Vísir


Vísir - 05.01.1976, Qupperneq 24

Vísir - 05.01.1976, Qupperneq 24
VÍSIR Mánudagur 5. janúar 1976. Magnara og gosi stolið úr Lang- holtskirkju Brotist var inn i Langholts- kirkju aðfaranótt sunnudags- ins. Liklegast er að þarna hafi unglingar verið á ferð og greinilega i leit að gosi sem félagssamtök eiga þarna geymt. Innbrotsþjófarnir höfðu einnig á brott með sér magnara frá hljómflutnings- tækjum og einn bauk með smápeningum. Innbrotsþjófarnir hafa farið inn um kjallarainngang i ný- byggingu. —VS Mikill snjór og 10 vind- stig í Eyjum Ófært var um flestar götur I Eyjum i morgun, að sögn lögregl- unnar. óvenjulegt er að svo mikið snjói í Vestmannaeyjum að færð- in teppist. Jeppum og stærri bilum var fært um göturnar, en eigendur fólksbila þurftu að nota fæturna til þess að komast til vinnu sinn- ar. Hvasst var i Eyjum, eða 10 vindstig og hrið, og ekki var byrj- að að ryðja göturnar snemma i morgun. — EA Þrœddu fyrirtœk- in, en höfðu 4 þúsund upp úr krafsinu Brotist var inn i húsið við Kaupvangsstræti 4 á Akureyri aðfaranótt laugardags. Þeir sem þar voru að verki höfðu þó ekki meira en fjögur þús- und krónur upp úr krafsinu, þó viða væri leitað. 1 þessu húsi eru nokkur fyrirtæki, þar á meðal Flugfé- lag Islands, tslendingur og verslanir. Farið var inn með þvi að brjóta rúðu, en siðan var gengið um skrifstofur og reynt að hafa meira upp úr krafsinu. Hurðir voru brotnar, þar sem þeim var sparkað upp, en fleiri spjöll voru ekki unnin i byggingunni. Málið er i rann- sókn hjá lögreglunni á Ákur- eyri. —EA Barn slasast í þriggja bíla órekstri Barn slasaðist I þriggja bila árekstri, á laugardagskvöld. Tveir bilanna voru reyndar kyrr- stæðir. Áreksturinn varð um klukkan 7 á laugardagskvöldið, á Kringlu- mýrarbraut sunnan Sléttuvegar. Bill ók á kyrrstæða bifreið, sem var kyrrstæð vegna snjókomu og ófærðar, með þeim afleiðingum að hann kastaðist á aðra bifreið sem einnig var kyrrstæð. t aftursæti fyrri bifreiðarinnar sem varkyrrstæð, var 6 ára barn, sem slasaðist og var flutt með- vitundarlaust á slysadeild. — EA Fœrt austur ó Hvolsvöll og norður í Hrútafjörð AUgóð færö er nú austur yfir Hellisheiði allt austur á Hvols- völl og einnig er fært fyrir Hval- fjörð og I Borgarnes, sa mkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni i morgun. Hins vegar er viða þyngsla- færi á Suðurnesjum og austur undir Eyjafjöllum og i Mýrdal eru vegir ófærir. Versta veður var á Suðurlandi i gær, og má búast við að fleiri vegir séu illir yfirferðar. Þá er ófært um Almanna- skarð og Lónsheiði en reynt verður að opna þar á morgun. Fært er yfir Holtavörðuheiði og norður Hrútafjörð, en Vega- gerðinni höfðu ekki borist fregn- ir af færð lengra norður. Vonsku veður var á þessum slóðum i gær, einkum i A-Húnavatns- sýslu og Norðurleiðarútur, önn- ur á leið suður og hin norður, stöðvuðust þar vegna veðurs. Ekki hafa borist nákvæmar fréttir af ferðum þeirra siðan. Fært er vestur i Dali og i Saurbæ, en skafrenningur er viða á Snæfellsnesi. Vegagerðinni höfðu ekki bor- ist fréttir i morgun um færð annars staðará landinu, en talið er vist að viðar sé umbrotafærð eða jafnvel ófært. — EB Snjómoksturinn um helgina kost- aði 800 þúsund Að undanförnu hefur verið þungfært um götur Reykja- vikur vegna snjókomu og skafrennings. Um helgina var talsvert unnið að snjómokstri á vegum ^ borgarinnar. Sam- kvæmt uþplýsingum Péturs Hannessonar hjá gatnamála- stjóra kostaði snjóruðning- urinn um helgina 6—800 þús- und krónur. Þá voru i' gangi 3—4 plógbil- ar, 2 vegheflar og 1 hjóla- skófla, auk 4—6 dráttarvéla, sem notaðar voru við hreinsun gangbrauta. 1 nágrenni Reykjavikur var einnig illfært og á laugardag þurfti Ar- bæjarlögreglan að aðstoða skiðafólk á Bláfjallavegi, sem festi þar bila sina, aðallega vegna dimmviðris. —SJ Bílgreinasamband- ið og FIB setja á fót áfrýjunarnefnd Félag islenskra bifreiðaeig- enda og Bilgreinasambandið hafa komið sér saman um að setja á fót áfrýjunarnefnd til þess að fjalla um ágreining bif- reiðaeigenda annars vegar og bilasala og bifreiðaverkstæöa hins vegar. Sérstakur viðgerðarsér- fræðingur mun starfa á vegum þessara aðila. Til hans geta menn skotið ágreiningsmálum. jFlogið með hútt ó sjötta ihundrað farþega í nótt... Laklegar horfur með flug í dag í gærkvöldi og i nótt var flogið með hátt á sjötta hundraö far- þega milli Akureyrar og Egils- staða og Reykjavikur. Tvær ferðir voru flognar til Egilsstaða og sex til Akureyrar en vegna veðurs var ekki unnt að hefja flugið fyrr en rétt fyrir klukkan niu i gærkvöldi. Siðasta vélin kom frá Akureyri klukkan tæplega hálffimm i morgun en þá voru eftir nyrðra tiu eða tólf af bókuðum farþegum. I gærdag var ófært á alla staði innanlands nema Höfn i Horaa- firði en siðan rættist úr veðri fyrir norðan og austan i gærkvöldj. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafull- trúa Flugleiða i morgun er nú bú- ið að flytja flestalla þá farþega sem beðið hafa eftir flugi að undanförnu. Hins vegar er ekki glæsilegt út- lit með áætlunarflug i dag þar sem spáð er stormi viða um land, en að sögn Sveins verður haldið uppi flugi ef þess er nokkur kost- ur. — EB Uni menn ekki mati hans má skjóta ágreiningi til áfrýjunar- nefndar. Starfsemi þessi er sniðin að danskri fyrirmynd. SÍS tryqq- ir eklci rekstur Air Vikina — Það hefur ekki komið til tals að Samvinnuferðir eða önn- ur samvinnufyrirtæki tækju að sér að tryggja rekstur Air Viking eða ferðaskrifstofunnar Sunnu, sagði Erlendur Einars- son, forstjóri Sambands isl. samvinnufélaga, við Visi i morgun. Þrálátur orðrómúr um þetta hefur veriö á kreiki og verið birtur sem staðfest frétt i einu dagblaðanna. — Samvinnuferðir hefja starfsemi fyrrihluta þessa árs, sagði Erlendur ennfremur. — Þá verður auðvitað leitað eftir aðila til að taka að sér flutninga á farþegum hennar. Islenskir aðilar verða að sjálfsögðu látnir ganga þar fyrir. —ÓH.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.