Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 24
VfSIR Laugardagur 21. febrúar 1976 Jarð- eplin búin Ýmsar aðrar vörur ó þrotum „Allar unnar kjötvör- ur eru á þrotum hjá okk- ur, kjötfars, hakk, bjúgu og ýmiss konar álegg," sagði verslunareigand- inn í Dalmúla í viðtali við Vísi. „Kartöf lurnar eru búnar, og mjólkurvör- urnar kláruðust á fyrstu dögum verkfallsins. Að vísu eigum við enn eftir dálítið af smjöri." Svipaða sögu höfðu aðrir verslunareigendur að segja er við hringd- um í nokkrar verslanir til að kanna ástandið. í Arbæjarkjöri var strásyk- ur uppseldur og hveiti, egg, smjör og smjörliki á þrotum. Sagði verslunareigandinn að yfirleitt væri allt að klárast og yrði væntanlega litið eftir á mánudaginn. 1 Straumnesi var eftir einn poki af lauk, kartöflurnar bún- ar og mjólkurvörurnar fóru á fyrstu dögunum. Kartöfiur voru einnig upp- seldar i versluninni Laufási, mikið farið að ganga á birgðir af smjöri og smjörliki og mjólk og brauð uppselt. Eftir þessu að dæma eru kartöflur nú sennilega ófáan- legar og ýmsar aðrar nauð- synlegar vörutegundir á þrot- um. Það er þvi hætt við að mat- argerðin verði fremur fábrot- in eftir helgina, ef verkfall leysistekki, nema þá hjá þeim sem hafa birgt sig upp til margra vikna. Mjólkurskort- urinn verður þó að likindum einna tilfinnanlegastur, sér- staklega á barnmörgum heimilum. —EB Minnkandi umferð - en óhöpp vegna bleytu Verulega fækkaði bilum á götum borgar- innar I gær að sögn lögreglunnar og var umferðin i miðborginni áberandi litil. Bifreiðaeigendur virðast þvi farnir að spara bensinið, eða orðnir bensinlausir, en ef til vili hefur lokun stærri verslana og veðurfarið einnig haft einhver áhrif. Þrátt fyrir rninni urnferð varð talsvert urn óhöpp. 1 surnurn þeirra var ástæðan sú að hernlar blotnuðu I vatnselgnurn á götun- urn og verkuðu ekki sarnkværnt þvi sern ökurnenn reiknuðu rneð. Viða voru pollar á göturn og surns staðar rnynduðust stórar tjarnir t.d. við urnferðar- ljósin á Sundlaugavegi. —EB Frjólsar hendur til að „sjó um" varðskipin Landhelgisgæslan hefur þungar áhyggjur af nýrri hörku sem færst hefur I þorskastriðið, um og eftir ákvörðun um stjórnmálaslit. Bresku verndarskipin virðast nú hafa fengið hcimild til að stór- skemma eða jafnvel sökkva varð- skipunum. Þau beita nú stefninu til ásiglinga, en hafa ekki gert það áður. Týr slapp i gær naumlega frá þvi að freigátan Yarmouth sigldi á fullri ferð með stefnið inn i hiið varðskipsins. Bresku verndarskipin hafa fengið fyrirmæii frá London, þar sem þeim er gefin heimild til að haga aðgerðum eins og þeim sýn- ist. t tilkynningu sem lesin var frá dráttarbátnum Lloydsman, sagði aö þeir hefðu „frjálsar hendur” til að „sjá um varðskipin eins og okkur þóknast.” Siglt á Baldur Fyrir nokkrum dögum sigldi freigátan Diomeda á Baldur og var þá i fyrsta skipti stefninu beitt i ásiglingu. Hingað til hafa freigáturnar siglt samsiða varð- skipunum og skellt hliðinni eða skutnum utan i þau. Töluverðar skemmdir urðu á Baldri en vegna þess að skipin höfðu þá um stund háð „einvigi” með miklum snún- ingum, var hraðinn við ásigling- una ekki mikill og skemmdirnar þvi minni en ella. Stefndi beint á Tý miðskips Fréttamaður Reuter, Uli Schmetzer, segir i dag I skeyti til fréttastofunnar frá tilraun til að sigla á Tý. Schmetzer segir að Týr og freigátan Yarmouth hafi siglt samsiða á hægri ferð, þegar freigátan allt i einu sveigði og beindi hárbeittu stefni sinu að Tý miðskips. Guðmundur Kjærne- sted, skipherra, setti á fulla ferð og varðskipið slapp naumlega. Schmetzer segir orörétt að freigátan hafi verið „þumal- fingursnögl” frá varðskipinu þeg- ar hún geystist framhjá skut þess. „Ef hún hefði hitt mig hefði varðskipið verið úr leik,” sagði Guðmundur Kjærnested, við fréttamann Reuters. Hann sagði einnig að aldrei hefði jafn ákveðin ásiglingatilraun verið gerð á skip sitt hingað til. „Ég er mjög undr- andi á þessu. Þetta hefur ekki gerst áður.” Fréttamaðurinn segir einnig frá þvi að dráttarbátar og freigát- an hafi reynt að króa Tý af og hafi ásamt togurum hundelt hann i margar klukkustundir. Það virðist þvi augljóst að mun hættulegra ástand rikir núámið- unum en nokkru sinni fyrr i þessu striði og þeim sem á undan eru gengin. — ÓT. Konudagur ó morgun Á morgun er konudagurinn og þá þykir tilhlýðilegt að kvæntir menn sem ókvæntir færi sér hugstæðum konum blómvönd i tilefni dagsins. Þessi venja útilokar þó engan veginn þann möguleika að blóm séu lika gefin alla aðra daga ársins. Allt um það þá þurfa ibúar Mosfellssveitar og ná- grennis ekki aö gera sér sér- staka ferð til blómakaupa, þvi Lionsmenn þar i sveit ætla að heimsækja sveitunga og ná- granna og bjóða þeim blóm til kaups. Vonast Lionsmenn til að þeim verði vel tekið, þar sem allur á- góði af sölunni er varið til likn- armála. A myndinni eru Ljónin með sýnishorn af þvi sem á boðstól- um verður. Ásli legn inc n c lið 1 sn é hœtt iður u- — segir Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra ó Baldri — Þaðer enginn vafi á að það rikir nú hættulegra ástand á miðunum en nokkru sinni fyrr, sagði Höskuldur Skarphéðins- son, skipherra, við Visi f gær. Höskuldur var með Baldur þeg- ar Diomeda beitti stefninu gegn honum. — Ef þessi fyrirmæli um að verndarskipin hafi frjálsar hendur, ná til freigátanna, er þctta greinileg stigmögnun á átökunum frá breta hendi. Dráttarbátarnir hafa alltaf haft þetta leyfi, eins og sést á aðför- inni að Þór og að Árvakri i sið- asta striði. — Miðað við siðustu aðgerðir gegn Baldri og Tý bendir allt til þess að freigáturnar hafi einnig fengið frjálsari hendur. Höskuldur skipherra. Skarphéðinsson, — t flestum tilfellum sem ég hef séð hingað til hafa bretarnir að visu brotið allar siglingareglur, en þeir hafa siglt upp'aðokkar skipum og gengið það nærri oivkur að það væri á okkar valdi hvort yrði árekstur eða ekki. Rétturinn hefur verið allur okkar megin en okkur hefur verið gefinn kostur á að vikja undan. En frá þessu eru auðvitað undantekningar, eins og öllum er kunnugt. (Asigling- arnar á Þór). — En i þessu tilfelli með Baldur og að þvi er virðist með Tý, er þetta allt annars eðlis. I okkar tilfelli byrjar hann til dæmis á þvi að gera mig óvirk- an með ljóskastaranum til að skapa sér betri aðstöðu. — Skipunum er lika núna beitt allt öðruvisi. Nú er bara komið með stefnið og keyrt á veikustu hluta skipsins. _ óT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.