Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. febrúar 1976 J5 Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson slíta samstarfnu! Slítnað hefur . upp úr margra ára samstarfi þeirra Gunnars Þórðar- . sonarog Rúnars Júlíusson- ar er hófst með stofnun hljómsveitar þeirra/ Hljóma. Samnefnd plötu- útgáfa þeirra hefur þvi tvístrast, og óvíst hvort hún muni halda áfram að starfa undir sama nafni. Er Vísir hafði samband við Gunnar Þórðarson hafði hann eftirfarandi um málið að segja: „Það er ýmislegt sem býr að baki þessarar ákvörðunar okkar, en ég held ekki að það eigi erindi i fjöl- miðla. Hins vegar getégsagt það, að við tókum þessa ákvörðun saman, meðal annars vegna þess, að ég hafði ekki áhuga á að starfa lengur með Rúnari. Við höfum unnið lengi saman, og mér fannst vera kominn timi til að breyta til. Ég hef þegar stofnað mitt eigið útgáfufyrirtæki, og hef rætt við vissa aðila um dreifingu á plötum þess hér á landi.” Rúnar Júliusson vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins, en hvað það rétt vera, að Gunnar hefði ákveðið að slita samstarfi við Hljómaútgáfuna. Er Visir spurði hann um framtið Lónli blú bojs, og áfram- haldandi veru þeirra hjá fyrir- tækinu, kvaðst Rúnar ekki hafa rætt við þá ennþá. Hann sagðist myndi halda áfram á sömu braut með útgáfuna, en gat ekki sagt til um, hvort hún myndi starfa áfram undir sama nafni.— GSL. Fremja nútíma- galdro- brennu! Þeir nefna sig Galdrakarla, ganga i skrautlegum búningum, nota magnað ljósakerfi og fremja nútima galdrabrennu, þar sem þeir koma fram. Nú, og svo leika þeir lika og syngja (væntanlega listavel, ef ég þekki strákana rétt). Tónlistastefiia þeirra hefur hlotið nafn. Hún heitir því fina nafni „elexirstefna”. Galdrakarlarnir eru sjö, en hljómsveitin Bláber, sem hóf samleik fyrir u.þ.b. einu ári, er upphafiö að þessari nýju hljóm- sveit. í nóvember sl. bættust þrir hljóðfæraleikarar við bláberin sem fyrir voru Ug breyttist þar með öllu stefna hljómsveitarinn- ar, enda ný hljóðfæri komin til skjalanna og þá um leið nýir möguleikar. Æft hefur verið af kappi þrisvar til fjórum sinnum i viku i bæki- stöð hljómsveitarinnar i vestur- borginni. Æfingarnar hafa gengið mjög vel, að sögn félaganna. Flýtir það mjög fyrir, að lögin eru öll skrifuð og lesa allir galdra- karlarnir nótur. Galdrakarlarnir eru: Hlöðver Smári Haraldsson, 26 ára, áður m.a. i Islandiu, Pelican og Bláber, leikur á Hammond orgel, Fender pianó, Moog Syntheziser og flautu. Vilhjátmur Guðjónsson 22 ára, áður i Gaddavir, Moldork og Blá- ber, leikur á gitar, tenór saxófón og harmónikku. Pétur Hjálmarsson26 ára, áður i Osmönnum, Dátum II, Lisu og Bláber, leikur á bassa og flautu. Sophus Björnsson, 20 ára áður i Andrá og Bláber, leikur á tromm- ur. Birgir Einarsson,28 ára, áður I HG-sextett og Omum og Ellert, leikur á trompet og slagverk. Stefán Stefánsson, 18 ára, hefur leikið jass með skólahljómsveit- um, leikur á Alto saxófón, þver- flautu og gitar. Hreiðar H. Sigurjónsson, 45 ára, áður með ýmsum hljóm- sveitum, leikur einnig með symfóniuhljómsveit Reykja- vikur, leikur á bariton saxófón, tenór saxófón og klarinett. —ÞJM J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 13125,13126 Blaðburðarbörn óskast til að bera út á Tjarnargata Nes II- Strandir Laugarneshverfi isir Hverfisgötu 44 86611 .....--.................... Smurbravftptofan Hér er Þremillinn lifandi kominn! Ja, hver Þremillinn! Nýtt tríó og nafnið er Þremillinn. Þau heita (t.v.) Sæmundur Har- aldsson, Kjuregej Alex- andra og Sverrir Guð- jónsson. Strákarnir spila báðir á gítar og öll syngja þau. Einnig gripa þau til ýmiskonar ásiáttarhljóð- færa eftir þörfum. „Við byrjuðum að æfa saman i nóvember á siðasta ári og komum siðan fram á smærri samkomum um jólin,” sagði Sverrir i viðtali við Visi i gær. „I janúar spiluðum við litið saman vegna þess að Sæmundur, sem er að nema læknisfræði, stóð i prófum. En núna erum við loks tilbúin að fara af stað af fullum krafti. M.a. munum við koma fram á næstu SAM-komu.” „Þremill flytur nokkuð af frumsömdum lögum,” sagði Sverrir, en hann og Sæmundur hafa stundað tónsmiðar um all- langt skeið. „Einnig flytum við gömul og góð, islensk lög, auk þess sem Kjuregej syngur lög frá sinu heimalandi, en hún er frá Jakutiu, sem er norðarlega i Siberiu. Þau lög eru að sjálf- sögðu með upprunalegum text- um, en öll önnur lög eru með is-. lenskum textum.” Kjuregej er löngu orðin sviðsvön. Hún starfaði við leik- hús i Jakutiu og fór strax á leik- sviðið eftir að hún fluttist hingað til lands. Fyrst sáum við til hennar i „Hárinu”, en siðan hefur hún starfað með ýmsum leikurum og einnig kennt lát- bragðsleik. Núna siðast á tsa- firði. Við vorum búnir að segja frá læknisfræðinámi Sæmundar. en af Sverri — þeim þekkta söngv- ara — er það að segja. að með- fram spilamennskunni stundar hann kennslustörf. Væntum við góðs af þessu nýja triói.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.