Vísir - 05.01.1976, Qupperneq 2
Strengdir þú einhver
áramótaþeit?
Ragnheiður Þorkelsdóttir, hús-
móðir: Nei, ekkert. Eg hef aldrei
strengt riein heit um áramót
Guðjón Guðjónsson, versl.stj.:
Nei, það hef ég aldrei gert. Ég er
svo góður strákur að ég þarf eng-
in heit að strengja.
Guðmundur Helgason, gerir
ekkert: Nei, það gerði ég ekki og
hef aldrei gert. Maður svfkur þá
ekki sjálfan sig.
Kristborg Nielsdóttir, 15 ára
nemi: Nei, ég haga mér alltof
skikkanlega til að þurfa þess.
„SJALFSALI VERÐUR
MANNI AÐ FALLI"
Nemendur voru orðnir óánægðir meö kaffigutlið dr sjálfsalanum og
vildu fá heitt á könnu og engar refjar.
Björn I.indal, Gunnar B.
Kvaran og Haraldur Jóhannes-
sen sendu eftirfarandi pistil, með
fyrirsögninni sem er hér að ofan:
„Að undanförnu hafa tvö af
dagblöðum landsins fjallað litil-
lega um sjálfsala og einhvern
mann, sem sagði af sér vegna
hans. bannig er málum háttað, að
fyrrverandi inspector scholae
M.R. sagði af sér, þegar kaffisali
i kjallara Casa Nova var numinn
á brott.
Ástæðan fyrir að undirritaðir
leggja sig niður við að skrifa um
málið er sú, að fyrrverandi in-.
spector scholae skuli ekki segja
satt og rétt frá. t einstrengings-
legu viðtali við Skafta Harðars. i
Dagblaðinu 11. des. er svo komist'
aðorði: „Skafti tók þetta verk (að
undirritaðir skyldu fjarlægja
sjálfsalann. innskot undirritaðra)
sem vantraust, ekki sizt vegna
þess að tveir af embættismönnum
skólans, — ritstjóri skólablaðsins
og formaður listafélagsins stóðu
að þessu”. Hér gleymir fyrrver-
andi inspector að minnast á hina
embættismennina, sem tóku þátt
i fyrrgreindu brottnámi maskin-
unnar. Þess ber einnig að gæta,
að inspectorinn gleymir að segja
frá raunverulegum ástæðum
þess, að undirritaðir skiluðu
sjálfsalanum. Gleyminn maður
þessi Skafti Harðarson. Nú skal
sannleikurinn rakinn mönnum til
fróðleiks og skemmtunar, þvi allt
er mál þetta hið skemmtilegasta
að þvi er inspectorinn fyrrver-
andi segir, þegar hann ræðir um
þá sem hann heldur að hafi flutt
maskinuna með undirrituðum
sbr. eftirfarandi kafla, sem
tekinn er úr Dagblaðinu 11.
desember „Dreifbýlisfélag þetta
virðist vera samsafn af helztu
brandaraköllum menntaskól-
ans”.
Eins og fram hefur komið var
samþykkt á skólafundi að losna
við sjálfsala nokkurn. Tæki þetta
var hinn mesti gallagripur og
voru nemendur orðnir dauðleiðir
á að fá t .d. kaffi með mjólk, þegar
þeir vildu fá kaffið sitt án mjólk-
ur. Fyrrverandi inspector var sá
eini, sem mælti með maskinunni.
Hann hafði unnið að þvi að kappi,
að nemendur fengju kaffisala og
svo æsa þeir sig út af þvi að vélin
hvorki gefi rétt til baka né af-
greiði það, sem nemendur vilja.
Inspectorinn virtist vera einn af
fáum, sem reiðubúnir voru að
drekka allt það sull, sem vélinni
þóknaðist að veita. Nú liða 10
dagar frá skólafundi þar til undir-
ritaðir fá blaðsnepil nokkurn i
hendur, sem varð til þess, að
sjálfsalinn sálugi var fjarlægður.
Fyrrgreint blað heitir Skóla-
tiðindi og er gefið út af Skólafé-
lagi M.R. I þessum Skólatiðind-
um birtist eftirfarandi klausa:
„Ef einhvern langar i heitt kaffi á
viðunandi verði eftir að sjálfsal-
inn hefur verið f jarlægður (ef svo
fer!) getur hann snúið sér til
eftirtaldra aðila, sem vafalaust
framreiða það hið skjótasta hve-
nær sem er sólarhringsins”. Hér
kemur það sem undirrituðum
þótti furðulegt. Inspectorinn var
að myndast við að vera fyndinn.
Kannski til að fá inngöngu i' Dreif-
býlisfélagið. Þetta er hótun um að
fjarlægja ekki maskinuna og að
sem meira er: Inspector Skafti
ætlaði að hafa að engu lög Skóla-
félags M.R. og hundsa óskir
nemenda. Við undirritaðir sáum
fram á valdbeitingu af versta tagi
og fyrst að inspectorinn okkar
ætlaði sér ekki hlita vilja nem-
enda, þá tókum við sjálfsalann og
keyrðum hann til föðurhúsanna.
Þvi má bæta við, að maskina
þessi er mjög þung og þurfti þvi
um 20 hrausta drengi til að drösla
henni út i sendiferðabil. Við kom-
um svo tækinu til skila og var
þvi vel tekið. En inspectorinn var
ekki nægilega ánægður með
framtakssemi nemenda og sagði
af sér. Ekki virtist inspector-
embættiðvera Skafta meira virði
ensvo, að kaffimaskina varð hon-
um að falli.
Skafti hætti við að dreifa fyrr-
greindum Skólatiöindum og kom
þar aftan að undirrituðum.
Nemendur M.R. fengu aldrei að
sjá pésa þennan, sem var orsök
þess, að maski'nan var fjarlægð.
Nú þarf enginn að efast um hvað
sé rétt i þessu máli. Inspectorinn
ætlaði að nota vald sitt til að bjóða
nemendum byrginn. Þar sem
nemendur vissu ekki hvers vegna
vélin var fjarlægð gengust beztu
vinir fyrrverandi inspectors fyrir
undirskriftasöfnun meðal
nemenda um, að Skafti tæki við
embætti að nýju. Ef Skafti hefði
breytt rétt væru allir nemendur
M.R. búnir að sjá hvernig málum
er háttað. Undirskriftina ber að
skoða f ljósi þessa. Það má eigin-
lega segja, að sjálfsalinn og
Skafti hafi „haldist i hendur” um
að koma hvor öðrum frá. Skafti
með greininni i Skólatiðindum og
sjálfsalinn með þvi að vanrækja
hlutverk sitt. Hvflik hneisa, að
inspectorembættið skuli ekki
vera meira virði i augum Skafta
en raun ber vitni.”
Matthildur Þórðardóttir, skrifst.-
stj.: Ég vildi að nýbyrjað ár yrði
betra en siðastliðið ár. Ég reyni
að gera betur en á liðnu ári. Það
er min heitstrenging.
Steinunn Þórðardóttir, 3ja ára:
Ég ætla að vera góð stelpa og
vera dugleg i skólanum minum.
Heyröu, ég sá brennu á gamlárs-
kvöld!
Lesandi skrifar:
„1 dag, föstudag, birtist grein
i Visi eftir Vilmund Gylfason, en
hann hefurtekið að sér það hlut-
verk að hreinsa til i dimmu
skotunum i þjóðarskútunni.
Eins og endranær er það
vesalings Sólnes sem verður
fyrir barðinu á honum og hann
sakaður um að hygla vinum sin-
um með framkvæmdir við
Kröflu. Tilefni þessarar greinar
er ný skýrsla frá Orkustofnun
þar sem fram kemur að ekki sé
vist að næg orka verði fyrir
hendi i árslok 1976 til þess að
knýja annan rafalinn til 30 MW
raforkuvinnslu. Sólnes hefur
hins vegar sagt nokkrum sinn-
um, m.a. i frægu sjónvarpsvið-
tali, að ástæðan fyrir þvi að
verk við Kröflu voru ekki boðin
út hafi verið sú að hraða bæri
Framsóknarmenn
og Sólnesar í
Vilmundargreip
verkinu svo að þvi væri lokið
þegar Orkustofnun skilaði sinu i
árslok 1976.
Vilmundur spyr hvenær Jóni
hafi borist vitneskja um álit
Orkustofnunar um gufuaflið.
Hvort hann hafi farið visvitandi
með rangt mál i sjónvarpsþætt-
inum fræga.
Raunverulega er það aðal-
málið hvort Sólnes hafi logið að
þjóðinni eða ekki. Vafalaust er
þó, að hann vikur sér undan þvi
að svara spurningum Vilmund-
ar, enda er eins og að stórmenn-
unum leyfist allt gagnvart hon-
um sem fréttamanni — og er
sorglegt að sjá hvernig hann er
oft og einatt niðurlægður isjón-
varpinu. Það er vegna þejs að
hann spyrmenn og krefst svars
en lætur sér ekki froðusnakk
nægja.
Klúbbmálið
Vilmundur vakti einu sinni i
haust máls á merkismáli sem
Klúbbmálið fræga er. Þar kom
fram að Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra, hafi stöðv-
að rannsókn á rekstri Klúbbsins
en eigendur fyrirtækisins höfðu
gerst sekir við hin ýmsu lög.
Menn lásu grein Vilmundar,
urðu hneykslaðir og gleymdu
henni aftur. Vitaskuld hefði átt
að taka þetta mál upp, a.m .k. fá
svar frá ráðherranum. En eng-
inn sagði orð og Ólafur brosir
enn út i annað. Kannski er
Klúbbmálið ekki eina sakamál-
ið sem ólafur hefur stöðvað
rannsókn á. Það væri gaman að
könnuð yrðu afbrotamál ein-
staklinga innan Framsóknar-
flokksins og athugað hvernig
rannsókn og vinnslu þeirra
gengur.
Það má segja ýmislegt mis-
jafnt um Vilmund Gylfason og
sennilega er ástæðan fyrir þvi,
hversu litillar samúðar hann
nýtur meðal manna, að hann er
stundum full-ákafur við spurn-
ingar sinar. Það er hægt að vera
ákveðinn, án þess að vera ákaf-
ur.
Hitt er svo annað mál að hann
á allan minn stuðning við að
fletta ofan af mönnum og gerð-
um þeirra, svo lengi sem hann
heldur sig við raunverulegar
staðreyndir en býr þær ekki til.