Vísir - 05.01.1976, Side 3
3
visra Mánudagur 5. janúar 1976.
Söluverðlaun Vísis
Visir veitti nú i árs-
lok verðlaun söluhæstu
börnunum frá septem-
berbyrjun til ársloka.
Einnig var þeim tveim-
ur, sem telja má fasta
starfsmenn, veitt
viðurkenning. Þetta
voru þeir Óli Þorvalds-
son, betur þekktur sem
Óli blaðasali, og Auð-
unn Gestsson. Fékk Óli
skjalatösku en Auðunn
vasamyndavél.
Eftir geysiharða samkeppni
meðal sölubarna, þar sem þrir
fyrstu skiptust lengi á'um for-
ustu, bar Kristján Pálsson sigur
úr býtum. Fékk hann sambyggt
útvarp og kasettusegulband i
verðlaun. Hann er fyrir miðri
myndinni að framan með verð-
laun sin. Hægra megin við hann
er Viglundur Magnússon, sem
varð i öðru sæti. Hann fékk
tvær sendistöðvar i verðlaun en
skipti á þeim við Vigfús
Kristinsson, sem fékk kasettu-
segulband i þriðju verðlaun.
Fjórði i röðinni varð svo Gisli
Pálsson og hlaut að launum út-
varpstæki. Fimmti varð svo
.Anton Sigurðsson og sést hann
halda á lofti verðlaunum sinum,
vasamyndavél.
— VS/Ljósm: Jim
Ofnarnir springa
hjá Seltirningum
Orsakir ókunnar, segir Sigurgeir Sigurðsson,
bœjarstjóri
hefur ekkert sést á þeim. þrátt yrði látið ófreistað til að laga
fyrir mikið álag. þessa hluti, um leið og ljóst er
Sagði bæjarstjóri, að einskis hvað að er. —SJ
Hver treður vír
Þessi myndarlegi vírbút-
ur var á botninum á gos-
flösku sem maður einn
keypti.í búð fyrir áramót-
in. Hann kom með flösk-
una á ritstjórnina, frekar
óhress yfir þessum að-
skotahlut.
Gosdrykkjaverksmiðjur
hafa alla jafna nákvæmt
eftirlit með óhreinindum
og aðskotahlutum í tómum
flöskum, en slys eins og
þetta virðast koma fyrir
endrum og eins. Fólk rekur
þó yfirleitt augun í ef eitt-
hvað óhreint er í gos-
drykkjaflöskum, áður en
þær eru opnaðar.
Gagnrýni á gosdrykkjaverk-
smiðjur fyrir að láta svona hluti
komast i gegn óséðir er réttmæt.
En þá er vist ekki siður ástæða til
að skamma fólk fyrir að troða að-
skotahlutum i flöskurnar.
Frekar hæpið er að ætla að að-
skotahiutirnir komi i flöskurnar i
gosdrykkjaverksmiðjunum. Það
eru neytendur sem troða alls
konar drasli ofan i flöskurnar,
sigarettustubbum, plástrum, eld-
spitum o.fl. Verksm iðjurnar
glima svo með ærinni fyrirhöfn
við að ná þessu úr flöskunum. En
ekki tekst ailtaf vel til, eins og
sannast á þessari flösku.
Hver skyldi annars láta sér
detta i hug að setja virbút i gos-
flösku...?
Sérstimpill
á þriggja
ára gos-
afmœli
Sérstakur póststimp-
ill verður í notkun á
pósthúsinu í Vest-
mannaeyjum föstu-
daginn 23. janúar 1976,
segir í f réttatilkynn-
ingu frá Póst og síma-
málastjórn.
Þessi póststimpill
verður i notkun í tilefni
þess að þá verða þrjú
ár liðin frá því gosið
hófst í Vestmannaeyj-
um og eyjaskeggjar
urðu að leita vars á
meginlandinu.
Stimpillinn verður
aðeins í notkun þennan
eina dag.
Talsvert hefur borið á þvi að
undanförnu, að biianir hafikomið
fram i ofnum á Seltjarnarnesi.
Hefur þetta haft i för með sér
mikinn tilkostnað fyrir þá húseig-
endur, sem orðið hafa fyrir þessu
og eru þvi Ibúar bæjarins mjög
uggandi vegna þessa máls.
Hitaveita Seltjarnarness var
tekin i' notkun árið 1970 og létu þá
margir húseigendur endurnýja
ofnakerfið i húsum sinum. Um
sama leyti voru byggð mörg ný
húsi bænum og hefur mikill hluti
bilananna komið fram i þessum
nýju ofnum. Bendir þetta til þess,
að hér sé um að ræða annað en
eðlilega aldurskvilla.
Visir hafði samband við Sigur-
geir Sigurðsson, bæjarstjóra Sel-
tjarnarness, og innti hann fregna
um þetta mál. Sagði hann, að
óneitanlega hefðu nokkrir erfið-
leikar komið i ljós og væri verið
að kanna, hverjar orsakir þeirra
væru. Búið væri að kortleggja allt
það svæði, þar sem bilana hefði
orðið vart og hefði þá komið i ljós.
að þetta mál sé ekki eins alvar-
iegt og i fyrstu hafi verið talið. Þá
kom fram f þessari könnun, að
það er mjög mismunandi eftir
ofnagerðum og árgerðum, hversu
mikið er um bilanir.
Auk þessarar athugunar á tiðni
bilana, var gerð á vegum Rann-
sóknarstofnunar iðnaðarins rann-
sókn á efnasamsetningu hita-
veituvatnsins, en niðurstöður
þeirrar rannsóknar benda ekki á
neinar ákveðnar orsakir. Þó kom
þar fram að i vatninu eru ýmis
efni, sem ekki eigavel saman, án
þess að vera þó neinir venjulegir
tæringarvaldar. Þá hafa verið
settar við inntök húsanna allt frá
upphafi hitaveitunnar tilrauna-
plötur úr sama efni og ofnarnir og
LOKSINS!
INÚK SÝNT í
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM
Akveðið hefur verið að taka upp
sýningar á INÚK á litia sviðinu f
Þjóðleikhúskjallaranum. tNÚK
hefur aðeins. verið sýnt tvisvar
sinnum i Þjóðleikhúsinu, en fyrsta
sýningin nú verður á þriðjudags-
kvöld, 6. janúar, sem er þrettánd-
inn.
Enn berast til landsins leikdóm-
ar, greinar og lofsyrði um frægðar-
för hópsins, en INÚK-hópurinn fór
þrjár utanlandsferðir á siðastliðnu
ári, Hópurinn hefur sýnt verkið i 11
löndum, öllum Norðurlöndunum, i
Þýskalandi, Frakklandi, Hol-
landi, Sviss, Spáni og Póllandi.
Hópnum hafa borist fjölmörg til-
boð um fleiri leikferðir og er nú i
ráði, að sýna verkið á leiklistarhá-
tið i Caracas i Venezuela i aprii nk.
Hér á landi hefur tNÚK aðeins
veriðsýnt 2svar sinnum i Þjóðleik-
húsinú sem fyrr segir, en um 80
sinnum fyrir félagasamtök, hópa
og i skólum Reykjavikur og ná-
grennis. Verkið var upphaflega
samið til sýningar i skólum.
Viðtökurnar erlendis hafa alls
staðar verið mjög lofsamlegar og
hróður islenskrar leiklistar hefur
aldrei borist viðar en með sýningu
Þjóðleikhússins á tNÚK.
—EA