Alþýðublaðið - 20.01.1995, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 20.01.1995, Qupperneq 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 Gluggað í bréf sem Davíð Stefánsson skrifaði Sigurði Nordal, Birni O. Björnssyni og Theodóru Thoroddsen Hvítt og svart - það eru mínir Stundum fyllist ég vígamóði. Þá langar mig að segja kennurunum til syndanna og mylja skólann niður í eldivið handa fátækling- um, sem verða að hírast í köldum kjallarakompum. Bréf Davíðs til Sigurðar Nordals, skrifað veturinn 1916-17. Davíð var um tvítugt og við nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég er æstur. Ég er bæði heUbrigð- ur og brjálaður. Ég elska engan - og er ástlaus. En sá, sem engan elskar, er ófreskja. Ef til vill hef ég aldrei elskað neinn. Ég hef að- eins haldið það. En ég veit, að ég hef verið elskaður... Bréf Daviðs til Sigurðar Nordals, skrifað veturinn 1916-17. Mig langar jafnvel stundum til þess að setja eitthvert argvítugt leirhnoð í blöðin til að láta fólkið lofa það, - til að sjá hvað það er heimskL Bréf Davíðs Stefánssonar til Sigurðar Nordals, skrifað 1917. Kæriega þakka ég yður bréfið. Það er siður en svo að ég þykkist af dómi yðar, um kvæði mín, er ég sendi í sumar. Þér megið trúa því, að mér þykir vænt um að heyra dóma þeirra, sem ég treysti og veit að hafa bæði þekkingu og vit á skáldskap. Mér þvkir vænt um að þeir segi mér til syndanna, - og þó er langt frá því að ég sé ævinlega á sama máli. Ég er það ekki vegna þess, að ég álíti mig að nokkru leyti þeim freniri eða snjallari, heldur eru tiifinningar mínar óskyldar þeirra, en mitt fyrsta boðorð í skáldskapnum er þetta: Vertu þú sjálfur. Bréf Davíðs til Theodóru Thoroddsen skáldkonu, skrifað í Fagraskógi 27. nóvember 1917. Ég er nýlega kominn af flækingi. Fór inn á Akureyri og gisti þar nokkra daga. Þar liggur andieysið í loftinu og þar eru oddborgarar og rabbarbaravín. Ég fór þaðan fullur af - leiðindum. [...] Annars iofsyng ég fáar konur þessa stundina. Ég gjöri raunar meira að því að lasta þær en lofa - þó líklega væri réttast að gjöra sig þar ekki að dómara. Og ég skal játa það að kvenhatur er iík- lega ætíð sprottið af vanþekkingu á sál konunnar. Þess vegna er best að segja fátt - en reyna að skilja meira. Bréf Davíðs til Theodóru Thoroddsen, skrifað í Fagraskógi 28. mars 1918. Framtíðardraumar mínir hafa alltaf verið glæsilegir. Og það skuluð þið hugga ykkur við, vinir mínir, að ég er ekki vonlaus um að geta náð þeim tökum á sjálfum mér, að ég geti gert suma þeirra að veruleika. Ef mér tekst það ekki - þá er ég úr sögunni. Bréf Davíðs til „Boðnarfélaga", skrifað í Fagraskógi 15. júní 1920. Davíð var þá 25 ára. Boðn var ungskáldafélag. Nei, ég er ekki ástfanginn af þeim dönsku, og þó veit ég að þetta eru vænstu konur. En tölum ekki um konur - það er nóg neyðast til að hugsa um þær, verða að krjúpa fyrir þeim og kveljast þeirra vegna og kvelja þær. Litla, hvíta dúfan mín! Líklega er ég búinn að vængbrjóta hana af því hún reyn- ir ekki að fljúga frá mér. Bréf Davíðs til Björns O. Björnssonar, skrifað í Kaup- mannahöfn 20. september 1920. Ef þú kemur til Caprí á undan mér, heilsaðu þá svarthærðri smámeyju með föla vanga. Ef þú segir henni, að ég hafi kysst hana og dansað með hana í fanginu af gleði, þá kannast hún við mig. Hvíslaðu að henni Katarínu litlu, að ég gleymi henni aldrei og sigli með hana í huganum inn í bláu sæhöllina undir berginu. Bréf Davíðs til Sigurðar Nordals, skrifað í Róm 13. apríl 1921. Davíð var þá 26 ára. Gorkí segist hata rússncska bændur. Það hryggði mig að heyra... Þá er ég illa svikinn, ef bændur og svcitalýður er ekki kjaminn úr hverri þjóð, þej»ar öllu er á botninn hvoIfL A Islandi er ég ekki í neinum vafa um að svo sé. Við eigum blátt áfram enga aðra menningu en bænda- menninguna. Lífið í sjávarþorp- unum heima er hvorki fugl né fiskur, hvorki innlent né útlenL Bréf Davíðs til Björns O. Björnssonar, skrifað á Ítalíu 15. október 1921. Davíð var þá 26 ára. Ég veit það, að ég hef oft orðið til þess að hryggja vini mína með lífsháttum og kvæðum mínum, en ef til vill hefur náttúran gefið mér meiriástríður en sumum öðrum [...] Ég er þó á engan hátt að af- saka mig, hvorki fyrir öfgar mín- ar í Ijóði né lífi. Efalaust hefði get- að tamið betur skapsmuni mína, hefði ég viljað kúga eðli mitt [...] ekki hef ég oft þurft að iðrazt - þó að stundum hafi samvizkan kval- „...svo kvaddi hann þær." Úr upp- færslu Leikfélags Akureyrar á Svörtum fjöðrum. Dofri Her- mannsson, Bergljót Arnalds og Rósa Guðný Þórsdóttir í hlutverk- um sínum. „Eg veit það, að ég hef oft qjk$n» ið til þess að hryggja vini mína með lífsháttum og kvæðum mínum, en ef til vill hefur nátt- úran gefið mér meiri ástríður en sumum öðrum.” Rætt við Gísla Jónsson menntaskólakennara um kynni hans af skáldinu Svo heppinn að vera vikapiltur Davíðs Gfeli Jónsson raenntaskóia- kennari á Akureyri kynntfet Davíð Stefánssyni, bæði pcrsónulega og í gegnum Amtsbókasafnið. Alþýðu- blaðið sneri sér til Gfela og Iagði fyrir hann nokkrar spumingar um skáldið. Hver voru fyrstu kynni ykkar Davíðs? ,JÉg man þetta ekki alveg fyrir vísþ en held að þau hafi orðið, þegar ég kom inn í stjómamefnd Amts- bókasafnsins 1958. Vera má að við höfum eitthvað kynnst fyrr í Stúd- entafélaginu. Þó held ég það ekki. Davíð mun að mestu hafa verið hætt- ur að sækja þar fiindi, þegar ég kom. I stjómamefhd Amtbókasafnsins var Davíð formaður nokkur ár, eftir að hann lét af starfi bókavarðar.Lár- us Zophaníasson amtsbókavörður er, þegar þessi orð em töluð, að kanna vandlega tildrög þess að Dav- íð varð bókavörður á Akureyri. Að- búnaður safhsins mun ekki hafa ver- ið björgulegur, þegar Davíð tók við. í Amtsbókasafnsnefndinni reyndi ég að hjálpa Davíð, Áma Jónssyni bókaverði og öðmm góðum mönn- um í þeirri viðleitni að koma sóma- samlegu húsi yfir safnið. Það tókst, eftir því sem þá þótti vera. Því miður var Davfð látinn fyrir nokkm, þegar safhið fluttist í nýja húsið.“ Hvemig var Davíð í viðkynn- ingu? „Hann var alþýðlegur, hlýr, góð- viljaður. Ég var svo heppinn að fá að vera vikapiltur hjá honum eða með- hjálpari, þegar hann sá um útgáfu bókarinnar Skáldið á Sigurhæðum, um séra Matthías. Hann var kröfu- harður við sig og aðra, afskaplega vandvirkur, þoldi ekki prentvillur. Hann var mér vænn. Tók hveiju sinni á móti mér með alúð og gest- risni. Mér fannst ég skynja í honum alla kosti íslensks bónda og sveitar- höfðingja.“ Ræddi Davíð við þig um skáld- skap sinn og verk annarra skálda? „Aldrei um skáldskap sinn og ekki samtímahöfunda. En um eldri skáld kom það fyrir." Hvert telur þú að hafi verið eft- irlætisskáld hans? „Þessu get ég alls ekki svarað. En hann sýndi mér einu sinni vísu sem hann hafði skrifað upp úr Völsunga- kviðu hinni fomu og haft í veskinu sínu ámm saman. Hann sagðist halda að þetta væri fallegasta vísa á íslensku. Hún er svona (og glittir ekki þama í Skógarhindina?)“: Svo bar Helgi af hildingum sem íturskapaður askur afþymi eða sá dýrkálfur döggu slunginn sem öfrifer öllum dýrum og hom glóa við himin sjálfan. Stundum er talað um að þrátt fyrir hinar miklu vinsældir Davíðs Stefánssonar hafi hann verið ein- fari og oft lokað sig af frá heimin- um. Er það rétt mynd af skáldinu? „Ég held ekki. Hann var oft einn að vísu og einfari í þeim skilningi, að hvorki fyrr né síðar fór hann troðnar slóðir. Þegar hann varð stúdent, fór hann til dæmis einn upp á Öskjuhlíð, klæddi sig úr hverri spjör og velti sér í moldinni, eins og hestur sem laus er við reiðinginn. Jú, hann var einhleypur og bjó einn. En hann lokaði sig ekki frá um- heiminum nema þegar hann taldi sig þurfa næði til skáldskapar. Þá gat hann beðið þess lengi einn og hljóð- ur, að skáldgyðjan vitjaði hans. Það er svona einfalt. En hann var líka mannblendinn, var í félögum, nefndum, sótti þing og samkvæmi, tók á móti gestum, heimsótti fólk, var úti í Fagraskógi á hveijum jólum, ef hann gat. Nei, hann var ekki einfari í venjulegum skilningi. Hann var hjálpsamur og bamgóður og ég veit að hann gerði góðverk sem mér er ekki heimilt að segja frá.“ Fylgdist hann með þjóðfélags- málum og ræddi þau? „Vafalaust fylgdist hann vel með, en þjóðfélagsmál ræddi hann ekki við mig, svo að ég muni.“ Var Davíð jafn mikill l£Fs- nautnamaður og sagan hermir? „Þessu get ég ekki svarað af neinu viti, enda er orðið lífsnautn skilið á ýmsa vegu, og þó svo að við grípum til útlenda orðsins hedónismi, þá hjálpar það ekki. Vafalaust heftir hann notið lífsins á margan hátt, en ég ætla að grípa til frægra vísuorða eftir Jónas Hallgrímsson: Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf. í skilningi Jónasar er mér óhætt að segja að Davíð hafi verið mikill líf- snautnamaður, hvað sem öðm líð- ur.“ Fannst þér Davíð Stefánsson vera sáttur við ævi sína og Iffs- verk? „Þessari spumingu get ég ekki svarað." ið mig og dæmt. Þá hafa sum beztu kvæði mín orðið til. Hvítt og svart - það eru mínir Iitir. [...] Hvað sem kvæðum mínum líður þá hef ég orkt eins og mér var eðlilegt - kvæði mín eru blóð af mínu blóði og sál af minni sál. Ég hef aldrei viljað vera málsvari siðleysis né svívirðu, og hafi ein- hver kvæði mín þannig löguð áhrif á lesendur þeirra, þá verð ég að álíta að hugsun og skilningur lesandans sé ekki nægilega þrosk- aður. Hitt get ég vel játað, að vel hefðu mörg kvæði mín mátt óprentuð liggja. Það er ómögulegt að synda fyrir öll sker, vinur minn. Bréf Davíðs til Björns O. Björns- sonar, skrifað á Akureyri 2. desem- ber 1922. Davíð var þá 27 ára. Það hefur oltið á ýmsu síðan við sáumst síðast. Ég hef heilsað og kvatt, komið og farið, notið og kvalizt - og þá er lífi mínu lýst. Við erum báðir ungir menn og eigum eftir að lifa lengi. Við eig- um eftir að gera mikið; verum að- eins djarfir og hugumstórir! Allir læra af lífinu og lífið er vert þess að lifa. Ég yrki. Það er hið eina sem ég geri og get gerL Bréf Davíðs til Björns O. Björns- sonar, skrifar í Reykjavík 3. sept- ember 1924. Davíð var þá 29 ára. Faðir minn andaðist 25. maí, eins og þú munt nú hafa séð. Mér þótti vænt um að vera hcima, og hann er fyrsti maður sem ég hef séð deyja. Það fékk svo mikið á mig, að mér finnst ég vera annar mað- ur síðan, að ýmsu leyti. Elskulegri föður get varla hugsað mér. Það var þungt að sjá hann kveljast og geta ekkert gerL Bréf Davíðs til Björns O. Björns- sonar, skrifað í Fagraskógi 28. júni 1925. Davíð stóð þá á þrítugu. Ég hef verið í Reykjavík í sumar að mestu leyti. Ég var þar að gefa út bók mína Ný kvæði [...] Sjálf- ur finn ég marga galla á kvæðum mínum, en skoðanir þær sem ég boða í þeim eru mér eðlilegar. Ég krefst þess af sjálfum mér að þora að segja það, sem mér býr í brjósti, hver scm í hlut á, hvort það er ég eða aðrir. [...] Um kvæði mín eru og verða auðvitað skiptar skoðanir. Það væru léleg kvæði á þessari öld, sem ekki væru löstuð af einhverjum... Ég er ekki orðinn eins viðkvæmur fyrir skömmunum og í fyrstu - ég held að það stafi ekki af forherð- ingu hjartans, heldur vona ég að það stafi af því, að ég hef kynnzt h'finu og mönnunum og þekki nú hvorttveggja betur en áður, þó að sú þekking sé auðvitað „í mol- um“, eins og Páll segir. Annars er kvæðum mínum vel tekið - lík- lega allt of vel... Bréf Davíðs til Björns O. Björns- sonar, skrifað á Akureyri 18. októ- ber 1929. Davíð var þá 34 ára. Ég er einn, einn - og væri marg- dauður, ef ég gæti ekki sökkt mér niður í skáldskap og störf. í sum- ar kemur út eftir mig ný kvæða- bók. [...] I vetur hef ég verið að vinna að þessari nýju bók, og eins og þú þekkir eru ritstörf erfitt verk. Að hanga heilan dag yfir einu smákvæði, einni vfeu, einni línu, - það virðist ekki tilgangs- mikið líf, og svo glatast allt og gleymist! En öll list krefst fágun- ar, yfirlegu. Auðvitað gengur ekki öll f'æðing jafn-erfiðlega; sum kvæði mín kvikna eins og gneistar - svo að segja í einu andartaki. Bréf Davíðs til Björns O. Björns- sonar, skrifað á Akureyri 24. febrú- ar 1933. Davíð var þá 38 ára.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.