Alþýðublaðið - 20.01.1995, Page 10

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Page 10
10 ALÞÝÐUBLAÐHD FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Alþýðublaðið sneri sér til fólks úr ýmsum áttum og fékk álit þess á Davíð Stefánssyni og skáldskap hans. „Það hlýtur að vera í meira lagi dauðyflis- legt ungmenni sem ekki hrífst af þeim óbeisluðu ástríðum og hamslausu tilfinn- ingum sem Davíð leysti úr læðingi og gaf mál,“ segir Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra, og aðrir taka mjög í sama streng. Davíð á greinilega ennþá hljómgrunn meðal íslendinga. Össur Skarphéðinsson umh verfisráðherra Ég varð ungur handgenginn Davíð Stefánssyni Ég varð ungur handgenginn Davíð Stefánssyni og drakk í mig ljóðin hans. Reyndar kann að vera, þegar ég hugsa mig um, að mig hafi langað mikið til þess að líkjast Davíð; jafnvel verða einsog hann. Það hlýtur að vera í meira lagi dauð- yflislegt ungmenni sem ekki hrífst af þeim óbeisluðu ástríðum og hamslausu tilfinningum sem Davíð leysti úr læðingi og gaf mál. Hann var byltingarmaður í íslensk- um skáldskap og lagði komungur undir sig konungsríkið. Hans biðu hinsvegar sömu örlög og flestra byltingarmanna; um síðir varð hann skotspónn nýrrar kynslóðar sem þótti hann vera holdgervingur niður- lægingar og úrkynjunar í ljóðlist. Þótt hann héldi hylli almennings til dauðadags skaddaðist ímynd hans, og þegar ég komst til vits og ára var ákaflega ófínt að vera hrifinn af Davíð. En það er nú einu sinni svo, að þau ljóð sem maður tileinkar sér ungur verða samgróin manni á und- arlegan hátt: Davíð hafði haft alltof sterk áhrif á mig til þess að gæti samþykkt að hann væri bara einhver bögubósi eða „dekurdýr borgar- anna“ einsog sumir vinstrisinnaðir menningarvitar, vinir mínir, kölluðu hann þegar þeim var mikið niðri fyrir. Davíð stóð þetta gaspur auðvitað af sér, og ég hygg að skáldskapur hans muni aftur öðlast vinsældir, og kannski fyrr en margan grunar. Davíð Oddsson forsœtisráðherra Hann var yndislegt og ódrepandi skáld „Það var í nokkurri tísku hér fýrr að þykjast þess um- kominn að tala niðrandi um ljóða- gerð Davíðs Stef- ánssonar. Þessu stjómaði hópur trú- aðra vinstrimanna sem áleit sig intelegensíu og dró menn í verðlaunadilk, ef þeir töldust meðvitaðir félagshyggjumenn en hæddu hina eða reyndu að gera verkum þeirra illt. Davíð hafði brot- ið það af sér að vera ekki til sölu og geta þó ort betur en hinir sem með- vitaðri þóttu. Ljóð hans eru af mörg- um toga: Magnþrungin Ijóð og dul- úðug, trúaróður eða sálmur, heit- strenging og hetjusöngur og þar fram eftir götunum. En hann var um leið alþýðuskáld og orti ljóð, sem kölluðu á lag, spilverk og söng- menn. Hann var með öðrum orðum afburðamaður í ritlist, yndislegt og ódrepandi skáld.“ Nína Björk Arnadottir skáld Hann hafði djúp áhrif á tilfinn- ingalíf mitt Til em fræ sem fengu þennan dóm: þetta söng ég há- stöfum og hálfgrát- andi þegar ég var að sækja kýmar á sumrin í sveitinni, og Óli bróðir minn með mér. Og svo tondeleyo með léttleika. Óli fór ungur að spila á orgel og nikku, og ég glamraði stundum undir á gítar og þá sungum við líka Davíð. Þá kom fólkið af bæjunum saman á kvöldin og söng, mest ljóð Davíðs, þau sem lög vom til við. Dalakofinn var mjög vinsæll. I gaggó eignaðist ég vin, sem dó ungur, Ingimund Helgason. Hann var Ijóðelskur. Við sátum oft saman á kvöldin og lásum kvæði Davíðs hvort fyrir annað. Ég held að Davíð hafi ekki haft nein áhrif á mig sem skáld, það var frek- ar Steinn og aðrir; en hann hafði djúp áhrif á tilfinningalíf mitt sem barns og unglings og ég kunni kvæði hans, sum alllöng, utan að og kann enn. Þá vom skáldin færri og færra í boði til hugþreyingar, og þá höfðu skáldin sterkari áhrif á fólk. Mér fannst sárt seinna meir, þótt ég væri sjálf hætt að tönglast á kvæð- um Davíðs og reyndar orðin róttæk, að heyra vinstrimenn kalla hann hörpudiskaskáld. Skáld áttu þá að vera róttæk og auðvitað helst kommar. Nú held ég og vona að þetta hafi breyst. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Jaínvel íyrirmynd að finna í mælsku hans og ástríðu Hann hreif mig þegar ég var strák- ur. hrynjandin, ein- faidleikinn, hag- mælskan, spaklegt yfirbragðið - allt þetta „sumir öðlast aldrei margt...“ virkaði alveg feyki- lega gáfulegt á mann. Hann er svo ábúðarmikill og brúnaþungur að meira að segja línur einsog „I Flór- ens hafa fjöldamargir ferðalangar gist / og hvergi er hærri klukkutum og hvergi meiri list“ virðast geyma djúpa speki. En aðalatriðið var auð- vitað þetta kynferðislega aðdráttar- afl. Davíð er mjög lostafullur sem er ákaflega sjaldgæfur eiginleiki hjá ís- lenskum skáldum, meira segja nú á dögum. Konumar hjá honum em al- veg rosalegar og hin sadó-masók- íska sýn á þær hentaði tólf ára göml- um karlmanni afar vel: þær em ým- ist að bjóðast til að sópa gólfin hjá skáldinu með hári sínu eða þá bít- andi hann á barkann. Þetta er yndis- lega karlmannlegt og bjánalegt og enginn sem myndi þora að yrkja svona nú á dögum. En um leið er hrynjandin í ljóðunum kvenleg - mjög kvenleg - fengin úr þjóð- kvæðum kvenna, frá Theódóm og Huldu. Þannig kunni hann að hag- nýta sér bæði kynin sem í sérhverju skáldi búa. Hann hæfði ungu kyn- slóða beint f hjartastað árið 1919, en eftir stríð varð hann það úreltasta af öllu úreltu. Ástarljóð hans voiu ekki nógu „ábyrg“, þjóðfélagssýnin ekki nógu „meðvituð“, spekin „almælt tíðindi". Bmðl hans með orð þótti ekki ná nokkurri átt á tímum þegar skáldið átti að umgangast orð eins- og grandvar bókari - þau vom svo „dýr“. Svo hann lenti í að glamra eitthvað við kantötur og yrkja ávörp fjallkonunnar og ávarpa konunga, Ijóðin lengdust eftir því sem honum lá færra á hjarta og eftir hans dag Þegar Davíð Stefánssyni var meinað að eiga lögheimili í Fagraskógi greip hann til sinna ráða. Þetta kemur fram í viðtali Sœmundar Guðvinssonarvið bróðurson Davíðs, Stefán Stefánsson á Akureyri Skáldið kom með krók á móti bragði „Ég umgekkst Davíð Stefánsson allt frá því ég var barn. Hann var alltaf mikill heimilisvinur út í Fagraskógi og sótti þangað þegar hann hafði tækifæri til. Við systk- inin kynntumst honum því strax í barnæsku og sambandið hélst alla tíð eftir það,“ sagði Stefán Stefáns- son á Akureyri, bróðursonur Dav- íðs, í samtali við blaðið. „Davíð kom í Fagraskóg í sínum frístundum meðan hann var í fullu starfi á Akureyri. Eftir að hann lét af því og sinnti eingöngu sínum skáld- skap notaði hann hvert tækifæri til að skjótast út eftir þegar vel stóð á. Hann vildi alltaf eiga lögheimili út í Fagraskógi en lögin heimiluðu það ekki. Þá kom hann með krók á móti bragði og kenndi sig við Fagraskóg í staðinn," sagði Stefán. Þú kynntist Davíð sem barn. Átti hann gott með að umgangast börn? „Davíð Stefánsson var ákaflega Ijúfur og góður drengur í alla staði og sérlega bamgóður hlýtur hann að hafa verið því við systkinin hænd- umst öll mjög að honum. Við kölluð- um hann alltaf frænda og þótti hann besti frændinn af öllum góðum frændum.“ Fór hann með kvæði fyrir ykk- ur? „Það var nú ekki mikið. Hann tók bara þátt í lífinu í sveitinni eins og aðrir þegar hann var korrúnn þangað. Hann lét sig málin varða og fylgdist með öllu. Var úti þar sem verkin voru í gangi og svo líka inni til spjalls. Eg býst kannski við að með- an við vorum yngri munum við best eftir því þegar hann kom fyrir jólin því okkur fannst jólin ekki koma nema Davíð væri kominn í bæinn. Eftir að ég fór til náms við Mennta- skólann á Akureyri var oft litið inn hjá frænda. Ég var alltaf boðinn vel- kominn eins og aðrir skyldmenn og vinir og kunningjar." Var Davíð þá ekki eins mikili einfari og haidið er fram? „Hann bjó að vísu einn en var með leigjendur í kjallaranum fyrstu árin eftir að hann byggði húsið að Bjark- arstíg 6. Síðan var hann einn í húsinu og bjargaði sér sjálfur með mat en borðaði þó oft hjá Valgarði bróður sínum framan af. Annars var hann mikið einn en hafði ákaflega gaman að hitta kunningja og fá menn í heimsókn og leita frétta hjá þeim. Hann hafði mikinn áhuga á að fylgj- ast með málum bæði í sveitunum og öðrum atvinnugreinum, sjávarútvegi og iðnaði. Hann fylgdist held ég meira með því en margan grunaði. Hann hafði áhuga á að vita hvernig gengi og bar hag þjóðarinnar fyrir bijósti. En vissulega býst ég við að stundum hafi hann viljað fá fleiri til spjalls og hafði gaman af því þegar fólk heilsaði upp á. Ég held að fólk hafi haldið að hann héldi mönnum meira frá sér en raun var á. Auðvitað var það þannig stundum að hann vildi vera í ró og næði en hann hafði líka mikið yndi af því að slappa af og rabba við þá sem vom í heimsókn hjá honum. Ég man til dæmis eftir gestum eins og Páli ísólfssyni og Áma Kristjánssyni." Var Davíð skapstór? „Mér fannst hann alla tíð hafa ákaflega gott skap og Davíð var með jafnaðargeð. En auðvitað var hann skapmikill undir niðri en fór ákaf- lega vel með það. Hann var yfirleitt tilitssamur í orðavali nema þá helst á yngri ámm þegar hann var að skemmta sér.“ Davíð var mikið kvennaguil. Stóð hann oft í ástarsamböndum? „Ég þekki ekki tii hvemig það var á hans yngri ámm en ég varð ekki var við það á seinni ámm. Hann bjó alltaf einn og festi aldrei ráð sitt. En ég var aldrei var við annað en hann væri sáttur við lífið og tilveruna þótt hlutirnir gengju upp og niður hjá honum sem öðmm. Davíð barst ekki mikið á og var nægjusamur fyrir sjálfan sig.“ Átti hann aldrei bfl? „Hann lærði á bfl á sínum tíma og keypti sér síðan fólksbfl. Ætli þetta hafi ekki verið um 1956. En eftir að hann fékk sér bflinn fannst honum það ekki henta sér að aka og losaði sig við bflinn. Hann fékk víst nóg af þessari tiiraun. Davíð ferðaðist hins vegar talsvert innanlands og utan. Síðustu árin fór hann hins vegar minna en hann hefði ef til vill kosið.“ Hann hefur jafnan haldið tryggð við átthagana? ,Já. Hann átti mjög sterkar rætur í sveitinni og hélt alla tíð mikla tryggð við Fagraskóg og sveitina þar. Eg held líka að allir sem kynntust hon- um hafi haft gagn og gaman af þeim kynnum og haldið tryggð við hann,“ sagði Stefán Stefánsson. hefur enginn fengist til að vera þjóð- skáld. Vitamir vilja ekki brenna. En ég held að Ijóðagerð einsog hann stundaði sé saknaðarefni og það sé jafnvel íyrirmynd að finna í mælsku hans og ástríðu. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður „Sá sem gleður ungt hjarta öðlast tilverurétt“ Ég fór að lesa Ijóð Davíðs Stefánsson- ar um það leyti sem ég bytjaði í Kvennaskólanum, þá 12 ára. Islensku- kennarar ýttu mjög undir áhuga á ljóð- um bæði í Landa- koti og Kvennó. Þau ljóð Davíðs sem ég las á þessum ámnt vom einkum opnu rómantísku ljóðin hans. Svartar fjaðrir las ég ekki fyrr- en eftir að ég var fullorðin. Ljóð um ást, trega, aðskilnað og allt slíkt - það vom mínar ær og kýr á þessum ámm. Þegar ég var fjónan ára skrif- aði ég bréf til Davíðs; ég var í dulít- illi „ástarsorg" og mér fannst hjálpa að segja honum hvað ljóðin hans væm mér dýrmæt. Nokkru seinna sendi Davíð mér svarbréf og ég man ég klökknaði yfir því, af því mér fannst það svo fallegt og persónu- legt: „Sá sem gleður ungt hjarta öðl- ast tilvemrétt. Ef ég get með Ijóði sagt þér það sem þú hefur fundið samsvömn við og þú átt næmi til að hrífast, fagna ég.“ Davíð sagði í bréfinu að hann héldi það ætti við mig að tjá mig í skrif- uðu máli. Ég var upp með mér af því. Eg hitti Davíð aldrei en níu ár- um seinna þegar ég sá hann í leik-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.