Vísir - 24.01.1976, Síða 4
4
Laugardagur 24. janúar 1976. VISIR
A„RUNTINUM
útsölum. Hallgrimur kynnti
okkur fyrir umboðsmanni
Iscargo i Alaborg, Knud Höj-
berg, en hann er framkvæmda-
stjóri hjá fyrirtækinu Samson
transport sem sér um dreifingu
varanna i Danmörku og aðra
flugfragt.
Ekki aftur snúið
„Væk med dig”
A leið frá flugvellinum inn i
bæinn komum við að bil sem
hafði oltið vegna hálkunnar.
Loftur ljósmyndari tók myndir i
bak og fyrir og eintak af Extra-
bladet sem hann hafði keypt
sást greinilega i vasa hans.
Eigandi bifreiðarinnar hélt þvi
að maðurinn væri frá þvi dag-
blaði og ætlaði að banna honum
að taka myndir.
Vélin sú arna var keypt fyrir
nokkrum árum frá Noregi og fer
þangað á þriggja mánaða fresti
i skoðun.
Hallgrimur sagði okkur þetta
og þá létti okkur.
Hreyflarnir voru ræstir, hálk-
an á brautinni athuguð, tækin
yfirfarin og siðan hóf vélin sig
til flugs. Okkur var á orði að nú
væri ekki aftur snúið i þessu
ævintýri.
Frásagnir manna um ferðlag
i svona flugvél sem við höfðum
heyrt, reyndust allar ýktar
A leið til Alaborgar I Danmörku. Til vinstri sér I Hallgrlm Jónsson, kaptein, til hægri er Refdar
Kolsöe, aðstoðarflugmaður.
t göngugötunni i Alaborg, sem
er einskonar „strik” stöðvaði
þessi unga stúlka Loft ljós-
myndara og vildi endilega gefa
honum eintak af „Kærlighedens
blik”.
70% starfseminnar
utan íslands
1 Alaborg var sent
telex-skeyti til Bergen og spurt
um sveifarásinn og kom i jós að
hann var tilbúinn til afhending-
ar. Það var þvi ekki eftir neinu
að biða og við stefndum i átt til
Bergan eftir um fimm stunda
dvöl i Alaborg. Loftur átti þaðan
hinar ljúfustu minningar, þvi
hann haföi vart spókað sig á
götunum lengur en i fimm
minútur, þegar ung stúlka vatt
sér að honum og spurði hvort
hann vildi eintak af Kærlig-
hedens blik, dreifibréfi jesú-
barna, en þau börn setja svip á
bæinn þar eins og hér.
A leiðinni til Bergen fræddi
Hallgrimur okkur á þvi að um
70% starfsemi Iscargos væri
fólgið i flutningi allskonar vöru
innan Evrópu, svo sem kúa- og
hrossaflutningar en til íslands
flyttu þeir aðallega húsgögn og
varahluti i bifreiðar.
Beðnar bænir yfir
Bergen
í aðfluginu að flugvellinum i
Bergen var vélin komin niður i
400 fet þegar við Loftur sáum
aðflugsljósin. Reyndar getur
varla heitið að við sæjum ljósin,
þvi i 600 fetum lokuðum við aug-
unum og báðum bænirnar,
MEÐ
Blaðamenn Visis biðu tauga-
spenntir og ósofnir út á Reykja-
vikurflugvelli aðfaranótt
laugardagsins siðasta og biðu
þess með óþreyju að leyfi feng-
ist fyrir flugtak. Það var verið
að eyða hálku á brautinni.
Köppunum haföi verið boðið
með ,,á rúntinn” Reykja-
vik — Alaborg — Berg-
en—Reykjavik. Til Alaborgar
átti að fara með ull frá Alafossi,
en i Bergen að sækja sveifarás i
skuttogarann Framnes frá
Þingeyri.
Engar flugfreyjur
Hallgrimur Jónsson, eigandi
Iscargos og kapteinn i ferðinni,
tók okkur ágætlega og svaraði
hræðslublöndnum spurningum
okkar með hæfilegrisamúð. Við
spurðum um aldur vélarinnar,
flugstundafjölda og klykktum út
með þvi að spyrja hvort ekki
væri allt i lagi með hana. Við
erum vanir að fljúga i stifbón-
uðum þotum og hljóta 1. flokks
þjónustufagurra flugfreyja, svo
ekki var laustvið að ónotakennd
færi um okkur þegar viö stigum
um borð i farkostinn, Douglas
DC 6, árg. 1956.
ISCARGO...
meira eða minna, þvi þótt flug-
freyjuna vantaði voru þarna
hin ýmsu þægindi, — þ.e. ef
kröfurnar eru ekki of miklar.
Sólin sást
A leiðinni til Álaborgar sváf-
um við ungbarnasvefni og niður
hreyflanna lét vel i eyrum, uns
við komum inn til lendingar i
Alaborg. Þá fengum við hellur
sem enn sitja i eyrunum. Við sá-
um sólina i Alaborg og fólk gekk
léttklætt um göturnar i góða
veðrinu og virti fyrir sér vörur á
þangað til Refdar Kolsöe,
aðstoðarflugmaður, sagðist sjá
brautarljósin.
Það var rigningarsuddi og
leiðindaveður þarna, Bergen er
vist almesta rigningarbæli á
norðurhveli jarðarogþáer Vik i
Mýrdal meðtalin.
Flutningabifreiðin, sem flutti
sveifarásinn, beið okkar á vell-
inum, svo hafist var strax
handa við að ferma flugvélina
og koma þessu fjögurra tonna
flykki inn i hana. Til þess þurfti
ýmsar tilfæringar og tókst ekki
fyrr en eftir nokkrar tilraunir.
Vissulega þurfti að gæta þess
að kraninn eða kassinn rækjust
ekki utan i vélina. En að end-
ingu tókst þetta allt giftusam-
lega og feg spurði:
— Hallgrimur, hvernig
ætlarðu að ná kassanum út aft-
ur?
— Ætli ég verði ekki að hafa
hann sem ballast það sem eftir
er, svaraði hann, en bætti þvi þó
við að ekkert vandamál væri
svo stórt að ekki væri hægt að
leysa það.
Hleðslustjóri — load-
master
Hleðslustjórinn, Sigurður
Harðarson, sagði að þetta væri i
fyrsta skipti sem kapteinninn
tæki fullan þátt i að ferma vél-
ina. Hleðslust.jóri heitir vist á
finu máli loadmaster, a.m.k.
var alltaf talað um loadmastera
og auk þess co-pilota o.s.frv.
Smeykur er ég um að flugmenn
fengju ekki háa islenskueink-
unn, ef þeir ættu að ræða saman
á islensku um flug.
Það var ekki við neitt að vera
i Bergen, veðriö leiðinlegt og ein
bjórflaska kostaði 12,50 d.kr.,
svo við smelltum okkur aftur i
loftið og tókum stefnuna á ís-
land.
Skin milli skúra
Við komum inn yfir landið og
það var stjörnubjartur himinn.
Það glampaði á Vatnajökul i
tunglskininu. Þegar við flugum
yfir Kirkjubæjarklaustur sáum
við ljósin i Reykjavik. Loks
lentum við um hálf-ellefu leytið
og skömmu seinna byrjaði aftur
að snjóa en það hafði snjóað i
Reykjavik nær allan timann
sem ferðin stóð.
Þrátt fyrir það að þetta var
reglulega skemmtilegt ævintýri
og ánægjuleg reynsla var samt
best að stiga fæti sinum aftur á
fósturjörðina.
— RJ.
Við komumst heilu og höldnu á
áfangastað og hér ganga flug-
mennirnir sigri hrósandi frá
boröi.
Meðan viðskruppum i bæinn beið farkosturinn, TF-IUB, okkar á flugvellinum. Ullin frá Alafossi var
tekin út, en i staðinn sett fáein tonn af varahlutum.
Kassanum með sveifarásnum I skuttogarann Framnes frá Þingeyri
skipað um borð i Bergen. Þetta er þyngsta stykkið, sem tekið hefur
veriðum borð I vélina, en það vóg tæp fjögur tonn. t Reykjavik gekk
greiðlega að ná kassanum út á sunnudagsmorgun, en þvi miður
náðist ekki mynd af þvi.
A flugvellindm heima beið okk-
ar yfirvaldið til að athuga, hvort
eitthvað ólöglegt væri með. Svo
reyndist ekki vera.