Vísir - 05.01.1976, Qupperneq 9
YTTsrri Mánudagur 5. janúár 1976.
9
Dularfullt, framandi og magnað
EQUUS.
Höfundur: Peter Shaffer.
Leikstjóri: Steindór Hjörieifs-
son.
Leiktjöid: Steinþór Sigurðsson.
Ljósameistari: Magnús Axels-
son.
Þýðing: Sverrir Ilólinarsson.
Jólaleikrit Leikfélags
Reykjavjkur, Equus er nýtt af
nálinni —aðeins liðlega tveggja
ára.
Er fagnaðarefni að fá slika
uppfærslu svo fljótt og svo vel,
þvi við hefur brunnið að is-
lenzku leikhúsin hafi dregizt
aftur úr tiðarandanum.
Equus býr yfir mörgum kost-
um sem prýða mega gott lcik-
rit. Það er dularfullt, framandi
og magnað frá byrjun, án þess
að vera fjarstæðukennt. Per-
sónurnar eru trúverðugar eins
og venjulegar óvenjulegar per-
sónur á meðal okkar. Þær eiga
við vandamál að búa, án þess að
vera steyptar úr leiðindagrát-
konuvandamálastaðli sem
helriðið hefur sumum nánustu
frændþjóðum okkar.
Equus hefur að visu engan
stóra-sannleik að flytja, og
hefur ekki svo djúpstæð áhrif að
menn beri þess ekki bætur. Hins
vegar er leikritið saga, fyllt af
tilfinningum og mannlegu ráð-
leysi. Þessi saga er sögð af
mikilli leikni og kunnáttu. Text-
inn er blátt áfram og aðgengi-
legur, og höfundurinn gjörþekk-
ir leikhúsið og nýtir þá þekkingu
út i æsar. Það gerir engum gagn
að rekja gang leiksins i einstök-
um atriðum. Þvert á móti er
æskilegt, að leikhúsgesturinn
viti sem minnst um efni þess,
þegar tjaldið er dregið frá!
Steindór Hjörleifsson er leik-
stjóri og hefur unnið mjög gott
verk og listrænt i alla staði.
Sýningin er stilhrein en látlaus
og án rembings og reginsháttar.
Allt gengur lipurlega fyrir sig,
hratt án þess að nokkuð fari for-
görðum. Tenging hinna fjöl-
mörgu atriða er með öðrum
hætti en maður á að venjast og
hafa hófundur og leikstjóri lagzt
á eitt og brúka tækni sem
minnir á sjónvarp. Verður þeim
mikið ágengt enda er samspil
leikara og ljósameistara vel
unnið, en það er forsenda þess
að ekki hlaupi allt i klúður.
Hjalti Rögnvaldsson leikur
Alan Strang — persónuna sem
allt snýst um. Hann vinnur leik-
sigur með þessu hlutverki. Alan
Strang er dálitið geðveikur en
eftir öllum atrikum alveg heil-
brigður, eins og fréttastjórar
sjúkrahúsanna gætu orðað það.
Hlutverkið gefur tilefni til of-
leiks, en Hjalti stenzt aliar
freistingar og gætir góðs hófs.
Mótleikari hans er Jón Sigur-
björnsson, sem leikur geðlækn-
inn Martin Dysart, sem er að
sjálfsögðu heilbrigður, en eftir
atvikum dálitið klikkaður. Jón
leikur alúðlega og sannfærandi.
Persónusköpun hans er tilgerð-
arlaus, en ákveðin og skýr.
Foreldrar Alan Strang eru
leikin af Guðmundi Pálssyni og
Margréti ólafsdóttur. Þau hjón-
in hafa undirlagt heimili sitt
hvort af sinni ofsatrúnni. Þetta
eru ágætlega lukkaðar ólukku-
legar persónur og leikararnir
koma þessu vel til skila.
Halla Guðmundsdóttir leikur
þokkafulla ungmeyju sem
vinnur i hesthúsi og ruglar hún
unga piltinn i riminu á sannfær-
andi hátt. Helga Backmann
leikur Hesther Salomin dómara.
Hlutverk hennar gefur ekki til-
efni til mikils leiks, en Helga
skilar þvi sem þarf. Verk
annarra leikara dregur
auðvitað dám af verki leikstjór-
ans. Þau eru vel af hendi leyst.
Sverrir Hólmarsson hefur
annast þýðingu. Ég þekki ekki
frumtextann en islenzki textinn
er mjög áheyrilegur. Maður
verðuraldrei var bókmáls, sem
er eitur i munni leikara, I
þýðingunni eru brúkaðar þær
þéringar, sem tiðkast i
frummálinu. Mér hefur ætið
fundist álitamál, hvort rétt sé að
halda þéringum i slikum
þýðingum, þar sem þær eru
nánast fyrir bi i islenzkiT tal-
máli.
LEIKMYND Steinþórs
Sigurðssonar uppfyllti þær kröf-
ur sem leikritið gerir til hennar.
Þó eru áhorfendur á stalli og
bakmynd hvimleiðir.
Equus er góð sýning og sam-
vizkusamlega unnin.
Verður raunhœf
orkustefna fyrst
mótuð eftir
nœstu orkukreppu?
Þótt Kissinger utanríkis-
ráöherra hafi ekki notiö
mikils stuönings heima
fyrir, þar sem orkumálin
spila inn í kosningarnar
1976 hafa hann og aðrir
embættismenn reynt sitt
besta til að koma einhverri
stjórn á hinn iðnvædda
heim.
Þar sem orkumál eru mjög fjöl-
breytt i eðli sinu, ber að taka fjóra
meginþætti þeirra fyrir i stuttu
máli. Þeir eru: verslunarbann,
verð, gjaldeyrisskipti og fátæku
rikin.
Bandarikjamenn höfðu enga
skemmtun af oliubanninu, sem
sett var á þá 1973—74. Sist af öllu
væru þeir reiðubúnir undir annað.
Olíukreppan undirrót frið-
arviðleitni Kissingers.
Frank Zarb, yfirmaður alrikis-
orkumála, áætlaði að oliubann,
svipað og það siðasta, myndi
kosta Bandarikin um 40 billjónir
dollara i framleiðslutapi og
myndi gera um eina milljón
manns atvinnulausa.
Það er þvi ekki sist oliukrepp-
an, sem veldur þvi hvað Kissing-
er reynir ákaft að koma á friöi
milli Araba og Israelsmanna.
Skyldu þessar tilraunir Banda-
rikjamanna i Miðausturlöndum
mistakast, hefur Kissinger og
margir aðrir embættismenn gert
itrekaðar tilraunir til að koma á
samstöðu meðal iðnrikjanna.
Sú stofnun, sem hér kemur við
sögu, Alþjóðlega orkumálastofn-
unin, hefur það ekki sist á sinni
verkefnaskrá að undirbúa
verslunarbann.
Þegar bent er á, að verslunar-
bann virðist aðeins miðað við sið-
ustu kreppu, yppta þeir aðeins
öxlum og segja, að þetta væri það
eina, sem kom til greina. Einnig
benda þeir á það að markmiðið
með þessu ráðabruggi sé það
fyrst og fremst að reyna sam-
heldni bandalagsrikjanna þegar á
reynir.
Þeir bæta þvi við, að enn alvar-
legra sé, hvernig oliufélögin muni
bregðast við. Þótt áætlanir IEA
miðist við það að oliufélögin muni
taka upp samvinnu við innflutn-
ingsrikin, eru bandariskir emb-
ættismenn þess alls ekki fullviss-
ir, að oliufélögin muni standast
þrýsting frá Arabarikjunum.
Að visu er spurningin um oliu-
bann tekið til greina i Washing-
ton, er mestur styrrinn stendur
samt um verð á oliu og gasi.
Allar tilraunir til að
minnka neyslu hafa farið
út um þúfur
Fyrst i stað urðu viðbrögð
Bandarikjanna við oliuhækkun-
um þau að reyna að knýja fram
lækkanir. Þegar útséð var um að
það gæti heppnast, að minnsta
kosti ekki i náinni framtið, reyndi
stjórnin i Washington að halda
öllum hækkunum i algjöru lág-
marki.
Bandarikjamenn trúa þvi, að
besta leiðin til að stemma stigu
við verðhækkunum, sé að
minnka neysluna, jafnvel þótt
allar meiriháttar tilraunir til þess
hafi farið að miklu leyti út um
þúfur. Svo notuð séu orð Kissing-
ers er hann sagði á fundi IEA i
mai: ,,Það er mjög mikilvægt að
við spörum okkur oliuna, þar til
olia frá Alaska og úr Norðursjó,
auk kola og kjarnorku geta fylli-
lega annað orkuþörfinni.”
Þó ekki sé barist gegn þeim af
sama krafti og verðlagi, þá hafa
efnahagserfiðleikar þeir, sem
leitt hafa af hinu nýja rikidæmi
OPEC-landanna, valdið mörgum
bandariskum embættismönnum
andvökunóttum.
Þeir geta þó dregið andann að-
eins léttar i dag. Könnun, sem
gerð var af fjármálaráðuneytinu i
septembermánuði, kemst að
þeirri niðurstöðu, að hið svo-
nefnda gjaldeyrisvandamál verði
ekki nær þvi eins alvarlegt og
margir sérfræðingar höfðu spáð.
Þetta er að miklu leyti þvi að
þakka, hve hið alþjóðlega banka-
kerfi hefur reynst mun betur en
búist haföi verið við. Auk þess
hafa OPEC-rikin eytt peningum
sinum örar en hugsað var fyrir.
Olíudollararnir
Bandarikjamenn hafa fengið
sinn skerf „oliudollaranna”.
Bandariskir kaupsýslumenn hafa
hrannast i stórhópum til Miðaust-
urlanda, og margir þeirra hafa
snúið heim með fullar pantana-
bækur, þvi nýriku löndin hafa
keypt allt frá vasaútvarpstækjum
til heilla flugflota.
Eftir reynslu sina af Kýpur,
mætti halda að meira væri fylgst i
Washington með hinum stóru
vopnasendingum. sem fara til
Miðausturlanda. En jafnvel flest-
ir þingmenn, sem telja sig þó
samvisku þjóðarinnar, halda sig
á mottunni. Þeim finnst erfitt að
stimpla það óviturlegt, sem getur
aukið atvinnu á krepputimum.
Hversu afkáralega sem það nú
hljómar, þá heyrast flestar ó-
ánægjuraddirnar frá — Penta-
gon. Pantanir erlendis frá hafa
leitt til þess að herinn fær ekki
þau vopn, sem hann vill.
En ekki te 1 ur sú bjartsýni, sem
nú rikir i Washington með vanda-
mál fátæku landanna.
Olían og þróunarríkin
Bandarikjamenn tóku strax frá
byrjun eftir þeim erfiðleikum,
sem verðhækkanirnar á oliu
höfðu fyrir þróunarrikin. Hátt-
settir embættismenn virtust bú-
ast við þvi, að OPEC-rikin að-
hefðust eitthvað i málinu. fyrst
þau voru orsök erfiðleikanna.
Bandarikjamenn hafa reynt —
með nokkrum árangri — að fá
OPEC-rikin til að taka á sig
þyngri hluta byrðarinnar innan
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al-
þ|óðabankans.
En smám saman hafa Banda-
rikjamenn neyðst til að beina
frekari athygli að þriðja heimin-
um. Aldrei hefur það þó komið
eins skýrt fram og á fundinum i
Paris milli innflytjenda. útflytj-
enda og þróunarrikja. Þegar
Bandarikjamenn gerðu sér grein
fyrir þvi, að eitthvað tillit þurfti
að taka til hagsmuna þróunar-
rikjanna, fór bandariska sendi-
nefndin óundirbúin til fundar við
þau i april.
Þegar fundurinn bar engar ár-
angur, héldu Bandarikjamenn á-
fram skipulagningum sinum. út-
koman varð tillaga Kissingers
um fjórar nefndir, til að fást við
orkumál, hráefni, efnahagserfið-
leika og aðstoð við þróunarrikin.
Að ýmsum undirbúningi lokn-
um, samþykkti fundur sérfræð-
inganna I Paris þessa tillögu.
Ráðherrarnir hittust i Paris þann
16. desember og samþykktu að
nefndirnar hæfu störf árið 1976.
Ný stefna fyrst eftir
næstu orkukreppu?
Séu embættismenn i Washing-
ton spurðir, til hvers allt þetta
muni leiða, vefst þeim tunga um
tönn. Þeir benda á, að erfitt verði
að fá aðrar þjóðir til að taka
mikilvæg skref, svo lengi sem ó-
reiða rikir heima fyrir.
Hvenær munu Bandarikjamenn
móta itarlega og raunhæfa stefnu
i orkumálum? Varla fyrr en eftir
kosningarnar i nóvember nk.
Eða kannski ekki fyrr en eftir
næstu orkukreppu.
John C. Ausland skrifar: