Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 3
vism Laugardagur 21. febrúar 1976 3 EKKI DEIGAN DROPA AÐ FÁ „Sviptir okkur kiunum og vinnu - segja framreiðslumenn n „Akvörðun dómsmálaráðu- neytisins um að svipta vin- veitingahús vinveitingaleyfi hefur ekki aðeins i för meö sér vinnutap heldur einnig launatap um óákveðinn tima. Þetta segir i bréfi, sem sam- tök framreiöslumanna hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Stjórn og trúnaðarráð komu saman til fundar i gær og samþykktu að senda ráðherra umrætt bréf. I bréfi framreiðslumannanna kemur fram að þjónar á vin- veitingastöðum fá laun i formi þjónustugjalds en þeir fá hins vegar ekki fast kaup. Þá segir i bréfinu að sam- kvæmt upplýsingum félags- manna hafi allt farið vel fram i vinveitingahúsunum, það sem af sé verkfalli „og verði þvi ekki séð að þær ástæður séu fyrir hendi sem áfengislöggjöfin geri ráð fyrir sem forsendu slikrar ráðstöfunar. Skorar fundurinn á yður að taka ákvörðun yðar til endur- skoðunar nú þegar”. Samkvæmt upplýsingum Haraldar ' Tómassonar, formanns Félags framreiðslu- manna, var ennfremur rætt um að boða til almenns félagsfund- ar um þessi mál en ákveðið að biða með það fram yfir helgi, og sjá hverjar undirtektir bréfið fengi hjá dómsmálaráðherra. — 'EKG. Við ótfuðumst að eift- hvað fœri úr böndunum ## ## — segir skrifstofustjórinn í dómsmálaróðuneytinu „Akvörðunin er tekin af dómsmálaráðherra, æðsta að- ila, þannig að ekkert er til að kæra. Ef hins vegar ákvörðunin hefði verið tekin af lögreglu- stjóra væri hægt að kæra.” Þannig fórust Ólafi W. Stefánssyni, skrifstofustjóra i dómsmálaráðuneytinu, orð er Visis hafði samband við hann i gær vegna tilskipunar dóms- málaráðuneytisins um að loka útsölu Afengisverslunarinnar og að ekki yrði afgreitt áfengi frá vinveitingastöðum. „Þetta er gert vegna hins sér- staka ástands sem nú rikir eins og segir i tilkynningunni. Það eru engar frekari skýringar á þessu. Þetta er gert með tilliti til þess sem kynni að koma upp. Við óttumst að eitthvað kunni að fara úr böndunum vegna áfengisneyslu.” Má loka fyrirvaralaust Ólafur Walter var spurður hvort þessi ákvörðun væri ekki tekin með nokkuð skömmum fyrirvara. Hann sagði þessa ákvörðun hafa verið tekna af dómsmála- ráðherra. Heimild sú i lögum sem væri fyrir lokun sem þess- ari hljóðaði upp á fyrirvara- lausa lokun. ólafur kvaðst ekki vita hvort dæmi væru um slika lokun vinveitingahúsa áður. Hins veg- ar hefði það komið nokkrum sinnum fyrir að áfengisútsölu rikisins hefði verið lokað. Til dæmis fyrir 17. júni, þjóðhátið- ina 1974. Þá hefði það gerst á Laugarvatni eitt sinn fyrir ung- mennafélagsmót að þar hefði verið lokað fyrir vinveitingar á veitingahúsi. Ólafur var spurður hvort veitingamenn hefðu sent form- leg mótmæli. Hann kvað svo ekki vera. Þeir heföu rætt þessi mál við fulltrúa dómsmálaráðu- Þetta er nú geymt fyrir innan lokaðar dyr. neytisins og kynnt sin sjónar- mið. Loks var hann spurður hvort einhverjir aðiiar hefðu óskað eftir lokun þessari. Hann kvað svo ekki vera. Hér væri aðeins um að ræða ákvörðun dóms- málaráðherra. — EKG. Vínveitingastaðirnir hafa opið Þau vinveitingahús sem Visir hafði samband við i gærkvöldi ætluðu öll að hafa opið. Mörg þeirra ætluöu að hækka miða- Yfir þúsund manns skoðast.... „Það eru um 1100 manns er munu líða tjón vegna þessarar ákvörðunar dómsmálaráð- herra,” sagði Þorvaldur Guð- mundsson, formaður Félags veitinga- og gistihúsaeigenda, þegar við inntum hann i gær álits á ákvörðun dómsmálaráð- herra að ógilda vinveitingaleyfi vinveitingahúsa um óákveðinn tima. „Þetta fólk sem hér um ræðir er ekki i verkfalli. En þessi ákvörðun fækkar ekki þeim sem erfitt eiga vegna vinnustöðvun- ar. Við skiljum ekki hver ástæðan fyrir þessu er. Það er reynslan okkar að þegar vinveitingahús eru lokuð batni ástandið sist.” Þorvaldur sagði að nú stæðu yfir samningar veitingahúsa- eigenda við ýmsa þeirra sem nú verða að hætta að vinna vegna ákvörðunar dómsmálaráð- herra. Sagði hann að þessi ákvörðun ráðherra hlyti að þýða fjárhagslegt tjón fyrir þau hús sem vinveitingaleyfi hafa. — EKG. verö til samræmis við þaö sem aðgangseyrir cr að húsum sem ekki hafa vinveitingaleyfi. 1 Klúbbnum verður aðgangs- eyririnn 600krónur, 1000 krónur i Sigtúni og þær upplýsingar fengust i Sesar að aðgangseyrir yrði 500 krónur og ennfremur að skemmtiatriði yrðu eins og áður. Jón Hjaltason i Óðali sagði að þessi ákvörðun ráðherra hefði komið sem reiðarslag og þvi hefði litið verið hægt að gera til þess að bregðast við henni. Hann sagði að þeir myndu hafa opið og aðgangseyrir yrði sá sami. — EKG. Verðbólgu- ráðstefna Veröbóglan, orsakir, afleiðing- ar og lausn vandans, verður til umræðu á ráöstefnu sem Lands- málafélagið Vörður efnir til og hefst I dag klukkan 9.30. Jónas Haralz, bankastjóri, ræðir um orsakir og afleiðingar verðbólgunnar. Dr. Jóhannes Nordal um aögerðir til lausnar vandanum. Þá munu ýmsir fulltrúar at- vinnulifsins ræöa áhrif verðbólg- unnar á atvinnulifið. Panel-umræður verða og hefjast með þvi að Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra, flytur inngang. Panelstjóri verður Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur. Þátttökugjald er 1600 krónur og er innifalið i þvi, hádegisverður, kaffiveitingar og ráðstefnugögn. Ráðstefnustjóri er Magnús Gunnarsson. —EKG. Fundur um manninn og umhverfi hans Hið alþjóölega verkefni Junior Chamber verður tekið fyrir á borgarafundi sem JC félagar I Hveragerði gagnast fyrir i Hótel Hveragerði i dag klukkan 14. Flutt verða framsöguerindi um eftirtalin mál: Leikvallamál, skrúðgarðamál, umhverfismál, atvinnumál, menningar- og sið- ferðilegt umhverfi barna og ung- linga og heilbrigðismál. Á fundi þessum mun JC af- henda hreppsnefnd Hveragerðis likön af tveimur, leikvöllum sem fyrirhugað er að byggja þar. Með þessum likönum fylgja og fram- kvæmda- og fjárhagsáætlanir sem JC félagar i Hveragerði hafa gert. Er hér um að ræða algjöra nýj- ung i leikvallagerð og fylgja likönunum loforð JC manna um að gefa eitt leiktæki á hvorn leik- völl. Þessi fundur er liður i svo- nefndri JC helgi sem félagið gengst fyrir á ári hverju. Dag- skrá helgarinnar er að öðru leyti þannig að dreift er blaði JC manna og börnum i Hveraerði er boðið til kvikmyndasýningar klukkan 14. — EKG. MÁ EKKI í VERKFALLI? hagsmuni , en hér að framan greinir, væri um að ræða. Ég sé ekki að i gildandi lög- gjöf finnist neinn réttur verka- lýðsfélögum til handa að hindra að ófélagsbundið fólk vinni störf félagsbundinna manna, sem lagt hefðu niður störf meðan á verkfalli stendur.” Hlutverk verkfallsvarða Hvað mega verkfallsverðir ganga langt i þvi að hindra að unniö sé á verkfallstimum? „Verkfallsverðir mega hafa eftirlit með þvi að verkfallsbrot séu ekki framin. Vanalega er samkomulag um það milli þeirra sem hafa með höndum verkfallsvörslu óg at- vinnurekenda um að verkfalls- verðir megi koma á vinnustaði eða vinnusvæði. Náist það ekki verða verkfallsverðir aö halda sig utan vinnustaðar eða af- markaðs vinnusvæðis og fylgj- ast þannig með hverjir koma á vinnustað.” Gæti þá vinnuveitandi neitað verkfallsvörðum um aðgang að afmörkuðu vinnusvæði eða vinnustað? „Tvimælalaust. Enginn má, hvorki á verkfallstimum eða endranær, fara heimildalaust I hús, niður i skip annars manns eða á annan honum óheimilan stað, nema hafa til þess leyfi eigandá eða umráðamanna. Ef menn samt sem áður gera það getur slikt varðað sekt eða varðhaldi allt að sex mánuðum eða meira ef sakir eru miklar. Samanber 231. grein laga núm- er 19 frá 1940. Verði eigandi uppvis að broti á vinnulöggjöf getur það varðað sektum eða skaðabótum.” Afskipti lögreglu af verkfalli Hvaða afskipti mega iögreglu- menn hafa af verkfalli? „Um þetta fjallar 10. grein laga númer 32 frá 1965 um lög- reglumenn. Lögreglumenn má ekki nota til að hafa önnur afskipti af vinnudeilum en að halda þar eins og annars staðar uppi friði og afstýra skemmdum, meiösl- um og vandræðum.” Iðnnemar í verkfalli Hvað með iðnnema sem fara i verkfall? „1 33. grein laga um iðn- Rœtt við Barða Friðriksson lögfrœðing hjá Vinnu- veitenda- sambandinu fræðslu segir: ,,Nú stendur yfir verkfall eða verkbann á vinnu- stað þar sem nemi stundar nám sitt og skal hann þá eigi taka þátt i framleiðslustörfum. Aftur á móti er nema skylt að mæta til æfinga og meðferðar véla og verkfæra á vinnustað þar sem þvi verður við kom- ið”.” Hvað eru framleiðsiustörf i skilningi iðnfræðslulaganna? „I stórum dráttum má skil- greina þau þannig að það séu öll þau störf sem gera hluti verð- mætari, en þeir voru vegna vinnu. Svo sem til dæmis þegar hlutir eru framleiddir úr ein- hverju ákveðnu efni og þeir verða verðmætari við það. Undir framleiðslu iðnnema telst lika i þessu sambandi hvaða vinna sem er i þágu venjulegra viðskiptamanna. Hins vegar munu iðnnemar samkvæmt þessu vera skyldug- ir að stunda öll þau störf sem ekki heyrðu undir framangreint en gæti verið liður i námi þeirra og þjálfun i faginu. Sömuleiðis ættu þeir engu siður en þegar vinna er i gangi að þrifa vélar, tæki og vinnustað og gera sem þar félli til og þeir myndu gera við venjulegar kringumstæð- ur.” Verkstjórar eru ekki i ASÍ Mega verkstjórar vinna I verkföllum? „Verkstjórar eru ekki i ASl og gilda sérstakar reglur um vinnu þeirra meðan á verkfalli stend- ur. Koma reglur þessar fram i 18. grein samninga vinnuveit- enda og verkstjóra.” —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.