvert ástsælasta skáld þjóðarinnar. Tvenns konar samband komust íslendingar í við umheiminn 1905. Um sumarið barst hingað fyrsta Marconi- loftskeytið, eins og það var kallað, útlenskar fréttir sem ferðuðust yfir 1850 rasta veg á einu augabragði. Sunnlenskum bændum var ekki skemmt og riðu hundruð- um saman til Reykjavíkur vegna rit- símamála. Svo var það annað og ekki ómerkara samband, nefnilega við hinar miklu veiðilendur. Blaðið Reykjavík skýrir svo frá: ,,Andatrú- armenn eru nú famir að leika listir sínar hér í bænum og særa fram sálir dáinna manna til viðtals við sig. Forsprakkarnir eru frú ein hér í bænum og Einar Hjörleifsson rit- stjóri. Ganga miklar sögur um bæ- inn af kyngi þeirra, en misjafnlega er af henni látið. Davíð Östlund hefur haldið tvo fyrirlestra fyrir fullu húsi til þess að fordæma athæfi þeirra. Er eftir honum haft að eng- inn skuli trúa að þeir eigi tal við framliðna menn, heldur tali þeir við drýsildjöfla, plötupúka, sem blekki þá með því að koma fram f gervi þeirra anda, sem kallað er á. Einn af þeim sem fram hafa verið kallaðir kvað hafa verið Jónas sál. Helga- son organisti, og á hann að hafa lát- ið lítið yfir sönglistinni hinumegin." s Arið 1905 birti skrifstofumaður í Bern í Sviss fáein greinakorn sem átu eftir að breyta heiminum. Albert Einstein setti fram fyrri hluta afstæðiskenningar sinnar. Norðmenn fengu að kóngi danskan Minnismerki úr snjó sem Rikharður Jónsson myndhöggvari gerði um sjó- menn sem drukknuðu í Halaveðrinu 1925. Meðan Lúsítanía sökk og æsku- lýður Evrópu hfmdi í forinni við Ypres og Neuve Chapelle, rúinn stórmennskudraumum og stríðs- frægð, var öllu friðlegra vestur f Ameríku nema hvað sá eini sanni Douglas Fairbanks fór hamförum í bfóhúsum. Dýrlingur eða djöfull f mannsmynd - Raspútín vafði kon- uni og keisaraynju um fingur sér og sögðu sumir að hann væri nánast einvaldur í Rússíá. Það fór margt ungmennið sem mikið hafði verið í lagt fyrir lítið 1915 - sá skaði var seint bættur. / Islendingar eru aldrei nógsamlega minntir á sín óblíðu náttúruöfl og stundum gcrist það með hinu hörmulegasta móti. Eitt slíkt skipti var 8. febrúar 1925 þegar aftakaveð- ur af landnorðri gekk yfir allt land- ið. Það gekk eftir sem menn óttuð- ust að veðurofsinn varð hvað mestur á Halamiðum og á öðrum og þriðja degi tóku togarar þaðan að tínast til hafnar, huldir klakabrynju og brotn- ir ofan þilja. Tveir togarar áttu ekki afturkvæmt, Leifur heppni frá Reykjavík og enskur togari sem gerður var út frá Hafnarfirði. Þenn- Fyrsta kvikmyndasýningin var í París fyrir hundrað árum. Þar var meðal annars sýnd myndin Morgunverður kornabarnsins og þótti fyndin. hann hafði ekki tekið eftir því hve- nær gáfan þoldi hnekk og varð brostin. Þegar frá leið varð hann þess vís að vængjum hans hafði daprast flug og hann fór að hugsa um hvemig þeir hefðu verið settir saman og lærði að hugsa vísvitandi en gat ekki lengur ílogið af því ást hans á fiugi var horfin og hann mundi það eitt að sú var tíð að hann fló án átaks.“ Skrifaði Ernest Hem- ingway um skáldbróður sinn og landa F. Scott Fitzgerald en meist- araverk hans The Great Gatsby koni út 1925. Annað slórvirki leit einnig dagsins Ijós, að höfundi sínum ný- látnum: Málaferlin, um hrakfarir Jósefs K. í myrkum og ijandsamleg- um heimi. Hiifundur Franz Kafka, skrifstofumaður og gyðingur frá Prag. Fylgismenn Hitlers voru aldrei ýkja margir á íslandi, enda fátt um gyðinga hér til að fjandskapast út í. Hópur ungra manna af skáixi sem lögregla og herlögregla reyndi árangurslaust að ná tökum á með kylfum, slökkvudælum og táragasi. Allt síðdegið og Iangt fram á nótt herjuðu hjarðir af snarvitlausum, blindfullum hermönnum og laus- ingjalýð um göturnar og lenti saman við hópa af reiðum borgarbúum, sem ekki gátu unað því að skríllinn hefði alla sína hentisemi. Þetta var blendingur af taumlausri gleði, ónotaðri innibyrgðri athafnaþrá, sem haldið hafði verið í skefjum ár- um saman undir grjóthörðum aga, og óhjákvæmilegum ríg milli her- námsliðsins og almennings. Nú braust þetta út i' Ijósum loga og olli því að fólk rauk hvað á annað eins og grimmir hundar.“ Þetta voru stríðslokin í Reykjavík 1945, lýsing sjónarvotts, og þjóðin mestöll að flytja úr moldarholum í hermanna- bragga... 16. júní 1945 var fyrsta atóm- sprengjan sprengd í Alamogordo heiniilum fann þó hvöt hjá sér til að þramma um bæinn á árunum í kringum 1935 undir svörtum haka- krossum á rauðum fleti og íklæddir brúnum skyrtum að hætti þýskra. Bannlögin góðu voru endanlega úr sögunni þetta ár og samkvæmt nýrri áfengislöggjöf hófst sala á sterkum vínum á nýjan leik 2. febrúar. Þann dag var ös í útsölu áfengisverslunar- innar og náttúrlega keypt langmest af brennivfni. Um kvöldið voru fangageymslur orðnar svo fullar að lögreglan varð að hætta handtökum ölóðra manna og þóttist hún þó hafa ástæðu til að taka fleiri. Þeir áttu spjall í' síma Hermann Jónasson forsætisráðherra og Kristján X kóngur þann 1. ágúst er Island komst í talsímasamband við útlönd. Þeir settu lög í Númberg 1935 og gyðingar töldust upp frá því undirmálsborgarar í Þriðja ríkinu og vei þeim aría sem lagði lag sitt við fólk af þeim kynstofni. Hann var ekki hár í loftinu og kannski ekki ýkja hugumstór, Arabíu- Lawr- ence, en markvisst náði hann að sigrast á upplagi sínu úti í eyði- mörkinni. Svo komu gömlu menn- irnir og stálu sigrinum, eins og hann skrifaði, og líklega var Lawrence saddur lífdaga þegar hann fórst í mótorhjólaslysi 1935. Það er máski ekki óviðeigandi að segja að menn hafi flotið sofandi að feigðarósi þetta ár: Það var dönsuð rúniba, Gréta Garbo túlkaði harmþmngnar ástir Ónnu Karenínu á hvíta tjaldinu og á Broadway sungu menn Porgy og Bess. Líklega vom menn ekki búnir að gera sér grein fyrir réttu eðli kommúnista og nasista sem hvarvetna þrömmuðu. Aldrei hafði Reykjavík líklega verið svo nærri algjöru styrj- aldarástandi eins og þennan dag, þegar friðurinn skall á. Allur mið- bærinn var ein örvita ringulreið, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fæddist 1895. Arabíu-Lawrence fórst í mótor- hjólaslysi 1935, ekki gamall maður en saddur lífdaga. Gorbatsjov varð leiðtogi Sovétríkj- anna og hélt að væri hægt að betr- umbæta kommúnismann. an dag dmkknuðu 74 menn en 5 fómst á landi. Skáldgáfa hans var eins náttúrleg og víindi í duftinu á fiðrildis- vængjum. Þar kom að hann skildi þetta ekki fremur en fiðrildið og Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin 1955. prins og kölluðu Hákon. Salóme dansaði fáklædd með höfuð Jóhann- esar skírara í frumuppfærslu á ópem eftir Richard Strauss og olli það almennri hneykslan. Það var vem- lega farið að halla undan fæti hjá þeim ráðlausa Nikulási tsar. Rússar seildust of langt í Mansjúríu og við Tsushima gereyðilögðu Japanir flota þeirra. I janúar ætlaði múgur friðsamra verkamanna á fund keis- arans með bænaskrá um bætt kjör. I fáti hófu hersveitir skothríð á göngumenn og fjöldi þeirra féll. Það varð bylting, eða svona hérumbil. Ofriðnum lauk ekki fyrr en keisar- inn lofaði að stofnsetja þjóðþing, svokallaða Dúmu, sem hann leysti svo upp við fyrsta tækifæri. Frá áramótunum 1915 öðluðust bannlögin fullt gildi. Þá var ekki aðeins óheimilt að flytja áfengi til landsins, heldur var einnig bann við allri áfengissölu í landinu. Sem- sé þurrt Island, enda fögnuðu bann- menn unnum sigri. Kurr var hins vegar í andbanningum sem töldu lögin óþolandi skerðingu á persónu- frelsi og spáðu að þau myndu gefast illa. Ekki gekk heldur alltaf friðsam- lega að framfylgja bannlögunum og í mars var eftirfarandi frétt símuð til Vísis frá Vestmannaeyjum: „Templ- arar standa hér fyrir miklu götuupp- þoti. Halda þeir að lítilsháttar áfengi hafi borist á land úr Botníu. Gera þeir árásir á friðsama menn, nema sterka menn snerta þeir ekki. Al- mennur viðbjóður er hér á athæfi þessu.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.