Vísir - 05.01.1976, Blaðsíða 20
-*>r V> >w — r -DDmBTI. -DOS D20 œm>nD2> JlCrrODI <nJD-* TJ-D 2>NJ>H
20
Mánudagur 5. janúar 1976. VISIR
Þegar hann lenti, komfelmtur á
harðskeytta Harrigan.
Hjálpi mér
visundar, veinaði hann
er Tarsan birtist. Hjálp
- villimaður.
Spáin gildir fyrir þriðjudag.
Hrúturinn
21. mars—20. aprfl:
Nauðsynlegar upplýsingar eru
ófáanlegarfyrri hluta dags, biddu
með mikilvægar ákvarðanir eða
verkefni. Gerðu betur grein fyrir
kröfum þinum. Vertu séð(ur) i
peningamálum.
Nautiö
21. apríl—21. mai:
Gleymska og athyglisleysi gætu
sótt á þig i dag. Einbeittu þér að
viðfangsefninu. Reyndu ekki að
geta i eyðurnar. Þú heyrir eitt-
hvað sem var þér ekki ætlað.
Tviburarnir
22. mai—21. júni:
Það má búast við slúðri eða bak-
nagi. Taktu ekki mark á fiskisög-
um. Þú þarft á allri þinni orku að
halda i kvöld.
Krabbinn
21. júni—23. júlí:
Það er varasamt að blanda sér i
tviræða hluti i von um að geta
aukið tekjur. Láttu ekki ná stein-
bitstaki á þér. Vinir og kunningj-
ar taka mikið af tima þinum.
Nt
Þú hefur háar hugmyndir um
eigið ágæti, láttu engan verða
þess varan. Finndu leið til að
koma á framfæri góðri mynd.
Náin kynni eru á næsta leyti.
am
Mevj->n
KAoJBB 24. ágúst— 23. sept.:
Þú byrjar vinnuvikuna með
óvenjulegri framsýni. Láttu ekki
draga úr þér kjarkinn. Reyndu að
fá útrás fyrir tilfinningarnar.
okt.:
Þú færð mörg tilboð og átt bágt
með að gera upp við þig hverju
skal taka. Griptu ekki það fyrsta
sem býðst. Kyrrlátt kvöld með
vinum gæti breytt framtiðarhorf-
unum.
Drekinn
24. okt.—22. nóv.:
Trúðu ekki öllu sem fólk segir
þér. Það er tilhneiging til að
krydda hlutina um of. Maki þinn
er eitthvað óákveðinn.
Bogmaöurinn
23. nóv.—21. des.:
Byrjaðu ekki á nýjum hlutum
fyrr en þú ert viss um að öll smá-
atriði. Það gæti verið snjallt að
tala um þetta við vini eða sam-
starfsfólk.
m
Rómantikin liggur i loftinu. Ein-
hver sem þú hittir er smitandi
kát(ur). Það er vel liklegt að
uppástunga þin verði samþykkl.
Treystu gæfunni.
Vatnsberin n
21. jan.— 1». febr.:
Það gæti verið sniðugt að skrifa
lista yfir allt sem þarf að gera.
Treystu ekki minninu. Þú ert of
ákafur til að muna alla hluti.
Með kvöldinu ætti að vera komin
meiri regla á hlutina.
Fiskarnir
20. febr.—20.
mars:
Dagurinn er margvíslegur og þú
ert eitthvað óákveðin(n). Þér
býðst margt en gengur illa að
velja. Þú dettur ofan á góða lausn
áður en langt um liður.