Alþýðublaðið - 20.01.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Síða 1
Kæran vegna viðskipta Hafnarfjarðarbæjar og Hagvirkis- Kletts Rannveig hæf en ákvað að víkja sæti Ríkislögmaður segir Rannveigu Guðmundsdóttur félagsmálaráð- herra ekki vanhæfa til að fjalla um kæru formanns bæjarráðs Hafnar- Ijarðar og bæjarstjóra vegna Ijár- málalegra viðskipta bæjarins við Hagvirki-Klett. Engu að síður hefur Rannveig ákveðið að óska eftir því að skipaður verði seturáðherra í mál- inu svo félagsmálaráðuneytið verði hafið yfir vangaveltur um hlut- drægni, yfirhylmingu eða ómálefna- leg sjónarmið, í umræddri kæru var þess krafist að félagsmálaráðherra víki sæti í málinu þar sem kæruefni málsins lúti að ákvörðunum sem meirihluti bæj- arstjómar kjörtímabilið 1990 til 1994 beri ábyrgð á, en þá hafi Al- þýðuflokkurinn farið með meiri- hlutavald í bæjarstjóminni, lengst af undir stjórn Guðmundar Ama Stef- ánssonar varaformanns Alþýðu- flokksins og fyrrverandi félagsmála- ráðherra. Af hálfu kærenda var talið að Rannveig Guðmundsdóttir, fé- lagsmálaráðherra og samþingsmað- ur Guðmundar Arna Stefánsson- ar, væri vanhæf til meðferðar máls- ins samkvæmt ákvæðum stjóm- sýslulaga. I tilefni af kröfunni um að ráð- herra víki sæti ákvað félagsmálaráð- herra að leita álits ríkislögmanns. Hann var spurður hvort ráðherra væri vanhæf til að ijalla um kæmna vegna þess að félagsmálaráðherra er flokkssystir þeirra aðila sem sátu í meirihluta bæjarstjómar og vegna þess að ráðherra er samþingsmaður Guðmundar Arna Stefánssonar. I niðurstöðu ríkislögmanns segir meðal annars: „... er það álit emb- ættisins, að ráðherra sé ekki sjálf- krafa vanhæf á grundvelli 6. tl. 1. mgr. 3. gr. stjómsýslulaga til að tjalla um framangreinda kæm við það að vera flokkssystir þeirra aðila er sátu í meirihluta í bæjarstjóm Hafnarfjarðar eftir sveitarstjómar- kosningamar 1990 til jafnlengdar 1994 eða við það að vera samþing- maður bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði á umræddum tíma.“ í frétt ffá félagsmálaráðuneytinu segir að í hönd fari alþingiskosning- ar og verulegar líkur séu á að Rann- veig Guðmundsdóttir og Guðmund- ur Ami Stefánsson muni bæði eiga sæti á framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi. Sú staða sé þess eðlis að tortryggni kynni að skapast um að Rannveig eigi ein- staklega hagsmuni af úrlausn um- ræddrar kæm þar sem niðurstaða kæmmálsins gæti hugsanlega haft áhrif á framtíð ráðherrans sem stjómmálamanns. Félagsmálaráðu- neytið verði að vera hafið yfir vanga- veltur um hlutdrægni, yfirhylmingu eða ómálefnaleg sjónannið. Á gmndvelli þess hafi félagsmálaráð- herra tekið þá ákvörðun að óska eftir því við forsætisráðherra að skipaður verði seturáðherra til að úrskurða í þessu kærumáli. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjanesi fer fram nú um helgina. Rannveig Guð- mundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson takast á um efsta sætið og er tvísýnt um úrslit. Alþýðublaðið heyrði hljóðið í tveimur stuðningsmönnum þeirra í gær Bjartsýnn á sig- ur Rannveigar - segir Halldór Sigurbjörnssonrstuðnings- maður Rannveigar Guðmundsdóttur. Meöbyr með Guömundi Árna - segir Tryggvi Harðarson, stuðningsmaður Guðmundar Árna Stefánssonar. „Það hefur verið barist drengilega og heiðarlega. Við sjáum að þetta er að lyft- ast hjá okkur en við þurfum að taka vel á í kjördæminu. Það er ekki gott að meta stöð- una á þessari stundu og ég get því ekki fullyrt að sigur- inn sé kominn í höfn en mér líst vel á þetta," sagði Hall- dór Sigurbjörnsson, stuðn- ingsmaður Rannveigar Guðmundsdóttur í próf- kjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi. „Rannveig og Guðmundur Ámi em sammála um að keppa að því að ná efsta sæt- inu og ég óska öðmm ffam- bjóðendum góðs gengis. Ég ætla ekki að spá neinu um ffekari röðun á listann, en líst vel á alla frambjóðendur. Þetta verður góður listi og ég er bjartsýnn á sigur Rann- veigar í prófkjörinu," sagði Halldór Sigurbjömsson. „Það er ljóst að baráttan um efsta sætið stendur á milli Rannveigar Guðmundsdótt- ur og Guðmundar Árna Stef- ánssonar og það getur orðið mjótt á munum. Ég tel Petrínu Baldursdóttur langlíklegasta í þriðja sæti en það em aðrir frambjóðendur sem kunna að banka á,“ sagði Tryggvi Harð- arson, stuðningsmaður Guð- mundar Árna í prófkjörinu sem fram fer í Reykjanesi á morgun og sunnudag. „Maður finnur víða meðbyr með Guðmundi en það er ljóst að sterk öfl í þjóðfélaginu hafa unnið gegn honum og gera enn. Þegar rætt er við hinn almenna kjósenda er yfirleitt gott hljóð í þeim í garð Guðmundar og þeim finnst ómaklega hafi verið að honum vegið. Ég er nokkuð bjartsýnn um úrslitin en tel að þetta verði jöfn barátta,“ sagði Tryggvi Harðarson. Öld liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Ástsælasta skáld íslands á 20. öld Alþýðublaðið minnist þess í dag með veglegum hætti að á morg- un, 21. janúar, eru 100 ár iiðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Davíð Stefánsson naut um sína daga meiri og al- mennari vinsælda en nokkurt Ijóðskáld annað, fyrr og síðar. Hann var í senn túlkur kynslóðar sinnar og áhrifavaldur, en auk þess litrík og umtöluð ævintýrapersóna. Alþýðublaðinu í dag er dreift sérstaklega á Akur- eyri, bænurn sem fóstraði Davíð í áratugi. Á morg- un verður frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar leikgerð unnin úr ljóðum skáldsins. Þá er afmælis- ins minnst nteð margvís- legum öðrum hætti. Bergljót Arnalds í hlutverki sínu í sýningu Leikfélags Akureyrar, Á svörtum fjödr- um, sem frumsýnd verður á morgun á afmæli skáldsins. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra Anna Karólína fer í 2. sætið „Konur vilja yfirhöfuð taka þann- ig á málum, að þær geti skilað þeim vel af sér; verða vita nákvæmlega hvoit þær geti staðið sig,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir í viðtali við Alþýðublaðið í dag. Lík- legt þykir að hún skipi annað sæti á framboðslista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra til alþingiskosn- inga. I viðtalinu ber margt á góma, einsog uppvaxtarárin á Húsavík og endurkontuna mörgum árum seinna: „Á þeim tíma létég til dæm- is gamlan draum rætast og fór að læra á harmónikku; ég er jafnaðar- maðurinn sem spilaði með Harm- ónikkufélagi Þingeyinga ... Ég keypti mér síðan hlut í trillu, tók pungaprófið og stundaði sjóinn þrjú sumur frá Húsavík." Sjá blaðsíðu 15. Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, vegna landssöfnunarinnar Samhugur í verki til styrktar íbúum Súðavíkur Góðir Islendingar. A þungbærum stundum þjöppum við okkur saman heilsteypt þjóð við andstreymi í landi, þar sem nátt- úruöflin hafa birst okkur grimm og óvægin. Harmar hafa sótt okkur heim og við finnum það glöggt sem endranær, þegar að okkur er höggvið, hve nákomin við erum hvert öðru. Átakanlegur rnissir og harmur eins verður missir og harmur þjóðarinnar allrar. Hvarvetna á Islandi dvelur hugur manna þessar stundir hjá þeim sem orðið hafa fyrir miklum raun- um. Samhyggð okkar er einlæg og sterk og öll vild- um við eiga ráð til að létta þeim þungar sorgarbyrðar. Við stöndum máttvana andspænis því sem orðið er og ekkert fær breytt. En tíminn nemur ekki staðar, heldur er sá einn kostur að halda áfram og leita allra leiða til að milda áföllin og vemda þá sem fyrir reið- arslagi hafa orðið. Okkur gefst nú öllum færi á að rétta þeim hjálparhönd og votta þeim samkennd okk- ar í landssöfnun sem ber einkunnarorðið „Samhugur í verki“. Stuðningur okkar og einhugur getur á þann veg veitt þeim, sem að hefur verið vegið, styrk til að ganga til móts við komandi tíma. Með djúpa hryggð í hjarta bið ég guð að blessa og styrkja þá sem hafa þolað sáran missi ástvina og ís- lendinga alla.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.