Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 7
visœ Laugardagur 21. febrúar 1976 Hér sömdu keppendur jafntefli, og höfðu þá i huga framhaldið 16. .. bxc5 17. dxc5 Bxb2 18. Dxb2 Rxc5 19. Da3! Dd8 20. Dxc5 Dxd2 21. Bc4 Bd5 22. Hf—dl Db2 23. Bxd5 exd5 24. Dxd5+. Á 2. borði tapaði Margeir fyrir undirrituðum, og þar sem hæg eru heimatökin, stenst ég ekki freistinguna og læt skákina fljóta með. ♦ Hvítt: Margeir Pétusson Svart: Jóhann O . Sigurjónsson Enski leikurinn 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 d5 (Karpov hefur dálæti á þessari uppbyggingu, svo hún hlýtur að vera góð.) 4. cxd5 Rxd5 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. 0-0 (Einnig var mögulegt 7. Rxd5 Dxd5 og drottningin verður fyrr eða siðar að hrekjast burt.) 7. ... Rxc3 8. bxc3 Rc6 9. Hbl 0-0 10. c4 Dd7 11. d3 b6 12. Da4 Rd4 13. Ddl (Svartur fær of mikið fyrir skiptamuninn eftir 13. Dxd7 Rxe2+ 14. Khl Bxd7 15. Rgl Rxcl 16. Bxa8 Rxd3 17. Hb—dl Re5.) 13. ... Rxf3+ 14. Bxf3 Bb7 15. Bxb7 Dxb7 16. a4 h5 17. h4 Hf—d8 18. a5 Dc7 19. axb6 axb6 20. Db3 Hd6 21. Bb2? (Eftir biskupakaupin verður mun léttara að koma svörtu köngs- sókninni i gagnið. Betra var þvi að leika 21. Bf4 e5 e5 22. Be3, með jafnri stöðu.) 21. ... He6 22. Bxg7 Kxg7 23. Db2+ f6 34. Hal Hd8 25. Hf—bl Hd4 26. Ha3 (Hvitur er of upptekinn við að pressa á b6-peðið og uggir ekki að sér. Betra var 26. Ha2 og styrkja vörnina.) 26. ... g5! 27. Db5 (Ef 27. hxg5 h4 28. gxf6+ Hxf6 og hvitur er varnarlaus.) 27. ... Hg4 28. De8 (Mótsókn hvfts er of seint á ferð- inni.) 28. ... Hxg3+! 29. fxg3 Dxg3+ 30. Kfl Dh3 + 31. Kel Dhl + 32. Kd2 Dxbl 33. He3 Db2+ 34. Hc2 Hxe2+ 35. Kxe2 Dxb2+ 36. Ke3 Dcl + 37. Ke2 Db2+ 38. Kdl Dal + 39. Kd2 De5 40. Dxh5 Df4+ og hvitur tapaði á tima. Jóhann örn Sigurjónsson. Kœra séra Kolbeins — vegna prestkosninga í Mosfellsprestakalli um síðustu helgi Séra Kolbeinn Þorleifsson, kærði sem kunnugt er prestkosn- inguna i Mosfellsprestakalli um siðustu helgi. Það var vegna út- varpsfréttar um kjörið, meðan þaðstóð yfir, þar sem sagt var að þrir prestar byðu sig fram og nafn Kolbeins var ekki nefnt. Fjórir voru i framboði. Auk Kolbeins voru það Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, Bragi Benediktsson og Sveinbjörn Bjarnason. Yfirkjörstjórn visaði kæru séra Kolbeins frá. Engu að sfður var kosningin ólögmæt, þar sem enginn frambjóðenda fékk til- skilinn atkvæðafjölda. Það kemur þvf f hlut dóms- og kirkju- málaráðherra að skipa prest i Mosfellsprestakalli. Séra Kolbeinn hefur óskað eftir að fá greinargerð sína fyrir kærunni birta f Vísi og fer hún hér á eftir. — ÓT Heiðraða yfirkjörstjórn prest- kosninga! Eins og landsmönnum öllum mun nvl kunnugt fór fram prestkosning í Mosfellspresta- kalli i Kjalarnesprófastsdæmi siðastliðinn sunnudag, þann 15. febriiar 1976. Kjörsókn var góð, tæpl. 74,prós. kjósenda greiddu atkvæði^ þar af greiddu 254 ein- staklingar atkvæðieftir klukkan 18 til lokunar kjörfundar. Allan þennan dag höfðu þrír umsækj- endanna haft umboðsmenn sina á kjörstað til þess að létta undir með kosningasmölun sinna manna. Einn umsækjandinn hafði enga slíka smölun i frammi og heldur enga umboðs- menn á sínum vegum. Þessi eini umsækjandi var ég, Kolbeinn Þorleifsson. Ætlun min hafði verið sú i upphafi að vera alls ekki stadd- ur á kjörstað á kjördegi, en ég gekkst inn á það eftir simtal við formann kjörstjórnar að mæta við opnun og lokun kjörfundar. Ég mætti þvi við opnun kjör- fundar klukkan 10 og tók þátt i skoðun kjörgagna og þeim sam- eiginlegu athugasemdum, sem gerðar voru við opnun kjörfund- ar. A þeim tima þurftum við að nota sima til biskupsins yfir Is- landi. Var það vegna athuga- semdar, sem séra Sveinbjörn Bjarnason hafði gert um niður- röðun nafna á kjörseðla. Kjör- fundarbók geymir vafalaust at- hugasemdokkar varðandi þetta simtal. Vegna þessarar athuga- serndar kynntist ég sirna húss ins. Hann liggur tvö skref frá opinni vængjahurð með útsýnis- glugga inn í kjördeild, sem mér vitanlega var aldrei byrgður allan daginn og mátti vel sjá úr honum yfir alla kjördeildina, rn.a. borð og stóla urnboðs manna umsækjenda, en eins og áður er sagt, var einn stóllinn auður frá opnun kjörfundar og fram á kvöld. Um þessar dyr gekk húsvörður hússins allan daginn og veitti kjörstjdrn og umboðsmönnum umsækjenda hressingu. Að lokinni kjörfundarsetningu klukkan 10.35 hélt ég af stað heim til min i Reykjavik að Ljósvallagötu 16 og dvaldi þar til klukkan 4,15, er ég hélt til Norræna hússins og drakk þar kaffi. Hélt ég siðan klukkan rúmlega fimm til mins heima aftur, en hélt þaðan beint aftur til frændfólks mins á Hólsvegi 10, Reykjavik, og þar var ég staddur, er útvarpið flutti frétt sina frá prestkosningunni i Mos- fellsprestakalli og tilkynnti landslýð öllum, að frambjóð- endur þar væru þrir talsins: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bragi Benediktsson og Sveinbjörn Bjarnason. Ég var þar hvergi nefndur. (Sjá fylgi- skjaí.) 1 kæru minni, sem ég skrifaði eftir minni eftir kl. 22 um kvöld- iö, skeikar mér um eitt atriði i þessari frétt. Ekki var getið um það, að ég hefði dregið mig til baka. Aftur á móti var á það bent i leiðréttingu þeirri, sem siöar var lesin, að „fréttastofan (hefði fengið) þær upplýsingar á kjörstað, að séra Kolbeinn Þor- leifsson hefði dregið umsókn sina til baka”. (Sjá fylgiskjal.) Eins og sést á fylgiskjali er það húsvörður Hlégarös i Mosfells- sveit, sem borinn er fyrir sög- unni, en á Hlégarði var kjör- staðurinn i þetta sinn. Hér skal það tekið fram, að leiðréttíng þessi var þannig til komin, að ég hringdi á fréttastofu útvarpsins og óskaði leiðréttinga á frétt- inni. Siðar frétti ég, að séra Sveinbjöm Bjarnason hefði orð- ið fyrri til að hringja, en honum hafði ekki verið trúað vegna þess kennivalds, sem fylgdi upplýsingum beint frá kjörstað. 1 kosningabaráttu minni hafði ég frétt, að einhver húsvörður i Hlégarði hefði staðið fyrir öflun stuðningsmanna fyrir einn um- sækjandann, og af ókunnugleika i héraði leiddi ég af þessum upplýsingum hluta af kæru minni, en siðar hef ég áttað mig á þvi, að sá sem ég beindi skeyt- um minum að, muni vera fyrr- verandi húsvörður i Hlégarði, og óska ég þvi, að sá hluti kæm minnar verði ekki tekinn til -greina. Núverandi húsvörður Hlégarðs mun vera nýbyrjaður i starfi, og munu þetta vera fýrstu afskipti hans af kosn- ingum á þessum stað sem hús- vörður félagsheimilisins, og mætti það vera honum persónu- lega tíl málsbóta. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að fréttin haföi verið lesin, og hún hlaut að hafa si'n áhrif á kjósendur. Ahrif þessí gátu verið tvenns konar. í fyrsta lagi var mögulegt, aö fólk hefði aðeins heyrt fyrri fréttina, en slökkt fyrir frétta- aukann, en leiðréttingunni hafði einmitt verið skotið milli liða fréttaaukans. 1 þvi tilfelli mátti ætla, að einhverjir hefðu hætt við að greiða atkvæði eða hefðu valiðsér einhvern hinna þriggja til að veita brautargengi. I annan stað hefði mátt ætla, að einhver hefði talið mig vera persónulega kunnugan frétta- manninum, og hefði hann brenglað fréttinni viljandi til þess að auglýsa mig og skapa mér samúð kjósenda. 1 þessu tilfelli hugsa ég mér, að hugs- andi menn og samviskusamir hafi fyllst andúð á slikum baráttuaðferðum og greitt at- kvæði samkvæmt þvi. Ég hefi sjálfur talað við mætan mann i prestakallinu, þar sem umræð- ur heimilisins um fréttirnar fóru fram á þessum grundvelli. Vegna þessa alls taldi ég mig þurfa að fara á kjörstað og not- færa mér 11. grein kosningalag- anna, sem heimilaði mér að sitja inni i kjördeildinni. Hafði sú ósk jafnvel verið borin fram af formanni kjörstjórnar þá um morguninn, að við umsækjend- ur gerðum þettá. Haföi ég verið tregur til þess, að taka mér þar sæti, þvi aö kjörstjórn prest- kosninga nokkurra i Reykjavik, sern ég tók þátt i ann 1. des. 1974, haföi neitað rnér urn þennan rétt er ég bað um aö fá aö njdta hans, og bað mig um að vikja af kjörstað. Bæði var það, að kjörstjórn þessi haföi tekið þátt i fleiri prestkosningum, og hafði sér til ráðuneytis um lög- fræðileg efni einn af leiötogum mótframbjóðanda mins. Hlaut þvi að vera varasamt, að brjöta móti svo reynslumiklum aðil- um. Er ég var sestur i kjördeild i Hlégarði, þá sat ég þar þaö sem eftir liföi kjörfundar, en það var á timabilinu 20,15 til 22. Sfðan, er færi gafst frá öðru, lét ég bóka þá kæru, sem hér er til umfjöllunar. Heiðraða yfirkjörstjórn! Er þið nú fjallið urn þfessa kæru.biðég ykkur aðhafa eftir- farandi atriði i huga. Útvarpsfréttin á uppruna sinn að sækja hjá húsverði þess fé- lagsheimilis, sem valinn hafði verið kjörstaður, og mátti þvi enginn þeirra manna, sem þarna voru staddir til trúnaðar- starfa segja frá neinu, sem gat dregiö taum eins umsækj- anda fram yfir annan, ellegar lastað einn umsækjanda. 1 þvi sambandi vil ég vitna i almenn kosningalög 133. grein, tölulið 4, sem fjallar urr* óleyfilegan áróður á kjörstað, og tölulið 7 sem talar um þá, sem gefa út villandi kosningaleiðbeiningar. Ég lit á húsvörð k jörstaðarins sem trúnaðarmann kjörstjórn- ar, þvi að honum var leyft að ganga út og inn um kjördeild eins og honum sýndist við þjón- ustubrögð við þá, sem þar sátu inni, og eru þvi athafnir hans á ábyrgð kjörstjórnar. Þess vegna gildir hér 20. grein prest- kosningalaga: „Hvorki kjör- stjórnarformaöur né nokkur annar, sem i kosningastofunni er staddur, má beinlinis eða óbeinlinis hvetja nokkurn kjós- anda meðan á kosningu stendur til þess að kjósa einn umsækj- anda öðrum fremur.” — 1 áður- nefndri frétt var mönnum bent á, að kjósa mætti þrjá umsækj- endur, einn var undanskilinn, þvi að hann hafði dregið umsókn sina til baka. Ég bið yfirkjör- stjórn að taka til athugunar að kalla mátti opinn gang frá simanum og inn i kjördeildina. Aðurnefnd atriði eru höfuö- atriði kærunnar, enda rjúfa þau friðhelgi kjörstaðar. Onnur atriði, sem taka mætti til athugunar eru þau, sem snerta áróðursgildi fréttar af þessu tagi, sem fengin er beint af kjörstað. Þvi verður ekki trú- "50, að frétt sem þessi sé algjört óviljaverk, nema litið sé á gjörðarmanninn sem algjörlega fákunnandi á sviði kosninga. Hins vegar má reikna með þvi, aö gjörðarmaður hafi þarna bergmálað einhvern áróður, sem hægt var að byggja á þrem- : ur staðreyndum, sem lágu ljós- ar fyrir. Við opnun kjörfundar : hafði orðið óeðlilega löng töf, | sem fáir hafa vitað af hverju stafaði. Séra Kolbeinn Þorleifs- < son hafði sést halda frá kjörstað - i miklum flýti, og autt sæti hans j ellegar umbjóðenda hans blasti í við öllum kjósendum i rúmlega f niu klukkustundir. Þetta veröur E aldrei sannað, þvi aö þetta s heyrir undir starfsaöferðir við kosningasmölun. Legg ég þvi \ ekkert upp úr þessu atriði i j greinargerð minni, en bendi að- ’ eins á þennan möguleika. j + ■’ | Heiðraöa yfirkjörstjórn! Ég vona, að mér hafi tekist að ; reifa grundvöll kæru minnar a : þann veg, að menn hafi skilið. að ég hefi orðið fórnarlamb alvarlegra mistaka við fram kvæmd prestkosningarinnar i Mosfellsprestakalli þann 15. ' febrúar 1976, og að mistök þessi séu þess eðlis, að grundvöllur sé fyrir ógildingu hennar. Virðingarfyllst. Reykjavik, 17. febrúar 1970 Kolbeinn Þorleifsso:.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.