Vísir - 05.01.1976, Qupperneq 5
Mánudagur 5. janúar 1976.
5
VÍSIR
/-------------\
Arnór Hannibalsson skrifar:
^'
Um hjólparkennslu
kennaralið sé lyrir henai til að
taka að sér stárfann. Lögum
þessum er enn beitt, þótf form-
lega hafi þau fallið úr gildi, er
grunnskólalög voru samþykkt.
Er 19. grein skólakostnaðarlaga
einhver sú iliræmdasta, sem gilt
hefur um starfsemi islenskra
skóla, og erfitt að imynda sér,
að þar hafi skólamenn nálægt
komið.
Þegar barn dregst aftur úr
sinum jafnöldrum i bekk, þarf
að veita þvi aðstoð, svo að það
nái lágmarksárangri og hægt sé
að flytja það milli bekkja. Sé
það ekki hægt blasir við annar
möguleiki: að láta barnið
endurtaka bekk, eða sitja eftir
sem kallað er. Venjulega er við
það miðað, að barn nái einkunn-
inni 5 i lestri upp úr niuárabekk.
Takist það ekki er bæði þvi og
skólanum vandi á höndum, þvi
að ekki þýðir fyrir barnið að
halda áfram námi illa eða ólæst
og skólinn á venjulega frekar ó-
hægt um vik að veita barninu þá
aðstoð sem þarf til að nái viðun-
andi árangri i lestri i tæka tið.
Orsakir lestrarörðug-
leika
Orsakir lestrarörðugleika eru
margvislegar. Sum börn eiga
blátt áfram erfitt með að átta
sig á þessu flókna kerfi, sem
kallað er ritað mál. Orfá eiga
við skyn junarerfiðleika að
striða, en langflest hafa ekki á-
huga á að kynna sér, hvað
stendur i' bókum. Áhuginn bein-
ist þá að einhverju öðru, eða þá
að þau hafa lent upp á kant við
skólann og neita með þrjósku að
opna bók.
Þannig iiður timinn og allt i
einu er uppgötvað, þegar barnið
á að fara að nota lestrarkunn-
áttu sina til að læra ýmis fög i' 10
ára bekk, að það er illa eða ó-
læst. Athugun, sem ég gerði
vorið 1974 i 60 skólum benti til,
að námsörðugleikar væru lang-
oftast af tilfinningalegum toga
spunnir, en greindarskortur
væri höfuðástæðan i miklu færri
tilfellum.
Hvaða ráð hefur skól-
inn
Hvaða ráð hefur skólinn til
þess að hlaupa undir bagga?
Það er hægt að gefa nemandan-
um aukatima. En þá koma i ljós
nokkrir örðugleikar. Fyrst er nú
það, að yfirleitt verður að taka
barnið i þessa aukatima á
skólatima. Það verður að taka
barnið út úr tima i sinum bekk.
Þetta verður til þess að ein-
angra barnið frá félögum sin-
um, og sumir verða jafnvel svo
grimmir að kalla barnið tossa.
Sé höfuðástæða námserfið-
leikanna neikvæð afstaða til
skólans, eykur þetta enn á
örðugleika barnsins, og visast
að aukatimar verði til litils
gagns. Þá kemur og f annan
stað i ljós, að til eru lög í land-
inu, svokölluð skólakostnaðar-
iög, sem skipa svo fyrir, að ekki
megi taka færri en 12 nemendur
saman i hjálparkennslu og að
þeim skuli kennt sérstaklega i
svokölluðum hjálparbekkjum.
Þannig er hinum smærri skól-
um, sem þurfa að veita færri en
12 nemendum aukahjálp, bann-
að að gera það, jafnvel þótt
Tiundi hver nemandi
þarf á aðstoð að halda
Af þeirri athugun, sem að of-
an er nefnd, og ég gerði vorið
1974má álykta að um 10% nem-
enda þurfi á einhverri aðstoð að
halda á skyldunámsskeiði.
Hvernig á að hjálpa þessu
unga fólki. Fyrst og fremst
þurfa skólar að fá fjárhagslega
aðstöðu til þess, leyfi hjá rikinu
til þess að mega hjálpa. Þetta á
fyrst og fremst viö smærri skóla
úti á landi, i' Reykjavik og á
stærri stöðum á þetta siður við,
þar er rikið fúst að borga, enda
passar fjöldi nemenda betur þar
við skólakostnaðarlögin.
1 öðru lagi þarf að vera til
húsnæði til að sinna börnum
sérstaklega. Viða um land eru
þrengsli mikii i skólum og
skortur á skólahúsnæði. En
fyrst og fremst þurfa að vera
kennarar i hverjum skóla, sem
vilja og geta tekið að sér þá,
sem bágt eiga. Sálfræðiþjón-
usta, sem annast greiningu á
vandamálum barnanna, er
nauðsynleg, og er vonandi, að
skólar um allt land fái að njóta
slikrar þjónustu innan alltof
margra ára. En skólar þurfa
einnig að hafa aðgang að sér-
menntuðum kennurum, sem
hafa þjálfað sig i að leysa úr
lestrarörðugleikum barna.
Hinir stærri skólar þurfa að
hafa slika kennara meðal
starfsliðs sins, en hinir smærri
þurfa að hafa aðgang að þeim,
þannig að þeir komi i heimsókn
eftir þörfum og segi fyrir um
kennslu þeirra, sem sérhjálp
þurfa.
Lesver
Verkefni sálfræði- og ráð-
gjafaþjónustu ætti að vera að
taka eftir þeim börnum, þegar
við upphaf skólagöngu þeirra,
sem myndu helst þurfa á sér-
hjálp að halda, fylgjast með
þeim og hlaupa undir bagga
þegar þörf krefur.
1 nokkrum skólum hafa verið
stofnuð lesver, kennslustofur,
þar sem hjálparkennarinn hefur
aðsetur með öll sin kennslu-
gögn. Nemendur koma þangað
eftir þvi sem þörf krefur. Þetta
hefur gefist vel.
Það má lita á þessi lesver sem
nokkurs konar millistig milli
hinnar hefðbundnu bekkjar-
kennslu og þess sveigjanlega
kennslukerfis, sem verður tekið
upp fyrr eða siðar og mun taka
við af bekkjarkennslukerfinu.
Þá leysist fyrirkomulag hjálp-
arkennslunnar af sjálfu sér, þvi
að þá verða engir bekkir lengur
til að taka nemendur út úr i
aukatima, heldur lagar
kennslukerfið sig að þörfum og
getu nemendanna.
•t
Skyldi ekki vera komið
að þér?
Einmitt í þessari lotu. Þaö er nefnilega hjá okkur
sem möguleikarnir eru einn á móti fjórum. Vinn-
ingarnir 17500, tveir á milljón og 24 á hálfa
milljón. 78 vinningar veröa á 100-200 þúsund.
Þú veist þessir sem koma þægilegast á óvart.
Lægstu vinningar eru 50 og 10 þúsund.
Happdrætti
Aukavinningurinn í júní. Þaö er þessi margum-
ræddi Citroén CX 2000. Óskabíllinn í ár. Maður
veit nátturulega aldrei. En miöinn kostar aöeins
400 kr. Og allir njóta góös af starfi SÍBS. Sláöu
til - svo eitthvað geti komið þægilega á óvart.
r^ Auknir
möguleikar allra